Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 , 38 Vilhjálmur Hólm Sig- urðsson frá Syðra- Vallholti - Minning Fæddur 10. október 1903 Dáinn 11. september 1993 Hann var af hinni fjölmennu Skíðastaðaætt, sem kennd er við Skíðastaði á Laxárdal, sem skerst inn í landið norðan- og vestanvert við Tindastól, Eilífsfjall, og höfuð- staður okkar Skagfirðinga, Sauðár- krókur, stendur við. Þar er nátt- úrufegurð mikil. Ég minnist þess v þegar ég leit fyrst Laxárdal, á fögru vordegi, þar sem áin liðast lygn og tær, langan niður dalinn, í laufi hvíslar ljúfur blær, er lít ég Ijallasal- inn. Út við ströndina, sitt hvoru meg- in stólsins, eru náttúruperlurnar Glerhallarvík og Sævariandsvík, og útsýn mikil og fögur yfir til Austur- landsins, yfir eyjar og sund. „Út við eyjar og sund, sefur Ægir sinn blund“, eins og segir í dýrðaróði sr. Tryggva H. Kvaran, „Vor i Skaga- firði“, sem var frumflutt af höfundi á mikilli hátíð í Varmahlíð sunnu- daginn 27. ágúst 1939, er sund- laugin þar var vígð að viðstöddu -y mikiu ijölmenni. Þá var vor í Skaga- firði. Vilhjálmur, eða Villi, eins og hann var löngum kallaður, og verð- ur hér, var borinn og barnfæddur að Syðra-Vallholti, í Hólmi, og ól þar allan sinn aldur utan síðustu árin. Ég hefi þekkt hann frá blautu barnsbeini, og er bæði ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orð- um. Það var hann sem sótti ljósmóð- urina, þgar ég var að fæðast í þenn- an heim, og var þá yfir Héraðsvötn < að fara, sem enn voru óbrúuð á þeim tíma. Þessi ferð var farin í hálfgerðu hríðarveðri, á útmánuð- um árið 1926 yfirum Vötn og langt fram í Blönduhlíð. En þá var Villi ungur og frískur, og fann ekki að nokkrum hlut. Hann var vel ríðandi, á eldfjörugum gæðingum af hinu annálaða Vall- holtskyni, sem þá var, og eimir ennþá af. Faðir hans, Sigurður Gunnarsson, var þá á efri árum, átti gott hestakyn og fjölda hrossa. Hann átti jarðir og rak hross sín yfir um Vötn á hveiju hausti. Hafði þau í högum í Brekkukoti í Blöndu- hlíð, sem hann átti. Hér fyrir eina tíð áttu þessir ættmenn, Skíðungar, allar jarðir þvert yfir Skagafjörð, allt frá Stóru-Ökrum og Brekku- koti í Blönduhlíð, Mikley, Syðra- Vallholt og Borgarey í Vallhólmi að Krithóli og Kirkjuhóli á Efri- byggð. Fyrstu aurarnir sem ég fékk í kaup, voru laun fyrir að reka stóðið með Villa yfir um Vötn, í Brekku- kot. Farið var yfir Vötnin nyrst úr Mikleyjarlandi, og minnist ég þess mér þótti djúpt á yngri hrossunum, og mikið sundlaði mig yfir. „Bara að horfa á Glóðafeyki," sagði Villi við mig á svamlinu. Það var sem ég flygi upp flauminn færði ég augun af Feykinum, og án hans hefði ég líklega fallið af hestinum. ( Það var svo Valadalshnjúkurinn sem bjargaði mér vesturyfir. Allar götur síðan lít ég til þessara út- varða Skagaijarðar með virðingu og velþóknun. Þegar Villi hafði aldur til fór hann í Hvítárbakkaskólann áður en hann fór að búa. Fyrst bjó hann með Bjarnfríði Þorsteinsdóttur, og áttu þau saman drenginn Hjört, sem er bifreiðarstjóri á Sauðárkróki. Hann er giftur Rannveigu Jóhann- esdóttur frá Vindheimum á Þela- mörk, og er mikill ættbogi frá þeim kominn. Þau Villi og Fríða áttu ekki skap saman, þegar til lengdar iét, flutti hún til næsta bæjar, með drenginn ungan, að Ytra-Vallholti, hvar Jó- hannes Guðmundsson bjó með konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur. Hjá þeim var Fríða með drenginn um mörg sumur, en átti annars heima á Sauð- árkróki og stundaði sauma. Hún var mikil dugnaðar- og atgervis- kona, og þegar ég var ungur þótti mér ekki vænna um aðra konu en hana Fríðu. Ég var stundum kaupamaður hjá Jóhannesi, og sló með orfi og ljá. Þar var Fríða með alamín-hrífuna sína, og það sópaði vissulega að henni. Kaupamennirnir urðu að hafa sig alla við, því ekki var gefið eftir, og Fríða víkingur með hríf- una, sem glampaði fagurlega í sól- skininu, - langar leiðir. Það var unnið kappsamlega með handverk- færum, og þótti mikil hneisa að Fædd 16. desember 1896 Dáin 21. október 1993 Hin langa þraut er liðin nú loksins hlauztu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Þá er langri ævi ömmu okkar lokið og mikið dagsverk að baki sem seint verður metið til fullnustu. Hún hét fullu nafni Guðbjörg Kristín Vigfúsdóttir Hjaltalín og var fædd í Brokey á Breiðafirði á seinasta áratug síðustu aldar og var því tæplega 97 ár er hún skildi við þennan heim. Amma var alin upp í Brokey þar til hún hélt til náms suður í Reykjavík árið 1917 þar sem’ hún fór í Hússtjórnarskóla láta gelda sig í slægjunni, sem var kallað, ef sláttumenn höfðu ekki undan rakstrarkonunum. Var því stundum gripið til þrælasláttarins, þ.e. að hver sló á hæla annars, og var þá annaðhvort að duga eða drepast. Þá vpru skemmtilegir tímar, og stundum þreyta að kveldi. „Fleygðu þér bara á þúfu augna- blik, þá er öll þreyta horfin á svip- stundu,“ sögðu gömlu mennirnir. Vissu hvað þurfti - þeir gömlu. Villi giftist Lilju Gunnlaugsdótt- ur, og áttu þau saman 8 börn. Tvö þeirra létust mjög ung, en hin eru öll uppkomin, stór og myndarlegur hópur. Elst er Halldóra Elísa, bú- sett í Keflavík suður. Þá er Frið- björg, húsfrú á Sauðárkróki. Sig- urður býr í Keflavík, og Ingunn í Mosfellsbæ. Á Sauðárkróki býr Gunnhildur, og yngsti sonurinn, Gunnlaugur, er bóndi að Áshildar- holti, fyrir innan Sauðárkrók. Öll Hólmfríðar Gísladóttur sem var til húsa í Iðnó. Einnig lærði hún karl- mannafatasaum hjá Vigfúsi Guð- brandssyni klæðskera. Haustið 1919 hóf amma svo ljósmæðranám og lauk því vorið 1921 og starfaði sem ljósmóðir óslitið til ársins 1954, fyrst í Stykkishólmsumdæmi og svo árið 1945 bætti hún við sig Helga- fellssveitarumdæmi. Það var mikið svæði sem hún hafði á sinni könnu og því mikið afrek hjá henni að fara til sængurkvenna út í sveitir í hvaða veðri sem var, á hvaða tíma sólarhrings sem var. Árið 1930 giftist amma svo Guð- mundi Jónssyni afa okkar sem þá var ekkjumaður með sex börn, og tók amma við stóru búi strax í upphafi og var því í nógu að snú- ast bæði í starfi og á heimili. Amma átti þrjú börn með afa, Þóru sem dó sumarið 1975, Guðrúnu móður okkar og Atla sem dó sumarið 1966, en hann þjáðist að vöðvar- ýrnun, erfíðum sjúkdómi sem þjáði hann frá barnsaldri. En amma naut ekki styrks Guðmundar afa mjög lengi því að hann féll frá rétt fyrir eru þau gift, og barnabörnin þeirra Villa og Lilju eru orðin mörg. Villi og Lilja slitu samvistir og skildu árið 1949. Lilja fór með allan barnahópinn út að Áshildarholti og gerðist ráðskona hjá Rafni Sveins- syni, bónda þar. Þar ól hún upp sinn stóra og myndarlega barnahóp, og má það sannarlega kallast þrekvirki, að hafa komið svo miklu í verk, með slíkum myndarskap sem raun ber vitni. Þannig eru hetjur hversdags- lífsins. Þær berast hvorki á, né hrópa á gatnamótum. Vinna verk sín í kyrrþey. Dagsverk Lilju Gunn- laugsdóttur hefur verið langt og farsælt. Hún hefur komið miklu í verk, og hún getur sem öldruð kona litið með ánægju yfir líf sitt og starf, sem hefur skilað landinu - þjóðinni - slíkum árangri. Vissulega stóð hún ekki ein með hinn stóra barnahóp á örlaga- stundu. Bóndinn í Áshildarholti, hann Rafn Sveinsson, tók á honum stóra sínum, og reyndist börnunum sannur og traustur - sem faðir. Samtaka voru þau Rafn og Lilja að koma hinum stóra barnahóp til manns. Lilja er enn í Áshildarholti, en Rafn er látinn fyrir allnokkrum árum. Villi bjó áfram í Vallholti, einn síns liðs. Hann átti löngum nokkrar ær, og talsvert mörg hross. Haustið 1973 brá hann búskap. Seldi ærn- ar, en átti hrossin áfram um nokk- urt skeið, og sinnti þeim frá nýjum heimkynnum, að Varmahlíð, þar sem hann bjó næstu árin. Síðustu æviárin var hann svo á Elliheimilis- deild Sjúkrahússins á Sauðárkróki, og þar lést hann eftir skamma legu, 11. sept. sl. Villi gekk ekki heill til skógar. Á unga aldri var hann frískur og svo frár, að hann vann til verðlauna á íþróttamótum. Hlaut 1. verðlaun í jólin 1943, og háði amma harða lífsbaráttu uppfrá því og barðist hetjulega því aldrei kvartaði hún, heldur hélt ótrauð áfram með beint bak. Auk þess að vera Ijósmóðir stundaði amma ýmis störf með til að drýgja tekjurnar, t.d. fatasaum hjá saumastofu Kaupfélagsins í Stykkishólmi. Árið 1954 var kom- inn tími til að láta af störfum og flytjast suður, bæði vegna þess að börnin voru flutt suður að Atla Kristín Vigfúsdótt- ir fyrrv. ljósmóðir i Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL HAUKUR KRISTJÓNSSON, Árskógum 6, Reykjavík, sem lést 22. október, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 29. október kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavemd eða Slysavarnarfélag (slands. Svava Magnúsdóttir, Sigurður K. Pálsson, Elsabet Baldursdóttir, Jónfna Pálsdóttir, Helen Svava Helgadóttir, Magnús Geir Pálsson, Áslaug Sif Gunnarsdóttir og barnabörn. Ástkær vinur minn, sonur okkar, bróð- ir, mágur og frændi, ÞÓRÐUR JÓHANN ÞÓRISSON, Skólavörðustíg 29a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. október kl. 10.30. Vignir Jónsson, Ingibjörg Þórðardóttir, Þórir Jóhannsson, Ingibjörg Sveina Þórisdóttir, Georg Hauksson, Einar Björn Þórisson, Hafrún Sigurðardóttir, Anna Þórisdóttir, Ágúst Garðarsson, Ágústa Ruth Georgsdóttir, Kristín Erla Einarsdóttir, Karen Björk Einarsdóttir, Berglind Einarsdóttir, Erla Björk ívarsdóttir. þolhlaupi. Hann var mikill söng- og gleðimaður, fríður sýnum og bar sig vel. Líkamlega var hapn heilsu- hraustur alla ævi. Ég minnist hans frá því ég man fyrst eftir mér, og finnst að aðrir hafi ekki elst betur. Hann var alltaf eins. Hann var meðal stofnenda karlakórsins „Heimis", og söng laglínuna skær- um rómi. Stefán Guðmundsson, óperusöngvari við Konunglegu Óperuna í Kaupmannahöfn, var um nokkurt skeið í Vallholti á æskuár- um sínum, og það sagði faðir minn, að hann Villi - hann gaf Stebba ekkert eftir í söngnum, og hefði orðið jafngóður söngvari að námi loknu. En Villi stefndi ekki á söng í erlendum Óperuhúsum. Honum nægði að syngja í gömlu stofunni í Austurbænum í Vallholti. Þar var oft gestkvæmt, og minnist ég þess sem barn, að söngurinn ómaði langt út á tún, þar sem ég var að störfum mínum. í Syðra-Vallholti var tvíbýli á þessum árum. Faðir minn átti, og bjó á hálflendunni á móti Villa. Forfaðir okkar skipti jörðinni á milli sona sinna tveggja, þar sem hvorugur gat hugsað sér að vera annars staðar. Syðra-Vallholt var þeim allt. Að leiðarlokum vil ég þakka Villa fyrir samfýlgdina. Við höfum verið hér langan aldur, svo til báðir á sömu þúfunni, bráðir og frekir, má kannske segja. Samkomulagið hef- ur þó verið harla gott, og árekstra- laust að kalla, hefur þó samkrullið verið talsvert, sumt sameiginlegt en íinnað ekki. Þannig er lífið. Ég vil að lokum votta afkomend- um hans og aðstandendum öllum dýpstu samúð mína við andlát hans og jarðarför, sem fram fór frá sókn- arkirkju okkar að Víðimýri, 25. sept. sl., að viðstöddu fjölmenni. Gunnar Gunnarsson. undanskildum og heilsufar Atla krafðist þess að hann fengi betri umönnun í Reykjavík þar sem sjúk- dómur hans ágerðist með hvetju ári. Hér í Reykjavík vann amma ýmis störf, m.a. hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur við að sauma líkklæði o.fl. Amma mátti þola mikið mótlæti á sumum sviðum. Hún missti mann sinn frá ungum börnum og af sex stjúpbörnum og þremur börnum eru einungis tvö á lífi: Guðrún móðir okkar, og Magni stjúpsonur hennar. En hún trúði því að þetta væri guðs vilji og sér bæri að taka á hverri raun og koma sterk frá henni. Þannig kom amma okkur bræðr- um fýrir sjónir, sterk og ákveðin kona sem vissi hvað hún vildi og gerði það sem hún ætlaði sér. Síðustu árin sem hún bjó ein fannst okkur það aðdáunarvert að ef hana vanhagaði um eitthvað þá lét hún sér ekki nægja að fara út í búð heldur gerði hún sér ferð með strætó niður í miðbæ til að ná í það sem vantaði, mottóið var að vera meðal fólks og sjá mannlífið í bænum. Amma var mjög trúrækin og fór til kirkju á hveijum sunnudegi auk þess sem hún hafði Biblíuna ætíð hjá rúminu sínu. Amma sótti Nes- kirkju alla tíð frá 1964 og tók þátt í safnaðarstarfi þar. í Neskirkju naut hún einstakrar velvildar allra en þó sérstaklega var sr. Frank M. Halldórsson henni góður og var henni stoð og stytta á mörgum sviðum og heimsótti hana fram á síðasta dag. Viljum við þakka hon- um þá umhyggju og vinsemd sem hann sýndi henni alla tíð. Árið 1981 brá amma búi og flutt- ist á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, fyrst á Minni-Grund en svo á sjúkradeild Grundar þar sem hún lést svo 21. október. Viljum við koma á framfæri þakklæti til hjúkr- unar- og starfsfólks á Grund fyrir hlýju og góða umönnun til síðustu stundar. í dag kveðjum við ömmu hinsta sinni með sorg í hjarta en vitum þó að nú nýtur hún ávaxta lífs- göngu sinnar og líður örugglega vel þar sem hún nú er. Steinar Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.