Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 RIKISGJALDÞROT ÓHJÁKVÆMILEGT eftir Önund Ásgeirsson Ríkisstjórnin hefir lagt fram frumvarp að fjárlögum fyrir árið 1994 með tekjur 103 milljarða en gjöld 113 milljarða eða 10 milljarða greiðsluhalla, sem á fyrstu tveim vikum þinghalds hefir þegar hækk- að í 13 milljarða. í byijun þessa árs var talið, að skuldir ríkissjóðs næmu um 250 milljörðum, en í umræðunum um fjárlögin var upp- lýst að þessar skuldir næmu nú 265 milljörðum, skrifa 265 þúsund millj- ónum. Talið hefir verið, að ríkis- skuldir hafi hækkað um 25 millj- arða sl. 4 ár og mun sú fjárhæð ekki minni á þessu ári, væntanlega allmiklu hærri fjárhæð, því að nú er komið að skuldadögunum og afborganir af skuldum ríkisins hækka á þessu ári um 10,5 millj- arða eða úr 24,3 milljörðum í 34,5 milljarða. Jafnframt hækka vaxta- greiðslur um 2 milljarða úr 14,5 milljörðum í 16,5 milljarða skv. frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1994. Sé þetta skoðað nánar kemur í ljós að meðallengd erlendra lang- tímalána er 7,7 ár, og meðalvextir 6,2% pa. Þessir vextir munu þykja lágir miðað við íslenzkar aðstæður, en allháir miðað við erlenda mark- aði og skiptir þá miklu um trygging- ar. Þannig munu lán í japönskum jenum hafa hækkað úr 19 aurum í um 70 aura á rúmlega 4 árum, og þá skuldir hlutfallslega. Enga skýringu er að finna í fjárlaga- frumvapinu um verðtryggingu lána, en öll munu þau af eðlilegum ástæð- um gengistryggð á einhvern hátt. Augljóst er þó að afborganir og vextir af erlendum lánum samsvara um helmingi áætlaðra tekna skv. fjárlagafrumvarpinu. Þetta er auð- vitað ríkissjóði óviðráðanlegt. Ríkisábyrgðir Samkvæmt þessu' nema heildar- greiðslur vaxta og afborgana af erlendum lánum ríkissjóðs 1994 um 51 milljörðum. En þetta er ekki allt. Engin áætlun liggur fýrir um hversu mikið af ríkísábyrgðum muni falla á ríkissjóð á komandi - árum. Alþingismenn eru fijálslyndir um slíkar heimildir og ríkisábyrgð- irnar hlaðast upp ár frá ári þótt augljóst sé að það muni koma að skuldadögunum í því efni sem öðr- um. Nokkrar vangaveltur eru þó í íjárlagafrumvarpinu um þetta at- riði, en engin tilraun gerð til að meta áhættu ríkissjóðs í heild. Menn „Refsingin og ríkis- gjaldþrotið er á næsta leiti og því verður að bregðast við strax.“ fljóta því sofandi að feigðarósi í þessum málum. Til þess að menn geti gert sér grein fyrir þessu, eru hér að neðan birtar tölur úr lánsfjárlögum 1993 og frumvarpi til lánsfjárlaga fýrir árið 1994: Önundur Ásgeirsson 1993 1994 Innl. Erl. Alls Alls Ríkissjóður 10.300 5.670 15.970 27.950 Landsvirkjun 7.750 7.750 5.900 Byggingarsj. ríkisins 3.860 3.860 2.250 Byggingasj. verkam. 6.870 6.870 7.450 Húsbréfadeild 8.000 8.000 11.500 Stofnlánad. Landb. 400 300 700 700 Byggðastofnun 100 550 650 1.000 Iðnlánasjóður 100 2.500 2.600 2.600 Iðnþróunarsjóður 100 600 700 800 Póstur og sími 1.280 1.280 195 Ýmislegt 223 223 202 Samtals í mkr. 29.730 18.873 48.603 64.823 Skipting 1993 61,% 39% GrýLu era/ueg sama hverríicf mcUurinn og ofiast erhann hrjtbi aÁ krakkamir -ftÍL i SvangLnn- ómám öarnan -Fóru þe/r ctÁ sielcx, sér mcvt. xf. 7/i/er og e'/nn á. sir uppá.haldsmat óem hcmn, steLun Beinar lántökuheimildir ríkis- sjóðs 1993 voru þannig 16 milljarð- ar eða um þriðjungur, en umbeðnar lántökuheimildir 1994 nema 28 milljörðum og nemur hækkun milli ára 12 milljörðum eða um 43%. Heildar lántökuheimildir hækka milli ára um 16 milljarða, upp í 65 milljarða og er ríkissjóður ábyrgur fyrir öllu sukkinu, þótt engan grundvöll sé að finna fyrir endur- greiðslu þessara lántökuheimilda. Opinber byggingarfyrirgreiðsla hækkar úr 18,7 milljörðum í 21,2 milljarð eða um 2,5 milljarða, þótt allar líkur séu á að fasteignir stór- falli í verði á næstunni og nýjar íbúðir verði þannig óseljanlegar. Þessi fyrirgreiðsla til byggingar íbúaðarhúsnæðis samsvarar 33% af heildar lántökuheimildum ríkisins 1994, en ekki liggur fýrir hversu miklar erlendar lántökur verða á árinu. Þessar staðreyndir virðast benda til þess að í lok næsta árs verði beinar skuldir ríkisins nær 300 milljarðar. í ársskýrslu Húsnæðis- stofnunar ríkisins segir: „Í árslok 1992 námu heildarútlán og keypt fasteignabréf 133,5 milljörðum kr. Var fjöldi greiðenda 61.412 og fjöldi skuldabréfa 123,488. Á sama tíma voru 14,138 greiðendur í vanskilum með um 1,454 milljarða kr. Eru vanskil því einungis 1,09% af heild- arútlánum." Af þessum tölum má sjá að 9. hvert lán er í vanskilum, en ekkert er sagt um skuldbreyting- ar eða ný lán til skuldara. Fjöldi skuldabréfa sýnir, að hver skuldari hafði tekið 2 lán að jafnaði, og vanskilin námu 100 þúsund á hvert bréf í vanskilum. Óbeinar ríkisábyrgðir Alþingismenn hafa á undanförn- um árum og áratugum veitt allskon- ar ríkisábyrgðir, sem venjulegast eru bakábyrgðir, þ.e. þær koma aðeins til framkvæmda við greiðslu- fall skuldarai Engin tilraun er gerð til að meta þessar skuldbindingar ríkissjóðs, en þessar ábyrgðir eru látnar falla á ríkissjóð þegjandi og hljóðlaust, án þess að Alþingi, al- þingismönnum eða almenningi sé gerð grein fyrir þeim fyrirfram. Dæmi um slíkar óbeinar ábyrgðir eru t.d.: Húsnæðisstofnun ríkisins (134 milljarðar), Byggðastofnun (8,3 milljarðar), Atvinnutrygginga- sjóður (8 milljarðar), Landsbankinn (88 milljarðar), Framkvæmdasjóður (21,2 milljarðar), Fiskveiðasjóður (?), Iðnlánasjóður (?), Iðnþróunar- sjóður (?), Ýmsir lífeyrissjóðir opin- berra starfsmanna (60-70 milljarð- ar), o.s.frv. Svo má lengi telja. Auk þessa eru ýmsar ábyrgðir einstakra aðila. Alls nema þessar ábyrgðir ríkissjóðs hundruðum milljarða, sem taka ber tillit til, þegar meta skal fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Það er í raun furðulegt að Alþingi skuli ekki vera gerð grein fyrir stöðu þessara skuldbindinga ríkissjóðs árlega, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða nöfn aðila og brúttó fjár- hæð þessara skuldbindinga, ásamt áætlun um áhættu ríkissjóðs. Núverandi ríkisstjórn, og þá sér- staklega fjármálaráðherra, er ljós þessi áhætta, en framkvæmdin er ófullnægjandi. Refsingin og ríkis- gjaldþrotið er á næsta leiti, og því verður að bregðast við strax. Nærtækustu úrræðin er breytt fiskveiðistefn, þar sem úthafsveiði- skipum verði gert að veiða á úthaf-' inu og áuka þannig við heildarafla og þar með tekjur þjóðarbúsins. Veiðarnar í Smugunni hafa á fáum dögum gefið meir en milljarð í heild- arsjóðinn. Við þurfum ekki þessi dýru skip til að veiða á grunnslóð- inni. Það eru til nóg skip til að veiða 165.000 tonn af bolfiski þar. Þetta er réttur helmingur þess afla, sem veiddur var árið 1934, þegar íslendingar voru aðeins rúmlega 100.000 talsins og tilkostnaður veiðanna var aðeins brot af því sem núverandi útgerðir gera kröfur til. í umræðum hefir komið fram, að menn leggja til að hluta flotans sé lagt, en það er rétt nýting flotans, sem er aðalatriðið og það geta eng- ir breytt þessu nema stjómmála- menn og þar kemur fyrst og fremst til kasta alþingismanna. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.