Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
IÞROTTIR UNGLINGA/ BADMINTON
^ Morgunblaðið/Frosti
^Sigurvegarar á Vetrardagsmótinu í badminton sem fram fór um síðustu helgi. Neðsta röð frá vinstri: Pálmi Sigurðsson, Magnús Ingi Erlingsson,
Helgi Jóhannesson, Friðrik Kaaber, Elvar Guðjónsson, Hrefna Ingólfsdóttir, Oddný Hróbjartsdóttir. Miðröð frá vinstri: Sævar Ström, Sveinn Sölvason, Erla
Hafsteinsdóttir, Hrund Atladóttir, Guðríður Þorgilsdóttir, Ágústa Arnardóttir. Efsta röð frá vinstri: Njörður Ludvigsson, Tryggvi Nielsen, Margrét Dan, Harald
Bergur Haraldsson, Vigdís Ásgeirsdóttir og Ingi Gauti Ragnarsson
Fullt hús hjá Helga
Vigdísi og Tryggva
- á Vetrardagsmótinu í badminton
Helgi Jóhannesson, Tryggvi
Mielsen og Vigdis Ásgeirsdóttir
úr TBR sigruðu þrefalt á Vetr-
ardagsmóti unglinga íbadmin-
ton sem haldið var í salarkynn-
um TBR um síðustu helgi.
Um 150 unglingar tóku þátt í
mótinu og keppt var í fjórum
aldursflokkum bama og unglinga.
Hnokkar og hnátur
Helgi Jóhannesson varð þrefald-
ur meistari í yngsta aldursflokkn-
um, hnokkaflokki sem er fyrir tólf
ára og yngri. Helgi sigraði Margeir
^Sigurðsson úr Víkingi í úrslitum
einliðaleiksins 12:9 og 11:9. í tvíl-
iðaleiknum sigruðu þeir Helgi og
Elvar Guðjónsson þá Baldur Gunn-
arsson og Margeir úr Víkingi 15:0
og 15:2. Þriðja gull sitt hreppti
Helgi í tvenndarleiknum. Hann lék
með Rögnu Ingólfsdóttur og saman
sigruðu þau Oddnýju Hróbjartsdótt-
ur og Elvar Guðjónsson TBR 15:11
og 15:9. Oddný varð tvöfaldur
meistari í hnátuflokki. Hún sigraði
Rögnu í hörkuspennandi úrslitaleik
í einliðaleik 8:11, 11:9 og 11:4. í
KNATTSPYRNA
tvíliðaleiknum sigruðu þær Oddný
og Ragna þær Sigríði Guðmundsx-
dóttur og Bryndísi Sighvatsdóttur
úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar
18:15 og 15:4.
Sveinar og meyjur
í flokki sveina og meyja, 12 -
14 ára vom sigurvegarar í einliða-
leik þau Harald B. Haraldsson og
Guðríður Gísladóttir. Harald sigraði
Emil Sigurðsson UMSB 11:1 og
11:5 og Guðríður sigraði Katrínu
Atladóttur TBR 11:1 f báðum lotum
meyjaflokksins. Pálmi Sigurðsson
og Magnús Ingi Helgason úr Vík-
ingi sigmðu Friðrik Christiansen
og Harald B. Haraldsson úr TBR
15:6 og 15:4 í tvíliðaleik og Magnea
Gunnarsdóttir og Hrund Atladóttir
úr TBR sigruðu Katrínu Atladóttir
og Aldísi Pálsdóttur TBR 15:0 og
15:11. í tvenndarleik sigruðu þau
Harald Haraldsson og Guðríður
Gísladótir úr TBR þau Friðrik og
Hrund 15:10 og 15:8.
Drengir og telpur
Sævar Ström TBR sigraði Inga
Sveinsson TBR 15:5 og 15:11 og
Verðlaunahafar í tvenndarieik í pilta og stúlknaflokki. Frá vinstri þau
Tryggvi Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir sem sigruðu og þá Margrét Dan og
Orri Árnason.
Ágústa Arnardóttir TBR sigraði
Önnu Sigurðardóttur TBR 11:8 og
11:2 í úrslitaleikjum í einliðaleik.
Ingi Sveinsson og Ingi Gauti Ragn-
arsson TBR sigruðu Snorra Gunn-
arsson og Óðin Ólafsson BH 15:1
og 15:5. Guðríður og Hildur Ottesen
sigmðu Lilju Karlsdóttur og Dag-
björtu Guðmundsdóttur UMFK 15:7
og 15:4. í tvenndarleiknum sigruðu
þau Sveinn Sölvason og Erla Haf-
steinsdóttir TBR þau Björn Jónsson
og Ágústu Arnardóttur 15:9 og
17:15.
Piltar / Stúlkur
I elsta aldursflokknum, pilta og
stúlknaflokki voru þau Tryggvi Ni-
elsen og Vigdís Ásgeirsdóttir mjög
atkvæðamikil. Eins og áður sagði
unnu þau til þrennra gullverðlauna
og em greinilega í mjög góðu formi
um þessar mundir. Þau léku saman
í tvenndarleiknum og sigruðu Mar-
gréti Dan og Orra Árnason TBR
15:5 og 15:6. Tryggvi og Njörður
Ludvigsson sigruðu Hjalta Harðar-
son og Orra í tvíliðaleik pilta 15:12
og 15:8 og Vigdís og Margrét sigr-
uðu þær Magneu Magnúsdóttir og
Erlu Hafsteinsdóttur 15:5 og 15:6.
Tryggvi sigraði Njörð í einliðaleikn-
um 15:7 og 15:8 og Vigdís vann
auðveldan sigur á Brynju Péturs-
dóttur ÍA 11:3 og 11:2.
HM unglinga
í kraftlyfting-
um í Kanada
Heimsmeistaramót unglinga í
kraftlyftingum fer fram um helg-
ina, í borginni Hamilton í Ontario-
fylki í Kanada. Kraftlyftingasam-
band íslands (KRAFT) sendir þrjá
keppendur á mótið. Þeir em:
Jóhannes Eiríksson úr Borgamesi,
sem keppir í 60 kg flokki.
Hilmar Gunnarsson úr Hafnarfirði,
sem keppir í 75 kg flokki.
Auðunn Jónsson úr Kópavogi, sem
keppir í 110 kg flokki.
Auðunn lyfti nýverið 330 kg í
hnébeygju, 190 kg í bekkpressu og
332 kg í réttstöðulyftu; samtals
852,5 kg, en í fyrra vannst flokkur
hans á 827,5 kg. þannig að KRAFT
telur hann eiga góða möguleika á
mótinu í Kanada.
FIMLEIKAR
Haustmót FSÍ
haldiðíÁr-
mannsheimili
Haustmót Fimleikasambands ís-
lands verður haldið á laugardáginn,
30. október, í Ármannsheimilinu við
Sigtún.
Keppt verður í fijálsum æfingum
og taka 25 keppendur þátt í mót-
inu, 18 stúlkur og 7 piltar frá Ár-
manni, Björk, Gerplu, Gróttu og
Fimleikafélagi Keflavíkur.
Á Haustmótinu verða valdir þeir
keppendur sem fara á Nordic-Baltic
mótið, sem erriiðakeppni Norður-
landanna og Eystrasaltsalanda,
sem haldið var í fyrsta skipti í Tall-
in í fyrra. Nordic-Baltic mótið 1993
fer fram í Svíþjóð 19. nóvember nk.
Fimleikadeild Ármanns sér um
framkvæmd Haustmótsins og hefst
mótið kl. 13.00 með keppni pilta.
Keppni stúlkna hefst kl. 15.00.
í kvöld
Handknattleikur
2. deild karla
Fjölnishús: Fjölnir - UBK ..20
Höll: Ármann - Grótta..20
Körfuknattleikur
Bikarkeppni KKÍ
Kennarah.: ÍS - Grótta.20
Sund
Reykjavíkurmót fatlaðra
Reykj avíkurmeistaramót
fatlaðra í sundi fer fram í
Sundhöll Reykjavíkur í dag.
Keppendur eru um 30 á aldr-
inum 8 til 30 ára og koma frá
Öspinni og íþróttafélagi fatl-
aðra í Reykjavík.
LYFTINGAR
Leikmannahópur
framtídarin nar
Hæfileikanefnd KSÍ valdi í síðustu viku 22
leikmenn til æfinga en það er fyrsta skrefið
í hæfileikamótun ungra knattspyrnumanna
á vegum sambandsins. Piltarnir eru á aldr-
inum 16 - 19 ára og fylgst verður náið
með þeim á næstu árum. Myndin er tekin
á æfíngu hópsins sl. sunnudag. Fremsta röð
frá vinstri: Gústaf Björnsson þjálfari, Pálmi
Haraldsson, Tryggvi Guðmundsson, Grétar
Már Sveinsson, Ivar Bjarklind (KA), Rúnar
Ágústsson (Fram), Þorbjörn Sveinsson
(Fram) og Bjamólfur Lárusson (ÍBV). Mið-
föð frá vinstri: Halldór Hilmisson (Val),
Vilhjálmur Vilhjálmsson (KR), Gunnar
Magnússon (Fram), Rútur Snorrason (IBV),
Auðun Helgason (FH) og Bjarki Stefánsson
(Val). Aftasta röð frá vinstri: Atli Knútsson
(KR), Eiður Smári Guðjohnsen (Val), Kjart-
an Ántonsson (Breiðablik), Þórhallur Hin-
riksson (KA), Sigurbjörn Hreiðarsson (Val),
Kristinn Hafliðason (Víkingi), Helgi Sig-
nrðsson (Víkingi), Ivar Ingimundarson
(KBS), Guðni Kjartansson þjálfari, Ásgeir
Elíasson þjálfari.
Morgunblaðið/Frosti