Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 280. tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins • • Ofgamenn í S-Afríku Fonifrægt Búavirki hemumið Fort Schanskop í S-Afríku. Reuter. UM 30 öfgafullir hægrimenn í Suður-Afríku lögðu í gær und- ir sig fornfrægt Búavirki, Schanskop, nálægt höfuðborg- inni Pretoríu. Markmiðið var að mótmæla stofnun Fram- kvæmdaráðsins nýja, TEC, sem skipað er fulltrúum allra kynþátta og á að hafa hönd í bagga með stjórn landsins fram að kosningum á næsta ári. Mennirnir voru vopnaðir en leið- togi þeirra gaf þó í skyn að ekki væri ætlunin að reyna að beijast til þrautar heldur væri um að ræða táknræn mótmæli gegn valdaafsali hvítra sem hafa stjórn- að S-Afríku í meira en þijár aldir. Hann sagðist vona að hægt yrði að ná takmarkinu, sjálfstæðu ríki hvítra, „án þess a,ð efna til styij- aldar“. Stjórnvöld sendu 150 svarta hermenn á vettvang en ekki hafði komið til átaka er síðast fréttist. Sjá „Fá neitunarvald í ýmsum málum“ á bls. 28. Mannfjölgun- arvoðinn minni en menn töldu Lundúnum. The Daily Telegraph. VOÐINN, sem mönnunum stafar af „mannfjölgunarsprengjunni" sem svo er kölluð, er ekki jafn mikill og óttast var að mati þriggja banda- rískra sérfræðinga. Segja þeir í nýjasta hefti tímaritsins Scientific American, að fæðingum hafi fækkað gífurlega mikið í fátækustu löndunum og spá því, að mannfjöldinn muni stöðvast við 10 millj- arða fyrir lok næstu aldar. Reuter Átök vegna 250 ára kastaníu TUGIR manna særðust, þar af tveir alvarlega, í átökum sem blossuðu upp í Lundúnum í gær þegar borgarbúar söfnuðust saman við 250 ára gamalt kastaníutré til að mótmæla áformum um að saga það niður svo hægt yrði að leggja hraðbraut. Fólkið reisti kofa á trénu og raðaði sér í hring til að veija það. 350 lögreglumönnum og öryggis- vörðum tókst þó að lokum að koma fólkinu í burtu. Leo Morris, prófessor við Sjúk- dómavarnamiðstöðina í Atlanta í Georgíu, og samstarfsmenn hans segja, að hvarvetna í þróunarlönd- unum, jafnvel í Kína og Afríku, hafi barnsfæðingum fækkað veru- lega og þakka það fyrst og fremst aukinni notkun getnaðarvarna. Nefna þeir sem dæmi, að frá-átt- unda áratugnum sé fækkunin 26% í Botswana, 18% í Zimbabwe og 35% í Kenýa, jafnvel þótt það sé samgróið menningu þessara þjóða að fjölskyldur séu stórar. í Tælandi hefur fijósemin minnk- að um helming á 12 árum, úr 4,6 börnum á konu 1975 í 2,3 1987; í Indónesíu hefur hún minnkað um 46%, í Marokkó um 31% og í Tyrk- landi um 21%. Það, sem kemur mest á óvart, er, að fjölskyldur í þriðja heiminum ætla ekki að bíða eftir að betri hagur verði tii að Verulegur árangur í samningaviðræðum Bandaríkjamanna o g EB Vongóðir um GATT-sam- komulag á næstu dögum Brussel. Reuter. SAMNINGAMÖNNUM Banda- ríkjanna og Evrópubandalags- ins (EB) í GATT-viðræðunum varð verulega ágengt í mikil- vægum málaflokkum, svo sem landbúnaðarmálum, á 23 stunda fundi sem lauk í gær. Þeim tókst samt ekki að leysa deiluna um myndiðnaðinn og ríkisstyrki til flugvélafram- leiðenda og Frakkar sögðu að samkomulag um landbúnaðar- málin væri ekki enn í höfn. Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskipti innan fram- kvæmdastjórnar EB, kvaðst þó „algjörlega sánnfærður" um að samkomulag næðist á næstu dögum. Brittan og Mickey Kantor, við- skiptafulltrúi Bandaríkjanna, sögðu eftir fundinn að verulegur árangur hefði náðst í mörgum af erfiðustu málunum. Frakkar virt- ust hafa fallist á meginatriði nýs landbúnaðarsamnings Bandaríkj- anna og EB eftir verulegar tilslak- anir af hálfu Bandaríkjamanna. Aiain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sagði að samninga- menn Bandaríkjanna og EB hefðu samið um mikilvægar breytingar á svokölluðum Blair House-samn- ingi þeirra í landbúnaðarmálum til að koma tii móts við kröfur Frakka. „Blair House-samningur- inn er dauður," sagði hann. Juppe bætti þó við að nýr landbúnaðar- samningur væri þó ekki í höfn. „Við sjáum nú drög að söguleg- um samningi meira en 110 ríkja - umfangsmesta viðskiptasamn- ingi sögunnar, sem skapa mun vöxt í efnahagslífi heimsins," sagði Kantor. Ekki náðist þó samkomulag í deilunni um myndiðnaðinn, sem snýst um inrifiutning kvikmynda og myndbandsspóla, auk ágrein- ingsins um ríkisstyrki til flugvéla- framleiðenda. Sjá „Fellur GATT á hags- munabaráttu ...“ á bls. 28. minnka fjölskyldustærðina eins og þróunin var ,í Evrópu og Norður- Ameríku, heldur sýna þær æ meiri skilning á því, að skynsamlegar fjöl- skylduáætlanir geta hugsanlega verið forsenda bættrar afkomu. Þessar niðurstöður ganga í ber-’ högg við dómsdagsspár síðustu ára en nefna má sem dæmi, að fyrir um 30 árum var reiknað út, að eft- ir 260 ár yrðu jarðarbúar 400 millj- arðar; þijár billjónir eftir 370 ár og þannig áfram. Nú hljóðar spáin upp á 10 milljarða eftir eina öld en annað er, að ekki eru allir vissir um, að jörðin geti framfleytt þeim fjölda. ♦ ♦ ♦ Norðursam- bandið á Ítalíu Gjaldker- inn hand- samaður Mílanó. Reuter. ALESSANDRO Patelli, gjaldkeri Norðursambandsins á Ítalíu, var handtekinn í gær vegna gruns um að hann hefði brotið lög um fjármögnun stjórnmálaflokka. Þetta er mikið áfall fyrir Norður- sambandið, sem hefur til þessa stært sig af því að vera saklaust af spillingunni sem tröllriðið hefur ítölskum stjórnmálum undanfarna áratugi. Flokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega á Norður-Ítalíu með gagnrýni á spillingu ráða- manna í Róm og kröfum um aukna sjálfstjórn norðurhlutans og að ítal- ía verði sambandsríki. Bhutto víkur móður sinni frá Lahore í Pakistan. The Daily Telegrapli. BENAZIR Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, hefur undir- strikað enn frekar klofninginn í fjölskyldu sinni með því að reka móður sína úr stöðu formanns stjórnarflokksins og taka sjálf við. Segir móðirin, Begum Nusrat Bhutto, að um sé að ræða samsæri dótturinnar gegn sér. Benazir Bhutto kallaði mið- Begum að þetta væri rétt en stjórn Þjóðarflokksins, sem fer með völd í Pakistan, til neyðar- fundar á sunnudagskvöld og keyrði í gegn breytingar sem gera hana að formanni. Litlir kærleikar eru með móður og dóttur og óttaðist Benazir að móðir hennar myndi skipa son sinn, Murtaza, bróður Benazir, formann flokksins. Viðurkenndi sagði að sonurinn, sem er í fang- elsi í Karachi sakaður um hryðju- verk, hefði neitað boðinu. Begum hefur verið flokks- formaður frá því að maður henn- ar, Zuifiqar Ali Bhutto, var hengdur. Sagði Begum að eng- inn gæti vikið henni frá völdum þar sem maður hennar hefði skipað sig í embætti fyrir lífstíð. Krafðist hún þess að flokksmenn gengju til kosninga hið snarasta en það hefur ekki verið gert frá árinu 1967. Stjórnarandstaðan hefur vak- ið athygli á framkomu Benazir, sem þeir segja miskunnarlausa, og spyija hvernig hún muni koma fram við landsmenn fyrst að hennar eigin móðir hljóti því- líka meðferð. Fullyrða stjórnar- andstæðingar að brottreksturinn sé merki um það að eiginmaður Benazir, Asif Ali Zardari, hafi tekið völdin. Benazir Bhutto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.