Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Kosningar í Kanada ótt flestir hafi búist við ósigri kanadíska íhalds- flokksins í þingkosningum á mánudag áttu fáir von á að hann fengi jafn skelfilega útreið og raun bar vitni. íhaldsmenn, sem verið hafa við völd í landinu undanfarin níu ár, fengu einungis tvo menn kjöma á þingið í Ottawa, en voru áður með 154. Til að vera skilgreindur sem stjórnmála- flokkur á þinginu og þar af leið- andi fá opinbera styrki, verður flokkur að fá að minnsta kosti tólf menn kjörna. Þetta er gífurlegt áfall fyrir flokkinn, sem verið hefur einn helsti áhrifavaldurinn í kana- dískum stjórnmálum í 125 ár, og óvíst hvort að hann á sér viðreisnar von. Kosningaósigurinn er einnig mikið áfall fyrir Kim Campbell sem tók við forystu íhalds- flokksins á flokksþingi hans í júnímánuði eftir að hafa borið sigurorð af Jean Charest, þáver- andi umhverfisráðherra, í for- mannskosningum. Brian Mulr- oney, sem verið hafði forsætis- ráðherra í tæp níu ár, tilkynnti í febrúar sl. að hann hygðist láta af embætti. Samkvæmt skoðanakönnunum var hann þá óvinsælasti stjórnmálaleiðtog- inn í sögu landsins fyrst og fremst vegna hins hrikalega efnahagsástands. „Stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir, er að vinna trúnað Kanadamanna, vekja með þeim á ný þá hugsun að það sé von í landinu,“ sagði Campbell eftir að hún hafði náð kjöri í júní. Það er víst óhætt að halda því fram að henni og íhaldsflokknum hafi mistekist þetta verkefni. Campbell tókst ekki að sannfæra kjósendur í kosningabaráttunni og gerði þar mörg afdrifarík mistök. Og henni tókst ekki heldur að losa flokkinn við þær óvinsældir sem Mulroney hafði aflað honum með efnahagsstefnu sinni. Margir vonuðust í upphafi til að Kim Campbell væri ný Marg- aret Thatcher, eins konar kanadísk járnfrú. Hún hafði vakið athygli fyrir gáfur og frakka framkomu og þótti líkleg til að geta skapað flokknum nýja, nútímalega ímynd. Sú virt- ist líka lengi vel ætla að verða raunin og voru vinsældir Camp- bell töluverðar þegar kosninga- baráttan hófst. Þegar á reyndi kom hins vegar reynsluleysi hennar í ljós, en hún hóf af- skipti af stjórnmálum fyrir fimm árum. Campbell sagði kjósend- um að kosningabarátta væri ekki rétti tíminn til að ræða mál alvarlega og sætti hún harðri gagnrýni fyrir fremur innihaldslítinn málflutning. Hún þótti einnig hrokafull og skorta nýjar hugmyndir. Hún á þó langt í frá alla sök á ósigrinum og er óvíst hvort nokkur stjórnmálamaður hefði getað leitt íhaldsflokkurinn til sigurs í þessum kosningum. Atvinnuleysi í Kanada er mjög mikið eða um 11,2% og var það helsta áhyggjuefni kjósenda ásamt gífurlegum opinberum skuldum. Renna 32,1% af skatt- tekjum ríkisins í afborganir og vexti af lánum. í Bandaríkjun- um, þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir hallarekst- ur og of miklar lántökur, er þetta sama hlutfall „einungis" 23,8%. Sigurvegari kosninganna er Fijálslyndi flokkurinn, sem fór með stjórn landsins á sjöunda og áttunda áratugnum, og leið- togi hans, Jean Chretien. Flokk- urinn fékk 174 þingsæti og þar með hreinan meirihluta á þingi. Eitt helsta baráttumál flokks- ins í kosningabaráttunni var að krefjast endurskoðunar á NAFTA, fríverslunarsamkomu- lagi Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, með það að markmiði að fá inn verndarákvæði fyrir kanadískan iðnað. Það má þó telja ólíklegt að fijálslyndir, sem einnig voru á móti fríverslunar- samningi Kanada og Banda- ríkjamanna sem tók gildi árið 1989, geri nokkuð sem stefni samkomulaginu í hættu. Hagur Kanadamanna af NAFTA er einfaldlega allt of mikill til að hægt sé að taka slíka áhættu og ef töf yrði á gildistöku sam- komulagsins myndi það skapa fleiri vandamál en það leysti. NAFTA var tilvalið kosninga- mál og auðvelt að leita „skýr- inga“ á hinu mikla atvinnuleysi utan landamæra ríkisins en nú tekur alvaran við. Chretien þarf að reyna að koma efnahagslífi landsins á réttan kjöl á ný og ef það á að takast eru ríkisaf- skipti og einangrunarstefna það sem helst ber að varast. Við blasir líka sú hætta að Kanada klofni ekki síst í ljósi þess, hve mikið fylgi flokkur aðskilnaðarsinna Quebec-búa, Bloc Quebeciois, og enskumæl- andi óánægjuflokkurinn Um- bætur (Reform), sem neitar að viðurkenna sérstöðu Quebec, fengu í kosningunum. Báðir flokkarnir fengu rúmlega fimm- tíu þingmenn og gætu deilur milli þeirra sett sterkan svip á þinghaldið. Chretiens bíða því erfið verkefni, ekki bara í efna- hágsmálum. Lögfræðiálit um viðskiptahætti Fiskmarkaðar Suðurnesja Taldir brot á lögum og lagt til að kært verði LÖGMANNSSTOFA Arnmundar Backman hrl. hefur.að beiðni Sjómannasambands íslands sent frá sér lögfræðiálit um viðskipta- hætti Fiskmarkaðar Suðurnesja er snúa að kaupum og sölu fisk- markaðarins á kvótum. Hér er um svokölluð tonn á móti tonni viðskipti að ræða þar sem markaðúrinn útvegar bátum sem leggja upp hjá honum kvóta. Lögmannsstofan er þeirrar skoðunar að aðferð FS sé brot á lögum og þeim reglum sem hafa verður í heiðri og leggur til að málinu verði vísað til sjávarútvegsráðherra með kæru. í bréfi lögmannsstofunnar til Sjó- mannasambandsins kemur m.a. fram að fiskmarkaðir eru reknir með leyfi sjávarútvegsráðherra og fá aðeins slíkt leyfi að tryggt sé að skilyrði fijálsrar verðmyndunar séu fyrir hendi. Ráðherra hefur heimild til að svipta aðila leyfi til reksturs ef hann fullnægir ekki þessum skil- yrðum. Síðan segir í bréfinu: „Ég er þeirr- ar skoðunar að aðferð Fiskmarkaðar Suðurnesja sé brot á þessum lögum og þeim reglum sem hafa verður í heiðri í þessu tílfelli. Með því að gerast kaupandi og seljandi afla- heimilda og hafa þannig bein og óbein áhrif á fiskframboð og fis- kverð bijóti Fiskmarkaður Suður- nesja sjálfsagða skyldu sína um al- gjört hlutleysi. Með þátttöku sinni í kvótaviðskiptum er Fiskmarkaður- inn vanhæfur af þeirri augljósu ástæðu að hann hefur beina hags- muni af uppboðsverðinu." Misskilningur Ólafur Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suður- nesja segir að sá misskilningur sé hjá lögmanninum að það sé fisk- markaðurinn sem kaupi kvótann. Hið rétta sé að Reiknistofa fiskmark- aða sjái um þau kaup. „Við störfum vissulega eftir leyfi frá ráðherra en það gerir Reiknistofan ekki,“ segir Ólafur. „Og hvað varðar brot á hlut- leysi vísa ég slíku á bug þar sem allur fiskur hjá okkur er boðinn upp og því fijáls verðmyndun á honum.“ Hólmgeir Jónsson framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald þessa máls. „Okkar stefna hefur verið sú, og er áfram sú, að allur afli eigi að fara í gegnum fiskmarkaði. En þá verða það að vera markaðir sem sinna engu öðru en uppboði á fiski,“ segir Hólmgeir. Formaður LÍÚ um kvótabanka og breytt lög um fiskveiðstjómun Væri mjög misráðið að hindra kvótamiðlun KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna telur það mjög misráðið að ætla að koma upp tæknilegum hindrunum þannig að fiskmarkaðir geti ekki stundað kvótamiðlun með þeim hætti sem þeir hafa gert. Kristján segir að núverandi kerfi komi sjómönnum til góða og því sé það óskiljanlegt að sjó- mannasamtökin séu á móti því að kvóti sé fluttur milli skipa. í frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða eru ákvæði sem myndu koma í veg fyrir að skip séu notuð sem einskonar kvótabankar. Reikni- stofa fiskmarkaðanna hefur haft af- not af bát bundnum við bryggju sem notaður hefur verið sem kvótabanki og á síðasta ári voru færð í gegnum bátinn um 2.300 tonn í um 540 kvótafærslum. „Ég tel að fiskmarkaðirnir hafi gegnt mikilvægu hlutverki við verð- myndun á fiski og þessi hindrun væri mjög slæm, miðað við lýsingar þeirra á afleiðingunum," sagði Krist- ján. Framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna sagði í Morgunblað- inu í gær, að áðurnefnd ákvæði myndu kippa grundvellinum undan þessari starfsemi fískmarkaðanna. Eftir settum reglum Kristján sagði að fiskmarkaðirnir hefðu verið í kvótamiðlun með þess- um hætti, og greitt fyrir því að slíkt gæti gengið og ekki væri nema gott um það að segja. Farið væri eftir settum reglum fyrir opnum tjöldum. Kristján sagði að fiskveiðistjórnunar- kerfið væri virkast og best með sem mestu fijálsræði við framsal fisk- veiðiheimilda og því ætti ekki að leggja stein í götu þess fijálsræðis. „Það eru heldur ekki hagsmunir sjó- manna að valda fiskmörkuðum því tjóni sem þarna er stefnt að með þessum tæknilegu hindunum," sagði Kristján. Sjómönnum til góða I greinargerð með frumvarpinu kemur fram að með ákvæði um 10 þúsund króna gjald á tilkynningar á kvótaflutning frá skipi séu þær yfir 10 á ári, sé verið sé að koma til móts við sjómenn og samtök þeirra sem hafi barist hart gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum. Útilokað hafi verið að verða við þeim óskum að banna alfarið framsal kvóta þar sem slíkt sé forsenda hagræðingar en með ákvæðinu sé sveigjanleika kerfisins viðhaldið en um leið komið í veg fyrir misnotkun frelsisins. „Þetta hefur fyrst og fremst kom- ið bátasjómönnunum á vertíðarsvæð- inu til góða, sem hafa fengið umtals- verðan fisk fluttan til sín af togurum sem hefur gengið illa að veiða. Mér er alveg óskiljanlegt hvers vegna það eru hagsmunir sjómannasamtak- anna að koma í veg fyrir það,“ sagði Kristján Ragnarsson. Fjögur skip með samtals 1.000 kvótafærslur á ári Um 200 bátar og togarar eru með fleiri en 10 færslur á ári SAMKVÆMT upplýsingum frá Fiskistofu eru skráðar rúmlega 1.000 kvótafærslur á fjögur skip, þrjá báta og einn togara, á síðasta fisk- veiðiári. Flestar eru kvótafærslurnar á bát þann sem Reiknistofa fiskmarkaða hefur til umráða og greint var frá í Morgunblaðinu í gærdag. Samkvæmt Fiskistofu eru kvótafærslur á þann bát samtals 521 talsins. Þijú önnur skip eru með yfir 100 kvótafærslur skráðar á árinu. Næstflestar eru þær 222 á bát, einn togari hefur 153 færsl- ur og annar bátur 104 færslur. Hvað varðar bátinn með 222 kvótafærslur er þar um að ræða Hraunsvíkina sem Kvótabankinn hefur haft afnot af í viðskiptum sín- um. En togarinn með 153 færslur er Hegranesið á Sauðárkrók og hef- ur Fiskiðjan Skagfirðingur notað hann í tonn á móti tonni viðskiptum sínum við bátaeigendur á Suðurnesj- um. Jón Karlsson eigandi Kvótabank- ans segir að hér séu um margar smáar færslur að ræða, að hámarki 1-3 tonn af þorski í einu. „í viðskipt- um hjá mér eru margir sjómenn sem eiga eða leigja kvótalausa báta,“ segir Jón. „Þeir kaupa síðan vikulega þetta 1-3 tonn af þorski, 50-100 kg af ýsu, 3-500 kg af ufsa eða 1-200 kg af skarkola og fara kaup- in eftir aflabrögðum hveiju sinni. Mestur gangur er í þessum viðskipt- um meðan á línutvöföldunartímabil- inu stendur enda koma þá kvóta- kaupin hagstæðast út fyrir þessa menn.“ Jón Karlsson segir að hann telji nauðsynlegt að hafa þetta kerfi áfram opið og segir að ef því verður lokað eins og stefnt er að í nýju frum- varpi um breytingar á stjórn fisk- veiða þýði það að atvinnugrundvell- inum verður kippt undan þessum viðskiptavinum hans. 200 með yfir 10 færslur Eins og fram kom í fréttum Morg- unblaðsins er ákvæði í frumvarpinu þess efnis að greiða beri 10.000 krónur fyrir hveija kvótafærslu um- fram 10 á ári. Samkvæmt upplýsing- um frá Fiskistofu eru alls um 200 bátar og togarar sem hafa skráð 11 eða fleiri kvótafærslur á síðasta fisk- veiðiári. Þar af eru 16 skip með fleiri en 50 kvótafærslur. I heildina voru skráðar rúmlega 8.500 kvótafærslur á flotanum á síðasta ári og þar af voru um 3.000 sem telja má að hafa verið umfram 10 talsins. Fiskistofa reiknar með að ef fyrrgreint ákvæði í frumvarpinu verði að lögum þýði það að þessum færslum muni fækka , verulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.