Morgunblaðið - 08.12.1993, Side 9

Morgunblaðið - 08.12.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1998 9 Fatav Opið frá kl. 7.30*1$ Qg laitgardagafM kl W- Garðatorgi 3, Eitt áreiðanlegasta spamaðarfonnib í þrjá áratugi í nærri þrjá áratugi hafa spariskírteini ríkissjóös verið ein öruggustu verðbréfin á markaðnum. Og þau eru alltaf jafn vinsæl sparnaðarleið enda fá verðbréf sem standa þeim jafnfætis í öryggi, arðsemi og sveigjanleika: Þú getur komib í Þjónustumibstöö ríkisveröbréfa og keypt spariskírteini fyrir litlar sem stórar fjárhæbir í almennri sölu. Þú getur tekiö þátt í mánaöarlegum útboöum á spariskírteinum meö aöstoö starfsfólks Þjónustumiöstöövarinnar. Þú getur keypt spariskírteini í mánaöarlegri áskrift og þannig sparaö reglulega á afar þægilegan hátt. Gulltryggðu sparnaðinn með spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Ákærur á lækna Staksteinar staldra í dag við grein í Læknablaðinu um ákærur á lækna eftir Jón Hilmar Alíreðsson, formann Félags íslenzkra kvensjúkdómalækna. Hættur við aðgerðir Jón Hilmar Alfrcðsson segir í grein í Lækna- blaðinu: „Læknar þurfa að var- ast vissar fallgryfjur. Eitt er það, að læknum er tamt að hampa vísindum sínum og tækni, þótt skilningur okkar á gang- verki líkamans sé í raun ekki meiri en það sem upp úr stendur af ísjaka. Okkur láist e.t.v. umfram erlenda starfsbræður að vara við hættum af að- gerðum og vekja athygli á ófullkomleika rann- sókna. Hversu ófullkom- ið er ekki hjartsláttarrit sem vísbending um ástand barns í fæðingu. Leikmanni er þvi brugðið þegar slys verður í must- eri visinda og hátækni... Annað mikilvægt at- riði er gott persónulegt samband við sjúkling og gjaman aðstandanda. Aðgerðir á áður ókunn- um sjúklingi ætti að forð- ast til hins ýtrasta. I bráðaþjónustu svo sem fæðingarhjálp ber vanda upp á nóttu sem degi... A neyðarstundu er af- ar þýðingarmikið að bregðast ffjótt við og víkja ekki frá sjúklingi... Á bráðaspítala er gerð sú krafa, að læknir sé ávallt tiltækur og að hann sé hæfur...“ Greiða á fyrir rannsóknum „Áður en kæra er stað- reynd, má í sumum tilvik- um sjá hana fyrir. Þá ber viðkomandi lækni að til- kynna yfirmanni sínum um málið. Mikilvægt er að huga að gögnum í sjúkraskrá, þannig að all- ar upplýsingar liggi fyrir. Þá er lækninum þörf á læknisfræðilegri og lög- fræðilegri ráðgjöf frá upphafi. Læknir, sem sakaður er um mistök í starfi beint eða óbeint, er í öllum til- vikum miður sín. Dæmi eru á Norðurlöndum um sjálfsvíg í tengslum við ákærur. Læknir má ekki skil- yrðislaust játa sig sekan, eingöngu vegna sorgar og sektarkenndar. Slík játning gefin í fljóti'æði verður trauðla aftur tek- in. Sláandi er dæmið um mænudeyfingu, sem leiddi til varanlegrar löm- unar í ganglimum. Lækn- irinn játaði auðvitað á sig augljós mistök en ekki var látið hér við sitja, heldur fór fram nákvæm rannsókn. Þá kom í Ijós að fenól hafði blandast deyfingarlylínu í geymslu vegna örsmárra sprungna í umbúðum. Þetta gat læknirinn ekki vitað um. Vel þekkt eru einnig dæmin um börn, sem fæð- ast með heilasköddun. Vitað er nú, að slík börn sýna oft afbrigðileg hj;ul- sláttarit í fæðingu beinlín- is vegna skaðans, sem orðið hefur löngu áður í meðgöngunni og er í sum- um tilfellum bundiim arf- gengi... Á hinn bóginn skyldi læknir ekki á nokkum hátt þvertaka fyrir hugs- anleg mistök eða reyna að hylma yfir atriði máls- ins, né að aftra viðkom- andi frá að óska rann- sóknar“. Treysta verður öryggi „... 1 sumum tilfellum, þegar illa fer, er tæplega við nokkurn mannlegan mátt að sakast; í öðrum er það næsta augljóst að um handvömm eða van- rækslu er að ræða og svo er þriðji fiokkurinn til- felli þarna á milli... Þá kemur til kasta úrskurða- raðila... Erlendis hefur verið bent á að læknurn sé stundum i slíkum úr- skurðum eða dómum ætl- aður ótrúlegur hæfileiki að sjá fyrir óorðna hluti. Þetta á ekki sízt við um gang fæðingar, sem gjarnan tekur nokkrar klukkustundir. Dómsúr- skurður byggist gjarnan á því, að illa hefur til tek- izt og aðgerðum hefði mátt haga á annan hátt, með táUiti til þess hvernig fór. Nú verður það ekki sannað, hvemig farið hefði, ef önnur leið hefði verið valin í að leiða fæð- ingu. Þá kemur að svo- kallaðri sönnunarbyrði, sem merkir nánast skylduna að sanna hið ósannanlega... Óhjákvæmilegt verður að treysta og auka öryggi á hinum áhættusömu fæð- ingardcildum. Tryggja þarf að vel hæfir læknar veljist þar til starfa, þrátt fyrir áhættuna og einmitt vegna hennar. Víða er- lendis merkja menn at- gervisfiótta frá hinum erfiðari og áhættusamari læknisstörfum. Áhættu- þáttur á laun og sérstök bakvakt er kostnaðarsöm nauðsyn." Ein milljón kr. til læknisfræðibókasafns FYRIR tíu árum stofnaði stjórn Búnaðarbankans sjóð, er nefndur var Tækjakaupasjóður Landspítalans. Tilefnið var ákveðin tíma- mót í starfsemi bankans. Sjóður þessi hefur síðan verði í vörslu bankans en ekki verið tilefni til úthlutunar úr honum, segir í frétt frá læknaráði Landspítalans. Á ársfundi Ríkisspítala, 3. des. sl., afhenti formaður sjóðsstjórnar, Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri, formanni læknaráðs, prófessor Ásmundi Brekkan, úthlutun úr sjóðnum, að upphæð ein milljón króna. Þessir peningar eiga að fara til uppbyggingar kennslu- og nýsi- gagna við læknisfræðibókasafn Landspítala og tölvu- og nýsi- gagnaver spítalans, auk umbóta á tölvukerfi bókasafnsins. Læknaráð Landspítalans þakkar þessa gjöf sem mun renna enn styrkari stoðum undir þá fræða- og upplýsingastarfsemi sem rekin er á Landspítalanum. HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF. Mikil hækkun á hlutabréfum —.— ---------1120 1991 1 1992 1 1993 Frá ársbyrjun 1991 hefur gengi hlutabréfa lækkað um 10,2%. A sama tíma hefur sölugengi HVIB hækkað um 15%. Sjóður- inn er því vel yfir meðalávöxtun á markaðnum. Mikil viðskipti hafa verið á hlutabréfa- markaði að undanförnu og er gengi hlutabréfa þegar tekið að hækka. Hluta- bréfasjóður VIB er góður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta sparifé sitt, auk þess að tryggja frádrátt frá tekjuskatti. HVIB fjárfest.ir í öllum stærstu hlutafélögum á markaðnum og er því góð áhættudreifing. Rádgjafar VIB váta frekari upplýsingar um HVIB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verii) velkomin í VIB! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • I Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26. _I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.