Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
Iðntæknistofnun
Islands
Líftækni-
deildin
kynnt norð-
anmönnum
STARFSEMI Líftæknideildar
Iðntæknistofnunar Islands
verður kynnt í húsnæði Há-
skólans á Akureyri á Glerár-
götu 36 á morgun, föstudag,
29. október og hefst kl. 13.00.
Tilgangur kynningarinnar er að
kynna starfsemi deildarinnar,
bæði verklag og viðfangsefni og
fá fram hugmyndir að hugsanleg-
um nýjum verkefnum á sviði líf-
tækni á Akureyri eða Norður-
landi. Rannsóknarstarfsemi á veg-
um Háskólans á Akureyri verður
einnig kynnt á fundinum.
Starfsmenn deildarinnar kynna
þau verkefni sem fengist hefur
verið við, m.a. verður flallað um
hitaþolin DNA ensím, framleiðslu
lúpínusmits og heilsuvörur úr ís-
lenskri náttúru. Stjórnendur fyrir-
tækja í matvæla- og efnaiðnaði
eru sérstaklega hvattir til að koma
og kynna sér möguleika á sviði
líftækni.
Með líftækni er mögulegt að
hagnýta hina fjölbreytilegustu eig-
inleika lífvera í atvinnulífi, heil-
brigðisþjónustu, umhverfisvernd
og rannsóknum. Iðntæknistofnun
er eina rannsóknastofnunin á ís-
landi sem hefur lagt sérstaka
áherslu á að ná tökum á þessari
mikilvægu tækni, en líffræðideild-
in býr yfir góðri aðstöðu, tækja-
búnaði og sérþekkingu í örveru-
fræði, ensímtækni og erfðatækni.
(Úr fréttatilkynningu.)
..- • ---------
■ SAMTOK um sorg og sorg-
arviðbrögð halda aðalfund í Safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju í
kvöld, fimmtudagskvöld, 28. októ-
ber kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar-
störf og þá liggur fyrir fundinum
tillaga um smávægilegar lagabreyt-
ingar. Boðið verður upp á kaffi og
pönnukökur á fundinum án endur-
gjalds og eru félagar og aðrir þeir
sem vilja kynnast samtökunum
hvattir til að mæta.
Pexrör
með súrefniskápu
til vatnslagna,
í geislahitun,
og miöstöðvarlagna.
Verslið viö
fagmann.
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
Sextán ára stúlka í úrslitum bjórdrykkjukeppni
Málið sent til sýslu-
manns til afgreiðslu
LOKIÐ er hjá Rannsóknarlögreglunni á Akureyri rannsókn á
bjórdrykkjukeppni sem haldin var í Sjallanum í tengslum við
Október bjórhátíð fyrir skömmu. Sextán ára stúlka keppti til
úrslita í bjórdrykkjukeppninni. Málið var sent til sýslumanns
til afgreiðslu, sem mun ákæra í málinu þyki ástæða til.
Daníel Snorrason lögreglufuil-
trúi hjá Rannsóknarlögreglunni á
Akureyri sagði að lögreglunni
hefði verið falið að rannsaka þetta
mál. Keppnin hefði átt sér stað
og hefði Viking Brugg bjórverk-
smiðjan séð um framkvæmd henn-
ar. Tilgangurinn hefði verið sá að
auka skemmtan fólks inni á veit-
ingastaðnum í tilefni bjórhátíðar
sem þá var nýhafin. Keppnin var
fólgin í því að drekka bjór úr 0,30
lítra glösum á sem skemmstum
tíma.
Sextán ára stúlka tók þátt í
umræddri keppni og komst í úr-
slit. Aðstandendur keppninnar
töldu að inni á skemmtistaðnum
væri ekki fólk undir 20 ára aldri
og hefðu því ekki hugað að aldri
þátttakenda. Framkvæmdastjóri
hússins hafði gefið dyravörðum
sérstök fyrirmæli um að fylgjast
vel með og biðja fólk um skilríki,
en alltaf væri möguleiki á að fólk
slyppi inn þó það hafi ekki náð
tilskildum aldri.
Málið hefur verið sent til sýslu-
mannsins á Akureyri til afgreiðslu.
Um er að ræða sérrefsilagabrot,
sem sýslumaður ákærir í sjálfur
ef honum sýnist ástæða til.
Lögreglan á Akureyri
Annríki
í rokinu
ÞAÐ var annasamt hjá lög-
reglunni á Akureyri í fyrri-
nótt, en lögreglumenn voru á
ferðinni og reyndu að koma í
veg fyrir að tjón hlytist af
völdum hvassviðris.
Matthías Einarsson varðstjóri
hjá lögreglunni sagði að vindur
hefði farið upp í 70 hnúta, sem
er yfir 12 vindstig. Hvassast var
skömmu eftir miðnætti.
„Það var alls konar drasl fjúk-
andi út um allt, en lögreglumenn
voru á ferðinni alveg frá miðnætti
og fram undir morgun og reyndu
að hefta fok lausamuna og bjarga
því sem bjargað varð,“ sagði Matt-
hías, sem sagði hvassviðrisnóttina
hafa gengið óhappalaust fyrir sig
utan þess að pappi fauk af þaki
eins húss.
-----♦ ♦ ♦----
Háskólinn á Akureyri
Fyrirlestur
um vinnurétt
og mannrétt-
indi í Kanada
Dr. STEVEN Cronshaw pró-
fessor í vinnusálfræði við
Guelph-háskólann í Kanada
flytur fyrirlestur um vinnu-
rétt og mannréttindi í Kanada.
Fyrirlesturinn verður fluttur við
Háskólann á Akureyri, Þingvalla-
stræti 23, næstkomandi laugar-
dag, 30. nóvembver, kl. 14 í stofu
24.
Dr. Cronshaw er þekktur sál-
fræðingur og forstöðumaður fram-
haldsdeildar í vinnusálfræði við
háskóla sinn. Dr. Cronshaw er ís-
lenskur í móðurætt og hefur lært
íslensku þannig að hann á ekki í
vandræðum með að tjá sig á
„gamla málinu“ eins og Vestur-
Islendingar orða það. Fyrirlestur-
inn flytur hann þó á ensku og er
hann öllum opin.
(Úr fréttatilkynningu.)
Eldsvoðinn í Grímsey
Eldsupptök ókunn
RANNSÓKN á upptökum eldsvoðans í Grímsey er fyrir skömmu
er lokið, en ekki hefur fengist óyggjandi niðurstaða um eldsupptök.
Daníel Snorrason lögreglufulltrúi
hjá Rannsóknarlögreglunni á Akur-
eyri sem annaðist rannsóknina sagði
að ýmis rafmagnstæki hefðu verið í
íbúðinni og ekki útilokað að eidur
hefði getað kviknað út frá þeim, en
ekkert væri heldur hægt að fullyrða
um slíkt.
Eidurinn kom upp í íbúð í raðhúsi
við Hafnargötu fyrir nokkru og stór-
skemmdist hún.
WA
ÚTBOD
Hita- og vatnsveita Akureyrar óskar eftir til-
boðum í einangruð stálrör (hitaveiturör). Um
er að ræða u.þ.b. 10.800 m (900 x 12 m)
175 mm stálrör einangruð í plastkápu,
ásamt tilheyrandi samsetningum.
Útboðsgögn fást hjá V.S.T., Glerárgötu 30,
Akureyri.
Tilboðsfrestur er til 23. nóvember nk.
Hita- og vatnsveitustjóri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór.
Heim úr Smugunni
ÁHAFNIR tveggja norðlenskra togara, komu með Fokker 50 flug-
vél Flugleiða, Freydísi, frá Tromsö í Noregi til Akureyrar í gær.
Þetta voru áhafnirnar á Siglfirðingi frá Siglufirði og Hólmadrangi
frá Hólmavík, en togararnir hafa verið að veiðum í Smugunni að
undanförnu og eru nú á leið til Englands þar sem selja á aflann.
Stærstur hluti áhafnanna fór heim í frí og var Flugleiðavélin tekin
á leigu til að sækja mannskapinn til Noregs. Þeir voru kampakátir,
strákarnir við komuna til Akureyrar og þurftu heilmikið að spjalia
við yfirtollvörðinn á Akureyri hann Sigurð Pálsson.