Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 10
ir 10 pppf fíHHMffS&Q .8 HUöAQIJHJV’ÖIM ffJ0/ ÍHVHJOJIOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 ALAGAELDUR Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Aðalsteinn Ásberg Signrðsson. Hönnun kápu: Re- bekka Rán Samper. Prent- vinnsla: G. Ben. prentstofa hf. Utgefandi: Almenna bókafélagið hf. Sögusviðið er dæmigert ísienzkt sjávarþorp við krappan fjörð, á þeirri tíð er aðalgatan ein er malbik- uð, og enn til fullorðið fólk, í smiðju eða á fjörukambi, sem hefir tíma og nennu til að ræða við unga hnokka og hnátur, tengja þau sagnasjóði kyndslóðanna, svo orðin verða tundur til gátu og ævintýrs. Kobbi gamli, járnsmiður í Litlu- vík, kann þessa list. Hann segir vinum sínum Óðni og Loga, 12 ára stráklingum, frá Ráðhiidi ríku, er eitt sinn bjó í Litluvík. Víst átti hún mann, en hann lá í víking. Er aldur færðist yfir, mæddist karl, og mikið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fley sigldi inn fjörðinn. Dularfullt fley, sem Ráðhildur var sögð hafa grafið í hól, handan fjarðar, með gersemum miklum, þá bóndi hennar var allur. En hún lagði svo á, að yrði hreyft við hólnum, þá brynni bærinn Litlavík. Var furða, þó strákunum yrði ekki svefnsamt næstu nætur? Æsist nú leikur. Inná sviðið eru leiddir Danni sljói og Óli danski svona til að minna okkur á að dæma vægt þá er við þekkjum aðeins af orðspori, og höfum aldrei bros sýnt. Hrafnar boða válega atburði, að sögn ömmu, og spenna ævintýrsins heldur lesanda föngnum, þar til saga er öll. Höfundur segir mjög vel frá, hratt og lipurt. Kennarasonurinn Óðinn og sjómannssonurinn Logi eru vinir okkar í lok bókar. Lífið hafði mótað þá á ólíkan hátt, en báðir eru þeir efnispiltar í klifi í þroskans fjall. Spurnum er velt upp og lesanda rétt efni til svara. Því er þetta mjög góð bók, — kannske ekkert frumleg, en hún er vafin þránni ti! að leiða til þroska. Mér leiðast orðskrípi eins og: „Fullt af einhveiju"; „Pæla í“; „Húkka sér far“; „Missa út úr höndunum á sér“, skil hins vegar að þetta eru stíl- brögð, til þess að greina milli æsku og elli. Tel Aðalstein svo snjallan stílista, að hugsun hans hæfi spari- klæði. Próförk er vel lesin, — þó er ekki samræmi í notkun tví- punkts, og á síðu 40 læðist „a“ úr orðinu vasaklútur, og nokkru síðar (65) stendur krakkalakkar. Ef þetta er nýyrði, þá er rétt í stafað. Skipt- ing orða milli h'na er sumum tölvu- forritum erfið, spillir góðri bók. Kemur hér ekki oft fyrir, stingur því í augu (t.d. 72). Prentverk vel unnið, utan að þráður bókbands, í minni bók, er losaralegur. Kápa mikil bókarprýði. Frábær. Vel sagt, skemmtilegt ævintýri, sem gleðja mun lesendur. Sverrir Guðjónsson og Snorri Örn Snorrason. Söngtónleikar ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Kontratenorsöngvarinn Sverr- ir Guðjónsson og Snorri' Örn Snorrason lútuleikari, héldu tón- leika í forsal Þjóðminjasafnsins sl. sunnudag. Á efnisskránni voru íslensk þjóðlög og ensk 17. aldar söng- og lútutónlist eftir Pelham Humfrey, Henry Purcell, John Dowland og Henry Lawes. Islensku lögin voru Sumarið þegar setur blítt, Stóðum tvö í túni, Bar svo til í byggðum, Ver- öld fláa, Grafskrift Sæmundar Klemenssonar og Einsetumaður einu sinni, sem eftir efni voru tengd og blandað saman við ensku lögin á mjög smekklegan máta og það sem mest er um vert, frábærlega vel sungin af Sverri. Þá var flutningur Sverris á ensku lögunum einstaklega góð- ur, t.d. I Where the Bee sucks, eftir Humfrey og Fine knacks for ladies og því dapurlega söngv- erki, In darkness Iet me dwell, en tvö síðastnefndu lögin eru eftir snillinginn Dowland. Snorri Örn Snorrason lék einn á lútuna, tvö verk eftir Dowland, Fantasíu og Galliard jarlsins af Essex. Snorri er leikinn á lútuna en hefur oft verið helst til hæglát- ur í leik og túlkun en sýndi nú oft skemmtileg tilþrif, sérstak- lega í galliardinum og víða í sam- leik sínum við Sverri. Af fslensku Iögunum voru Ein- setumaðurinn og Bar svo til i byggðum sérlega skemmtilega flutt en í heild voru þetta athygl- isverðir tónleikar, bæði hvað snertir efnisval og ekki síður fyr- ir vandaðan flutning. Trúlega er vandfundinn jafn góður kontr- atenorsöngvari og Sverrir, jafn- vel þó víða sé til leitað, og er sérstaða Sverris enn ein sönnun þess hve sönglistin er okkur ís- iendingum létt til leiks og list- rænna átaka. irio Keykjavikur. TRIO REYKJAVIKUR _________Tónlist Jón Ásgeirsson Tríó Reykjavíkur hélt tónleika sl. sunnudag í Hafnarborg og hafði fengið til liðs við sig hörpuleikar- ann Elísabetu Waage og Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara. Félag- arnir í TR eru Guðný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvar- an, sellóleikari, og Halldór Har- aldsson, píanóleikari. Á efnis- skránni voru frönsk, ensk og spönsk tónverk, þar sem hörpunni er ætlað stórt hlutverk í margvís- legum kammersamleik og eitt ein- leiksverk. ---- Tónleikarnir hófust á Tríói fyrir fiðlu, selló og hörpu, eftir Ibert, en því miður var samleikur strengjanna á köflum einleikandi og of frekur við hörpuna og ekki ávallt hreinn, einkum ef leikið var sterkt. Impromtu op. 86 eftir Faure er fallegt einleiksverk fyrir hörpu og þar sýndi Elísabet að hún er vax- andi hörpuleikari. Ágæti hennar kom ekki síður fram í tveimur samleiksverkum fyrir selló og hörpu, þremur næturljóðum eftir Marius Flothúis og umskrift á hinu fræga Pavane, eftir Ravel. Samleikur á píanó og hörpu var skemmtilegur áheyrnar í klassísku verki eftir Thomas Rawlings (1775-1850) og tilbrigðin eftir Turina. Lokaverk tónleikanna var „tríó- sónatan“ fræga fyrir flautu, lág- fiðlu og hörpu, sem margir vilja telja eiginlegan svanasöng De- bussy. Verkið er eins og „spurning um dulda dóma lifsgátunnar", þar sem óræði, tærleiki og blæbrigða- ríkur skáldskapur „ríkir ofar hverri kröfu“. Romain Rolland sagði um Debussy: „Hann er sá eini sem gæddi tónlist okkar tíma. fegurð“ og það á svo sannarlega við um „tríósónötuna", sem var á margan hátt vel leikin af Guðrúnu Birgisdóttur á flautu, Guðnýju Guðmundsdóttur á lágfiðlu og El- ísabetu Waage á hörpu. Það sem helst vantaði í samleik þeirra, var sú dulúðuga tónum, sem á svo vel við þetta ljúfsára verk. Það vill segja, að tónmótun einstaka tón- hendinga hafi á köflum verið of frökk og of skýrt fram sett, í stað þess að slá þessar tónhendingar dulúð hins óræða. í heild voru þetta góðir tónleik- ar og sérstaklega fyrir sérlega skemmtilegan og góðan hörpuleik Elísabetar Waage, sem með þess- um tónleikum tekur sér stöðu meðal fremstu tónlistarmanna okkar íslendinga. Hvolsvöllur Skagfirska söngsveitin í heimsókn Hvolsvelli. SKAGFIRSKA söngsveitin kom við í Rangárvallasýslu á söng- ferðalagi sínu og gladdi Rangæ- inga með söng sínum. Sveitin hélt tónleika fyrir fullu húsi áheyrenda í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli ásamt Karla- kór Rangæinga og kvennakórn- um Ljósbrá. Það voru hátt á annað hundrað kórsöngvarar sem sungu fyrir á þriðja hundrað áheyrendur, bland- aða dagskrá. Mest bar á íslenskum sönglögum en Skagfirska söng- sveitin söng einnig óperukóra og nokkrir einsöngvarar komu fram með kórnum. Stjórnandi'Skagfirsku söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson, stjómandi Karlakórs Rangæinga er Gunnar Marmunds- son og stjómandi Kvennakórsins Ljósbrár er Stefán Þorleifsson. Kvennakórinn Ljósbrá á tónleikum á Hvolsvelli. Nýjar bækur Eiríkur Kristófersson skipherra segir frá Eiríkur Kristófersson og Gylfi Gröndal. UT er komin bókin Eldhress í heila öld eftir Gylfa Gröndal. Bókin er byggð á viðtölum þeirra Eiríks Kristóferssonar skipherra sem orðinn er 101 árs. í kynningu útgefanda segir: Ei- ríkur Kristófersson er hress í bragði þrátt fyrir háan aldur og lætur engan bilbug á sér fínna. Hann er tvímælalaust einn merkasti sjó- garpur á þessari öld. Fjórtán ára gamall gerðist hann skútukarl, nam í Stýrimannaskólanum, var farmað- ur um skeið, en starfaði síðan hjá Landhelgisgæslunni frá upphafi. í þorskastríðinu fyrsta varð hann þjóðhetja vegna vasklegrar fram- göngu sinnar í viðureign við breska sjóherinn." Gylfi Gröndal hefur að sögn kynnst mörgum góðum Sögumönn- um, en telur Eirík skipherra í hópi hinna bestu. Útgefandi er Forlagið. Eld; hress í heila öld er 232 bls. í bókinni er mikill fjöldi mynda. Grafit hf. hannaði kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 2.980 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.