Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
Taska fyrir geisladiska
NÝLEGA komu á markað töskur sem sérstak-
lega eru hannaðar fyrir geisladiska án hulsturs.
Töskur þessar eru m.a. seldar í versluninni Japís
og í fríhöfninni í Keflavík og er útsöluverð út úr
búð frá 790 krónum upp í 3.450 krónur. Fyrirtækið
sem framleiðir töskumar heitir Case Logic og í
fréttatilkynningu þess segir að töskur þessar hafi
verið hannaðar til að koma til móts við óskir þeirra
sem hafa geislaspilara í bílum sínum.
„Þeir vildu fyrst og fremst geta haft geisladiska
í röð og reglu án þess að þeir tækju of mikið pláss.
Þetta leystum við með léttum og handhægum tösk-
um,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að
fyrirtækið framleiði ýmsar gerðir af sérhæfðum tösk-
um og fínni þar með þægilegar lausnir á litlum
vandamálum. ■
Pálmi Gunnarsson er í
hlutverki gestgjafa,
leikur "villibráðarblús"
og segir lygasögur af
sjálfum sér og öðrum
frœgum veiðiklóm.
AÐALREWR
hreindýrasteikur steiktar í salnum
pönnusteiktar gæsabringur • rjúpur
villiktyddaðfjallalamb • villiandasteik
svartfugl • hreindýrapottréttur • súla
hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur
gæsapottréttur • ogfleira
EFlLRRETnR
bldbetjaostaterta
heit eplabaka með rjóma
ostabakki • ogfleira
Borðhald hefst meðfordrykk kl. 20.00
BUMmj.DE
borðapantanir í síma22321 - fax 627573
223
VIKUNNAR
Meira en helmingi
dýrara að fara með BMW í
reglulega skoðun en Mitsubishi Lancer
BÍLVERÐ liggur ekki aðeins í kaupverði bílsins, heldur einnig í
öllum rekstrarkostnaði sem honum fylgir. Sumum bílum fylgir
þriggja ára ábyrgð þegar þeir eru keyptir nýir og er þá í flestum
ef ekki öllum tilvikum gerð krafa um að eigandi komi með bílinn
til skoðunar eftir 10-20 þúsund kílómetra akstur eftii tegundum.
Verð fyrir slíka skoðun er afar misjafnt eins og meðfylgjandi
tafla sýnir.
Bensíneyðsla bíla hefur talsverð
áhrif á rekstrarkostnað og vita-
skuld gerir bilanatíðni það líka.
Verð á varahlutum er afar mis-
jafnt eftir tegundum og í dag er
tekið dæmi um framljós á nokkrar
tegundir bíla. Gert var ráð fyrir
að stór steinn hefði kastast í
hægra framljós og eyðilagt það.
Haft var samband við nokkur
bílaumboð og spurt hvað nýtt ljós
kostaði. Ljósabúnaður í BMW-bif-
reiðar er með því móti að eftir
óhapp eins og lýst er hér að fram-
an, nægir að kaupa svokallað ytra
ljós, en í aðra bíla þarf að kaupa
stærra stykki. Þó steinn fari í
framljós þarf það ekki að þýða að
ljósið sé ónýtt o g í sumum tilfellum
nægir að kaupa nýtt gter framan
á ljósið.
Ódýrast að bæta skaðann á
BMW
Ekki var leitað svara hjá öllum
bílaumboðum og voru tegundir í
úrtak valdar af handahófi. Vita-
skuld er ekkert mat lagt á gæði
bíla eða aðra þætti en þá sem til-
greindir eru í meðfylgjandi töflu.
Þar sem. uppsetning ljósa BMW-
bíla er með öðru móti en flestra
annarra, reyndist ódýrast að
kaupa nýtt ljós í þá bifreið. Miðað
var við BMW 520i, árgerð 1993.
Hægra framljós í Citroen AX, ár-
gerð 1993 var næstódýrast og
kostaði þó tæplega 6.500 krónur.
Þriðja ódýrasta ljósið tilheyrði
Lada Samara, árgerð 1993 og
þurfti að reiða fram tæpar 8 þús-
und krónur til að eignast það.
Þau eru ekki gefin
Nýtt ljós í Audi 100-bifreið, ár-
gerð 1993 kostar nærri 24 þúsund
krónur eða um 300% meira en í
BMW. Þá eru framljós í Subaru
Legacy, Nissan Sunny og Mitsub-
ishi Pajero heldur ekki gefin.
Svo vikið sé aftur að reglubund-
inni skoðun, má geta þess að bið
eftir tíma á verkstæði er ekki jafn
löng alls staðar. Dvöl bíls á verk-
stæði er einnig breytileg en þó
aldrei lengri en einn dagur vegna
svokallaðrar 10 þúsund kílómetra
skoðunar. Rétt er að geta þess að
haft var samband við verkstæði á
fimmtudegi og föstudegi og tveir
frídagar því reiknaðir með í bið-
tíma í töflunni.
Leiðbeiningar f ramleiðenda
Verkstæði hafa lista frá fram-
leiðendum til hliðsjónar við 10
þúsund kílómetra skoðun og eru
þar upplýsingar um þá þætti sem
vert er að athuga í slíkri skoðun
og hvenær tímabært er að fram-
kvæma hana. Líkast til eru listarn-
ir nokkuð ólíkir eftir framleiðend-
um og í sumum tilfellum er ekki
gert ráð fyrir skoðun á verkstæði
fyrr en eftir 15 eða 20 þúsund
kílómetra akstur. Hjá Bílaumboð-
inu fengust þær upplýsingar að í
mælaborði BMW væri tölvubún-
a,ður sem gæfi ökumanni merki
þegar tími væri kominn til að láta
bifvélavirka líta á bílinn.
Odýrast er að láta skoða
Mitsubishi Lancer 1993 af þeim
bílum sem spurt var um, auk þess
sem ekki er gert ráð fyrir fyrstu
skoðun fyrr en eftir 15 þúsund
km. akstur. Hið sama gildir um
Lada Samara árg. 1993, en þar
getur verðið verið á bilinu 8-11
þúsund eftir viðgerð.
Skoðun á Toyota Corolla HB,
árgerð 1993 er í sama verðflokki
en mun dýrara er að láta skoða
bíla eins og Saab 9000, árg. ’93,
Suzuki Swift sömu árgerðar og
Hunday Pony. í verðkönnun okkar
í dag reyndist skoðun á BMW
langdýrust, um 18 þúsund krónur.
■
BT