Morgunblaðið - 28.10.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 28.10.1993, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER 1993 Gagnrýnir áróður stjórnar- ínnar AÐSTOÐARMAÐUR Jeltsíns sakaði í gær rússnesku stjórn- ina um að reyna að taka yfir stjórn ijölmiðla og um að koma á eigin áróðursmálaráðuneyti. Yfirlýsing aðstoðarmannsins er fyrsta merkið um ágreining á milli forsetans og ríkisstjórnar- innar frá því að uppreisnartil- raun harðlínumanna var bæld niður í byijun mánaðarins. í yfirlýsingunni segir að Jelstsín hafi áhyggjur af greinilegri til- hneigingu [stjórnarinnar] til að stýra fjölmiðlum. Bókaútgef- andi á ról NORSKI bókaútgefandinn William Nygaard, sem varð fyr- ir skotárás fyrr í mánuðinum, fékk að fara heim af spítala í gær. Skotið var þrívegis á Nygaard 11. október sl. og særðist hann alvarlega. Líðan hans í gær var sögð góð. Hann er enn undir lögregluvernd. Kjúklinga- bændur í búr * BRESK grænmetisæta bauð í gær kjúklingabændum 2.000 pund, rúmar 200.000 kr., fyrir að búa í viku við sömu aðstæð- ur og eldiskjúklingar. Tólf menn hafa lýst áhuga á boðinu en í því felst að dveljast í búri sem er einn fermetri á stærð. Grænfriðung’- ar tii hafnar NORSKA lögreglan stöðvaði í gær för grænfriðunga á skipi þeirra Solo til Barentshafsins þar sem þeir hugðust trufla olíuboranir Norðmanna. Var skipið dregið til hafnar í Tromso og áhafnarmeðlimirnir 29 handteknir. Bretaprins gagnrýnir Hussein KARL bretaprins gagnrýndi í gær harðlega Saddam Hussein, Iraksforseta, fyrir illa meðferð á aröbum sem búa k flæðilönd- um í suðurhluta írak. Hvatti hann Vesturlönd til að taka höndum saman við ríki múslima til að koma í veg fyrir það sem hann kallaði „algert stórsiys" en stjórn Husseins stefnir að því að þurrka flæðilöndin upp. Cosby berst gegn glæpum BANDARÍSKI leikarinn og skemmtikrafturinn Bill Cosby mun stýra herferð blökku- mannaleiðtogans Jesse Jackson gegn glæpum meðal svertinga. Mun Cosby stýra umræðum um andfélagsleg skilaboð sem svertingjar fái í gegnum fjöl- miðla, t.d. í rapptónlist. Rafmagnaðir bræður AÐSTANDENDUR tvíbura- bræðra í Malasíu eiga ekki sjö dagana sæla, því að í hvert skipti sem drengirnir, sem eru þriggja ára, svitna gefa þeir frá , sér rafstraum við snertingu. Bamalæknir sem hefur rann- sakað þá telur líklegast að bræðurnir hlaðist stöðuraf- magni þegar þeir hjóli eða snerti stál og járnhluti. Starfsmenn Air France halda áfram verkfalli París. Reuter. STARFSMENN franska ríkisflugfélagsins Air France á jörðu niðri samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að halda áfram verk- falli, sem staðið hefur í níu daga og valdið félaginu miklu tjóni. Starfsmennirnir vilja að franska ríkisstjórnin lofi því skriflega að hætt verði við áform um sparnað í rekstri flugfélagsins til að minnka tap þess og undirbúa einkavæðingu þess. Meðal annars var gert ráð fyrir að 4.000 starfs- mönnum flugfélagsins yrði sagt upp störfum. Auk þess vilja verk- fallsmennirnir að þeim verði greidd laun fyrir þá daga sem verkfallið stóð og að engum þeirra verði refsað. Franska stjórnin tilkynnti um helgina að hún hefði hætt við sparnaðaráformin og forstjóri flugfélagsins, Bernard Attali, sagði af sér í kjölfarið. Stjórnin Reuter tilnefndi Christian Blanc í starfið, en hann var í nánum tengslum við stjórn Sósíalistaflokksins og þykir mikill málafylgjumaður. Honum var falið að leggja fram tillögur um sparnaðaraðgerðir án fjöld- auppsagna. Hann lofaði í gær samráði við stéttarfélög áður en hann gripi til sparnaðaraðgerða. Búist er við að flugfélagið verði rekið með 5,5 milljarða franka tapi, 66 milljarða króna, í ár. Verk- fallið kostar flugfélagið um 70 milljónir franka á dag, eða 840 milljónir króna. Frá því franská stjórnin til- kynnti eftirgjöf sína hafa starfs- menn Orly-flugvallar gengið til liðs við verkfallsmennina, auk þess sem starfsmenn annars ríkisflug- félags, Air Inter, hafa efrlt til verk- falls til að koma í veg fyrir svipuð sparnaðaráform. Kanada Vill breyta NAFTA Ottawa. Reuter. JEAN Chretien, verðandi for- sætisráðherra Kanada, lýsti því yfir í gær að gera yrði breytingar á Fríverslun- arsamningi Norður-Ameríku (NAFTA) áður en hann yrði samþykktur. Vildi Chretien ekki ræða nákvæmlega hvaða breytingar farið væri fram á fyrr en mynduð hefði verið ríkisstjórn. Chretien er leiðtogi Ftjáls- lynda flokksins sem vann hrein- an meirihluta í þingkosningum í landinu á mánudag. Yfirlýsing hans um NAFTA er merki um þá óánægju sem ríkir í Kanada og Bandaríkjunum með samn- inginn. Sagði Chretien að fimm ákvæðum samningsins yrði að breyta. Þar á meðal eru ákvæði er snúa að losun úrgangsefna og verndun orkuiðnaðarins í Kanada. Þrír ferðamenn myrtir í Kaíró OÐUR byssumaður skaut þijá ferðamenn og særði aðra þijá alvarlega þar sem þeir sátu að snæðingi á hóteli í Kaíró á þriðjudagskvöld. Talið er að skotárásin muni draga enn frekar úr aðsókn erlendra ferðamanna til Egyptalands en ferðamannaiðnaðurinn þar í landi hefur átt undir högg að sækja vegna árása á vestræna ferðamenn. Mennirnir sem létust voru tveir Bandaríkjamenn og einn Frakki. Yfirvöld segja manninn sem skaut ferðamennina, vera geðsjúkan tónlistarmann en á myndinni sést er hann er borinn út úr hótelinu eftir árásina. Nokkur vitnanna að árásinni segja manninn hafa hrópað múslimsk slagorð og mótmælt árásum Serba á múslima í Bosníu. Fyrirhugaður niðurskurður í breska hemum Þingmenn Ihalds- flokks hóta uppreisn London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir áfalli í gær er 14 þingmenn Ihaldsflokksins hótuðu að greiða atkvæði gegn fyrirhuguð- um niðurskurði á framlögum til landvarna. Þingmeirihluti Ihaldsflokks- ins er aðeins 17 atkvæði og verði niðurskurðurinn felldur má gera ráð fyrir að borin verði fram vantrauststillaga á sljórnina. „Varnir ríkisins er fremsta skylda ríkisstjórnarinnar. Framlögin til varnarmála hafa þegar verið skert um of“, sagði Bill Walker, einn upp- reisnarmannanna. Starfsmaður Verkamannaflokks- ins fann ljósrit af yfirlýsingu þing- mannanna á glámbekk en þeir sendu Major hana persónulega. Kenneth Clarke fjármálaráðherra leggur fram flárlagafrumvarp sitt í lok nóvember og er talið að hann vilji draga úr framlögum til varnarmála um millj- arð punda, röska 100 milljarða króna. Bandaríkjamenn kjósa í tæplega 30 borgum næstkomandi þriðjudag Frambjóðendur setja bar- áttu gegn glæpum á oddinn Repúblikanar í New York hyggja á strandhögg í höfuðvígi demókrata Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunbiaðsins. Borgarstjórakosningar verða haldnar í mörgum stórborga Bandaríkjanna á þriðjudag og hafa glæpir og efling lögregluvið- búnaðar verið efst á baugi í kosningabaráttunni. Mest er spennan í New York, sem telst vígi demókrata, en gæti nú fallið í skaut repúblikana. Allt frá því að David Dinkins vann einhvern naumasta kosn- ingasigur sem sögur fara af í New York yfir Rudolph Guiliani fyrir fjórum árum hefur fjárhagur borgarinnar farið versnandi, at- vinnuleysi aukist og spenna ríkt milli kynþátta. Dinkins hefur fengið orð á sig fyrir að virðast yfir almúgann hafinn og koma helst aðeins fram í betri .sam- kvæmum borgarinnar og á tennis- mótum. Gyðingar gegn Dinkins? Ef nefnt skyldi eitt atvik, sem gæti komið Dinkins í koll, er það viðbrögð hans við árásum ungra sveitingja á svokallaða hasidíska gyðinga á hverfinu Crown Heights í ágúst 1991. Dinkins hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að kveða ofbeldið ekki niður og gæti það kostað hann það mörg atkvæði gyðinga að hann tapi kosningunum. Giuliani býður sig nú fram gegn Dinkins að nýju, en honum hefur ekki tekist að vinna hug og hjörtu New York-búa. Hins vegar nýtur hann þeirra forréttinda áskorand- ans að ekki er hægt að kalla hann til ábyrgðar á því, sem miður hefur farið í málefnum borgarinn- ar. Demókrötum um öll Bandaríkin brá mjög í brún þegar þeir misstu Los Angeles í hendur repúblikana í vor. Þar hafði repúblikani ekki borið sigur úr býtum frá árinu 1957. Repúblikanar höfðu síðast betur í New York árið 1965 og vilja demókratar enga breytingu þar á. BiII Clinton Bandaríkjafor- seti og ýmsir samheijar hans aðr- ir hafa því lagt leið sína til New York til að leggja Dinkins lið. Ed Koch, forveri Dinkins, hefur hins vegar „af tvennu illu“ lýst yfir stuðningi við Giuliani. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist í dagblaðinu The New York Times á þriðjudag nýtur Dinkins nú stuðnings 46 af hund- raði skráðra kjósenda, en Giuliani 40 af hundraði. Skekkjumörk í könnuninni voru þrír hundraðs- hlutar og má því segja að nokkuð jafnt sé á með frambjóðendun- um. Forskot Dink- ins gæti einnig verið orðum aukið fyrir aðrar sakir. Sýnt þykir að skoðanakannanir þar sem svartur demókrati býður fram gegn hvítum repúblikana ofmeti yfirleitt fylgi þess fyrrnefnda og hefur The New York Times eftir Larry Hugick, sem er sérfræðing- ur í gerð skoðanakannana, að nemi forskot svarts frambjóðanda minna en átta hundraðshlutum sé forysta hans í raun engin. Boston og Detroit Annars staðar í Bandaríkjunum virðast borgarstjórar hafa fengið sig fullsadda. Raymond Flynn lét af embætti í Boston í Massachu- setts fyrr á árinu og gerðist sendi- herra í Páfagarði. Settur borgar- stjóri, Thomas Mennino, hefur forystu í kosningabaráttunni hér í borginni og yrði hann fyrsti David Dinkins borgarstjóri Boston af ítölskum uppruna. Glæpir hafa verið efst á baugi í kosningabaráttu hans við Jim Brett, en viðureign þeirra hefur verið tíðindalaus og sagði einn dálkahöfunda The Boston Globe fyrr í vikunni að sér þætti skemmtilegra að fylgjast með sokkunum sínum þeytast um í kýrauga þvottavélar. Coleman Young gaf ekki kost á sér til endurkjörs í bílaborginni Detroit í Illinois eftir 20 ár í borg- arstjórastólnuri). Þótt báðir borg- arstjóraframbjóðendurnir þar séu svartir, hefur kynþáttamisrétti verið ofarlega á baugi. Sharon McPhailhefur sagt andstæðing sinn, Dennis Archer, leiðitaman hvítum kaupsýslumönnum og heitið því að fjölga lögregluþjón- um. Archer kveðst ætla að fara sparnaðarleiðina og taka lög- regluþjóna, sem nú sitja við skrif- borð, og senda þá út á götu. Svipaðar tillögur til að draga úr glæpum og ofbeldi heyrast í öllum þeim tæplega þijátíu borg- um þar sem kosið verður um borg- arstjóra eftir tæpa viku, allt frá New York til Seattle í Washington og frá Miami á Flórída til Minnea- polis í Minnesota.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.