Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu Lýðræði á brauðfótum Herra Daniel arap Moi sver forsetaeiðinn í janúar sl. eftir að hafa borið signr úr býtum í fyrstu lýðræðiskosningum í sögu Kenýu. Mörg þúsund Kenýumenn eru flóttamenn í sínu Efnahagsörðugleikar koma harðast niður á al- eigin landi vegna þjóðflokkaeija, sem hafa bloss- menningi. fjöldi betlara hefur aukist mikið. Auðg- að af mikilli heift á nokkrum svæðum. unarbrotum hefur einnig fjölgað stórum. „Ef stjómarandstaðan lætur ekki af sinni niðurrífandi gagn- rýni, er hætta á að Kenýa leysist upp í mörg smáríki." Þetta vora orð forsetans, herra Daniels arap Moi, 20. september 1993. Tveimur dögum síðar hvatti hann vestræn- ar þjóðir til að vera hreinskilnar og draga til baka efnahagsaðstoð sína ef þær væru ekki ánægðar með ástandið í landinu. Það er bráðum eitt ár síðan kosið var undir fjölflokkakerfi í fyrsta sinn í sögu Kenýu. Þetta var gert að miklu leyti vegna þrýstings vestrænna þjóða. Þær stöðvuðu um 350 milljóna dollara efnahagsaðstoð í nóvember sl. til að knýja á um þetta og vegna, að þeirra sögn, gerræðislegra stjómarhátta og mikillar óreiðu og spillingar í efnahagskerfinu. Féð rann í vasa stjómmálaleið- toga. Vegna þess hve efnahagur landsins var upp á þessa aðstoð komin áttu yfirvöld fárra annarra kosta völ en að svínbeygja sig og gera grandvallarbreytingu á stjómarkerfinu. Mikið gekk á mánuðina á undan kosningunum. Óeirðir bratust víða út, sérstaklega á landsvæð- um, er frá fomu fari tilheyra þeim þjóðflokkum, sem hafa myndað uppistöðu ríkisstjórnarinnar, sk. Kalenjin-þjóðflokkar. Fólki af öðr- um þjóðflokkum, sem keypt háfa land á þessum svæðum, var sýnd- ur yfirgangur. Mörg hundrað manns létu lífið. Landsmenn vora að vonum mjög spenntir um framvindu mála eftir"kosningar. Margir óttuðust að forsetinn myndi hefna sín á þeim, sem kusu hann ekki. Hann hefur hins vegar undirstrikað að hann sé forseti allra landsmanna og beri hag þeirra allra fyrir bijósti. Efnahagur Kenýu hefur verið í miklu lamasessi eftir kosningar. Gengi gjaldmiðils landsins, shill- ingsins, hefur verið fellt um meira en 60%. Hluti orsakarinnar er, að sögn stjórnarandstöðunnar, að ríkisstjómin lét prenta peninga- seðla að verðgildi um 11 milljarða shillinga (sem var á þeim tíma um 20 milljarðar ísl. króna) án þess að efnahagslegur grandvöllur væri fyrir hendi. Þetta var gert til að múta og kaupa menn í kosn- ingabaráttunni. Forvígismenn rík- isstjómarinnar era líka sakaðir um að hafa stolið allt að 2,5 milljörðum Bandaríkjadollara úr ríkiskassan- um á sama tíma og landið átti næstum engan gjaldeyri. Það liðu margir mánuðir þar til erlend ríki hófu á ný að veita efnahagsaðstoð. Alþjóðabankinn setti ýmis skilyrði fyrir lánveiting- um, m.a. þau, að hömlur á gjald- eyrisviðskiptum yrðu minnkaðar stórlega, verðlag yrði gefið fijálst á mat- og byggingavöram, útgjöld hins opinbera yrðu minnkuð, stjórnun ríkisfyrirtækja yrði stó- rendurbætt og eitthvað raunhæft yrði gert varðandi spillingu meðal embættismanna ríkisins. Ný ríkisstjórn kom til móts við nokkrar af þessum kröfum og allt verðlag hækkaði hröðum skrefum. Þessir erfiðleikar koma harðast niður á almenningi, sem hefur lítið handa á milli. Stj óraarandstaðan „Sundraðir féllu þeir“ var lýs- ingin, sem stjórnarandstaðan fékk eftir kosningar. Því miður hefur stjómarandstaðan ekki verið sannfærandi í málarekstri sínum. Áætlanir hennar hafa verið óljósar og mesta orka leiðtoga hennar hefur farið í innri valdabaráttu. Allir leiðtogar hennar eru fyrrver- andi ráðherrar og varaforsetar úr ríkisstjóm KANU, flokks forset- ans. Margir era því efíst um að þeir yrðu minna spilltir eða rækju landið betur þótt þeir næðu völd- um. Það hefur ýtt undir þessar efasemdir að nokkrir stjórnarand- stöðuþingmenn hafa hlaupist und- an merkjum og gengið yfir í KANU. Þeir era sakaðir um að hafa verið keyptir. Hins vegar era nú komnir fram á sjónarsviðið, bæði í ríkisstjórn og stjórnarand- stöðu, ungir vel menntaðir menn, sem vilja stunda stjómmál af aí- vöra án þjóðflokkahyggju og spill- ingar. Margir binda vonir við þá. Alvarlegt ástand Níu mánuðum síðar er ástand þjóðmála enn alvarlegt. Hið nýja lýðræði hefur síður en svo bætt hag landsmanna. Þó að allir séu ánægðir með að hafa málfrelsi, er friður og efnahagsöryggi miklu meira virði, Oeirðir á milli þjóð- flokka hafa ekki hætt og fólk er sífellt drepið. Tugir þúsunda landsmanna era flóttamenn í eigin landi vegna þess að þeir hafa verið hraktir af jörðum sínum, sem era í héröðum, sem frá fornu fari hafa tilheyrt öðram þjóðflokk- um þótt þeir hafi keypt þær á löglegan hátt. Yfirvöld eru sökuð um aðgerðarleysi og jafvel aðild að þessu. Olöglegur stjómmálaflokkur „Hið nýja lýðræði hef- ur síður en svo bætt hag landsmanna. Þó að allir séu ánægðir með að hafa málfrelsi, er friður og efnahags- öryggi miklu meira virði. Óeirðir á milli þjóðflokka hafa ekki hætt og fólk er sífellt drepið.“ múslima hefur efnt til margvís- legra mótmælaaðgerða og óeirða. Fyrir nokkram dögum varð mjög alvarlegur árekstur á milli tveggja hópa múslima í ferðamannaborg- inni Mombasa. Tveir létu lífið, margir slösuðust og 50 bílar voru brenndir. Talið er að notuð hafi verið vopn frá Sómalíu. Borgarastyijöldin í Sómalíu hefur valdið miklu óöryggi í. hér- uðunum, sem liggja að landinu. Landamærin era opin og því auð- velt að komast á milli landanna. íbúarnir á þessu svæði era flestir Sómalir. Mikið magn vopna hefur streymt inn í Kenýu og selt ódýrt á svörtum markaði. Fjármálahneyksli koma alltaf öðra hvora upp á yfirborðið. Ný- lega var flett ofan af því alvarleg- asta í sögu landsins. Maður af indverskum uppruna er sagður hafa svikið um 9 milljarða shill- inga út úr ríkiskassanum. Það hefur skapað mikla reiði, að eng- inn ráðamaður hefur vérið gerður ábyrgur fyrir þessu misferli og ýmsir eru taldir viðriðnir málið. Þetta er dæmi um þá stórfelldu fjármálaspillingu, sem ríkir í land- inu. Hún virðist hafa aukist á síð- ustu misserum, þannig að þjón- ustu hins opinbera hrakar stöð- ugt. Til að auka á byrðar lands- manna hefur uppskera þessa árs bragðist að miklu leyti. Ónógri rigningu er kennt um og spillingu í fyrirtækinu, sem framleiðir ma- ísútsæðið. Það var lélegt eða ónýtt. Almenningur kennir nú fy'öl- flokkakerfinu um flest, sem af- laga fer í þjóðfélaginu. E.t.v. er það þetta, sem ráðamenn vilja. Forsetinn hefur löngum haldið því fram, að verði fjölflokkakerfið innleitt í Kenýu, muni þjóðflokka- eijur magnast og landið liðast í sundur í mörg lítil þjóðflokkaríki. Ymsir saka forsetann um að standa að baki hrakandi innan- landsástandi og bíða eftir að það verði nógu slæmt svo að hann geti lagt lýðræðið af og stjórnað einn, eins og hann gerði fyrir kosningar. Sannleiksgildi þessara ásakana ættu að koma í ljós á næstu mánuðum. Höfundur er kristniboði. Allir sitji við sama borð Svar til Hallgríms Indriðasonar fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga eftir Jóhannes ísleifsson í grein þinni í Morgunblaðinu þann 25. nóvember síðastliðinn gerir þú að umtalsefni meintar ásakanir Félags garðplöntuframleiðenda á hendur opinberum og hálfopinberum gróðrarstöðvum. Því miður verður að segjast að trúverðugleiki orða þinna er ákaf- lega rýr, allavega þegar horft er til þess er sannara reynist. Er það að minnsta kosti ekki rétt að þú sem framkvæmdastjóri þess- arar gróðrarstöðvar takir á móti meginhluta launa þinna frá Akur- eyrarbæ? Eru framkvæmdastjórar annarra einkarekinna gróðrarstöðva ef til vill líka á launum hjá Akur- eyrarbæ, eða kannski landbúnaðar- ráðuneytinu? Er það ekki rétt, að þegjandi sam- komulag hefur ríkt um það, að Gróðrarstöð Skógræktarfélags Ey- firðinga greiddi ekki lögbundin sjóðagjöld af sínum afurðum þrátt fyrir það að hafa fengið fyrir- greiðslu frá Stofnlánadeild landbún- aðarins? Er ekki rétt að Gróðrarstöð Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga hafi getað selt veralegan hluta afurðá sinna á markaði sem einkareknum gróðrar- stöðvum hefur ekki staðið til boða, markaði þar sem ríkið er kaupandinn og kaupverðið á einingu er mun hærra en það sem þekkist á hinum almenna markaði? Svona mætti halda lengi áfram, en að halda því fram, Hallgrímur, að Gróðrarstöð Skógræktarfélags Eyfirðinga keppi við aðrar gróðrar- stöðvar á jafnréttisgrandvelli er hreint bull. Félag garðplöntuframleiðenda er í sjálfu sér ekki í neinni krossferð gegn starfsemi Skógræktarfélags Eyfirðinga og við drögum ekki í efa að þar hefur verið unnið nytsamt starf gegnum árin. En þess ber að gæta að fyöldi fólks byggir afkomu sína á sams konar rekstri og þessi gróðrarstöð gerir. Jóhannes ísleifsson „Fjöldi fólks byggir af- komu sína á sams konar rekstri.“ Það rekstrarumhverfi sem þetta fólk býr við er gjörólíkt því sem þarna um ræðir. Það er lágmarkskrafa okkar að þeir aðilar, sem hafa atvinnu sína af þessari starfsemi, sitji við sama borð, annað er gjörsamlega óþolandi. í niðurlagi greinar þinnar ræðst þú mjög ósmekklega að Sædísi Guð- laugsdóttur, formanni Félags garðp- löntuframleiðenda. Svona vinnubrögð þjóna þeim til- gangi einum að hleypa illu blóði í þá umræðu sem á sér stað um þessi málefni, sé það ekki tilgangur þinn, er eflaust skynsamlegt að sýna lág- marks kurteisi og biðjast afsökunar. Höfundur er garðyrkjubóndi í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.