Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 HANDKNATTLEIKUR Gudný með boð frá Spáni Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrir- liði Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur fengið tiiboð um að gerast leik- maður hjá spænska félaginu Alc- alá Pegaso frá Madrid. „Forráða- menn liðsins vilja fá mig út strax í janúar og gera við mig samning fram í maí, eða út keppnistímabil- ið. Ég á reyndar eftir að fá endan- legt tilboð frá félaginu áður en ég tek ákvörðun, en þetta er óneit- anlega spennandi,“ sagði Guðný. Guðný sagði að skeyti hefði borist til Stjömunnar þar sem spænska félagið óskaði eftir að fá hana til liðs við sig og væri tilbúið að greiða upp samning hennar við Stjörnuna, sem er reyndar enginn. „Það væri reglu- lega gaman að prófa þetta. Það hefur Vérið draumurinn, að geta spilað handknattleik og fá borgað fyrir það. En það er líka slæmt að yfirgefa Stjörnuna því liðinu hefur gengið mjög vel í vetur, en þetta er tækifæri sem kannski býðst ekki aftur." . Stjaman lék við Alcalá Pegaso í Evrópukeppninni sl. haust og fóru báðir leikirnir fram í Madrid á Spáni og töpuðu íslensku stúlk- umar með samtals 12 mörkum. Guðný hefur greinilega vakið áhuga Spánverjanna í þessum leikjum. Alcalá lék til úrslita um spænska meistaratitilinn síðasta leiktímabil, en tapaði naumlega. Með liðinu leika m.a. tvær rúss- neskar stúlkur. KORFUKNATTLEIKUR Óðagotað Hlíðarenda SKEMMTILEGAST við fyrri hálfleik Vals og Skallagríms að Hlíðarenda i gærkvöldi, fyrir utan þriggja skota sýningu Ragn- ar Þór Jónssonar, var að vita aldrei hvað myndi gerast næstu sekúndurnar því um mest allan fyrri hálfleik var óðagotið al- gert og áhorfendur jafnt sem dómarar og margir leikmenn fylgdust forviða með. Síðari hálfleikur var þó skömminni skárri og Valsmenn unnu sinn þriðja leik ívetur, 90:80. liðsheildin var frábær og við náðum vel saman,“ sagði Ragnar Þór Jóns- son sem var óstöðvandi í gærkvöldi og stigahæstur Valsara með 30 stig, þaraf 24 með þriggja stiga skotum. Borgnesingar geta leikið betur en í gær en tókst ekki að komast inní leikinn. „Við vorum alltaf rétt á eftir þeim og tókst hvorki að hemja Frank né Ragnar. Það náði enginn að rífa sig upp,“ sagði Birg- ir Mikaelson sem var einna skástur ásamt Alexander Ermolynski. B-RIÐILL Valsmenn spiluðu skynsamlega langar sóknir og nýttu þriggja stiga skyttur sínar til hins ýtrasta ^■■1 svo liðið gerði nærri Stefán helming stiga sinna Stefánsson með þriggja stiga skrifar skotum enda var lít- ið annað að gera því Alexander Ermolynski ríkti sem kóngur í báðum vítateigum. „Þetta var rugl á köflum og í raun tveir ólíkir leikir fyrir og eftir hlé, en við náðum að rífa okkur upp og síðari hálfleikur var í lagi. Það var gaman að spila þennan leik því A-RIÐILL ' Fj. leikja U IBK 12 7 SNÆFELL 12 5 SKALLAGR. 12 4 VALUR 12 3 IA 112 T Stig Stig 5 1171: 1031 14 7 977: 1029 10 8 964: 1006 8 9 1030: 1153 6 9 .877: 1036 4 Fj. leikja U NJARÐVIK 13 12 HAUKAR 12 8 GRINDAVIK 11 8 KR 116 TINDASTOLL 12 4 T Stig Stig 1 1186: 1018 24 4 1007: 902 16 3 969: 929 16 5 1018: 984 12 8 891: 1002 8 Morgunuiauiu/ övernr Frank Booker var vandlega gætt í gærkvöldi og er hér umkringdur af Borg- nesingunum Henning Henningssyni, Birgi Mikaelssyni og Alexander Ermo- lynski, sem var nánast einráður undir báðum körfunum. Ánægjulegt að sækja hingað tvö stig - sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigur á Tindastóli NJARÐVÍKINGAR héldu sigurgöngu sinni áfram f úrvalsdeildinni í gær er þeir unnu Tindastólsmenn á Sauðárkróki, 76:88. „Tinda- stólsliðið lék vel, í liðinu eru mjög ungir strákar sem börðust vel, á meðan við vorum ekki nálægt okkar besta. En það eru allir ánægðir að sækja hingað tvö stig,“ sagði Vaiur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga. Leikurinn hófst með nokkurri taugaveiklun hjá báðum liðum, og það liðu tæpar tvær mínútur þar til Robert Buntic skoraði fyrstu körf- una og það var í eina skiptið sem Tinda- stóll var yfir. Njarð- víkingar léku af miklum krafti og fór Rondey Robinson þar fremstur Björn Björnsson skrifar frá Sauöárkróki í flokki. Heimamenn voru aldrei langt undan og náðu að jafna 36:36 þegar hálf mínúta var til hálfleiks. Þá gerðist umdeilt atvik; Rúnar Árnason hljóp undir Buntic, sem var í sókn, og fékk dæmda á hann verulega vafasama villu og upp úr því var dæmt tæknivíti á Petr Jalic þjálfara Tindastóls. Þetta varð til þess að Njarðvík hafði fjögurra Aöalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn þriðjudag- inn 14. desember kl. 20.00 í Þróttheimum. Dagskró aðalfundar verður: Skýrsla stjórnar og kosning nýrrar stjórnar. Sljórn knattspyrnudeildar. stiga forskot í hálfleik og Buntic fékk sína 4. villu. Baráttan hélt áfram í síðari hálf- leik og gestirnir þurftu að hafa verulega fyrir þvi að halda foryst- unni. Þegar 4 mín. voru eftir fór Hinrik Gunnarsson útaf með 5 vill- ur, en hann hafði sýnt góða bar- KNATTSPYRNA áttu. Á lokamínútunum tryggðu Njarðvíkingar sér sigur. Bestu menn Tindastóls voru Páll Kolbeinsson, Ingvar Ormarsson og Robert Buntic. Hjá Njarðvíkingum var Rondey Robinson yfirburða- maður og Teitur og ísak átti góðan leik. Njáll Eidsson þjálf- ar Víði í Garði Njáll Eiðsson, sem þjálfaði KA í 2. deild sl. sumar, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Víðis i Garði. Hann var einnig í viðræðum við Valsmenn um að ger- ast aðstoðarþjálfari Kristins Björns- sonar, en Njáll ákvað að taka til- boði Víðismanna. Njáll sagði að það legðist vel í sig að þjálfa Viði. „Það er vilji og hugur í mönnum i Garðinum og markmiðið verður sett á að komast upp í 2. deild. Aðstæður allar eru góðar í Garðinum, nýtt íþróttahús og góður knattspyrnuvöilur,“ sagði Njáll. Hann sagðist búast við að allir þeir leikmenn sem léku með liðinu sl. sumar yrðu áfram, nema Grétar Einarsson sem hefur ákveð- ið að leika með Grindvíkingum. Daníel Einarsson og Guðjón Guð- mundsson þjálfuðu Víði sl. sumar, en liðið endaði þá í 4. sæti 3. deildar. ÚRSLIT Tindastóll - UMFIM 76:88 Sauðárkrókur, Islandsmótið í körfuknattleik — úrvalsdeild, þriðjud. 7. desember 1993. Gangur leiksins: 6:7, 17:22, 26:29, 36:36, 38:42, 45:47, 49:55, 64:71, 70:77, 76:88. Stig- Tindastóls: Robert Buntic 22, Ingvar Ormarsson 22, Hinrik Gunnarsson 10, Páll Kolbeinsson_9, Ómar Sigmarsson 6, Lárus Pálsson 5, Óli Barðdal 2. Stig UMFN: Rondey Robinsson 30, Teitur Örlygsson 20, Rúnar Árnason 12, Jóhannes Kristbjörnsson 11, ísak Tómasson 11, Frið- rik Ragnarsson 4. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garðarsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: 450. Valur - UMFS 90:80 Hliðarendi: Stig Vals: Ragnar Þór Jónsson 30, Frank Booker 26, Bjarki Guðmundsson 12, Brynj- ar Karl Sigurðsson 10, Guðni Hafsteinsson 3, Bergur Emilsson 3, Björn Steffensen 2, Bjöm Sigtryggsson 2, Örvar Erlendsson 2. Stig Skallagríms: Alexander Ermolynski 25, Birgir Mikaelsson 18, Ari Gunnarsson 14, Henning Henningsson 10, Sigurður El- var Þórólfsson 5, Grétar Guðlaugsson 4, Gunnar Þorsteinsson 4. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Héðinn Gunnarsson voru ágætir, allavega betri en flestir leikmenn. Áhorfendur: Um 280. 1. deild karla Leiknir - Reynir................90:53 Stigahæstir hjá Leikni: Skúli Thorarensen 25, Einar Þór Karlsson 18, Bjarni Össurar- son 13. Stigahæstir hjá Reyni: Anthony Stissy 15, Sigurþór Þórarinsson 8. NBA-deildin: Leikið aðfaranótt þriðjudags: Utah - New York.................103:96 Seattle - Washington............103:96 Handknattleikur Bikarkeppni HSÍ Völsungur - Selfoss............21:29 ■Markahæstir í liði Vöslungs voru Magnús Eggertsson með 6 og Ólafur Halldórsson með 5. Selfoss: Sigurpáll Árni Aðalsteins- son, Jón Þórir Jónsson og Siguijón Bjarna- son gerðu allir fimm mörk og Einar Gunn- ar Sigurðsson fjögur. Selfoss mætir Aftur- eldingu í 8-liða úrslitum. 2. deild karla: Fram - Grótta..................21:26 Knattspyrna UEFA-keppnin Salzburg, Austurríki: Austria Salzburg - Sporting Lissabon3:0 L80.Lainor..(48.k-Adi.Jluatter.I.9CL),.Ámer- hauser (113.). 10.500. ■Liðin voru jöfn eftir venjulegan leiktíma þar sem Sporting vann fyrri leikinn 2:0. En Amerhauser gerði þriðja markið í fram- • lengingu og tryggði austurrfska liðinu áframhald í keppninni. La Coruna, Spáni: Deportivo - Eintracht Frankfurt..0:1 - Maurizio Gaudino (15.). 33.000. ■Eintracht vann samanlagt 2:0. Oporto, Portúgal: Boavista - OFI (Grikklandi)......2:0 Nelson Bertolazi (24.), Antonio Nogueira (77.). 7.000. ■Boavista vann samanlagt 6:1. Karlsruhe, Þýskalandi: Karlsruhe — Bordeaux.............3:0 Edgar Schmitt (16. og 75.), Sergei Kiry- akov (65.). 25.000. ■Karlsruhe vann samanlagt 3:1. England Urvalsdeild: Oldham — Swindon.............2:1 (Holden 12., Redmond 84.) - (Mutch 72.). 9.771. Sheff. Utd. — Man. Utd.......0:3 - (Hughes 13., Sharpe 27., Cantona 60.). 26.744. Staða efstu liða: Man. United ....19 15 3 1 39:15 48 Leeds.........18 9 6 3 32:21 33 Blackburn.....18 9 5 4 24:16 32 Newcastle.....18 9 4 5 34:18 31 Arsenal.......19 8 7 4 18:11 31 Aston Villa..18 8 6 4'21:17 30 Norwich.......17 7 7 3 27:18 28 Q.P.R........18 8 4 6 31:25 28 Liverpool....17 8 2 7 25:19 26 WestHam......18 7 5 6 15:17 26 1. deild: Bolton — W.B.A.................1:1 Portsmouth — Watford 2:0 Skotland Úrvalsdeild: Dundee — Dundee United..........1:2 Raith — Aberdeen................1:1 í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Seltjarnarnes: KR - Grindavík.20 Handknattleikur 1. deild kvenna: Höllin: Ármann - Stjarnan.kl. 18 Víkin: Víkingur-ÍBV....kl. 20 ■Þessi leikur átti að vera 19. desem- ber en hefur verið flýtt vegna prófa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.