Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 37 Einelti og atvinnirógnr eftir Friðjón Guðmundsson Um frjálsan innflutning búvöru Ég fer ekki dult mað þá skoðun mína að það sé fádæma heimsku- legt — og skaðlegt — að gefa inn- flutning á landbúnaðarvörum fijálsan. Og flytja inn þær búvörur sem við getum framleitt sjálf. Við eigum tvímælalaust að sitja að okkar búvörumarkaði, því við höf- um ekki efni á að deila honum með öðrum þjóðum. Auðlindina, landið okkar eigum við að nytja eftir því sem auðið er, á skynsam- legan hátt. Það er talið að við þurfum að flytja inn um eða yfir 50% af neysluþörf þessara nauð- synja, einfaldlega vegna þess að það er ekki unnt af veðurfarsá- stæðum að framleiða þær tegund- ir hér. Við höfum því algera sér- stöðu gagnvart nálægum þjóðríkj- um að þessu leyti í milliríkjavið- skiptum. Við eigum því enga sam- leið, í þessu tilliti, með þjóðum sem kannski flytja út 50-60% af sinni landbúnaðarframleiðslu. Stjórnvöld hér og bændaforust- an hafa verið handónýt við að standa á þessum ótvíræða rétti landbúnaðarins í svokölluðum Gatt-samningum, og er það ámæl- isvert. Hins vegar gætum við fært opinberan stuðning við landbúnað- inn til nokkurs samræmis við aðr- ar þjóðir innan Gatt. En alls ekki að öllu leyti sökum þess hversu landið er harðbýlt. Því verður að fá sérstöðu íslands viðurkennda samkvæmt framansögðu. Við höfum einhveijar bestu bú- vörur í veröldinni, hreint land og ómengað andrúmsloft og lífríki. Það er mjög kostnaðarsamt að flytja búvörur að óþörfu á milli fjarlægra landa og til þess þarf „Með því að opna fyrir innflutning á landbún- aðarvörum umfram nú- gildandi lagaheimildir tekur steininn úr. Með því flytjum við inn stór- aukið atvinnuleysi, en út mikla fjármuni.“ mikinn gjaldeyri, þó að um það sé aldrei rætt af fijálshyggju- postulunum, þrátt fyrir síaukna kreppu og næstum óbærilega skuldasöfnun erlendis. Með því að opna fyrir innflutn- ing á landbúnaðarvörum umfram núgildandi lagaheimildir tekur steininn úr. Með því flytjum við inn stóraukið atvinnuleysi, en út mikla ijármuni. Það verður að byggja viðskiptasamninga við önnur ríki á réttlæti og heilbrigðri skynsemi og þjóðarhagsmunum, en ekki á ótta við einangrun sem ekki stenst. Hér þurfa menn ekki að óttst einangrun. Ætli íslenska þjóðin ferðist ekki meira til ann- arra landa en nokkur önnur þjóð á heimsbyggðinni? Um náttúruvernd og byggðavernd Nú til dags er mikið talað um náttúruvernd, umhverfisvernd og gróðurvernd. Það er gott svo langt sem það nær, sé það gert af skyn- semi og án öfga. En það hefur minna verið talað um byggðavernd og mannvernd í umræðum um landbúnaðarmál, en hins vegar þeim mun meira gert af því að troða dreifbýlisfólki um tær. í mínum huga er það sorgar- saga og til háborinnar skammar að svokölluðu Hagfræðistofnun Friðjón Guðmundsson við Háskóla íslands, æðstu menntastofnunar Hagfræðistofn- un við Háskóla íslands, æðstu menntastofnun þjóðarinnar, skuli lúta svo lágt að taka þátt í þeim skollaleik að rægja íslenskan land- búnað. Og það er með öllu óskilj- anlegt að þeir menn sem að því standa skuli ekki skilja þjóðfélags- legt gildi landbúnaðarins, og þær hrikalegu afleiðingar sem af því hlýst að setja landbúnaðinn út í horn og rústa með því landsbyggð- ina til sjávar og sveita. Hagfræð- ingarnir þarna í Háskólanum virð- ast algerlega slitnir úr tengslum við fólkið í landinu og atvinnulífið. Þá vantar jarðsamband. Þá skortir yfirsýn í landbúnaðarmálum, að minnsta kosti. Og á meðan svo er geta þeir reynst skaðvaldar í íslensku þjóðlífi svo lengi sem mark er á þeim tekið. Þess vegna Sérhvert líf er dýrmætt eftir Magnús Gunnarsson Líf sérhvers manns er það dýr- mætasta sem hann á. Frá fyrstu sporum sjálfstæðs lífs til dauða- dags stendur maðurinn ætíð fyrir vali, en eins misjöfn sem við öll erum svo mörg eru tækifæri mannsins til að móta sitt líf. Ungl- ingsárin er sá tími sem einstakl- ingurinn mótast hvað mest í skoð- unum og afstöðu til lífsins. Á þeim árum er margt sem stendur ung- menni til boða, en hver er sinnar gæfu smiður. Lífshættir okkar eru á okkar sjálfra valdi, við ráðum hveiju við neytum og eftir hveiju við sækjumst, hvert einasta augnablik fer fram val - meðvitað val. Það er ekki alltaf, en þó mjög oft að okkur gefst tækifæri til að endurskoða val okkar, snúa af þeim vegi sem ekki reynist okkar heillabraut. Krossgötur hafa með höndum rekstur á áfangaheimili fyrir veg- laus ungmenni. Heimilið hefur verið starfrækt frá því um vorið 1987, á sjöunda ár og er heimilið eingöngu fyrir unga menn sem hafa ánetjast neyslu eiturlyfja og ofneyslu áfengis. Árangur af starfi okkar hefur verið talinn mjög góð- ur, ekki síst að mati utanaðkom- andi aðila sem fylgst hafa með því verki sem við erum að vinna. Flest þau ungmenni sem við höfum afskipti af eiga það sameig- inlegt að vera mjög illa leikin vegna misnotkunar vímuefna og enginn er sá sem ekki vill losna „Sundruð heimili, heim- ilislaus ungmenni, of- beldi, misnotkun, mis- þyrming, höfnun, ein- elti, allt er þetta fylgi- fiskur misnotkunar vímuefna.“ úr torfærum sínum og snúa lífi sínu til betri vegar. Sundruð heimili, heimilislaus ungmenni, ofbeldi, misnotkun, misþyrming, höfnun, einelti, allt er þetta fylgifiskur misnotkunar vímuefna. Verkið er mikið sem þarf að inna af hendi og ekki er það fyrir okkar eigið ágæti, að við reynum að miðla huggun og lækn- ingu, heldur er það fyrir náð og miskunn skaparans sjálfs að vérk- ið er unnið. Alveg frá því að Krossgötur hófu starf sitt árið 1987 hefur mikið verið leitað til okkar um beiðni fyrir vistun stúlkna, en því miður höfum við ekki getað orðið við þeim beiðnum og hefur það tekið okkur afar sárt að þurfa að vísa þeim frá, en nú er komið að því að við ætlum okkur að láta draum okkar verða að veruleika og opna áfangaheimili fyrir stúlk- ur. I því skyni höfum við hafið átak til fjáröflunar og hefur tón- listarmaðurinn Björgvin Halldórs- son unnið fyrir okkur geisladisk sem verður boðinn þeim lands- mönnum sem vilja standa með okkur til sölu. Sameiginlega getum við bjarg- GÆÐAHJSAR A GOÐU VQffll i ot Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 ætti að gefa þeim frí frá þeim störfum og tækifæri til annarra og þjóðhollari verka. Að trúa á landið Eins og glöggt kemur fram í tilvitnuðum ljóðlínum Hannesar Hafstein í fyrri grein minni áttu „aldamótamennirnir" svokölluðu sér hugsjónir og trú á landið sitt og framtíð þess. Nú er öldin að mjög mörgu leyti önnur. Pólitísk lágmenning er orðin ógnvekjandi staðreynd og andlegur heilaþvott- ur í stjórnkerfi og ijölmiðlum slík- ur að undrun sætir. Menn keppast við að „leysa“ heimatilbúin vand- ræði þjóðfélagsins — beinar afleið- inar sukks og óreiðu liðinna ára — með skammtíma ráðstöfunum og eiginhagsmunapoti einstaklinga, fyrirtækja, ríkis og stofnana, svo það er jafnvel gripið til örþrifaráða án þess að horfa til framtíðar. Hið endalausa blaður og lýðskrum um að öfgafull markaðshyggja, botn- laus samkeppni og sameining fyr- irtækja, stofnana og sveitarfélaga séu hin einu og sönnu bjargráð sem leysi úr öllum vanda er að verða pólitísk landplága. Ég vona þó svo sannarlega að leiðtogar þjóðarinnar og önnur áhrifaöfl átti sig á þessari villutrú efnishyggjumanna áður en þau eru búin að vega svo mörg pólitísk og siðferðisleg skammarvíg í íslensku samfélagi að ekki verði fyrir þau bætt í náinni framtíð. Ef íslenska þjóðin sættir sig við það hlutskipti að landbúnaðurinn sé fótum troðinn og strjálbýlisfólk til sjávar og sveita sé hundelt og því stjórnað líkt og búfé, á þann hátt sem raun ber vitni, lítillækkar hún sjálfa sig. Og þá mun henni ekki vegna vel í landi sínu. Hún mun fyrr en varir glata raunveru- legu foiræði sínu, þjóðernislegum verðmætum. Pólitísku og efna- hagslegu sjálfstæði. Sú sorgar- saga er því miður þegar hafín og mun væntanlega enda með ósköp- um, ef svo heldur fram sem horfir. Höfundur er bóndi á Sandi í Aðaldælahreppi. Magnús Gunnarsson að lífum veglausra ungmenna sem oft hafa ekki aðra kosti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krossgatna sem annast hjálpar- og forvarnarstarf. SPARADU kr. 35.000 á ári! Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjálfvirku EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú ailt að 35.000 krónum á ári og átt að auki alltaf nýbakað, ilmandi og hollt brauð! íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja. Jólatilboðsverð: Kr. 23.655 stgr. Þetta er jólagjöf sem skilar arði! Borgartúni 28 “S 622901 og 622900 Umboðsmenn: Rafbúðin Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miövangur, Hafnarfirði. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirði. Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Vélsmiðja Tálknafjarðar. Versl. G. Sigurðssonar, Þingeyri. Rafsjá, Bolungarvík. Straumur hf., (safirði. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavtk. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Versl. Sel, Skútustöðum. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akureyri og útibú á Norðurlandi. Kf. Þingeyinga, Húsavík. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Héraðsbúa, Reyöarfirði. Kf. Fáskrúðsfjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Reynistaður, Vestmanneyjum. Kf. Árnesinga, Selfossi. SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavtk. Samkaup, Keflavik. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.