Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 60
 Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAcJHaLMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNAIÍSTltÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Skemmdir á Lakagígum og Eldhrauni Unnið er að áætl- un um björgimarað- gerðir til aldamóta UNNIÐ er að gerð áætlunar um aðgerðir til að draga úr gróðurskemmdum og náttúruspjöllum vegna sandfoks úr far- vegi Skaftár við Lakagíga og í Eldhrauni. Sandurinn er kom- inn í Lakagíga og hefur þegar eytt 4.000 hekturum af mosa- vöxnu hrauni í Eldhrauni sem talið er með sérkennilegustu gróðurlendum á norðurslóðum. Olafur Arnalds jarðvegsfræð- ingur segir Ijóst að á næstu árum eða áratugum muni Lakagígar skemmast verulega og sumir gíg- arnir eyðileggjast alveg ef ekkert verði að gert. Hann telur einnig að þetta svæði muni smám saman breytast í sandöræfi. Þóroddur Þóroddsson, frámkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, líkir sand- fokinu við náttúruhamfarir. Bjarni Matthíasson, oddviti Skaftár- hrepps, segir að ástandið sé orðið svo alvarlegt að menn verði að fara að gera það upp við sig hvort þeir vilji bjarga Lakagígum eða ekki. Varnargarðar og sáning melgresis í áætlun sem unnið er að um aðgerðir til að minnka sandfok meðfram Skaftá á næstu árum, bæði við Lakagíga á Síðumannaaf- rétti og í Eldhrauni sem niðri í byggð, er gert ráð fyrir gerð vamargarða í Skaftá vestan Kirkjubæjarklausturs og sáningu melgresis í sandflæmin. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri telur að varnargarðarnir muni kosta 20-30 milljónir og síðan þurfi að leggja 10 milljónir á ári fram til aldamóta í sáningu melgresis. Með því- móti verði hægt að ná tökum á vandamálinu. Landgræðslan hefur ekki mikið fé til að leggja í þetta verkefni á næsta ári en landgræðslustjóri vonast til að það komist vel á dagskrá árið 1995. Freysteinn Sigurðsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, segir að mjög erfitt sé að hemja jökul- vötnin og erfitt verði að halda Skaftá í ákveðnum farvegi. Sjá „Breytist smám saman í eyðimörk" á bls. 24. Morgunblaðið/Kristinn Jólablóm íLækjargötu Fj ármálaráðherra um dræma þátttöku lífeyríssjóða í uppboði húsnæðisbréfa Kannað hvort breyta á skíhnálum bréfanna iirnir eiga kost á húsbréfum á eftirmarkaði með 5,4% ávöxtun, segir forseti ASÍ OÐ húsnæðisbréfa Húsnæðisstofnunar fór fram í gær og voru Húsnæðisstofnun mun kanna fyrir að það verði takmarkað. ígu tekin þrjú tilboð að nafnvirði 40 milljónir króna eða 46,8 skuldabréfasölu erlendis „Staða ríkissjóðs í Seðlabankanum UPPBOÐ húsnæðisbréfa Húsnæðisstofnunar fór fram í gær og voru eingöngu tekin þrjú tilboð að nafnvirði 40 milljónir króna eða 46,8 millj. kr. að söluverði með lokaávöxtun 5,00%. Bárust níu tilboð við útboðið frá sjö aðilum, að nafnvirði 165 millj. kr., en meðalávöxtun tilboða reyndist vera 5,21%. Akveðið hafði verið að taka engum til- boðum í bréfin upp á meira en 5,00% ávöxtun. Var hæsta ávöxtunar- krafa 5,40% en sú lægsta 5,00%. „Mér sýnist að þessi niðurstaða krefjist þess að ríkisstjórnin seljist yfir málið og kanni hvort breyta eigi skilmálum bréfanna eða fyrirkomulagi fjármögnunarinnar," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra að loknu útboðinu í gær. „Það virðist vera einhver aðlög- unarvandi eins og er,“ sagði Bene- dikt Davíðsson forseti ASI en hann sagði að skv. þeim upplýsingum sem hann hefði þá virtist vera mik- ið af húsbréfum á eftirmarkaði sem væru með 5,4% ávöxtun og sagði hann einnig að fjárskortur væri í lífeyrissjóðakerfinu um þessar mundir. „Það kann að vera skiljan- legt fyrir vörslumenn lífeyrissjóð- anna, sem eiga kost á tveim tegund- um ríkisbréfa, öðrum á 5,4% og hinum á 5%, að þeir taki heldur 5,4% ef þeir eru með litla fjár- muni,“ sagði Benedikt. Fjármálaráðherra sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum yfir lítilli þátttöku lífeyrissjóðanna í út- boðinu og þau kjör sem þeir hefðu boðið. „Við teljum að það séu ekki efni til að hafa mun á milli þessara bréfa og spariskírteinanna, enda eru skilmálar þessara bréfa í raun sniðin að þörfum lífeyrissjóðanna. Hér er um að ræða fjármögnun þess hluta húsnæðiskerfisins sem lífeyrissjóðirnir og eigendur þeirra hafa talið sér hvað skyldast að fjár- magna í gegnum árin,“ sagði Frið- rik. Húsnæðisstofnun mun kanna skuldabréfasölu erlendis Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar, sagði óumflýjanlegt að stofnunin færi að huga að öðrum kostum við lánsfjár- öflun. „Ég tel borðleggjandi að um áramótin munum við kanna til hlít- ar hvaða möguleikar eru fyrir hendi í skuldabréfasölu á erlendum mörk- uðum,“ sagði hann. Sigurður sagði að frá því að vaxtalækkunarstefna ríkisstjórnar- innar kom til sögunnar hefði Hús- næðisstofnun aðallega rekið stofn- unina með eigin fjármunum. „Við höfum einfaldlega rekið stofnunina fyrir hennar eigin fjármuni og við munum halda því áfram enn um hríð,“ sagði Sigurður. Sigurður sagðist ekki telja að um neina breytingu væri að ræða á þeirri stefnu ríkisvaldsins að há- marksávöxtun fari ekki yfir 5% og sagði Húsnæðisstofnun sammála þeirri stefnu. „Ég tel að engin lána- stofnun í þjóðfélaginu hafi gengið jafn hart fram í að fylgja fram vaxtalækkunarstefnu ríkisstjórnar- innar og Húsnæðisstofnun," sagði hann. Ákveðið hefur verið að nýtt útboð spariskírteina ríkissjóðs fari fram í dag með 5% ávöxtun en gert er ráð fyrir að það verði takmarkað. „Staða ríkissjóðs í Seðlabankanum er það góð núna að við þurfum ekki stórar fjárhæðir í lántökum," sagði Magnús Pétursson ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu. Búinn að veiða sex sfldarkvóta NÓTASKIPIÐ Þórshamar GK gerir það ekki endasleppt. Skipið hefur nú veitt upp 6 síldarkvóta, um 6.500 tonn, og hefur aflinn nánast allur farið til vinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Þar hafa rúmlega 50 manns haft mikla vinnu við söltun í rúma tvo mánuði og að auki hefur töluvert verið fryst. Aflaverðmæti Þórsham- ars þetta tímabil er rúmar 50 millj- ónir og að lokinni vinnslunni er útflutningsverðmæti aflans orðið 145 milljónir. Segja má að Þórshamar hafi far- ið út að kvöldi og komið að morgni með hæfilegan skammt til vinnslu hvern dag. Sjá nánar í Úr verinu bls. Bl. Eyðnismit- aður mað- ur beit konu ÞRJÁTÍU og sex ára gamall maður, sem er smitaður af HIV- veirunni, var í fyrrinótt kærður fyrir að hafa bitið konu í hönd- ina. Hönd konunnar bólgnaði og blánaði en ekki blæddi úr, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Maðurinn var gestur á heimili konunnar og manns hennar í Reykjavík og voru þau við drykkju. Hringt var á lögregluna til að fjar- lægja manninn en honum hafði þá orðið sundurorða við gestgjafana og komið til átaka. Hönd konunnar bar þess merki að hún hafði orðið fyrir biti og bar hún á gestinn að hafa verið valdur að áverkanum. Höndin var blá og þrútin en ekki blæddi úr en konan leitaði læknis m.a. vegna þess að sá sem beit hana var smitaður af HIV-veirunni. Fólkið var allt ölvað. Árásarmað- urinn var færður í fangageymslur lögreglunnar og vistaður þar. Hann var mjög ölvaður eða undir áhrifum annarra efna að sögn lögreglu. Maðurinn var yfirheyrður í gær- morgun og þrætti ekki fyrir að hafa lent í átökum við konuna en kvaðst hafa verið svo ölvaður að hann myndi hvorki eftir því né að hafa bitið hana. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ekki gleyma smáfuglunum Jólahátíðin nálgast óðfluga og jörð er snævi þakin. Eflaust þykir mörgum snjórinn fögur sýn en fyrir smáfugla torveldar hann aðgang að lífsbjörginni. Verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki að muna eftir þeim þegar þannig stendur á. Mælt hefur verið með að fuglunum sé fært maískurl og má nálgast það í flestum verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.