Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 52
m HEWLETT PACKARD ----------------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI HF Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000 Frá möguleika til veruleika SÍMI 691100, SÍMBREF 691181, P( 103 RE' 'ÓSTHÓl )LF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 8 FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Nærri jafnoki tveggja skuttogara Morgunblaðið/Björn Blöndal HANN lætur ekki mikið yfir sér Hegri KE 107, þar sem hann liggur í smábátahöfninni í Keflavík. En á þessa plasttrillu skráði Reiknistofa fiskmarkaða á síðasta fiskveiðiári 2.300 tonn í rúmlega 530 færslum. Meðalkvóti togara er 14-1600 tonn. Lögfræðingur sjómanna um kvótakaup Fiskmarkaðar Suðurnesja Leggur til að kvóta- viðskiptin verði kærð LÖGMANNSSTOFA Arnmundar Backman hrl. hefur sent frá sér lögfræðiálit um viðskiptahætti Fiskmarkaðar Suðurnesja að ósk Sjómannasambands Islands sem snúa að kaupum og sölu fiskmarkað- arins á kvótum. Um er að ræða svokölluð tonn á móti tonni við- skipti þar sem markaðurinn útvegar bátum sem leggja upp hjá honum kvóta. Er lögmannsstofan þeirrar skoðunar að aðferð fisk- markaðarins sé brot á lögum og reglum og leggur til að málinu verði vísað til sjávarútvegsráðherra með kæru. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, fara í gegnum fiskmarkaði. En þá framkvæmdastjóra Sjómannasam- bandsins, hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhald þessa máls. „Okkar stefna hefur verið sú, og er áfram sú, að allur afli eigi að verða það að vera markaðir sem sinna engu öðru en uppboði á fiski,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu eru skráðar rúmlega 1.000 kvótafærslur á fjögur skip, þijá báta og einn togara á síðasta fiskveiðiári. Flestar kvótafærslur eru á Hegra KEt sem Reiknistofa fiskmarkaða hefur til umráða en næstflestar færslur eða 222 eru á Hraunsvíkina sem Kvótabankinn hefur notað. Togarinn Hegranesið á Sauðárkróki er með 153 kvóta- færslur en hann hefur Fiskiðjan Skagfirðingur notað. Sjá „Lögfræðiálit um við- skiptahætti..." á bls. 24. Ný reglugerð fjármálaráðuneytisins Bannaðurinn- flutningur stera BANNAÐ er að flylja inn karlkynshormónalyf af flokki anabólískra stera, peptíð hormón og hliðstæð efni, sem bönnuð eru í íþróttum, umfram það magn sem eðlilegt er til 30 daga notkunar einstakl- ings. Er þetta samkvæmt breytingum á reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna við komu frá útlöndum sem fjármálaráðuneyt- ið hefur gert. Samkvæmt henni geta tollverðir krafist þess að sá farmaður eða ferðamaður sem hefur undir höndum slík lyf færi sönnur á að honum sé nauðsyn að taka þau, t.d. með vottorði Iækna. Jón Erlendsson, starfsmaður Lyfja- nefndar ÍSÍ, segir að hugmyndir þær sem felist í reglugerðarbreyt- ingunni hafi verið settar fram innan nefndarinnar á seinustu tveimur árum, og því sé þar mikil ánægja með setningu hennar. „Hún gerir það erfiðara fyrir menn að taka þau lyf sem eru á bannlista Alþjóða ólympíunefndarinnar inn í landið I stórum skömmtum, og bera við eig- in notkun, eins og gert hefur ver- ið,“ segir Jón. „Það hefur verið nægilegt fyrir þá að lýsa yfir að efnin væru til eigin nota og þá hef- ur ekki mátt leggja hald á þau. Breytingin kemur í veg fyrir þetta.“ Steralyf flokkuð til eiturlyfja Jón segir að í nágrannalöndunum og víðar, t.d. í Bandaríkjunum, sé meðferð þessara- efna flokkuð á svipaðan hátt og um eiturlyf væri að ræða, og hann telji ekki ólíklegt að þróunin verði í þá átt hérlendis. „í Svíþjóð er flutningur slíkra efna inn í landið og sala saknæmur verknaður og við vitum það að Svíar hyggjast gera neysluna líka sak- næma,“ segir Jón. „Einnig ætla Danir að leggja fram frumvarp sem miða að samskonar breytingum á þingi nú í haust, og því ástæða til að telja að við fylgjum í kjölfarið á næstu árum, en aðgerðir nágranna okkar miða einkum að því að koma í veg fyrir að ungmenni hefji neyslu þessara lyfja.“ Víkingalottóið Enginn með sex réttar ENGINN var með allar sex töl- urnar réttar í Víkingalottóinu þegar dregið var í gær. Fyrsti vinningur, tæpar 37 milljónir kr., flyst yfir og verður tvöfaldur pottur í næstu viku. Einn hafði fimm tölur réttar og bónustöluna og fær hann rúmar 397.700 krónur. Átta voru með fimm tölur réttar og fá þeir rúmar 39.000 krónur. Samþykktar kröfur í bú Miklagarðs 1.221 milljón 38 milljóna króna forgangskröfur munu fást greiddar og eitthvað upp í almennar kröfur LÝSTAR kröfur í þrotabú Miklagarðs hf. námu samtals 1.778 miiyón- um króna en skiptastjórar hafa samþykkt kröfur að fjárhæð 1.221 milljón króna. Kröfuskrá var lögð fram í gær, viku fyrir skiptafund sem fjalla mun um málefni búsins. Samþykktar forgangskröfur vegna launa og lífeyrisréttinda námu um 38 milljónum en samþykktar al- mennar kröfur 1.183 milljónum króna. Ljóst er að forgangskröfur munu fást greiddar og um einhveijar greiðslur verður að ræða upp í almennar kröfur, að sögn Jóhanns H. Níelssonar, annars tveggja skiptastjóra búsins. Eignir búsins eru tekjur af sölu á lager þess og óinnheimtar viðskiptakröfur. Stærsti kröfuhafi er Landsbanki ís- lands sem lýsti 528 milljóna króna kröfum og fékk samþykktar 475 milljóna króna almennar kröfur. Meðal krafna sem hafnað var 50,5 milljón króna forgangskrafa frá Hjalta Pálssyni, fyrrum fram- kvæmdastjóra verslunardeildar SÍS. Tollstjórinn í Reykjavík lýsti um 301 milljóna kröfu en fékk 66 milljónir samþykktar að svo stöddu. Þá lýsti Goði hf. 124 milljóna króna kröfu en fékk 73,8 milljónir sam- þykktar. Reginn hf., eigandi húss- ins sem verslun Miklagarðs við Holtagarð var í, lýsti 30,3 milljón ^jíróna kröfum vegna húsaleigu, en tæpar 8 fengust samþykktar. Höml- ur hf. lýstu um 190 milljóna króna kröfum, sem eignarhaldsfélagið hafði yfírtekið frá SÍS, og voru þær samþykktar. Sambandið lýsti um 100 milljóna króna kröfum en fékk tæplega 45 milljónir samþykktar. 340 for- gangskröfum var lýst fyrir hönd á annað hundrað starfsmanna fyrir samtals 99 milljónir króna, þar með talin fyrrgreind 50 milljóna eftir- launakrafa Hjalta en samþykktar forgangskröfur námu um 38 millj- ónum, eins og fyrr sagði. Meðal þeirra krafna sem Lands- bankinn lýsti er 211 milljóna króna krafa vegna kaupleigusamninga Lindar vegna innréttinga verslunar- innar. 159 milljónir króna af þeirri kröfu fengust samþykktar. Þá eiga tugir íslenskra heild- sölu-, iðnaðar- og þjónustufyrir- tækja kröfur í þrotabúið fyrir 1-10 milljónir króna hvert. Fjárhæðir samþykktra krafna geta tekið breytingum eftir að um þær verður fjallað á skiptafundi, sem skipta- stjórar þrotabúsins, Ástráður Har- aldsson hdl. og Jóhann H. Níelsson hrl., halda með kröfuhöfum næst- komandi miðvikudag. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hasar nyrðra MIKIL spenna var á lokamínút- um leiks KA og Víkings í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik sem fram fór í á Akureyri í gærkvöldi. Víkingur sigraði 31:29 og voru stuðn- ingsmenn KA allt annað en ánægðir með það. Einn áhorf- enda lét reiði sína í ljós m.a. með því að kasta trommukjuða í átt að öðrum dómara leiksins, en kjuðinn lenti á eyra barns sem var hinum megin við völl- inn. Sjá nánar um leikina í 1. deild á bls. 50-51. Reglubundin skoðun á fólksbílum er misjafnlega dýr Allt að helmings verðmunur REGLUBUNDIN skoðun bifreiða er misjafnlega dýr eftir tegundum og gera sumir framleiðendur kröfu um að bílar þeirra fari í gegnum viðurkennda skoðun eftir 10 þúsund km. akstur en aðrir eftir allt að 20 þúsund km. akstur. Morgunblaðið gerði skyndikönnun á verði slíkrar skoðunar og voru 17 bílategundir hjá 8 umboðum í úrtakinu. Einnig var varahlutaverð kannað. Þær forsendur voru gefnar að stór steinn hefði eyðilagt hægra framljós- ker og kannað hvað kostaði að bæta skaðann. Það reyndist ódýrast á BMW 520i-bifreið og liggur skýring- in í uppbyggingu ljósabúnaðar þeirr- ar bifreiðar. Dýrasta ljós i könnunni var á Audi 100, en það kostar tæp- lega 24 þúsund krónur. 10 þúsund km. skoðun reyndist ódýrust á Lada Samara og Toyota Corolla en dýrust á BMW. Var verð á bilinu 8-18 þúsund krónur. Bíla- framleiðendur gefa út lista yfír reglu- bundnar skoðanir og er misjafnt eft- ir tegundum hvenær telst tímabært að framkvæma fyrstu skoðun. Einnig virðist skoðunin sjálf vera misjöfn eftir tegundum. Bið eftir tíma á verkstæði reyndist vera frá 4 upp í 11 daga og algeng- ast var að bílar væru rúmlega lh dag á verkstæði vegna skoðunar af þessu tagi. Sjá: „Verðkönnun vikunnar," bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.