Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Grimmd með þraut eftir Rúnar Helga Vignisson Af og til er maður sérstaklega minntur á dýrið í manninum. Ævin- lega skal það vera hálf óhugnanleg reynsla, ekki síst þegar um lang- skólagengið og að því er maður hélt grandvart og göfuglynt fólk er að ræða, fólk sem maður benti á og sagði: Sjáið, þarna er maður- inn í dýrinu! Þegar hið gagnstæða kemur síðan í ljós hnykkir manni óþyrmilega við, enda þótt maður viti mætavel að maðurinn er dýr, jafnvel skepna, þegar allt kemur til alls. Líknarstofnanir á banaspjót Nú hefur það gerst að byggð á Vestfjörðum á undir högg að sækja, fólki fækkar ár frá ári, stöndugustu fyrirtæki missa fótanna og fólk stendur jafnvel uppi iðjulaust. Flest- ir Vestfirðingar búa núorðið á Suð- urlandi, sem er kannski ekki nema von, því mannskepnan hneigist til að leita mildari heimkynna. Afleið- ingin fyrir þá sem eftir sitja. Spum- ingar vakna um stöðu byggðar, byggðarlagið þarf að réttlæta til- veru sína fyrir öðrum landshlutum, því næst grípur hálfgerð örvænting um sig, klögumálin ganga á víxl, þangað til upplausn blasir við. Un'dir slíkum kringumstæðum reynir fyrst á manninn, þá kemur ýmist upp það besta eða það versta í mannskepnunni og blandast einatt í undarlegan graut. Berustu dæmin eru annars vegar kirkjumál ísfirð- inga, þar sem grandvart fólk steytti á ókristilegum skeijum út af fast- eign undir almættið. Afraksturinn af þeim vinnubrögðum: Gamla kirkjan er fjarlægð og í staðinn ryðst steinsteypt ferlíki upp úr kirkjugarðinum. Hitt dæmið er eftir Sigurð Sigurjónsson Það er með slíkum endemum að vart á sér hliðstæðu í seinni tíð sú túlkun á niðurstöðu Mannréttinda- dómstóls Evrópu sem fram kom í grein formanns Frama (Mbl. 15. okt.). Þar reyndi formaðurinn að leggja þannig út af niðurstöðunni að dómstóllinn viðurkenni tak- mörkun á fjölda leigubíla á íslandi vegna þess að dómstóllinn efaðist ekki um að Frami hefði einhverju hlutverki að gegna sem þjónaði hagsmunum almennings, en ekki einungis hagsmunum félagsmanna sinna. Við öllum öðrum blasir þó að dómstóllinn hafnaði þeim rökum -íslenska ríkisins að rétt mundi að skylda alla leigubílstjóra til að vera í Frama, með því að félagið sinni mikilvægum almenningshagsmun- um. Af því væri líklegra að dóm- stóllinn sé á móti takmörkun. Aðal- atriðið er hins vegar að dómstóllinn fjallaði ekki á nokkum hátt um réttmæti takmörkunarinnar og því ætla ég ekki að eyða meiri tíma í þá umræðu, heldur snúa mér að þeirri spuningu sem brýnt er að svara. Þ.e. hvaða almenningsheill liggur að baki takmörkun á fjölda leigubifreiða á íslandi. Stefán Benediktsson fyrrv. al- þingismaður gerði árið 1985 fyrir- spum til þáverandi samgönguráð- herra, Matthíasar Bjamasonar, um hvaða almenningsheill liggur að baki lögum um leigubifreiðir. Þar var Stefán að vísa til 69. gr. stjóm- arskrárinnar sem hljóðar svo: „Engin bönn má leggja á atvinnu- frelsi manna nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til.“ Stef- Fjórðungssjúkrahúsið og Heilsu- gæslustöðin á ísafirði, þar hafa bræður barist og að „bönum“ orðið. Það vekur athygli að í báðum tilfell- um er um að ræða þær einingar samfélagsins sem ætlað er að leggja líkn með þraut. Kirkjan farin, sjúkrahúsið ... Hve hryggilegt að siðustu árin skuli sjúkrahúsið á ísafirði hafa orðið eitt þekktasta klögubæli á landinu. Hið hvítklædda starfsfólk þess, en hvítt er ævinlega tákn hreinlyndis og sakleysis, þetta hvít- sloppaða sómafólk, sumt hálaunað og að því maður hélt hámenntað, virðist hafa sérhæft sig í opinbemm erjum, ef ekki innbyrðis, þá við yfírboðara sína. Á vinnustað þar sem friðhelgi ætti að vera skýlaus krafa virðist aldrei vera hægt að leysa nein mál með friðsamlegum hætti. Sífellt gengur á hótunum og heitingum svo landlækni eða ráð- herra þarf að kalla til. Og nær undantekningarlaust er einhveijum fómað, rétt eins og í fmmstæðustu samfélögum, einhver sem maður hélt sómamann liggur í valnum og má gjöra svo vel að leita hófanna í öðrum fjórðungi. Margur hæfi- leikamaðurinn hefur orðið að leggja hæla á bak til að forða fjöri sínu. Það er líka umhugsunarefni að stjórn og starfsfólk sjúkrahússins skuli sí og æ vera með skoltana glamrandi í flestum ómerkilegri fjölmiðlum landsins, eða fjölmiðlum yfirleítt. Meira að segja bókhaldarar leggjast í blöðin og slá sér upp á reikningsskekkjum sínum og hyskni. Af einhveijum ástæðum koma í hugann orð Josephs Campbells, sem var manna fróðastur um goðsagnir á sinni tíð. Hann benti á þá athygl- isverðu þversögn að lífíð nærist á dauðanum. Við lifum á að éta það sem lifir og göngum því af lífinu „Athugasemdir Stefáns Benediktssonar við svar ráðherra skýra glöggt það sem ég hef ávallt haldið fram að lög um leigubifreiðir þjóna ekki hagsmunum almennings, heldur hafa frá upphafi verið til þess að vernda óeðli- lega sérhagsmuni stétt- arinnar.“ án benti á það í spumingu sinni að réttlæting slíks lagaboðs stæði og félli með skilgreiningunni á hugtakinu „almenningsheill“. Ég leyfi mér hér að vitna í Alþingistíð- indi til þeirrar umræðu sem fór fram á milli Stefáns og ráðherra því hún sýnir á mjög einfaldan hátt að það eru ekki hagsmunir almennings sem Iiggja að baki lög- um um leigubifreiðir heldur sér- hagsmunir bílstjóranna sjálfra. Samgönguráðherra svaraði spurningu Stefáns þannig, að við umfjöllun um fyrsta frumvarpið á Alþingi 1953 hafi komið fram nokkur meginsjónarmið sem hann taldi eiga enn við. Þar kemur m.a. fram að atvinnumöguleikar fyrir leigubifreiðir séu mjög takmarkað- ir miðað við þann fjölda bifreíða sem notaðar eru. Því sé nauðsyn- legt, að takmarka fjölda leigubif- reiða eigi það að vera nokkur möguleiki til að menn sem stunda leiguakstur sem aðalatvinnu geti haft það sér og sínum til lífsfram- færis. Einnig er vísað til þess að dauðu. Svo furðulega vill til að ef nýja sjúkrahúsið er skoðað gaum- gæfilega má sjá að það er sýkt, gröfturinn er farinn að vætla út í gegnum steinsteypuna. Endurkallaðar ályktanir Máltækið „eftir höfðinu dansa limirnir" hlýtur að bögglast fyrir brjóstinu á yfirmönnum heilbrigðis- þjónustu á ísafirði, ekki síst fyrir hinum þrautþjálfaða yfirlækni sjúkrahússins. Það hlýtur að vera honum sönn kvöl að horfa upp á þær grimmdarlegu eijur sem hafa geisað á vinnustað hans nánast frá því hann hóf störf. Hálfu öðru ári eftir að hann lofaði í blaðaviðtali samstarfi við aðra yfirmenn stofn- unarinnar horfir hann uppá starfs- mannafélagið flæma framkvæmda- stjórann úr starfi með svo vönduð- um meðulum að landsathygli og hneykslan vekur. Jafn óskamm- feilnar aðferðir, annar eins dóma- dags rógur og önnur eins endemis mannorðssaurgun hefur sennilega ekki sést á Vestfjörðum síðan fyrir stríð. Fyrr mega nú vera ávirðingar eins manns og það manns sem kunnugir vita að vakti yfir velferð stofnunarinnar. Aðrir hafa líka mátt þola sitt af hveiju síðustu mánuði. Formanni stjórnar til margra ára var einnig bolað frá og að minnsta kosti tveir læknar hafa séð þann kost vænstan að taka pokann sinn, þar á meðal yfirlækn- ir Heilsugæslustöðvarinnar, en hann var kostaður heim frá útlönd- um af stofnuninni. Ekki laðar þetta gott starfsfólk að heilsugæslu á ísafirði, því hver hættir sér í hákarlsgin að nauð- synjalausu? Ekki eykur þetta heldur tiltrú á stofnunina, sem var tak- mörkuð fyrir, og það er allra sorg- legast fyrir Vestfirðinga, sem og reynar fyrir aðra íslendinga. Það er sjálfsögð krafa að starfsfólk op- með því að binda við þessi störf fleiri menn en nauðsyn krefur á hveijum tíma fari mikið vinnuafl til ónýtis, auk þess að við þessa flutninga eru bundnar miklu fleiri bifreiðir en þörf er á og mun það leiða af sér aukinn innflutning á alls konar rekstrarvörum til bif- reiða. Sérstaklega taldi meirihluti samgöngunefndar eðlilegt, að at- vinnubílstjórar fengju aukna vernd gegn hinum svokölluðum hörkur- um, þ.e. mönnum, sem ekki til- heyra bifreiðastjórastéttinni raun- verulega, en stunda bifreiðaakstur í hjáverkum. Síðan segir ráðherra að við síðari breytingar á lögum um leigubifreiðir hafi ekki komið fram ný sjónarmið við umræður á Alþingi og því verði að ætla að alþingismenn hafi talið sömu aðal- sjónarmið í gildi. Athugasemdir Stefáns Bene- diktssonar við svar ráðherra skýra glöggt það sem ég hef ávalit hald- ið fram að lög um leigubifreiðir þjóna ekki hagsmunum almenn- ings, heldur hafa frá upphafi verið til þess að vemda óeðlilega sér- hagsmuni stéttarinnar. Athuga- semdir Stefáns voru svohljóðandi: „Herra forseti. Ég þakka hæst- virtum ráðherra fyrir svör hans. Ég held þó að skort hafí á að svar- ið væri nægjanlega skýrt. Mér sýndist þó af þeim röksemdum, sem hann rifjaði upp fyrir upphaf- legri samþykkt laganna sem hér um ræðir, að þar hafi menn að nokkru leyti ekki farið eftir spum- ingunni um hvað væri almanna- heill heldur hvað væri heill þessar- ar sérstöku starfstéttar og það hafí frekar verið hennar hagsmun- ir sem hafðir voru fyrir augum en raunveruleg almannaheiil. Ég tel þær hugmyndir, sem þar voru not- aðar sem röksemdir fyrir flutningi Rúnar Helgi Vignisson „Það segir sig sjálft að illindi draga úr getu líknarstofnunar til að gegna hlutverki sínu, því samstarf hinna mis- munandi starfskrafta, sem er einmitt grunn- urinn að vel heppnaðri heilsugæslu, verður sjaldan ef nokkúrn tíma gott milli óvina.“ inberra líknarstofnana geti komið sér saman um vinnubrögð með frið- samlegum hætti þannig að ekki komi til aukaútgjalda fyrir þjóðina, til dæmis af því borga þarf fyrrver- andi starfsmönnum skaðabætur. Hinum almenna borgara þarf líka að þykja þægileg tilhugsun að leita sér lækninga á þessum stofnunum. Það er ekki þægileg tilhugsun að eiga líf sitt og heilsu undir fólki sem Sigurður Sigurjónsson frumvarps og samþykkt þess að takmarka fjölda manna í starfí til að tryggja afkomu þeirra, styðji þá fullyrðingu mína að það hafí verið afkoma þessara manna í starfi sem réð þama miklu frekar en spurningin um heildarafkomu stærra samfélags. Að vísu má segja að röksemdin þar sem talað er um ijölda bifreiða í akstri á götum hafí á þeim tíma að ein- hveiju leyti átt við spurningu um almannaheill, en í dag mætti ætla að fjölgun leigubifreiða í akstri vegna mikillar eftirspurnar eftir almenningssamgöngum mundi endanlega hafa fækkun bifreiða á götum í för með sér. Ég vildi gjarnan spyija ráð- herra, sérstaklega vegna þess að logar í illdeilum, sem hefur berað vígtennurnar í fjölmiðlum, sem hef- ur orðið uppvíst að lúalegum ein- hliða aðförum að samstarfsmönn- um. Allir vita að á sjúkrahúsi þarf aðferðin umfram allt að vera rétt. Það segir sig sjálft að illindi draga úr getu líknarstofnunar til að gegna hlutverki sínu, því samstarf hinna mismunandi starfskrafta, sem er einmitt grunnurinn að vel heppn- aðri heilsugæslu, verður sjaldan ef nokkurn tíma gott milli óvina. Eða eru kannski allir óvinir innan heil- brigðisgeirans? Er rígurinn milli starfsstétta, baráttan um bitling- ana, kapphlaupið um kaupið, æðra Hippokratesareiðnum? Vonandi ekki og það er viss hughreysting að nokkrir starfsmenn stofnananna hafa lýst andstyggð sinni og forakt á fyrrgreindu framferði starfs- mannafélagsins, sem lætur annars hugtakið samsekt ganga. Það hlýtur að vera einlæg ósk allra að starfsfólk sjúkrahússins á Isafirði hafi tíma til að sinna sjúk- lingum milli baráttufunda þar sem ályktanir eru ýmist samþykktar eða dregnar til baka, eins og gerðist þegar aðförin að fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fór fram. Slíkt yfir- klór er blátt áfram aumkvunarvert. Þá var ekki verið að hugsa um launauppbótina sem aðhaldssemi framkvæmdastjórans hafði nýverið skilað starfsfólkinu, enda fannst ekkert athugavert við reksturinn sjálfan, nema síður væri. Þótt atburðir undanfarinna miss- era beri heilbrigðisstéttinni á Isafirði ófagurt vitni vill maður í lengstu lög ekki trúa því að önnur vinnubrögð séu eftir þessu, en vissulega hefur það verið gefið ótæpilega í skyn. Það er óhuggu- legj; til þess að vita að önnur eins múgsefjun geti átt sér stað innan sjúkrastofnunar og raun ber vitni; hugsa sér að þessi göfuga stétt skuli úa og púa á fundum. Því mun mér og mínum eflaust verða sér- staklega annt um heilsuna næstu vikur og mánuði. Höfundur er rithöfundur. hann segir að þessi mál séu nú.til mikillar umfjöllunar í ráðuneytinu. Er hæstvirtur ráðherra því sam- mála, burtséð frá því hvort við erum að tala hér um leigubílstjóra eða einhveija aðra atvinnustétt, að það þjóni almannaheill að menn takmarki fjölda einstaklinga í hvaða atvinnustétt sem er, og ef hann er almennt sammála því, hvers vegna hafa menn þá ekki fyrir löngu tekið af skarið með það hvað margir menn mega vinna í hverri starfstétt, ef þetta er það lögmál sem þjónar almannaheill í íslensku atvinnulífi?" Við þessum athugasemdum Stefáns átti ráðherra ekki mörg svör. Hann fór út í þá sálma að ræða um eiturlyf og glæpastarf- semi í stórborgum. Þá sagði hann að leynivínsala í leigubifreiðum hafi horfið fljótlega eftir setningu takmörkunarlaganna. Leigubifreiðastjórar hafa gripið til þess áróðurs að hræða fólk með því að stéttin fyllist af glæpamönn- um verði takmörkun á fjölda leigu- bíla aflétt. Þeir freista þess að segja okkur nógu oft hversu illa hafi tekist með afnám takmörkun- ar í Svíþjóð. En hver er sannleikur- inn? Svíar eru ánægðir með breyt- inguna og fulltrúar sænskra neyt- enda vilja ekki hverfa til fyrra horfs. Ég vil árétta það hér að enginn hefur efast um rétt löggjaf- ans til að setja ákveðin skilyrði, sem menn verða að uppfylla til að annast þessa þjónustu, og sem tryggja öryggi neytandans. Á næstunni verður lögum um leigubifreiðir breytt á Alþingi. Við þá umfjöllun hef ég leyft mér að fara fram á það við alþingismenn að þeir fy'alli um þá spurningu, hvaða almenningsheill liggur að baki lögum um leigubifreiðir. Fáist þeir til þess er ég ekki í nokkrum vafa um niðurstöðuna. Höfundur vann mál fyrír Mannrétt- indudómstóli Evrópu sl. sumar. Afnám takmörkunar í leiguakstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.