Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Kapphlaup að hefjast um hlutabréf í SR-mjöli hf. Valið stendur lík- lega milli 2-3ja hópa HARALDUR Haraldsson í Andra hf. og fleiri innlendir fjárfestar hafa áhuga á að standa sameiginlega að kaupum á stofnhlutafé SR-mjöls hf. Haraldur vildi ekki upplýsa hvaða aðilar þetta væru í samtali við Morgunblaðið en hann sagði að eingöngu væri um inn- lenda aðila að ræða, sem sumir störfuðu í sjávarútvegi. „Þetta eru fjárfestingaraðilar sem ég hef unnið með í gegnum árin sem hafa áhuga á því að fylgjast með því sem er að gerast," sagði hann. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur annar stór hópur kaupenda tekið höndum saman um kaupin og eru það einkum loðnuútgerðar- menn sem eiga ekki bræðslur. Tveir greiði 500 þús. í sekt fyrir brugg HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt tvo menn um þrítugt i 400 þúsund króna og 100 þúsund króna sektir, auk greiðslu málsvarn- arlauna og sakarkostnaðar, fyrir að brugga og eima um 200 lítra af landa hvor á bæ undir Eyjafjöllum. Bruggstarfsemi mannanna var stöðvuð af lögreglumönnum frá Hvolsvelli og úr Breiðholtsstöð Reykjavíkurlögreglunnar í júlí í sumar en hafði þá staðið frá ágúst- lokum 1992, að því er fram kemur í ákæru. Þegar lögregla gerði húsleit á bænum fundust þar fjórar tunnur undan gambra, fullkomin eimingar- tæki, um 260 lítrar af gambra og hálfunnum landa auk sykurs, gers og annars til bruggunar. Hjá lögreglu játuðu mennirnir á sig fyrrgreinda starfsemi en fyrir dómi drógu þeir til baka framburð sinn að miklu leyti. Dóminum þótti hinn breytti framburður og skýring- ar mannanna um að hafa bruggað nokkra tugi lítra til eigin neyslu og til að bjóða nágrönnum í glas ekki trúverðugar. í málinu kom fram að annar mannanna hefði byijað að brugga með það í huga að bjarga bágum fjárhag sínum. Hins vegar voru ekki færðar sönnur á sölu land- ans til ákveðinna aðila en í dóminum segir að framleiðslumagn og óljósar skýringar mannanna bendi eindreg- ið til þess að áfengið hafí ekki ein- göngu farið til eigin nota heldur hafí það einnig verið ætlað til sölu. Hafa fulltrúar sveitarfélaga einnig verið í samráði með loðnuútgerð- armönnunum sem áttu fund með nokkrum sveitarstjórum um hugs- anleg kaup á fyrirtækinu í fyrradag. Auk ofangreindra aðila hafa starfsmannafélög og fleiri sýnt áhuga á SR-mjöli hf. eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær en sam- kvæmt upplýsingum blaðsins er talið að á endanum muni valið standa á milli tilboða frá 2-3 hópum fjárfesta. Hlutabréf félagsins sem boðin eru til sölu í einu lagi eru 650 millj. kr. að nafnvirði. Frestur til mánudags Verðbréfamarkaður íslandsbanka hefur umsjón með sölunni og gaf í gær þeim aðilum sem sýnt hafa áhuga á að kaupa fyrirtækið frest til 13. desember til að veita upplýs- ingar um hveijir stæðu þeim að baki. í framhaldi af því verður aðilum svo boðið að gera tilboð í hlutabréfín. Haraldur gagnrýndi að ekki héfðu verið veittar upplýsingar um verð, söluskilmála og fleiri þætti í tengsl- um við sölu félagsins og sagði að það yrði erfíðleikum háð að gefa upplýsingar um alla aðila sem væru viðriðnir málið áður en tiiboð yrðu lögð fram vegna ýmissa viðskipta- legra hagsmunatengsla sem þyrfti að virða. „Ég tél nauðsynlegt að þetta fyr- irtæki komist í hendumar á mönnum sem kunna, vilja og treysta sér til að reka fyrirtæki í þessari grein,“ sagði Haraldur að lokum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Heimtur úr helju HALLDÓR Gíslason ásamt móður sinni, Ásgerði Soffíu Jóhanns- dóttur, á heimili sínu i Höfnum í gær. Ég man bara að pabbi var að draga mig undan bílnum Kcflavík. „ÉG MAN bara að ég ætlaði yfir götuna til að renna mér í brekk- unni sem þar er og síðan ekki meir fyrr en pabbi var að draga mig undan bílnum,“ sagði Halldór Gíslason sem á mánudagskvöld- ið varð fyrir bíl í Höfnum og dróst með honum um 60 m vega- lengd. Halldór, sem er sjö ára, slapp á undraverðan hátt, hann var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík en fékk að fara heim eftir læknisskoðun. Hann var rúmliggjandi í gær samkvæmt læknis- ráði og er talsvert marinn í andliti og víða aumur. Mikill snjór var á götunni þar sem atburðurinn átti sér stað og sagði Gísli Hjálmarsson, faðir Halldórs litla, að snjórinn og að hann hefði orðið vitni að slysinu hefði orðið drengnum til lífs því ólíklegt mætti telja að hann hefði komist undan bílnum af eigin rammleik. - BB Gagnrýnandi blaðsins Musical Opinion Kjörvextir Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs 8,5% og 8,95% Tónn Sigrúnar mikill en samt ótrúlega tær BRESKA tímaritið Musical Opinion birti í nóvemberhefti sínu gagnrýni á tónleika Sigrúnar Eðvaldsdóttur í St. James’s á Picca- dilly, sem haldnir voru 9. september sl. Rifjar gagn- rýnandi Musical Opinion upp að Sigrún hlaut önnur verðlaun í Carl Flesch- keppninni og segir að það eigi ekki að koma á óvart. Leikur hennar beri vott óvenju miklum þroska og sam- eini hún aðlaðandi sviðsfram- komu með aðdáunarverðri spila- mennsku. „Hún er tvímælalaust hæfíleikaríkasti ungi fiðluleikari sem ég hef rekist á frá því að Vengerov skaut upp kollinum. Tónn hennar er mikill en samt ótrúlega tær; það er hrein unun að sjá hana munda bogann og tækni hennar virðist mér vera gallalaus. En fyrst og fremst lif- ir hún sig fullkomlega inn í allt sem hún leikur . .. hún virðist vilja segja áheyrendum sínum — sem voru hugfangnir frá upphafí — „hlýðið á þetta; er þetta ekki of yndislegt til að tjá með orð- um?“ segir gagnrýnandinn og bætir við að það hafí það einmitt verið, nefnilega yndislegra en orð fái lýst. Sigrún Eðvaldsdóttir Islenskt já takk Greinilegur árangur af átakinu 4 VikingalottóiÖ vinsælt Hlutfallslega mest selt af röðum hér á landi 23 Breska konungsdæmið_____________ Efasemda gætir um konungdóm Karls Bretaprins 29 Leiðarí Framtíð Volvo 30 §s HSiSls - Aflnm úr SmuRiinni 7.000 : . - - tonnmu nicin en AcUad var r Ur verinu ► Aflinn úr Smugunni meiri en áætlað var - Trollin of þung fyr- ir Smuguna - Smá kropp á Halan- um - Lítið selt af karfa í haust - Góður gangur hjá Þórshamri Lækkun vaxta hæg- ari en hjá bönkunum ÚTLÁNSVEXTIR á innlendum lánum Iðnþróunarsjóðs hafa lækkað um 0,5 prósentustig að undanförnu en sambærilegir vextir Iðnlána- sjóðs eru óbreyttir frá því sem var fyrir átak ríkisstjómarinnar til þess að Iækka raunvexti um mánaðamótin október/nóvember, en síðan þá hafa vextir á Verðbréfaþingi lækkað um nálægt tvö prósentustig. Kjörvextir á innlendum lánum Iðnþrónarsjóðs eftir lækkun em 8,50% og kjörvextir Iðnlánasjóðs 8,95%, en vemlegur hluti útlána sjóðanna er í erlendri mynt og fylgir vaxtaþróun erlendis. Snorri Pétursson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, sagði að engin lækkun hefði ennþá fengist fram á vöxtum af innlendu lánsfé sjóðsins og því hefðu útlánsvextir sjóðsins verið lækkaðir um hálft pró- sentustig á eigin kostnað og vegna væntanlegrar lækkunar á þeim vöxt- um sem sjóðurinn þyrfti að greiða. Hins vegar hefðu vextir á erlendum lánum lækkað jafnt og þétt að und- Myndosögur ► Fyrstu verðlaun í smásagna- samkeppni - Teiknimyndasaga Bjartmars Leóssonar - Eldvam- argetraun bamsins - Jólaköttur- inn - Pennavinir - Þrautír anfömu. Hluti þeirra lána væri með föstum vöxtum til fímm ára og jafn- vel lengur. Þeir vextir myndu ekki breytast og þar væri því ekkert svig- rúm til að lækka. Vextirnir yrðu endurskoðaðir þegar vaxtakjör sjóðs- ins bötnuðu. Það mál væri til endur- skoðunar hjá þeim aðilum sem hefðu lánað sjóðnum, sem væm ýmsir sjóð- ir og aðrir fjármagnseigendur. Að- spurður sagðist hann ekki búast við að niðurstaða fengist í málið í þessum mánuði. Margrét Jónsdóttir, fjármálastjóri Iðnlánasjóðs, sagði að vextir á inn- lendum lánum sjóðsins hefðu ekki breyst og ástæðan væri sú að sjóður- inn aflaði sér fjár á innlendum mark- aði með sölu skuldabréfa sem bæru tiltekna ávöxtunarkröfu sem ekki væri hægt að breyta eftir á. Á næsta ári myndi sjóðurinn taka ný lán og þá myndi þetta breytast. Þetta tæki lengri tíma en hjá bönkunum sem gætu breytt innlánsvöxtum sínum jafnhliða útlánsvöxtum. Ekkert lánað í íslenskum krónum Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins og stjóm- armaður í Iðnlánasjóði, segir að und- anfarið hafi ekkert verið lánað út úr Iðnlánasjóði i íslenskum krónum. Nokkuð sé um liðið síðan sjóðurinn dró sig út af markaðnum hér og hafí síðan eingöngu boðið erlend kjör. Fjár til þeirra lána sem séu í gangi hafi verið aflað á markaðnum áður en til vaxtalækkunar kom og því séu þeir sem séu með þau lán að borga tiltölulega háa vexti. Hins vegar megi gera ráð fyrir ef vaxtalækkun- in verður varanleg að sjóðimir fari aftur inn á markað hér og taki pen- inga að láni og þá myndi það koma fram í lækkandi vöxtum. ----♦-» ♦--- Bankaráð íslandsbanka Málalykt- umfagnað KRISTJÁN Ragnarsson, for- maður bankaráðs íslandsbanka, kynnti bankaráðinu bréf sitt til Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum á fundi ráðsins í ftær> °g greindi frá málavöxtum og því að deilum hans og Vinnslustöðvarinnar væri með bréfi þessu lokið. Að sögn Vals Valssonar, bankastjóra Islands- banka, var þessum málalyktum fagnað í bankaráði íslands- banka. „Formaður bankaráðsins lagði fram bréf sitt, greindi frá málinu og að því væri lokið. Málalyktum var bara fagnað af bankaráðs- mönnum,“ sagði Valur í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján Ragnarsson vildi ekkert segja þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. f 1 I 1 I 1 I t ( ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.