Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 9 Samkvæmisdragtir frá Bill Blass TKSSSS V neðstvið ■ UJt O0 V DUNHAGA, r X\ S. 622230. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. SILFURSKEMMAN Silfurskartgripir frá Chile og Mexíkó LEÐURVORUR úr slöngu og álskinni Opið daglega frá kl. 15-18 eða eftir samkomulagi. Sími 91-628112 Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi, HF-210 85 X 69,5 X 72 HF-320 85 X 69,5 X 102 HF-234 85 X 69,5 X 80 HF-348 85 X 69,5 X 110 HF-462 85 X 69,5 X 140 210 1 stk. 38.990,- 320 1 stk. 43.990,- 234 2 stk. 42.990,- 348 3 stk. 48.990,- 462 4 stk. 56.990,- Hraðfrystihólf, hraðfrystistilling, körfur sem má stafla, barnaöryggi á hitastillihnappi, öryggisljós við of hátt hitastig, frárennslisloki fyrir affrystingu og hitamælir. (jjnAiS* FRYSTIKISTA - EIN MEÐ ÖLLU. o IIDDO VISA og EURO raðgreiðslur tiþallt að 18 mán. án útborgunar. MUNALÁN með 25% útb. og eftirstöðvar 3.000 kr. á mánuði. /rúmx HÁTÚN 6A - SÍMI (91)24420 AFSLATTUR AF GOLFEFNUM VIKUTILBOÐ FRÁ 28.0KT. - 3. NÓV. ATH. NU H0FUM VIÐ 0PIÐ ÁSUNNUDÖGUM FRÁ KL. 13.00 TIL 15.00 l 8 Hallarmúla 4 • 408 Reykjavík • Sími: (91) 3 33 31 •wm^mumummmmmmmum^mmumummmmmmmmmm* Leiðarar um landsfund Alþýðublaðið, DV og Tíminn fjalla um landsfund Sjálfstæðis- flokksins í leiðurum síðastliðinn þriðjudag, hvert með sínum hætti. Staksteinar tylla niður tám í þeim skrifum. Vandamál — þar sem enginn kostur er góður DV segir í forystugrein að Davíð Oddsson hafi sezt í stól forsætisráð- herra nánast á auga- bragði eftir að hann varð formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Það var skjót- ur frami en ekki að sama skapi auðveldur, enda hefur flest gengið gegn forsætisráðherra og rík- isstjóm hans í landsmál- um. Sumt af því má án efa rekja til rangra ákvarðana, en mestu ræð- ur þar um að erfiðleikar í efnahagsmálum og ann- að mótlæti í stjómmálun- um hafa þrengt stöðu Davíðs Oddssonar til að láta Ijós sitt skína. Það gefur augaleið að forsætisráðherra og for- maður stjóramálaflokks hefur undir þeim kring- umstæðum ekki mikið svigrúm til að skapa vel- vild og vinsældir í sinn garð. Hver dagur er varn- arbarátta, glima við vandamál, þar sem hvergi er góðra kosta völ. Hæfi- leikar Ðavíðs sem for- ystumanns, í líkingu við þá stöðu sem hann hafði sem borgarstjóri, hafa ekki notið sin. A það eiga flestir að geta fallizt nema auðvitað harðsvir- ustu andstæðingar og óvildarmenn. A hinn bóginn má segja að erfiðleikamir stæli menn og herði og sýni hvað í manninum býr. Að þvi leyti hafa tvö stjórnar- ár Davíðs verið honum dýrmæt reynsla og von- andi gert hann að hæfari formanni og foringa ... Sjálfstæðismenn hafa kosið Davið áfram sem formann. Þeir vilja gefa honum tækifæri til að leiða flokkinn út úr þrengingunum. Þeir skipta ekki um hest í miðri á. Það er eðlileg ákvörðun. Annað mál er hvað gerist eftir næstu alþingiskosningar. Það er undir Davíð sjálfum kom- ið. Hann hefur ennþá tök á því að sýna hvað í hon- um býr“. Auðveldar ekki stjómar- samstarfið Alþýðublaðið segir: „Fyrir stuðningsmenn veiðileyfagjalds innan raða Sjálfstæðisflokksins er þessi niðurstaða [að visa veiðileyfagjaldi til miðstjómarj mikið áfall. Málgagn sjálfstæðis- mamia, Morgunblaðið, sem barist hefur fyrir veiðileyfagjaldi, hefur beðið lægri hlut í þessum átökum. Það verður fróð- legt að fylgjast með við- brögðum Morgunblaðsins í nánustu framtíð eftir þessa niðurstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Þor- steinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra getur liins vegar hrósað sigri yfir áframhaldandi og óbreyttri sjávarútvegs- stefnu. Engu að síður er (jóst, að þetta mál er hvergi nærri úr sögunni og mun verða átakamál áfram, jafnt innan Sjálf- stæðisflokksins sem utan. Þótt mál hafi verið saltað með því að visa þvi til miðstjómar liggur fyrir að umræðumar um veiði- leyfagjald halda þar með áfram. Niðurstaða landsfund- arins um að leggja hug- myndir um veiðileyfa- gjald í pækil er auðvitað dapurleg fyrir samstarfs- flokk Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjóm ... Að sjálf- sögðu mega sjálfstæðis- menn búast við að afstaða landsfundarins til veiði- leyfagjalds er ekki til þess að auðvelda stjómarsam- starfið." „Næst stærsti stjórnmála- flokkurimi.“ Tímimi segir: „Það er einkennandi fyrir geysi- fjölmennan landsfund næststærsta stjómmála- flokksins að þrátt fyrir að forystuliðið sé með allt niður um sig nýtur það fyllsta trausts og er klappað lof í lófa fyrir frábæra leiðsögn. Aftur og aftur kemur upp mik- ill ágremingur í Sjáif- stæðisflokknum og hann klofnar jafnvel, en skrið- ur ávallt saman aftur ... Landsfundurinn var greinilega vel undh'búinn og vel skipulagður. Oánægjuraddir vom fáar og hjáróma og allir vissu hvernig forystan vildi að atkvæði féllu um tillögur og ályktanir. Þeir sem fylgdust með atkvæða- greiðslum í sjónvarpi sáu glöggt, hvemig öll tví- mæli vom tekin af um atkvæðagreiðslur. Hvað sem allri óstjórn í ríkis- stjóm líður er greinilegt að Sjálfstæðisflokknum er vel stjórnað og að landsfundarfulltrúar láta vel að stjórn." SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Þegar ekið er eftir akreina- skiptum vegum skulu ökumenn velja sér tímanlega rétta akrein, sem tekur mið af fyrirhugaðri akstursstefnu, samkvæmt 4. mgr. 15. gr. umferðarlaga. Þar sem tvær akreinar eru fyrir vinstri beygju, skal sá sem er hægra megin aka inn á liægri akrein götunnar sem ekið er inn á og sá sem er vinstra megin skal aka inn á þá vinstri. Sá sem ekur eftir hægri akrein skal taka víða beygju og sá sem ekur eftir vinstri akrein skal taka þrönga beygju. Tillitssemi í umfer&iimi er allra mál. SiOVAODALMENNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.