Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Nýja Sjáland, land drauma eða syndsamlegra breytinga? eftirAra Skúlason Fyrir nokkrum mánuðum sá rit- stjórn Morgunblaðsins ástæðu til þess að fjalla sérstaklega um Nýja Sjáland í Reykjavíkurbréfí. Það sem ritstjórninni þótti merkilegt við Nýja Sjáland voru aðgerðir stjórnvalda til þess að draga úr áhrifum stéttarfé- laga og einfalda reglur á vinnumark- aði og ekki var hægt að skilja skrif- in öðruvísi en að skírskotað væri til aðstæðna hér á landi. Nýja Sjáland hefur að undanförnu verið talið mikið fyrirmyndarríki af fijálshyggjumönnum og hafa t.d. sænskir fijálshyggjumenn og at- vinnurekendur hampað nýsjálensku breytingunum mikið og frá Svíþjóð hafa samsvarandi íslensk öfl fengið áhuga á því sem þama hefur gerst. Biblía sem börnin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun. ivv/ « Vf* ; .V ja Æ Upplýsingar um þetta hafa verið ákaflega einhliða. Aðgerðurn stjórn- valda hefur verið lýst sem miklu efnahagsundri og því hefur verið haldið fram að þessar aðgerðir hafi tekist mjög vel. Staðreyndin er hins vegar sú að þessar aðgerðir hafa ekki skilað neinum jákvæðum árangri. Hagvöxtur hefur ekki auk- ist, atvinnuleysi hefur ekki minnkað og framleiðni hefur ekki aukist. Þess- ar gífurlegu breytingar hafa ekki orðið þjóðinni til gagns. Frá velferðarríki til ölmusuríkis í stuttu máli má segja að á Nýja Sjálandi hafi velferðarríki verið breytt í ölmusuríki á skömmum tíma. Markaðsöflunum hefur verið sleppt lausum og reglum á vinnumarkaði hefur verið brejitt. Starfsemi stéttar- félaga er nær útilokuð, launafólk stendur eitt sér gegn atvinnurekend- um sem geta hagað aðgerðum sínum að eigin geðþótta. Atvinnuleysisbæt- ur hafa verið skertar verulega og reglum um bótarétt hefur verið breytt mikið þeim atvinnulausu í óhag. Hugmyndin á bak við þetta er m.a. sú að háar atvinnuleysisbæt- ur og reglur til hagsbóta fyrir at- vinnulausa stuðli að auknu atvinnu- leysi. Staðreyndin er engu að síður sú að atvinnuleysi hefur aukist á Nýja Sjálandi samhliða því að þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar. Aðgerðir stjómvalda á Nýja Sjá- landi hafa verið í anda frjálshyggj- unnar, en þó var það ríkisstjórn Verkamannaflokksins sem byijaði á þessum breytingum. Ætlunin var að umbreyta þjóðfélaginu með því að sleppa markaðsöflunum lausum. Því var haldið fram að aðgerðimar myndu fela í sér erfiðleika fyrir þjóð- ina í skamman tíma, en fljótlega myndi hagvöxtur aukast mikið og þar með velferð í landinu. Hugmynd- in var einnig sú að skapa hagstætt umhverfi fyrir atvinnurekendur með því að einfalda reglur á vinnumark- aði og draga úr valdi stéttarfélaga. Árásir á atvinnulausa og stéttarfélög í upphafi var ráðist á atvinnuleys- isbótakerfið. Aðgangur að atvinnu- leysisbótum var torveldaður mikið. Ef launamaður hætti sjálfviljugur í starfi, hafnaði tilboði um vinnu, eða var sagt upp lenti hann í 6 mánaða biðtíma þannig að hann var bótalaus í þann tíma. Þar að auki voru bó- taupphæðirnar skertar verulega. Fyrir launafólk þýddi þetta val á milli þess að vinna eða svelta, það voru engir möguleikar þar á milli. Næsta skref var að setja nýja vinnumarkaðslöggjöf sem fóist að- allega í því að draga verulega úr réttindum launafólks og stéttarfé- laga. Það er ekkert nýtt í sögunni að ráðist sé á launafólk og stéttarfé- lög með harkalegum aðgerðum og mannréttindabrotum af versta tagi. A Nýja Sjálandi voru farnar lúmsk- ari leiðir til þess að ná þessum mark- miðum. Vinnumarkaðslögin fela ekki í sér mikið valdboð, en þau fela hins vegar í sér mikið „frelsi". Þess vegna er mjög erfitt að tala um mannrétt- indabrot, þrátt fyrir að afleiðingar laganna feli í sér ýmiss konar mann- réttindabrot. Lögin byggja reyndar á tvenns konar „frelsi". Frelsinu til þess að mynda félög og frelsinu til þess að semja um kjör. Afleiðingar laganna eru hins vegar þau að starf- semi stéttarfélaga er næstum alger- lega lömuð, launafólk stendur eitt gegn ægivaldi og hentisemi atvinnu- rekenda, sem geta „breytt“ samning- um að eigin geðþótta, verkföll eru nær óhugsandi og áfram mætti telja á svipaðan hátt. „Frelsið" gagnast sumum meira en öðrum. Hið svokall- aða efnahagsundur á Nýja Sjálandi hefur aðallega falist í því að afhenda atvinnurekendum tiltölulega vel menntað og hæft vinnuafl fyrir mjög litla borgun. Þrátt fyrir þetta hefur sá efnahagsárangur sem boðaður var með aðgerðunum ekki litið dagsins ljós. Afleiðingarnar eru fyrst og fremst niðurlæging og eymd launa- Ari Skúlason „Ég held að það sé nokkuð ljóst að íslenskt launafólk myndi ekki láta bjóða sér breyting- ar í átt við þær sem orðið hafa á Nýja Sjá- landi. Ég efast reyndar líka um að íslenskir stjórnmálamenn eða at- vinnurekendur myndu láta sér detta slíkt í hug ef þeir íhuguðu aðgerð- irnar og afleiðingar þeirra alvarlega.“ fólks á Nýja Sjálandi. Vinnumark- aðslögunum var mótmælt kröftug- lega og katólski biskupinn á Nýja Sjálandi gekk svo langt að kalia lög- in syndsamleg vegna þess að hann sá fyrir afleiðingar þeirra. Viljum við þetta „draumaland“? Þetta er hin hliðin á draumaland- inu sem ijallað var um í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins. Það er efni í aðra grein að fjalla nákvæmlega um vinnumarkaðslögin á Nýja Sjá- landi og afleiðingar þeirra. Hugmyndir af sama toga og þær nýsjálensku eru líka til hér á landi. Prófessorar, stjómvöld og talsmenn atvinnurekenda hafa lýst þeirri skoð- un sinni að breyta þurfi reglum á vinnumarkaði. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1994 má sjá hugmyndir af þessum toga í sérstökum kafla um atvinnuleysi. Þar er boðað að rétt leið út úr atvinnuleysisvandanum sé aukinn sveigjanleiki á vinnumark- aði og hertar úthlutunarreglur at- vinnuleysisbóta. í 4. tbl. rits VSÍ, „Af vettvangi", eru hugmyndir af sama tagi. Auðvitað eru þetta hugmyndir af sama meiði og þær sem hafa breytt Nýja Sjálandi úr velferðarríki yfir í ölmusuríki séð með augum launafólks. Nýja Sjáland kann nú að vera draumaland atvinnurekenda og fijálshyggjumanna, en landið er martröð fyrir launafólk. Þessu til viðbótar hefur sá efnahagsárangur sem stefnt var að ekki orðið að veru- leika, þannig að breytingamar eru engum til góðs. Eg held að það sé nokkuð ljóst að íslenskt launafólk myndi ekki láta bjóða sér breytingar í átt við þær sem orðið hafa á Nýja Sjálandi. Eg efast reyndar líka um að íslenskir stjómmálamenn eða atvinnurekend- ur myndu láta sér detta slíkt í hug ef þeir íhuguðu aðgerðirnar og afleið- ingar þeirra alvarlega. Ég held að félagslegur þroski og samkennd hér á landi sé meiri en svo að nýsjá- lenskt ástand komi til greina. Það skýtur því mjög skökku við að Morg- unblaðið fjalli um Nýja Sjáland á jafn einhliða hátt og gert var í Reykjavíkurbréfinu. Sú hugmynda- fræði sem rekin hefur verið á Nýja Sjálandi er fijálshyggja af slíku tagi að hún kæmi tæplega til greina hér á landi. Það kann vel að vera að ein- hveijum fijálshyggjumönnum finnist þetta sniðugar hugmyndir, en þær henta okkur og okkar veruleika alls ekki. Höfundur er hagfræðingur ASÍ. MEÐAL ANNARRA ORÐA Þjóðarböl eftir Njörð P. Njarðvík Stundum er eins og þurfi útienda menn til að ota beinlínis að okkur spegilmynd sem við höfum þó alla jafna fyrir augunum, en neitum að horfast í augu við. Þeir sem síðast brugðu upp slíkri mynd, voru menn frá fréttaþættinum „Inside Editi- on“ hjá bandarísku sjónvarpsstöð- inni ABC. Þótt þeir hrifust af perl- um náttúrunnar á borð við Þing- velli og Gullfoss, var það þó annað fyrirbæri, sem vakti enn meiri undrun þeirra á íslandi: drykkju- skapur íslenskra unglinga. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá getum við ekki komist hjá því að horfast í augu við þessa spegilmynd af okkur sjálfum, — því að drykkjuskapur unglinga okkar er að sjálfsögðu ekkert ein- angrað fyrirbæri. Framkoma og hegðun unglinganna er aðeins hluti af heildarmynd þjóðfélagsins. Svo mæla börn sem á bæ er títt, segir gamalt íslenskt máitæki, og við sem fullorðin erum, getum ekki vikist undan ábyrgð. Þessi orð mín má ekki skilja þröngum skilningi. Mér dettur ekki í hug, að fram- ferði bama sé ævinlega spegilmynd af þeirra eigin fjölskyldu, þeirra eigin foreldrum, heldur af þeirri fjölskyldu Sem íslenska þjóðin er í heild sinni. Nú er svo komið að eftir hveija einustu helgi berast fregnir af al- varlegum ofbeldisverkum, og þau eru að ég held undantekningarlaust tengd drykkjuskap eða neyslu ann- arra vímuefna. Og þetta tvennt: drykkjuskapur og ofbeldi, er að mínu viti tengt öðru tvennu, sem er alvarlegasti þjóðargalli okkar íslendinga. Og hann er fólginn í skorti á sjálfsaga og siðferðisvit- und. Þetta verðum við að játa fyrir okkur hreinskilnislega, því að því aðeins bætum við bresti okkar, að við horfumst í augu við þá af fullri einurð. Hugarfarsbreyting Ég veit mætavel, að það er minnihluti unglinga sem vandræð- um veldur. Eg veit mætavel, að meirihluti unglinga okkar er mann- vænlegt fólk. En það breytir ekki þeim staðreyndum, að drykkju- skapur unglinga er til vansa. Og ekki bara unglinga. Þetta er ekki bara þeirra vandi. Þetta er þjóðar- vandi. Og ég leyfi mér að segja, að þetta sé að verða þjóðarböl. Sök hinna drykkfelldu og ofbeld- ishneigðu unglinga er ekki þeirra einna. Hún er líka sök okkar, — sök hinna fullorðnu, sem ekki hegða sér betur ellegar horfa að- gerðalausir á, þótt þeir viti betur. Þess vegna verðum við að taka á þessu máli nú þegar, og til þess þarf hugarfarsbreytingu. Við þurf- um að breyta hugarfari ungling- anna og til þess þurfum við að breyta hugarfari okkar sjálfra. Við getum ekki látið það viðgangast að börn og unglingar veltist um miðborg Reykjavíkur dauðadrukk- in og misþyrmi hvert öðru. Við getum ekki látið það viðgangast, að vondir menn hafi veiklyndi æsk- unnar og ístöðuleysi að féþúfu með því að halda að henni bruggi og fíkniefnum. Við getum ekki látið það viðgangast að börnum sé kennt ofbeldi og árásargimi undir yfir- skini íþrótta, eins og okkur var sýnt í sjónvarpi nýlega. Ef slíkt er íþrótt, ber að gera hana útlæga þegar í stað. En fyrsti þáttur þessarar hugar- farsbreytingar er fólginn í því, að vilja takast á við þennan vanda. Það höfum við ekki onnþá ákveðið að gera. Enginn á líf sitt einsamall Ef við mönnum okkur upp í þá ákvörðun að takast á við vanda drykkjuskapar og ofbeldis, þá verð- um við jafnframt að taka allt okk- ar viðhorf til þeirra mála til gagn- gerðrar endurskoðunar. í fíkni- efnamálum dugir skammt að eltast við innflytjendur og sölumenn, þótt það sé nauðsynlegt. Og hið sama gildir um bruggarana. Við megum ekki gleyma því, að þeim yrði lítið ágengt í óþokkaskap sínum ef eng- inn væri til að kaupa af þeim óly- Ijan þeirra. Þess vegna er ekki síð- ur nauðsynlegt að beina athyglinni að hinni hiið málsins, að hinum sjúku, neytendunum, um leið og allt er gert til að elta þá mann- hunda, sem vilja auðgast á ógæfu annarra. Allir vita sem reynt hafa, að sjúkleiki vímuefnaneytenda er ekki þeirra einkamál og bitnar ekki að- eins á þeim sjálfum. Hann sýkir einnig út frá sér. Hann kemur hart niður á fjölskyldu og ættingjum hins sjúka. Þar birtist skýriega, að enginn á líf sitt sjálfur og einsam- all, heldur tengist það ævinlega lífi annarra. Þess vegna er hægt að segja, að mönnum eigi ekki að leyf- ast að ganga æ lengra til liðs við vímusjúkdóm sinn. Og ef menn sjá það ekki sjálfir, verða aðrir að koma til og taka af þeim ráðin. Aftur á móti er fráleitt að fangelsa fársjúkan vímuefnaneytanda, sem í örvæntingu gerist sekur um af- brot til að komast yfir vímuefni. Það er ámóta skynsamlegt og að loka sýktan mann inni hjá smitber- um. Vímuefnasjúklinga á að dæma til meðferðar, ekki til fangelsisvist- ar. Og þá verða að vera til meðferð- arstofnanir. Þeim þarf að fjölga, í stað þess skerða Ijárframlög til þeirra sem fyrir eru. Slík fjölgun er örugg leið til spamaðar, þegar til lengri tíma er litið. En fyrst þarf að koma ákvörðun, eins og áður er sagt, ákvörðun um að tak- ast á við þetta þjóðarböl. Þeirri ákvörðun fylgir að sjálf- sögðu um leið öflugt forvarnar- starf. Öðruvísi verður engin hug- arfarsbreyting. Þess vegna er brýnt að huga að uppeldi og skólastarfi. í skólum landsins þarf nauðsynlega að stuðla að öflugri fræðslu með kennslugrein, sem gæti heitið heil- brigði og siðfræði og gerði ungu fólki grein fyrir andlegu og líkam- legu heilbrigði, fræddi um skað- semi og böl vímuefna og skýrði að minnsta kosti grundvallaratriði al- mennrar siðferðiskenndar. Og þá mættum við, sem eldri erum, búa okkur undir harða gagnrýni á framferði okkar og athæfi. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.