Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Heimsmet í heimsku? eftir Egil Ragnars Guðjohnsen i Laugardaginn 16. október sl. birtist í Morgunblaðinu dæmafá grein eftir Sverri Ólafsson, „áhuga- mann um veiðar og umhverfis- vernd“ þar sem hann fer eina ferð: ina enn hamförum um laxveiðar. í greininni er að fínna ótrúlegar ^ rangfærslur, óhróður og vísvitandi W lygar sem ég tel mig knúinn til er að svara eins stuttlega og frekast er kostur. Tilefni greinar Sverris er tveggja daga veiði mín og veiðifé- laga mínSj Þórarins Sigþórssonar, í Laxá á Asum í júlí sl. I greininni er af áfergju og hneykslan lýst veiðiaðferðum okkar þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur og víða ómaklega vikið að okkur og öðrum veiðimönnum. Ýmsar vafasamar fullyrðingar eru settar fram og að því látið Iiggja að hann hafi verið sjónarvottur að veiðunum. Grein Sverris er honum ósæmileg en umfram allt er hún ómerkileg ^“og til þess eins fallin að slá ryki í augu þeirra sem minna þekkja til laxveiða. Sannfæringarkrafturinn er með ólíkindum enda helgar til- gangurinn meðalið. Af þvílíkum eld- móð hefír hann gengið fram í mörg- um fjölmiðlum að undrun sætir, meðal veiðimanna sem annarra. Sagt hefir verið: „Þú kveikir ekki í öðrum sálum ef það rétt rýkur úr þinni.“ Allt hefir sínar skýringar og mun ég leitast við að draga Það verður að vekja athygli venjulegra lesenda á því að undirrót skrifa Sverris Ólafssonar um veiði mína og veiðifélaga míns snýst ekki um umhverfísvernd heldur einkan- lega um aðgang að gjöfulustu veiðiá landsins. Það kemur skýrt fram í grein Sverris að hann er vonsvikinn yfír að hafa ekki allan besta veiði- tíma árinnar óskertan fyrir sig og sína erlendu skjólstæðinga. Það er alkunna að þessir veiðimenn voru reiðubúnir að kaupa _2A hluta allra veiðidaga í Laxá á Ásum og ráð- stafa þeim síðan að vild eða endur- selja þeim sem þeim eru til þægð- ar. Þessir erlendu milljónamæringar vilja einfaldlega sitja einir að bestu veiðiám landins og það er eitur í þeirra beinum að hafa dugmikla íslenska veiðimenn á undan sér við veiðar. Af hveiju? Af því að þessir menn vilja einfaldlega veiða vel þegar þeir hafa greitt hátt veiði- gjald. Þetta er ekki flóknara en það. Hvers vegna er það Sverrir Ólafs- son sem kemur fram af offorsi í fjölmiðlum í nafni umhverfísvernd- ar og brennir allar brýr að baki sér með grein sinni í Morgunblaðinu? Fyrir mér er svarið einfalt. Enda þótt Sverrir Ólafsson kalli sig áhugamann um veiðar og umhverf- isvernd er hann myndlistarmaður og var úthlutað hálfsárs starfslaun- um úr launasjóðum myndlistar- manna til að sinna list sinni. Hann er því í hálfu starfi hjá íslenskum skattborgurum á árinu 1993. Það gefur því augaleið að Sverrir getur ekki sjálfur greitt á annað hundrað þúsund krónur fyrir hvern veiðidag í Laxá á Ásum. Hann er á mála hjá erlendum milljónamæringum sem krefjast aðgangs að bestu ís- lensku ánum á besta tíma. Þeir greiða það verð sem upp er sett en sætta sig alls ekki við það að vanir veiðimenn sem þekkja ána veiði á sama tíma. í júlí sl. gekk þetta ekki eftir vegna þess að íslenskir veiðimenn gátu greitt sama verð og þeir fyrir veiðileyfi í ánni. Vita- skuld hefur Sverrir fengið orð í eyra þegar fréttist hversu mikið íslendingar veiddu dagana á undan. Þannig brást umboðsmaðurírm Sverrir Ólafsson í sínu starfí. Boðin sem hann fékk hafa verið skýr. Vilji hann halda starfinu þá verður hann að tryggja með öllum tiltæk- um ráðum að þetta gerist ekki aft- ur. Reyndar kemur Sverrir sjálfur upp um sig í greininni þegar hann segir að „snillingar sjónrennslis- fræðinnar hafi verið settir á bann- lista í flestum bestu veiðiám lands- ins sjálfsagt vegna öfundsýki ann- arra veiðimanna og veiðiréttareig- „Þegar aðstæður reyndust í eitt skipti frábærar og vel veidd- ist — er ætlast til þess að maður hætti veiðum þegar einhverjum fjölda fiska er náð — enda þótt veiðin í Laxá á Ásum sé ekki bundin magntakmörkunum. Sú staðreynd endurspegl- ast einmitt í verði veiði- leyfisins.“ enda ..." Síðan bætir hann við þess- ari gullvægu setningu: „Þetta hefur meira að segja gerst án minna af- skipta!" Er ekki tilgangur óhróður- ursins og ósannindanna augljós? Þetta mál snýst annars vegar um peningalega hagsmuni umboðs- mannsins. Það snýst um hærri laun og þjórfé frá auðkýfingunum ef vel veiðist. Einfaldlega vegna þess að þeir vilja eiga sem besta veiðimögu- leika og koma góðum veiðimönnum úr ánni þeirra. Svo fírrtir eru þess- ir menn ekki enn að þeir vilji ein- ungis horfa á ána í stað þess að veiða þegar greiddir hafa verið mörg þúsund dollarar fyrir aðgang. Hins vegar snýst þetta mál um aðgang íslendinga og eignaraðild að veiðiám sínum. Ég er hlynntur því að útlendingar veiði í laxveiðiám okkar. Þeir greiða fyrir það með gjaldeyri. Hins vegar mun ég ávallt beijast gegn því að þeir nái slíkum tökum á íslenskum ám að þeir stjórni því hveijir fá að veiða, á hvaða tíma og með hvaða agni — allt í nafni einhverrar ímyndaðrar umhverfisverndar. íslendingar hafa séð alltof mörg grátleg dæmi um að forríkir, firrtir auðkýfingar og sjálfskipaðir umhverfíssinnar kveðji sér hljóðs og ætli að kenna okkur hvernig við eigum að ganga um auðlindir okkar. Segja okkur hvað við megum veiða og hvað ekki. Einskis hefur verið svifist til að knésetja litla þjóð í þessum efnum. Þetta mál er af sama meiði. Ég treysti hins vegar fullkomlega for- ráðamönnum veiðifélaganna til að vernda sína á fyrir ofveiði enda þekkja þeir hana og lífríki hennar betur en aðrir. Þeir leggja ekki trún- að á að veiðar með stöng geti verið hættulegar lífríki ánna. Þeim finnst slík ummæli í mesta lagi fyndin. III „Umboðsmaðurinn" kallar sig áhugamann um umhverfismál. Ég efast ekki um þann vilja þó að hann hafi lent á siðferðilegum villigötum og farið offari í grein sinni í Morg- unblaðinu. Menn eru oftast annað en þeir starfa við. Stefán Jónsson fréttamaður og alþingismaður segir í einni bóka sinna: „Eg er veiðimað- ur. Það skiptir engu hvaða störf ég hef unnið um dagana mér til viður- væris. Aðspurður get ég ekki sann- ara sagt en það að ég sé veiðimað- ur. Það er bara sjaldan eða aldrei spurt hver maður sé, heldur hvað maður geri.“ Ég tel mig einnig vera „veiðimann" og er einn þeirra fjöl- mörgu hér á landi sem hafa verið aldir upp við veiðimennsku. Mér, eins og mörgum öðrum, er þetta í blóð borið. Við veiðar eins og við önnur störf reyni ég að gera eins vel og ég get. Það hefur því í för með sér að ég veiði mikið á þeim takmarkaða tíma sem til ráðstöfun- ar er hveiju sinni með leyfileg veið- arfæri, leyfilegt agn og með lögleg- um veiðiaðferðum. Ég tel mig ekki þurfa að skammast mín fyrir þetta sjónarmið. Sumir fara í veiðiferð til þess eins að komast í annað um- hverfi, vera með vinum sínum í ein- rúmi, losna við streitu, njóta útivist- ar o.fl. Sumir dýfa varla færi í ána en aðrir stunda veiðarnar betur. Þó mér finnist sérkennilegt að menn greiði háar íjárhæðir fyrir veiðileyfí en nenni ekki að veiða eða eyða veiðitíma til einhverrar annarrar iðju er ég ekki að amast við því. Ég hef ekkert út á slíkt hátterni að setja svo framarlega sem menn hafa greitt sitt veiðileyfi og fara að þeim reglum sem settar eru. Þetta breytir ekki þeirri lífsskoðun Egill Ragnars Guðjohnsen minni að reyna að veiða eins vel og aðstæður bjóða hveiju sinni. Hversu oft hef ég ekki eins og aðr- ir veiðimenn greitt uppsprengt verð fyrir veiðileyfi á þeirri forsendu að árið áður hafði veiðst svo vel á þessum tíma? Hversu oft hafa ekki þessar vonir brugðist? Ekki_ hefur endurgreiðslu verið krafist. Áhætt- an er öll okkar veiðimannanna og við sættum okkur við það. Við fór- um t.a.m. í þessa sömu á í júní sl. og fengum einn lax. Við vorum al- veg sáttir við þá frammistöðu eins og aðstæður voru þá í ánni. Af þessu tilefni er gaman að minnast orða Stefáns Jónssonar „veiði- manns“ í bók hans Roðskinnu (Rvík. 1969, bls. 157). „Þeim ís- lendingum fer jafnvel fjölgandi, sem líta á stöngina sem óskrifaðan sátt- mála milli veiðimannsins annars vegar og allra þeirra fiska er prýða vötn landsins hins vegar, hvort heldur með fastri búsetu eða árleg- um heimsóknum utan úr hafinu. Samningurinn hljóðar í stuttu máli á þá lund, að hinum fyrrnefndu er heimilt, ef þeim býður svo við að horfa, að físka í þessum vötnum, án nokkurrar tryggingar fyrir því að fá físk. Hinum síðarnefndu er aftur á móti heimilt að bíta á öngla hinna fyrrnefndu, þegar þeim býður svo við að horfa, án nokkurrar tryggingar fyrir því að sleppa af þeim aftur.“ Þegar aðstæður reyndust í eitt skipti frábærar og vel veiddist — er ætlast til þess að maður hætti veiðum þegar einhveijum ijölda Kostnaður við rekstur tölvukerfa eftir Jóhann Gunnarsson Laugardaginn 2. október birtist í Morgunblaðinu grein eftir Sverri Ólafsson, markaðsstjóra hjá Ný- •~»heija hf. undir fyrirsögninni ,Ofur- dýrar einkatölvur". Greinin fjallar um háan reksturskostnað einmenn- ingstölva (betra orð en einkatölva), misvitra ráðgjöf í tölvumálum, framleiðnistöðnun í skrifstofuhaldi, oftrú á einmenningstölvulausnum umfram mið- og stórtölvur og notk- un illa fengins hugbúnaðar. Hann vitnar meðal annars í fréttabréf ráðgjafanefndar um upplýsinga- og tölvumál (RUT), er starfar á vegum fjármálaráðuneytisins. Margt af því sem Sverrir nefnir ^Jjefur verið á meðal dagskrármála hjá RUT í allmörg ár. Nefndin þakkar þetta tilefni til að árétta stefnu sína og aðgerðir til þess að auka framleiðni og skilvirkni í notk- un upplýsingatækni hjá ríkisstofn- unum. Tölvur eru dýrar í rekstri — Rekstur hvaða tölvukerfis sem ér kostar verulegt fé. Þar sem stór- ,RUT telur hinsvegar ekki vænlegt til árang- urs að velja lausnir eft- ir almennum kenning- um eingöngu. Heppi- legra er að velja hag- kvæmustu úrlausn hvers viðfangsefnis á grundvelli eignarhalds- kostnaðar.“ tölva er rekin í formlegri tölvudeild blasir mestallur kostnaðurinn við í bókhaldinu. Einmenningstölvumar bókast oft á almennan kostnað deilda. Eignarhaldskostnaður er saman- lagður stofn- og reksturskostnaður á tilteknu tímabili að teknu tilliti til allra hugsanlegra kostnaðarliða. RUT hefur frá upphafí lagt áherslu á að miða við eignarhaldskostnað í áætlunum um ný upplýsingakerfi eða hluta í þau. Stofnkostnaður einn gefur alranga mynd. Árlegur viðhaldskostnaður hugbúnaðar- kerfa er til dæmis frá 15 til 30% af stofnkostnaði þeirra. Útgjöld til upplýsingatækni nema trúlega 8 -10% af reksturskostnaði hins opinbera og fer hlutfallið hækkandi. RUT hefur vakið at- hygli stjórnenda ríkisstofnana á þessum kostnaðarlið og hvatt til að honum sé stjórnað af festu. Til að svo verði þarf stjórnandinn að móta stefnu um grundvallaratriði í tölvu- rekstrinum í stað þess að láta gagn- rýnislaust undan tilfallandi óskum notenda eða sölumanna. Arðsemis- útreikningar eða kostnaðar- og nytjagreining eiga jafnt við um upplýsingatæknina og um brýr eða fyrirkomulag ræstingar. Þessi vísa verður ekki of oft kveðin. Stór-, milli- eða smátölvur Sverrir telur að of mikil áhersla sé lögð á útbreiðslu einmenningstölva og staðameta á kostnað stór- og miðtölva, sem séu ómótmælanlega hagstæðari hvað kostnað varðar. Hann vitnar í ,virtustu umsagnar- aðila“ og ,tölvubókmenntirnar“ máli sínu til stuðnings. Nú væri lík- lega unnt án mikillar fyrirhafnar að fínna í þessum tilvitnuðu heim- ildum talsvert af röksemdum fyrir þveröfugri skoðun og veifa þeim til mótvægis. RUT telur hinsvegar ekki væn- legt til árangurs að velja lausnir eftir almennum kenningum ein- göngu. Heppilegra er að velja hag- kvæmustu úrlausn hvers viðfangs- efnis á grundvelli eignarhaldskostn- aðar. Skal þá einnig taka tillit til hagsmuna heildarinnar, til dæmis þar sem um er að ræða samskipti við aðrar stofnanir, atvinnulífið eða almenning. í ráðgjöf á vegum RUT á undanförnum árum má finna dæmi um úrlausnir miðaðar við ýmsa stærðarflokka eftir því sem við átti hveiju sinni að mati ,virt- ustu umsagnaraðila". Stórtölvu- sviðið er hér í opinbera kerfinu oft- ast miðað við vinnslu í Skýrsluvél- um ríkisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr). Ráðgjöf Sverrir telur ráðgjöf í tölvumál- um hafa brugðist. Hann gagnrýnir kunnáttu ráðgjafa ásamt því að ráðgjöf sé stundum lituð af hags- munum verktaka eða sölumanna. Það er ærið verk að fylgjast með allri þróun á jafn líflegum markaði og verið hefur í upplýsingatækninni að undanförnu. Einatt þarf að bíða þess að reynsla sanni eða afsanni kenningar eða gildi nýjunga. Engin formleg samtök ráðgjafa í upplýs- ingatækni eru til né heldur staðlað- ar kröfur um menntun eða hæfni að öðru leyti. Það er samt fjarstæða að dæma alla þessa stétt óhæfa eins og Sverrir virðist gera. Vandi stjórnenda er að nota ráðgjafa rétt. Fræðsla um hlutverk ráðgjafa hefur verið á meðal mikilvægustu verkefna nefndarinnar. Hún átti dijúgan þátt í að semja og kynna forstaðalinn ÍST 32, ,Almenna skil- mála um útboð og verksamninga vegna gagnavinnslukerfa". Leið- beiningar um samskipti við ráðgjafa og greinarmun á þeim og sölumönn- um voru rúmfrekar í handbók nefndarinnar ,Upplýsingakerfi rík- isstofnana - mat á valkostum". Efni hennar var rækilega kynnt meðal ráðgjafa og verktaka á tölvumark- aðnum. RUT hefur nú í smíðum innkaupahandbók um upplýsinga- tækni, sem áætlað er að komi út í næsta mánuði. Það skal fullyrt að þessar aðgerðir hafí haft veruleg jákvæð áhrif. Enn má þó hvetja stjórnendur í ríkiskerfinu til að kynna sér vel reynslu ráðgjafa og færni til að leysa fyrirliggjandi verkefni. Ráðlegt er einnig að gæta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.