Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringian 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Framtíð Volvo * Atökin vegna fyrirhugaðrar sameiningar bifreiðafram- leiðendanna Volvo og Renault eru líklega hin mestu, sem um getur í norrænni viðskiptasögu. . Með sameiningunni átti að verða til sjötfa stærsta fyrirtæki veraldar á sviði bifreiðaframleiðslu er myndi tryggja rekstur Volvo og Renault til frambúðar. Niðurstaðan er hins vegar sú að ekkert verður úr sam- runanum og óvíst er hvernig sam- vinnu Renault og Volvo verður háttað í framtíðinni. Pehr G. Gyll- enhammar, stjórnarformaður Volvo til margra ára og líklega þekktasti fyrirtækjastjórnandi Norðurlanda, hefur látið af störf- um og aðrir stjórnarmenn í Volvo hyggjast ekki gefa kost á sér til endurkjörs. í Evrópu líta margir til Svíþjóð- ar og spyija hvort Svíar séu að verða einangrunarsinnaðir. Um- ræður um sameininguna þóttu vera á mjög þjóðernislegum nótum á köflum og ekki boða gott varðandi áform Svía um aðild að Evrópu- bandalaginu. Fyrir þá Evrópubúa sem leita að vísbendingum um aukna ein- angrunarhyggju er í sjálfu sér af þógu öðru að taka: Aukin andstaða við EB-aðild, enginn samruni SAS yið önnur flugfélög og mikil and- Staða við brú yfir Eyrarsund, svo eitthvað sé nefnt. Ný skoðana- könnun meðal stjórnenda sænskra fyrirtækja bendir hins vegar til þess að þetta se ekkert til að hafa áhyggjur af. Attatíu prósent að- spurðra segjast ætla að styðja EB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þrátt fyrir að um helmingur þeirra telji að slík aðild myndi þýða harð- ari samkeppni fyrir fyrirtæki þeirra. Vissulega var deilan um Volvo- Renault mjög tilfinningaþrungin. Enda kannski ekki við öðru að búast. Volvo er stærsta iðnfyrir- tæki Svíþjóðar og bifreiðafram- eiðsla skiptir efnahag Svía gífur- egu máli. í lok síðasta áratugar, jegar hvað best gekk hjá fyrir- :ækjunum Saab og Volvo, störfuðu um 80 þúsund Svíar beint við fram- (eiðslu á bifreiðum og var talið að Um 300 þúsund Svíar hefðu at- Vinnu beint eða óbeint af bifreiða- iðnaðinum. Hagsmunir Svía og Volvo eru því um margt samtvinnaðir. Þann- )g er ein helsta ástæða efnahags- kreppu undanfarinna ára þar í landi ekki hvað síst slæmt gengi þifreiðaiðnaðarins. Mikilvæg for- senda framtíðar hagsældar í Sví- þjóð er því gott gengi Volvo og því skiljanlegt að Svíar vildu fara að öllu með gát er tekin var jafn mikilvæg ákvörðun um framtíð fyrirtækisins og að sameina það öðru fyrirtæki. En það er óumdeilanleg stað- reynd, sem jafnvel hörðustu and- stæðingar sameiningar við Renault viðurkepna, að Volvo þarf á sam- starfsaðila að halda. Raunar á það við um fleiri bílaverksmiðjur en Volvo. Fyrir nokkrum misserum keypti General Motors stóran hlut í Saab-bílaverksmiðjunum. Á svip- uðum tíma keypti Ford Jagúar- verksmiðjurnar. Á undanförnum árum hafa farið fram viðræður á milli Fiat-verksmiðjanna ítölsku og bandarískra fyrirtækja um sam- starf. Almennt er því spáð, að bíla- verksmiðjum fækki mjög á næsta áratug og miklar vangaveltur eru um, hveijar þeirra, sem nú starfa, Iifi af þessa öld. Jafnvel eitt öflug- asta bílafyrirtæki Þýskalands, Volkswagenverksmiðjurnar, á við mikla rekstrarerfiðleika að stríða. Það er ekki síst gífurlegur kostnað- ur við hönnun nýrra árgerða, sem veldur því, að smærri bílafyrirtæki á borð við Volvo leita samstarfs við stærri fyrirtæki. Þess vegna er ekki ólíklegt að Pehr Gyllen- hammar hafi haft rétt fyrir sér í grundvallaratriðum, þótt þeir samningar, sem hann náði við Frakka, hafi ekki þótt fullnægj- andi. Það sem vó þyngst í andstöð- unni var ekki nein andúð á Evrópu eða Frökkum heldur óvissan í kringum ríkiseign franska fyrir- tækisins og hið svonefnda „gyllta hlutabréf", sem vakti grunsemdir um að franska ríkið hygðist áfram hafa afskipti af rekstrinum jafnvel þó að fyrirtækið yrði einkavætt. Nú þegar samrunaáformin hafa runnið út í sandinn verður Volvo að móta nýja stefnu, með eða án Renault. Rekstur fyrirtækisins gengur mjög vel þessa stundina en líkt og Gyllenhammar hefur réttilega bent á mega forystumenn í iðnaði ekki láta mikinn hagnað í ársfjórðungsuppgjöri villa sér sýn. Volvo nýtur nú góðs af hagstæðu gengi sænsku krónunnar undan- farið ár og því að kostnaður við hönnun þeirra tegunda, sem nú eru seldar, er að mestu afskrifaður. Á næstu árum stendur Volvo hins vegar frammi fyrir því að þurfa að endurnýja flestar fólksbílateg- undir sínar með ærnum tilkostn- aði. Það verður varla framkvæm- anlegt án samstarfs við aðra fram- leiðendur. Volvo gat sér gott orð í bifreiða- framleiðslu fyrir mikil gæði og öryggi. Margir sérfræðingar og forystumenn innan Volvo telja líka að gæðaímynd fyrirtækisins hafi beðið hnekki vegna þeirra sam- starfsverkefna, sem fyrirtækið hefur ráðist í á undanförnum tveimur og hálfum áratug, og fleiri framleiðendur leggja nú mikla áherslu á farþegaöryggi. Talsmenn þessara sjónarmiða segja framtíð fyrirtækisins verða að byggjast á því að mynda sér sérstöðu á nýjan leik. Fyrirtækið eigi ekki að stefna á fjöldaframleiðslu líkt og hætta nefði verið ~á með samruna við Renault, heldur að reyna að kom- ast inn á sama markað og til dæm- is þýski bifreiðaframleiðandinn BMW. Volvo og BMW voru ein- mitt fyrirtæki af svipaðri stærð og á svipuðum markaði fyrir um tveimur áratugum. Líkurnar á því, að Volvo takist að ná því marki, eru litlar. I hinum harða heimi bfla- framleiðslunnar þarf meira fjár- hagslegt bolmagn en Volvo og Svíaríki hafa yfir að ráða til þess að standa einn og óstuddur. Önnur umræða um fj ár lagafr um varpið á morgun Fjárlaganefnd skilar tillögum sínum í dag FYRIRHUGAÐ er að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið verði á Alþingi á morgun, en meirihluti fjárlaganefndar þingsins leggur tillögum um útgjaldahlið fjárlaga fram í dag. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram með rúmlega 9,8 milljarða króna halla og er ekki búist við að takist að minnka þann halla áður en frumvarpið verð- ur afgreitt. Yfirlýst var af hálfu ráðherra að leitað yrði leiða til að draga úr fjár- lagahallanum en frá því fjárlaga- frumvarpið var lagt fram í október- byijun hafa ýmsar niðurskurðarleiðir verið endurskoðaðar. Því munu út- gjaldatölur fjárlaganna hækka nokk-- uð við aðra umræðu en búist er við að við þriðju fjárlagaumræðu liggi fyrir tillögur um spamað til að mæta þessum viðbótarútgjöldum þannig að fjárlagahallinn aukist ekki. Meðal annars hefur verið hætt við að innheimta gjald fyrir heilsukort sem átti að skila 400 milljóna króna tekjum og fallið hefur verið frá fleiri niðurskurðarliðum í heilbrigðisráðu- neyti. Á móti hefur komið í ljós, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að útgjöld vegna sjúkratrygginga eru nú talin verða minni en áður var ætláð og heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að náð verði fram sparn- aði í heilbrigðiskerfinu með hagræð- ingu án þess að það bitni á gæðum þess. Hætt hefur verið við að leggja 7-18% toll á jurtaolíu og feiti sem átti að skila ríkinu 20 milljónum króna en gert var ráð fyrir þessari tekjuöflun í stjórnarfrumvarpi um skattabreytingar sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Utanríkis- ráðuneytið hafði gert athugasemdir við þessa tolla og taldi þá bijóta í bága við GATT-samkomulagið og hefur fjármálaráðuneytið nú fallist á að leggja þessa tolla ekki á. Þá eru ýmsir stjórnarþingmenn, á móti þeirri fýrirætlun dómsmálaráð- herra að sameina sýslumannsemb- ætti og ná þannig fram 100 milljóna króna sparnaði. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um að hætta við þessa sameinginu. Ef svo fer verða önnur útgjöld ráðuneytisins skorin niður á móti og hefur framlag til byggingar Hæstaréttarhúss verið nefnt í því sambandi. Útgjöld lækka Stjórnarfrumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum á næsta ári var lagt fram á Alþingi á mánudagskvöld. Þar eru teknar saman ýmsar laga- breytingar sem miða að því að draga saman útgjöld ríksins eins og boðað var í íjárlagafrumvarpinu. Ýmsar lagabreytingar eiga að lækka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 734 millj- ónir króna á næsta ári og skerðing á framlögum til sjóða og ýmissa verkefna nemur 918,5 milljónum króna. Lagabreytingarnar eru af ýmsu tagi. Þar á meðal er ákvæði til bráða- birgða um að sveitarfélög leggi At- vinnuleysistryggingasjóði til 600 milljónir króna til atvinnuskapandi verkefna. Sveitarfélögin greiddu á þessu ári 500 milljónir til þessara verkefna. Þá eiga að sparast 160 milljónir króna með því að fresta framkvæmd ýmissa ákvæða grunn- skólalaga, svo sem að lengja kennslutíma, fækka nemendum í bekkjardeildum, fresta því að koma upp skólaathvarfi við hvern grunn- skóla og fresta því að gefa nemend- um kost á málsverði í skólatíma. Þá eiga 42 milljónir að sparast með því að nota 25% af ráðstöfun- arfé Framkvæmdastjóðs fatlaðra til að rekstrarkostnaðar stofnana fatl- aðra. Heimilað verður að innheimta gjald af nemendum Tækniskóla Ís- lands, Garðyrkjuskóla ríkisins .og Bændaskólans á Hvanneyri og lækk- ar ríkisframlag til þessara skóla um 9 milljónir á móti. Þá á að leggja sérstakt gjald á seldar búvélar sem á að skila 8 milljónum króna. Loks er gert ráð fyrir að ábyrgðasjóði launa verði falin umsjón ríkisábyrgð- ar á orlofí vegna greiðsluerfiðleika launagreiðenda og fellur við það 15 milljóna króna kostnaður á sjóðinn. Nokkrar breytingar verða gerðar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Þar af eru gerðar breytingar til sam- ræmis við lagafrumvarp um trygg- ingagjald og nemur lögbundið fram- lag ríkisins í sjóðinn 100 milljónum krónaa. Aðrar breytingar eru gerðar á lögunum en þær eiga ekki að breyta útgjöldum ríkisins. Þar á meðal er ráðherra heimilt að sameina úthlutunarnefndir bóta og til að ákveða þóknun stéttarfélaga vegna úthlutunar atvinnuleysisbóta. Böðvar Bragason lögreglustjóri ritar dómsmálaráðuneytinu faréf Ráðuneytíð skilgreini hugtakið spilakassi BÖÐVAR Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, hefur ritað dómsmálaráðuneytinu bréf og beðið um að skorið verði úr um það hvort sjálfvirkar happdrættisvélar þær sem Happ- drætti háskólans hyggst taka í notkun á næstunni séu leyfis- skyldar skv. lögreglusamþykkt. Að sögn Elínar Hallvarðsdóttur, deildarlögfræðings hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík, vill embætt- ið hafa vaðið fyrir neðan sig, fá það á hreint hvort gefa þurfi út leyfi fyrir rekstri happdrættisvéla Happdrættis Háskóla íslands. í 28. grein lögreglusamþykktar segi að ekki megi reka knattborð, spila- kassa eða leiktæki án leyfis lög- reglustjóra. Þess vegna hafi í bréfi iögreglustjóra til dómsmálaráðu- neytisins verið beðið um skilgrein- ingu á hugtökunum spilakassi og happdrættisvél þannig að munur- inn, ef einhver er, verði skýr. Misskilningur Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla íslands, seg- ist líta svo á að eigendur þeirra staða þar sem happdrættisvélarnar verði starfræktar séu umboðsmenn happdrættisins, líkt og umboðs- menn þeir sem selja miða í flokka- happdrættinu og skafmiða og fá greidd umboðslaun fyrir. Happ- drættisvélarnar séu einfaldlega þriðja tegund happdrættis. Hann segir að það sé misskilningur að tala um happdrættisvélarnar sem spilavélar. Ragnar segir að sá dráttur sem orðið hefur á að taka vélarnar í notkun stafí af því að verið sé að fara yfir tengingar og prófa búnað- inn fram og til baka og það hafí tekið lengri tíma en áætlað hafí verið. Hann segir að um leið og búið verði að hnýta síðasta hnútinn verði opnað. Sjómannasambandið átti í samn- ingaviðræðum við útvegsmenn síð- astliðinn vetur og í vor, en þá slitn- aði upp úr viðræðunum og frestaði Sjómannasambandið frekari við- ræðum ótímabundið. Formanna- fundur aðildarfélaga sambandsins var svo haldinn 15. október sl. og beindi fundurinn því til aðildarfé- Símabilanir hafa ekki áhrif Happdrættisvélarnar verða sam- tengdar með beinum símalínum sem alltaf eru opnar. Aðspurður um hvort bilanir í símkerfi, líkar þeim sem orðið hafa undanfarið, gætu haft áhrif á vélarnar, t.d. ef bilun yrði í kerfinu í þann mund sem vinningur félli, sagði Ragnar að þær ættu ekki að hafa áhrif. Hann sagði að línan færi ekki í gegnum símstöð líkt og venjuleg símtöl því línan væri alltaf opin. Iaganna að afla sér verkfallsheim- ilda. Hólmgeir Jónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það hefðu félögin verið að gera síðasta mán- uðinn og vætÚSjómannasambandið nú að kalla eftir umboðunum. „Við viljum fá viðræður við útvegsmenn og síðan tengist inn í þetta kvóta- kaupamálið sem við verðum að Stefnir í sjón verkfall um á ALLT stefnir í að aðildarfélög innan Sjómannasambands íslands boði verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum frá næstu áramót- um. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar framkvæmdasljóra Sjómanna- sambandsins hafa aðildarfélög innan þess verið að afla sér verk- fallsheimilda upp á síðkastið, og sagði hann greinilegt að einhug- ur væri 5 mönnum að fara í verkfallsaðgerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.