Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 íþrótta- maður ársins Svartklæddir bræðurfrá Þýskalandi gengu til liðs við Frakka Hálfdán og Rúnar reknir af velli þegar ísland var yfir - 18:17 gegn Frökkum, sem unnu 20:21. íslendingar mæta Svíum í Strasbourg í kvöld „ÉG er sár. Þegar við vorum að slá Frakka útaf laginu, komu dómararnir — þýsku bræðurnir Hans og Júrgen Thomas Frökkum til hjálpar og ráku Hálfdán Þórðarson og Rúnar Sigtryggsson af leikvelli, þannig að við stóðum eftirfjórir. Sjö mínútur voru til leiksioka og við yfir (18:17) og til alls líklegir. Dómararnir brutu okkur á bak aftur með mjög hörðum dómum. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að þannig uppákoma gæti komið, því það var mikið í húfi fyrir Frakka að leika til úrslita, en ein milljón ís- lenskra króna eru í verðlaun fyrir sigurliðið hér," sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir að strákarnir hans höfðu aðeins tapað með eins marks mun, 21:20, fyrir Frökkum, sem tefldu fram öllum sínum sterkustu leikmönnum. íslendingar mæta Svíum f leik um þriðja sætið ídag, en Rússar lögðu þá að velli, 23:19, í gærkvöldi. Þáttur bræðranna frá Þýskalandi var ekki búinn, því að þeir slepptu tveimur vítaköstum á Frakka; fyrst þegar Patrekur Jó- hannesson komst í gegn og brotið var á honum og síðan var brotið á Valdimar Grímssyni í dauðafæri og ekkert dæmt. Þegar staðan var 21:20 og tíu sek. til leiksloka, komu þeir enn einu sinni á óvart. „Gunnar Beinteinsson var með knöttinn og á ferðinni að marki Frakka. Þá var brotið á honum og dómaramir flaut- uðu — ráku einn Frakkann af lei- kvelli og dæmdu aukakast. Þeir stöðvuðu þó ekki tímann fyrr en ein sekúnda var eftir, þannig að við gátum ekki sett upp í leikfléttu, heldur urðum við að skjóta úr au- kakastinu, sem heppnaðist ekki. Við sátum eftir með sárt ennið — réðum ekki við sjö leikmenn Frakka og tvo Þjóðverja, sem voru á bandi þeirra,“ sagði Þorbergur. Þorbergur sagði að strákarnir hafi mætt grimmir til leiks og ákveðnir að gefa ekkert eftir. „Við komum Frökkum strax í opna skjöldu með því að leika „a la Suður- Kóreuvarnarleik", þrír - þrír. Þrír leikmenn fóru vel út á völlinn til að klippa á sóknarleik Frakkana, sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þá lékum við mjög agaðan sóknarleik, þannig að strákamir voru að gera mjög góða hluti hér. Ég vil sérstaklega nefna nýliðann Rúnar Sigtryggsson, sem lék sinn fyrsta landsleik. Hann lék allan leikinn í vörn og sýndi mjög góðan leik,“ sagði Þorbergur. Frakkar byijuðu léikinn betur, en íslendingar jöfnuðu 7:7, síðan kom- ust Frakkar aftur yfir 10:7 og stað- an í leikhléi var 11:8. íslendingar jöfnuðu 17:17 og komust yfír 17:18. Eftir það mátti sjá þessar tölur: 18:18, 20:18, 21:19, 21:19 og loka- tölurnar 21:20. Þeir sem skomðu mörkin voru: Jón Kristjánsson 6/5, Valdimar Grímsson 4, Gústaf Bjarnason 4, Guðjón Arnason 3, Gunnar Bein- teinsson 2, Patrekur Jóhannesson 1. íslenska liðið misnotaði þrjú víta- köst — eitt fór í slá, eitt framhjá og eitt var varið. Guðmundur Hrafn- kelsson stóð í markinu og varði 12 skot. „Valdimar Grímsson, fyrirliði ís- lenska liðsins, var ánægður með leik- inn. „Við vissum að róðurinn yrði erfiður og lékum þá af skynsemi — okkur gekk vel og nýttum það út í gegn. Dómararnir skemmdu síðan leikinn fyrir okkur.“ Geir GEIR Sverrisson var útnefndur íþróttamaður ársins 1993 úr röðum fatlaðra íþróttamanna í hófi á Hótel Sögu í gær. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna bæði f sundi og frjálsíþróttum hér heima og erlendis undan- farin ár og var í sumar fyrstur fatlaðra íþróttmanna til að'vera valinn í íslenskt landslið ófat-. laðra íþróttamanna og má segja að þar með hafi hann brotið blaði sögu fatlaðra á ís- landi, Á Ólympíumóti fatiaðra í Barcelona ífyrra vann hann gullverðlaun bæði í sundi og frjálsíþróttum. • Geir, sem er 22 ára Keflvíking- ur, stundar nám í tölvunar- fræði í Háskóla íslands og æfir frjálsíþróttir með Ármanni sex sinn- um í vikur. „Ég hvíli aðeins á föstu- dögum,“ sagði Geir. Fötlun hans er í því fólgin að við fæðingu vantaði á hægri handlegg hans neðan oln- boga. Hann hefur aldrei látið fötlun sína hamla þátttöku sinni í íþrótt- um, hvort sem um hefur verið að ræða knattspymu, sund, segl- brettasiglingum eða fijálsíþróttum. Morgunblaðið/Sverrir Geir Sverrisson íþróttamaður ársins 1993 úr röðum fatlaðra ásamt foreldr- um sinum, Sverri Guðmundssyni og Erlu Helgadóttur. Hann hefur alla tíð æft með ófötluð- um íþróttamönnum. Geir var að vonum ánægður með útnefninguna og sagði hana mestu viðurkenninguna á íþróttaferlinum. Hann sagði það eftirminnilegast frá árinu sem er að líða, að hafa verið valinn í landslið ófatlaðra í fijáls- íþróttum. „Ég náði einnig markmiði mínu að hlaupa 400 metrana á inn- an við 50 sekúndum, hljóp á 49,6 sekúndum. Þessi tími er betri en gildandi heimsmet í mínum fötlun- arflokki,“ sagði Geir. „Ég stefni að því að bæta tíma minn enn frekar á næsta ári og það verð ég að gera ætli ég að halda landsliðssætinu.“ Hann byijaði að æfa sund hjá sunddeiM Njarðvíkur undir stjórn Friðriks Ólafssonar sundþjálfara og keppti á fjölmörgum sundmótum fram til 1992. Hann var nær ósigr- andi í sérgrein sinni, 100 metra bringusundi, hvort sem um var að ræða Norðurlandamót, Evrópumót, heimsmeistaramót eða Ólympíumót fatlaðra. Hann á enn heimsmetið í 100 metra bringusudi (1.19,20 mín.), sem hann setti á Evrópumót- inu 1991. Eftir Ólympíumótið í Barcelona í fyrra snér hann sér alfarið að fijálsíþróttum. Hann náði þriðja besta tíma íslendings í 400 metra hlaupi á árinu og segir það sína^ sögu um árangur hans. Hann æfir með Ármanni, fyrst undir hand- leiðslu Stefáns Jóhannssonar þjálf- ara og síðasta tímabil undir stjórn Kristjáns Harðarsonar. Geir sagðist eiga þjálfurum sínum mikið að þakka og ættu þeir stóran þátt í velgengninni. Gústaf Bjarnason skoraði fjórtán þúsundasta landsliðs- mark íslands gegn F'rökkum í Strasbourg í gærkvöldi. Msm FOLK ■ GUNNAR Beinteinsson úr FH skoraði sitt 100. mark í landsleik — gegn Frökkum, en Gunnar hefur leikið 63 landsleiki. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Fær- eyingum 1988. ■ JÓN Kristjánsson úr Val lék sinn fyrsta landsleik frá því 8. mars 1992, en þá var hann leikmað- ur með þýska félaginu Shul. ■ RÚNAR Sigtryggsson úr Val og Aron Kristjánsson úr Haukum klæddust landsliðsbúningnum í fyrsta skipti í gærkvöldi í Strasbourg. ■ GUÐMUNDUR Hrafnkels- son, markvörður úr Val, nálgast 200 landsleikja múrinn. Hann lék sinn 196. landsleik gegn Frökkum í gærkvöldi. Júlíus Jónasson er sá leikmaður sem kemur næstur hon- um — hefur leikið 193 landsleiki. ■ VALDIMAR Grímsson nálgast 500 marka múrinn í landsleik, en hann hefur nú skorað 490 mörk. ■ EINAR Þorvarðarson, aðstoð- arlandsliðsþjálfari, gat ekki farið með landsliðinu til Frakklands, þar sem hann var heima til að sjóma leikmönnum sínum í Selfossi — í bikarleik gegn Völsungi. Gústaf Bjamason, línumaðurinn knái frá Selfossi, skoraði 14.000. landsliðsmark íslands gegn Frökkum í gærkvöldi. Sveinn Helgason úr Val skoraði fyrsta mark íslands — gegn Svíum i Lundi 1950. Síðan hafa íslend- ingar leikið 669 landsleiki. Leikurinn í gær- kvöldi var þrítugasti leikurinn gegn Frökkum. íslendingar hafa unnið fjórtán, Frakkar fimm- tán og einum leik lauk með jafntefli. Gústaf skoraði 14.000. landsliðs- mark íslands Sagan frá 1990 endurtók sig Islendingar hafa áður orðið fyrir barðinu á hlutdrægum dómurum í Strasbourg. Hver man ekki eftir því þegar Alfreð Glslasyni og Krist- jáni Arasyni var vfsað af leikvelli, fengu báðir reisupassann, þegar ís- land var yfir, 17:16, gegn V-Þjóðveijum í B-keppninni 1989? Þá lamdi Jón Hjaltalín Magnússon í borðið og mótmælti. Eins og menn muna tóku þeir Héðinn Gilsson og Sigurður Sveinsson stöður þeirra — fóru á kostum í sigurleik, 23:21. Þá dæmdu franskir dómarar, sem mátti halda að væru með þýsk vegabréf. Í gærkvöldi dæmdu þýskir dómarar, sem mætti halda að væru með frönsk vegabréf. Sagan frá 1990 endurtók sig, en snérist þó við í gærkvöldi. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ IÞROTTIR FATLAÐRA KNATTSPYRNA Þorvaldur best- ur hjá Stoke ÞORVALDUR Örlygsson var valinn leikmaður nóvember- mánaðar hjá enska 1. deildar- félaginu Stoke. Félagið gefur út fréttablað einu sinni í viku þar sem sagt er frá því helsta sem er að gerast hjá félaginu hveiju sinni. í því blaðinu kom fram að Þor- valdur hafí verið val- inn besti leikmaður síðasta mánaðar og besti leikmaður liðs síns í leiknum gegn Watford um síðustu helgi, sem lyktaði með 2:0 sigri Stoke. Þorvaldur er greinilega ofarlega FráBob Hennessy í Englandi í huga þeirra sem að vinna blaðið því að hann prýðir forsíðuna auk þess sem þijár aðrar myndir eru af honum í blaðinu. Hann fær lofsamlega dóma í einni grein blaðsins þar sem segir að hann sé greinilega í miklu betri jafnvægi en hjá Nottingham For- est. Þorvaldur hafí blómstrað hjá Stoke en sjálfstraustið hafi ekki verið mikið þegar hann lék með úrvalsdeildarfélaginu. Joe Jordan, framkvæmdastjóri Stoke er einnig fenginn til að segja sitt álit. „Hann hefur góða tilfinn- ingu fyrir boltanum, góða skot- tækni og hefur fundið nýtt hlutverk á miðjunni sem að hentar honum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.