Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 28. OKTÓBER 1993
47
„Sá veldur miklu, sem
upphafinu veldur“
Frá Árbjörgu Ólafsdóttur:
ÉG ER ekki vön að standa í blaða-
skrifum.
Magnús H. Skarphéðinsson sendi
mér nokkrar línur í Morgunblaðinu
um daginn, nánar tiltekið 24. ágúst
sl. Hann var að gjöra athugasemd
við grein sem ég skrifaði og kom í
blaðinu 14. ágúst. Greinina nefnir
hann „Þegar hvalir ganga á land“.
Ég minnist þess ekki að hafa nefnt
neinar hvalagöngur í grein minni.
En dauða hvali rak á fjörur (og gjör-
ir enn). Hér áður fyrr þegar þjóðin
hafði enga eða litla möguleika á að
bjarga sér frá hungurvofunni. Þegar
harðindaár og eldgos ógnuðu lífs-
kjörum fólks var hvalreki ljós í
myrkri.
Tildrög þess að ég sendi frá mér
þessa grein, sem birtist í Mogganum
14. ágúst sl., eru þau að á hveijum
degi sem Guð gefur, lesum við í blöð-
um og heyrum í öðrum ijölmiðlum
um_ fiskleysi.
Utgerðarfyrirtæki verða að senda
skip sín í margra dægra siglingu til
að leita uppi þorskinn, sem er að
hverfa hér af miðunum.
Um fæðu hvala er áreiðanlega
skot í myrkri hjá Magnúsi Skarphéð-
inssyni.
Það er stutt á milli bæja á íslandi
og auðvelt að leita sér upplýsinga
og fá ábendingar.
Vinkona mín kom til mín rétt eft-
ir að þú svaraðir mér í Mogganum.
Eins og þú veist, eru oft sýndar
dýralífsmyndir í sjónvarpinu. Vin-
kona mín fór að minnast á eina slíka
mynd. Mynd þessi var einmitt um
hvali og þeirra lifnaðarhætti og ein-
mitt um skíðishvali og þeirra fæðu-
val og veiðiaðferðir. Eitt atriðið var
þar sem skíðishvalur elti laxatorfu
upp að ósnum og sogaði ofan í sig
stóran hluta af torfunni, en gangan
var komin fast að giynningu, þess
vegna slapp hluti af henni upp í fljót-
ið.
Annað dæmi: Sjómaður hringdi
til mín um daginn, einmitt í tilefni
FYRIRSPURN UM
ÆTTINGJA
UNDIRRITUÐ óskar að komast
í samband við afkomendur Sól-
veigar Engilráðar Jónsdóttur
sem fædd var á Stóru-Brekku á
Höfðaströnd í Skagafirði þann
14. ágúst 1889.
Siguijóna Þorsteins-
dóttir (Jónssonar)
Nýbýlavegi 44,
200 Kópavogi,
sími 91-40881.
greinarinnar. Sagði hann mér að er
hann var á hvalveiðiskipi, horfðu
sjómennirnir á hvar hrefna elti síld-
artorfu allstóra og gleypti hana með
öllu sem henni fylgdi, jafnt þorski
sem öðru. Þeir skutluðu hrefnuna
og komu úr maga hennar margar
tunnur af síld.
Hrefna er skíðishvalur
Eigum við ekki að hafa það sem
sannara reynist.
Hvalavinir! Hvernig væri að fara
að huga að hafinu. Það eiga svo
margir lífsbjörg sína undir því sem
lifir og/eða vex í sjónum. Þar eins
og annars staðar er næringin fyrst,
við vitum það þegar ekkert er leng-
ur að nærast af, er öilu lokið. Stóru
dýrin þurfa mest, þess vegna þarf
að halda lífi innan vissra marka. Því
í sjónum eins og á landi þurfa allir
að nærast. Það fær mig enginn til
að trúa því að hvalavinir skilji ekki
gang lífsins.
Hafið var gullkista heimins. En
hafíð er að deyja, af manna völdum.
Þar hafa gráðugir veiðimenn unnið
að, með röngum veiðarfærum og
aðferðum.
Sóðar haft það fyrir ruslakistu og
hvalavinir í barnaskap sínum unnið
að því að friða stærstu og gráðug-
ustu dýr hafsins.
þó þú hæðist að minni Guðstrú
tek ég það ekki nærri mér. Ég veit
að við erum öll í hendi Guðs. Og þú
líka. Það var Guð sem gaf þér sjötta
skilningarvitið. (Svo er Jónasi Jónas-
syni fyrir að þakka að ég veit það.
Eg hlusta alltaf á „Kvöldgesti Jónas-
ar“.) Guð gaf okkur einnig vit til
að velja og hafna. Það verður mörg-
um erfitt og vandi mikill.
„Aðalatriðið er að segja satt,“
sagði maður en hann vitjaði vinkonu
sinnar ári eftir að hann hvarf úr
jarðvistinni. Það sem þú gerir svo
mikið úr minni Guðstrú og hvað ég
er Biblíufróð, hlýtur þú að sækja í
þitt sjötta skilningarvit. Ég sótti það
beint í minn barnalærdóm.
686143.
GÆLUDÝR
Týndur köttur
LÍTIL fimm mánaða gömul kisa
fór frá Fagrahjalla í Kópavogi
föstudaginn 22. október. Hún er
bröndótt, hvít, svört, brún og
rauð, með hvíta bringu. Hafi ein-
hver upplýsingar um ferðir henn-
ar er hann vinsamlega beðinn
að láta vita í síma 40539.
Nú vil ég nota tækifærið og leið-
rétta það sem annað hvort er prent-
villa eða mistök stúlkunnar sem vél-
ritaði fyrir mig greinina þann 14.
ágúst sl. þar sem segir í blaðinu:
„Maðurinn er vera.“ En frá minni
hendi beint úr barnalærdómnum orð-
rétt: „Maðurinn er æðsta skepna
jarðarinnar. Skapaður í Guðsmynd."
Máske hefur þú haft einhveija ár-
áttu til að koma fyrir í Bibiíunni ljóði
Tómasar Guðmundssonar sem ég
vitna til í greininni. Ljóð Tómasar
er líka guðlegrar ættar og grunnur-
inn eða efni þess sótt þangað, í Bibl-
íuna.
Þú virðist ekki sáttur við illhvelið.
Sjálfsagt eru hvalir misjafnlega
skapi farnir. En illhvelið er sótt í
frétt sem ég las fyrir mörgum árum
og er á þessa leið: „Skips er saknað
á Kyrrahafið, ótlast er að illhveli
hafi grandað því.“ Ég hef alls ekki
búið það orð til. Einnig hefur ástand
hafsins mikið að segja í sambandi
við_ vöxt og líf sjávar.
í sumar var óvenju mikill ís ná-
lægt landi. Ég er ekkert undrandi
þótt sjávarlíffræðingar og sjómenn
hafi áhyggjur af seiðagöngunni
stóru, það sem ekki verður étið
gæti farist af völdum kulda og fæðu-
Ieysis.
„Þá ljúfan heyrði ég
svanasöng“
Ég er haldin nokkurri sektar-
kennd út af blessuðum svaninum,
sem einhver illþenkjandi náungi hef-
ur deytt, mér finnst að upphafið liggi
hjá mér. Hefði ég ekki skrifað grein-
ina um „Góða manninn" þá hefði
Magnús ekki haft neinu að svara,
svo sökin hlýtur að liggja hjá mér.
Af hveiju að níðast á saklausum
svaninum?
ÁRÉJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Suðurhólum 30,
Reykjavík.
LEIÐRÉTTIN G AR
Rangfeðraður
I frétt Morgunblaðsins sl. sunnudag
á bls. 38 var sagt fá afhendingu vegg-
spjalds sem Kiwanismenn hafa gert
með leiðbeiningum um blástursaðferð
og hjartahnoð. Þar var Einar Sigur-
jónsson, SVFÍ, rangfeðraður og biðst
Morgunblaðið velvirðingar á þessum
mistökum.
Brautskráning
kandídata frá HI
í Morgunblaðinu í gær birtist listi
um brautskráða kandídata frá Há-
skóla íslands. Nokkur mistök áttu sér
stað en þau eru að nafn Örnólfs Arn-
ar Thorssonar vantaði en hann braut-
skráðisj. frá heimspekideild með MA-
próf í íslenskum bókmenntum.
í félagsvísindadeild brautskráðust
með BA-próf í mannfræði þau Nína
Helgadpttir, Rúnar Helgi Haraldsson
og Þórunn Óskarsdóttir en þessi nöfn
vantaði í fréttina.
Eyþqr Eðvarðsson, Guðlaug Júlía
Sturludóttir, Guðrún Kristín Þórsdótt-
ir, Helga Siguijónsdóttir, Ingibjörg
S. Sæmundsdóttir, Júlíus Einar Hall-
dórsson, María Jane Ammendrup og
Steinunn Eva Þórðardóttir voru sögð
hafa útskrifast með BA-próf í mann-
fræði en rétt er að þau útskrifuðust
með BA-próf í sálarfræði.
Nafn Jóhönnu Magnúsdóttur vant-
aði yfir þá aðila er brautskráður með
BA-próf í stjórnmálafræði.
Morgunblaðið biður hlutaðeigendur
velvirðingar á þessum mistökum.
Yindaflstöðvar
Nils Gíslason, hönnuður nýrrar
gerðar vindaflstöðva, vill bæta því við
frétt í blaðinu á miðvikudag að Járn-
tækni á Akureyri hefði séð um alla
járnvinnu við gerð tilraunagerðar
vindaflstöðvarinnar. Nils sagði þá í
Járntækni hafa sýnt verkefninu veru-
lega tiltrú og aðstoð þeirra hefði verið
ómetanleg.
Eiginfj árhlutfall
íslandsbanka
hækkaði
í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í
gær um afkomu íslandsbanka var
missagt að eiginfjárhlutfall bankans
hefði lækkað um 0,1% frá síðasta
uppgjöri. Hið rétta er að hlutfallið
hefur hækkað um 0,1%. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
VELVAKANDI
ALLIRÍLAXVEIÐI
SVERRIR Ólafsson og Þórarinn
eiga það sameiginlegt að þeir
borga hundrað og sextíu þúsund
á dag fyrir veiðileyfi í Laxá á
Asum. Venjulegt fólk skilur það,
að Þórarinn noti veiðileyfið til
þess að veiða eins marga laxa
og hann getur fyrir þann pening.
Venjulegt fólk skilur hins vegar
ekki að Sverrir Ólafsson skuli
nota veiðileyfið sitt til að horfa
á ána. Kannski er það lista-
mennskan sem þjóðin borgar
honum laun fyrir.
% legg til að þjóðinni verði
allri boðið í Laxá á Árum næsta
sumar og leyft verði að veiða á
spún.
Grámann
ÞEKKIR EINHVER
NIGEL HENDERSON
KONA leitaði aðstoðar Velvak-
anda við að hafa uppi á Nigel
Henderson. Ef einhver telur sig
þekkja til þessa manns er hann
vinsamlega beðinn að láta vita í
síma 18876.
ENNUM
KALKÚNALÆRIN
ÞESSI vísa varð til þegar stríðið
stóð sem hæst út af kalkúnalær-
unum á Alþingi.
Ráðherrar í sorg og sút
sofna ei blundi værum
af því að nú er allt í hnút
út af fuglalærum.
Guðríður Brynjólfsdóttir
TAPAÐ/FUNDIÐ
Gullhringur tapaðist
BREIÐUR gullhringur með perlu
tapaðist á Ómmu Lú föstudaginn
1. október. Hringurinn hefur
mikið tilfínningalegt gildi fyrir
eigandann. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 76412. Fundarlaun.
Hlífðarplast af
barnavagni
HLÍFÐARPLAST af barnavagni
fauk af svölum á Langholtsveg-
inum sl. laugardag. Hafi einhver
fundið plastið er hann vinsam-
lega beðinn að hringja í síma
ðkeypis lögfiæðiaðstoð
á hverju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012.
ORATOR, félag laganema.
-
*
Það er gott að tyggja sykurlaust tyggjó
eftir mat, því það eykur framleiðslu og
rennsli munnvatnsins. í munnvatninu er
virka efnið CARÐAMID sem dregur úr
árás sýkla á tennurnar.
V6 er eina tyggjóið sem inniheldur
CARBAMID og styrkir því varnarkerfi
munnsins stórlega.
Þess vegna er það niðurstaða fjölda
tannlækna og vísindamanna víða um
heim að V6 veitir mun betri vörn en
sykurlaust tyggjó, sem ekki inniheldur
CARBAMID
Láttu því ekki góma þig
með venjulegt
sykurlaust tyggjó!
Vinningshafar í verölaunagetraun V-6 á sýning-
unni Heilsa og heilbrigði í Perlunni 9.-17. sept.:
1. verðlaun: Kvöldverður fyrir tvo í Perlunni.
Dóra Jakobsdóttir, Hringbraut 48 Rvk.
2. -5. verðlaun: Ársbirgöir af V-6.
Bergþór Ólafsson, Asparfelli Rvk.
Jórunn Edda Helgadóttir, Lautasmára 49 Kóp.
Kári Guðmundsson, Nesbala 42 Seltj.
Nanna Friðgeirsdóttir, Suðurgötu 17 Hafnarf.
6-20. verðlaun: V-6 bolir
Árni Ingvarsson, Skriðuseli 2 Rvk.
Einar Sigurðsson, Ásenda 7 Rvk.
Grétar Sigurðsson, Bergstaöastræti 65 Rvk.
Guðjón Stefánsso.n, Löngumýri 24 Garðabæ.
Guðrún Einarsdóttir, Safamýri 63 Rvk.
Herdís Óskarsdóttir Sunnuhvoli Seitj.
íris Ægisdóttir, Víðivangi 3 Hafnarfj.
Kristín Gunnarsdóttir, Brekkutanga 17 Mosf.
Læla Sörensen, Búlandi 8 Rvk.
Sesselja Magnúsdóttir, Kambaseli 54 Rvk.
Sigrún Valdimarsdóttir, Garöhúsi 26 Rvk.
Sigurbjörg Kristinsdóttir, Eiöhúsum Hellissandi
Stefán Pétursson, Barónsstíg 16 Rvk.
Sváfnir Hermannsson, Engihjalla 25 Kóp.
Þórey Sveinsdóttir, Hratnhólum 6 Rvk.
LYF / FORÐI HF Garðaflöt 16, sími 656511