Morgunblaðið - 28.10.1993, Side 16

Morgunblaðið - 28.10.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Atiiði úr myndinni Gefðu mér sjéns. Gefðu mér sjens í Sambíóunum Dagmæður í Reykjavík stofna Friðarsamtökiii barnavistun Kæra formami Samtaka dag- mæðra fyrir leikfangastuld Formaðurinn segir að safnið sé á sínum stað HÓPUR dagmæðra í Reykjavík hefur kært núverandi formann Sam- taka dagmæðra, Höllu Hjálmarsdóttur, fyrir stuld á leikfangasafni í eigu dagmæðra. I kærunni er krafist rannsóknar á meintum þjófnaði og áskilja eigendur leikfangasafnsins sér rétt til að krefja núverandi formann Samtaka dagmæðra um skaðabætur fyrir afnotamissi safnsins og hugsanlegar skemmdir á því. Halla segir að leikfangasafnið sé á sínum stað og hún hafi engu stolið SAMBÍÓIN sýna um þessar mundir gamanmyndina Gefðu mér sjéns eða „Give Me A Break“ með Michael J. Fox í aðalhlut- verki. Myndin segir frá Michael Chap- man (Fox), fyrrum barnastjörnu úr sjónvarpsmyndaflokknum „Life With Mikey“. Hann óx úr grasi fyrir framan augu bandarísku þjóð- arinnar allt til 15 ára aldurs eða þar til tökum á þáttunum var hætt. Frægðarljóminn fölnaði fljótt eftir að hætt var að sýna þáttaröðina. Nú þegar Michael er orðinn 31 árs á hann í hinum mesta basli með að láta enda ná saman hjá fyrir- tæki sínu Chapman og Chapman sem hann rekur í félagi við bróður sinn Ed. Þetta er þriðja flokks umboðsskrifstofa fyrir barnaleikara en enginn þeirra þykir sýna neina eftirtektarverða hæfileika. Allt útlit er fyrir að fyrirtækið fari endanlega í vaskinn ef þeim bræðrum tekst ekki að hafa upp á lítilli krúsídúllu til að leika í smá- kökuauglýsingu. Heppnin er með þeim þegar þeir góma lítinn vasa- þjóf sem gert hefur sig heimakom- inn í vasa Michael. Þetta er lítil stúlka, Angie að nafni, sem er bæði klók og brögðótt og fer létt með að bræða hjörtu auglýsenda. Eins og áður segir er það hinn vinsæli gamanleikari Michael J. Fox sem fer hér með aðalhlutverkið en honum til fulltingis eru þau Nathan Lane, söngkonan Cyndi Lauper og Christina Vidal. Leikstjóri er James Lapine. í kærunni segir að umrætt safn sé í eigu 100 einstaklinga, sem allir séu eða hafi verið starfandi dagmæð- ur í Reykjavík. Eigendurnir hafi lagt fram stofnfé til kaupa á leikföngum en Reykjavíkurborg styrkt framtakið með fjárframlögum án beinnar eignaraðildar. Reykjavíkurborg hafi lagt safninu til húsnæði endurgjalds- laust í leikskólanum Laugaborg. Þá segir að safnið hafi alla tíð verið rekið á vegum dagmæðra án þess að Samtök dagmæðra eða stjórn samtakanna hefði umráð yfir safn- inu, enda ekki eigandi þess. I kærunni segir að þegar Ijóst hafi verið að kærða hafði tekið safn- ið hafi eigendur þess verið boðaðir á fund og mættu 26 af um 100. 21 þeirra fól lögmanni að leggja fram kæru vegna málsins til Rannsóknar- lögreglu ríkisins. í kærunni segir að kærendur séu reiðubúnir að falla frá kærunni ef kærða skilar safninu í heild til réttra eigenda og viðurkenn- ir formlega brot sitt. Ný samtök stofnuð Ný samtök dagmæðra, Friðarsam- tökin bamavistun, voru stofnuð form- lega 13. október sl. í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að tilgangur félagsins sé að vinna að hagsmunum dagmæðra í Reykjavík í friði og með sóma sem sæmir uppeldishlutverki dagmæðra. Forsvarsmaður samtak- anna er Guðbjörg Ellertsdóttir. Halla Hjálmarsdóttir, formaður Samtaka dagmæðra, sagði að leik- fangasafnið væri á sínum stað í Laugaborg. „Það hefur verið fært til á milli herbergja. Þessar konur eiga ekki þetta leikfangasafn og Samtök dagmæðra hafa rekið það síðan 1986. Þó að konur hafi starfað við safnið um árabil geta þær ekki tekið hluta af því með sér þótt þær hætti í starfi,“ sagði Halla. Hún sagði að safnið hefði alla tíð verið inni í rekstri Samtaka dag- mæðra. „Mér finnst þetta með ólík- indum og ótrúlegt ef hægt er að taka út úr rekstri heils félags hlut af starfseminni. Ég hef aldrei stolið leikfangasafni eða nokkrum öðrum hiut á ævinni. Það hafa allir aðgang að safninu eins og alltaf hefur ver- ið,“ sagði Halla. ------------- Unglinffa- dagurí Kópavogi UNGLINGADAGUR verður hald- inn í Kópavogi í dag, fimmtudag- inn 28. október, í Félagsheimilinu Fannborg á vegum Kópavogsbæj- ar og hefst kl. 13. Fjölbreytt dag- skrá verður með efni sem ung- lingar hafa undirbúið. Einnig verða umræður um unglingamál milli sveitarsljórnarmanna og unglinga. Um kvöldið verður dansleikur í félagsmiðstöðinni Ekkó með Sniglabandinu. Á dagskrá í Félagsheimilinu verð- ur m.a. söngur, leikatriði, látbragðs- atriði, spurningakeppni á milli skóla- stjóra o.fl. efni sem unglingarnir hafa undirbúið. Umræður á milli sveitarstjórnarmanna úr öllum flokkum og unglinga frá öllum skól- um munu ij'alla um málefni sem varða unglinga í bæjarfélaginu. Þar verður íjallað um félagsmiðstöð í austurbæ, útivistartíma unglinga og afslátt fyrir unglinga í sund, strætis- vagna o.fl. Þarna verður væntanlega um spennandi upplýsinga- og skoð- anaskipti að ræða sem komið geta bæði unglingum og sveitarstjórnar- mönnum til góða. Deginum lýkur með dansleik með hinu sprellfjöruga Sniglabandi í fé- lagsmiðstöðinni Ekkó í Þinghóls- skóla og hefst hann kl. 20. Rútuferð- ir verða úr austurbæ og úr Sæbóls- hverfi á dansleikinn og heim aftur að honum Ioknum á milli kl. 23.30 og 24. íslendingar óheppn- ir gegn Armenum Frá Margeiri Péturssyni í Sviss. EFTIR góðan sigur á Rússum á mánudaginn var islenska sveitin afar óheppin að ná ekki a.m.k. jöfnu gegn Armeníu á þriðjudag. Helgi Ólafsson (2.530) hafði yfirspilað Mina- sjan (2.535) stórmeistara, en voru mislagðar hendur í tíma- hraki. Helgi hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu. Hvítur lék: 34. Dc7? - Rxe4, 35. Hcl - Dd3, 36. Dxe5 - Rd2, 37. Re3? og nú náði svart- ur fullnægjandi mótspili með 37. - Bxh3! og skákinni lauk með jafntefli. Helgi missti af vinningsleið- 34. Hxc8! - Hxc8, 35. Dxa6 og vinnur lið, því svartur getur ekki bæði forðað hróknum á c8 og riddaranum á f6. Sigurskák Margeirs tefldist þannig: Hvítt: Lpujan, Armeníu Svart: Margeir Pétursson Bogo-indversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Bb4+, 4. Rbd2 - b6, 5. e3 - Bb7, 6. Bd3 - 0-0, 7. 0-0 - d5, 8. a3 - Bxd2+ (8. - Be7 er mun algengara.) 9. Bxd2 - dxc4, 10. Bxc4 - Rbd7, 11. De2 - c5, 12. Hfdl - De7, 13. dxc5 - Rxc5, 14. Rd4 - Rfe4, 15. f3 - Rxd2, 16. Hxd2 - a6, 17. b4 - Rd7, 18. Df2 - Re5, 19. Bfl - Hac8, 20. e4 - Hc3!, 21. Re2?? (Fellur í gildruna.) 21. - Hxf3! (Nú er 22. gxf3 - Dg5+, 23. Rg3 svarað með 23. - Dxd2, 24. Dxd2 - Rxf3+, 25. Kf2 - Rxd2 og vinn- ur. Hvítur reyndi:) 22. Dxb6 - Dg5!? (Einfaldara var 22. - Rc4) 23. Dxb7 - Hh3!, 24. Da7 (24. Khl - Hxh2+, 25. Kxh2 - Dh4+, 26. Kgl - Rg4, 27. Dc7 - e5 vinnur, én hvítur átti að reyna 24. Kf2, þó svartur vinni eftir 24. - Dh4+, 25. g3 - Df6+, 26. Kg2 - Rg4!!, 27. Kxh3 - Re3) 24. - Rf3+, 25. Kf2 - Rxd2 og hvítur gaf. SKEMMTANIR ■ ROSENBERG- KJALLARINN í kvöld, fimmtudaginn 28. október, verður upptaka á mynd- bandi með hljómsveitinni Bone China frá kl. 20.30 og er áætlað áð tökunni ljúki um kl. 11. Kl. 11 hefj- ast tónleikar með hljóm- sveitinni. Gestaspilarar kvöldsins verða Jet Black Joe en þeir koma til með að spila efni af væntanleg- um geisladiski. ■ TVEIR VINIR Föstu- dagskvöldið 29. okt verður Salsahátíð og leikur hljómsveitin Sniglabandið fyrir gesti. Yfirskrift hátíð- arinnar er Sveifla & Galsi en það er einmitt heiti á nýjasta lagi hljómsveitar- innar sem_ frumflutt var í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn sl. miðvikudagskvöld. Á laugardag er það svo hljómsveitin Sigtryggur - dyravörður sem skemmtir gestum. ■ BERLÍN Hið árlega Radíuskvöld verður í kvöld, fimmtudag. Leiðtog- ar hópsins eru þeir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson. Þeir félagar munu lýsa samborg- urum sínum og meðbræð- rum á sinn eigin hátt. ■ KERLINGAFJALLA- BALL verður haldið laugar- daginn 30. okt. í Átthaga- sal Hótels Sögu. Borðhaldi er sleppt að þessu sinni en húsið opnar kl. 21. Hljóm- sveit skíðaskólans, Skíða- brot, sér um Kerlingafjalla- stemmninguna í söng og dansi. Verð aðgöngumiða er 900 kr. ■ PLÁHNETAN leikur á ísafirði um helgina. Hljóm- sveitin leikur í Sjallanum föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitina skipa Stefán Hilmarsson, Sig- urður Gröndal, Ingólfur Guðjónsson, Friðrik Sturluson og Ingólfur Sigurðsson. ■ POPPINS Föstudaginn 26. okt. heldur hljómsveitin Poppins miðnæturtónleika í Þjórsárveri, rétt austan við Selfoss. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni mikillar hamingju og lífsgleði sem liggur í loftinu fyrir austan flall, segir í tilkynningu. Hljómsveitina skipa: Jó- hann Bachman, Gunnar Ólason, Steinar Erlingz og Siggi Poppins. ■ HÓTEL SAGA Á laug- ardagskvöld í Súlnasal verður framhaldið sýning- unni Er það satt sem þeir segja um landann? með þeim Ladda og félögum. Hljómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi að aflok- inni sýningu til kl. 3. ■ ÖRKIN HANS NÓA leikur laugardagskvöldið á Laugafelli, Hellu. ■ SAGTMÓÐIGUR leik- ur í Veitingahúsinu 22 í kvöld, en tónleikarnir eru meðal annars haldnir til að minnast forðum gítarleik- ara hljómsveitarinnar. Upp- hitunarhljómsveit verður Tilburi. Sagtmóðigur hefur legið í einskonar dái í sum- ar, meðal annars vegna brotthvarfs gítarleikarans, en nú þegar hann er að fullu horfinn á braut heldur hljómsveitin um hann þessa minningartónleika. Upphit- unarsveitin Tilburi hefur ekki heldur látið á sér kræla um hríð, en treður nú upp með nýjum söngvara. Tón- leikarnir eru á efri hæð Veitingahússins 22 á Laugavegi 22 og hefjast kl. 23.00. ■ HÓTEL ÍSLAND Aðalsalur Hótels íslands er lokaður föstudagskvöld vegna einkasamkvæmis en laugardag er húsið opið frá kl. 24. Hljómsveitirnar Gömlu brýnin og Páll Ósk- ar og Milljónamæringarn- ir leika fyrir dansi til kl. 3. Föstudags- og laugar- dagskvöld verður diskótek fyrir unglina í Kamelljón- inu, Norðursal Hótels Is- lands. Aldurstakmark er 16 ár og er aðgangseyrir 1.000 kr. ■ GAUKUR Á STÖNG í kvöld, fimmtudag 28. okt., leikur hljómsveitin Lestin brunar. Föstudags- og laugardagskvöld eru svo lokatónleikar hljómsveitar- innar Undir tunglinu. Sunnudag og mánudag leika svo félagarnir í Jet Black Joe og þriðjudag og fimmtudag leikur Rokka- billyband Reykjavíkur. ■ GILDRAN leikur laug- ardagskvöld í Telinu, Akranesi. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eru Karl Tóm- asson, Birgir Haraldsson, Þórhallur Árnason og Sigurgeir Sigmundsson. ■ DANSBARINN Föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Karniv- al til kl. 3 báða dagana. Opinn míkrafónn verður fimmtudags- og sunnu- dagskvöld milli kl. 21-23 og Ieikur trúbadorinn Einar Jónsson til kl. 1. ■ TODMOBILE halda tónleika í kvöld í Festi, Grindavík kl. 21, föstudag í Bíóhöllinni, Akranesi, kl. 21, sunnudag í Iþróttahús- inu, ísafirði kl. 21. Mánu- dag 1. nóv. verða tónleikar í Bifröst Sauðárkróki kl. 21, þriðjudag í Leikhúsinu Akureyri kl. 20 og 22.30 og miðvikud. verða tónleik- ar á Hótel Tanga, Vopna- firði kl. 21. ■ SNIGLABANDIÐ leik- ur föstudagskvöld á Tveim- ur vinum og á laugardags- kvöldið í Hótel Borgarnesi. I BAROKK Föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin J.J. Soul- Band. Á efnisskránni eru soul-, jass- og blúslög. ■ HÓTEL LOFTLEIÐIR Næstu helgar mun verða boðið upp á Villibráðahlað- borð í Blómasal. Pálmi Gunnarsson söngvari, veiðimaður og gleðimaður mun vera gestgjafi og segja lygasögur af sér og álíka veiðimönnum. Allir gestir taka þátt í happdrætti. ■ VINIR DÓRA í kvöld, fimmtudag, heldur hljóm- sveitin tónleika í Bifröst, Sauðárkróki, frá kl. 21 til 23. Föstudags- og laugar- dagskvöld leikur hljómsveit- in á Hótel Læk, Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.