Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Pólitískur hrá- skinnsleikur eftir Ólaf Steingrímsson í Morgunblaðinu laugardaginn 13. nóvember birtist grein undir yfir- skriftinni „Tekjutenging í heilbrigði- skerfi — ekkert nýtt fyrir sjálfstæð- ismenn“. Greinin er eftir Láru Mar- gréti Ragnarsdóttur alþingismann og þar er gerð tilraun til að bera í bætifláka fyrir síðasta skrípaleikinn í stjórnmálum heilbrigðismálanna. Alþjóð er að sjálfsögðu ljóst að sjálf- stæðismönnum er vandi á höndum við að halda kosningaloforð um að auka ekki skattaálögur á landsmenn á kjörtímabilinu. Henni er einnig ljóst að það er orðhengilsháttur að kalla sumar þær álögur, sem til umræðu hafa verið, annað en skatta. Alþjóð er einnig ljóst að núverandi heilbrigðisráðherra átti tveggja kosta völ við að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann var neydd- ur til að velja á milli niðurskurðar á *" þjónustu sem allir eru sammála um að ekki skuli skerða meira en orðið er eða fjármögnunar vandans með aðferðum sem ekki má nefna réttu nafni. Þjóðin brosir alltaf út í annað þegar stjórnmálamenn nota orð- hengilshátt til að verja vanefndir kosningaloforða en brosið stirðnar þegar orðhengilshátturinn veldur því að mikilsverðar ákvarðanir eru rang- lega teknar. Öllum má vera ljóst að hvorki þjóðin sjálf, heilbrigðisráð- herrann né sjálfstæðismefín vilja •4*- heilsukort. Hún ætlast til þess að gripið sé til aðgerða sem duga til frambúðar þó svo að forysta Sjálf- stæðisflokksins verði að bíta í súrt epli og viðurkenna að ekki hafi ver- ið unnt að standa við gefin fyrirhe- it. Lára Margrét gerir að umtalsefni stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem felst í endurvakningu tryggingahug- taksins og „aftengingu“ framlaga til heilbrigðismála. Hér er um að ræða framfaramál, sem eru of mikil- væg til þess að þeim sé skotið á frest vegna þess að það hentar póli- tík dagsins að hafa „skammtíma-/ langtímasjónarmið" sem liggja í kross. Kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins ætlast til þess að stefnu flokks- ins sé framfylgt og því verður vart trúað fyrr en á reynir að Alþýðu- flokkurinn fáist ekki til- samstarfs um slíkt tryggingakerfi þar sem bætur og iðgjöld eru tekjutengd. Fjármögnun heilbrigðismála í grein Láru Margrétar er rétti- lega bent á að útgjöld til heilbrigðis- mála hafa aukist til muna á síðustu árum og spáð er aukningu enn um hríð. Ekki skulu bornar brigður á það. Slíkar spár vekja oft ugg í bijósti stjórnmálamanna sem líta á heilbrigðisþjónustuna sem óseðjandi hít. Slíkur ótti stafar oft af misskiln- ingi og vanþekkingu á tveimur grundvaliaratriðum. Tekið skal fram að undirritaður er ekki að ætla al- þingismanninum slíka vanþekkingu eða misskilning. Fyrra atriðið bygg- ist á þeirri firru að framförum við lækningar fylgi jafnan aukin útgjöld. Tækniþróun við lækningar er stundum skipt í þrjá flokka með til- liti til hagkvæmni. í fyrsta flokki er það sem réttast er að kalla lág- tækni _eða tæknileysi (nontechno- logy). í þessum flokki eru aðgerðir, sem oftast breyta litlu eða engu um gang sjúkdóma en beinast einkum að því að bæta líðan sjúklingsins. Á ensku hefur þetta verið nefnt „supp- ortive care“ eða stuðningsmeðferð. Þetta var það eina sem hægt var gera fyrir sjúklinga með heilahimnu- bólgu, mænuveiki og lungnabólgu og aðra smitsjúkdóma áður en sýkla- lyf og ónæmisaðgerðir komu til sög- unnar og það eina sem enn í dag Hiðrómaða 35 rétta jólahlaðborð Shúía Hansen Verð: í hádeginu kr. 1.695, Á kvöldin kr. 2.395,- Verið velkomin á Matreiðslumcistarar: Skúli Hansen og Jóbann Sveinsson. SMIabru Veitingahús við Austurvöll Pantanir í síma 62 44 55 Canon > REIKIMIVEL með bleksprautuprentun •orugg •hraövirk •hijóölát •ódýr SKRIFVÉLINHF SUÐURLANDSBRAUT 6, SlMI 685277, FAX 689791 stendur til boða sjúklingum með heila- og mænusigg, sum krabba- mein og vissa geðsjúkdóma svo eitt- hvað sé nefnt. Kostnaður við aðgerð- ir í þessum flokki er breytilegur, en þó þær séu sjúklingum mikilvægar er fjárhagsleg hagkvæmni oftast lít- il. _ í öðrum flokki er það sem kalla mætti hálftækni (halfway technology). Hér falla undir aðferðir sem eru notaðar til þess að draga úr afleiðingum sjúkdóma og lengja líf. Sem dæmi má nefna: líffæra- ígræðslur, ísetningu gerviliða eða annarra gervilíffæra. Margt af því flókna kerfi sem tengist lækningum á kransæðasjúkdómum fellur í þenn- an flokk og sömuleiðis margar að- gerðir gegn krabbameini. Oft er um að ræða hluti sem byggjast á há- tækni en eru frumstæðir að því er varðar lausn á vanda sjúklingsins. Tækninýjungar af þessu tagi vekja oft mikla athygli fjölmiðla og er hampað sem miklum framförum í lækningum þó að oft hafi þær Iítil áhrif á læknisfræði sem fræðigrein. Oftast er hér um að ræða kostnað- arsama hluti sem krefjast mikilla spítalabygginga og fjölgunar starfs- fólks. í þriðja flokki er forvarnarstarf sem kemur í veg fyrir sjúkdóma og lækningar sem vinna bug á sjúkdóm- um. Onæmisaðgerðir og lækningar með sýklalyfjum má nefna sem dæmi. Oft er um að ræða markviss- ar og áhrifamiklar aðgerðir sem eru lítið í sviðsljósi og taldar sjálfsagðar en sem stundum eru vanmetnar og jafnvel vanræktar. Gjarnan er um að ræða tiltölulega ódýrar aðgerðir. Mörg dæmi má nefna um verulega minnkun kostnaðar þegar tæknin færist af öðru stigi á hið þriðja. Frægasta dæmið er líklega útrýming lömunarveikinnar. Talið var að Bandaríkjamenn hefðu árlega varið einum milljarði bandaríkjadala til stofnana, sem fórnarlömb veikinnar voru vistuð á, fyrir daga bóluefnis- ins. Lokaátak til að fullkomna bólu- efnið kostaði um 40 milljónir dala og notkun þess er ódýr. Besta ný- lega dæmið er meðferð maga- og skeifugarnarsára. Framan af öldinni lést fjöldi sjúklinga af völdum blæð- inga og lífhimnubólgu í kjölfar mag- asára. Þegar leið á öldina þróuðust skurðaðgerðir sem björguðu lífi slíkra sjúklinga og hægðu á sjúk- dómi þeirra. Einnig lágu slíkir sjúkl- ingar langtímum saman á sjúkrahús- um til þess að „græða magasárið" með sérstöku matarræði og lyfjum. Þessar aðgerðir áttu það sameigin- legt að vera dýrar og ófullnægjandi. Eftir miðja öldina komu síðan fram lyf sem hemja sýrumyndun magans og gerðu aðgerðir og spítalalegur að mestu óþarfar. Þó að lyfin væru dýr („dýru magalyfin") hlaust mikill spamaður af notkun þeirra. Gallinn var þó sá að þau læknuðu ekki allt- VEGLA Glersteinn á góðu verði f AjLFABORG" KNARRARVOGI 4 • * 686755 Ólafur Steingrímsson „Með tilliti til þess, sem sagft hefur verið hér að ofan, er skorað á Guð- mund Arna Stefánsson heilbrigðisráðherra að stuðla að samstarfi heil- brigðisnefnda Alþýðu- flokks og Sjálfstæðis- flokks í því augnamiði að koma á sjálfstæðum almennum sjúkratrygg- ingum að nýju og til að endurskoða fjármögn- un sjúkrahúsaþjón- ustunnar.“ af sjúkdóminn þó að þau græddu sárin og sjúklingum hætti til að fá sár aftur. Nú eru lækningar þessa sjúkdóms að færast á þriðja tækni- stig því komið hefur í ljós að bakter- ía að nafni Helicobacter pylori er undirrót sjúkdómsins og lækning hans er háð því að henni sé útrýmt úr maga sjúklingsins. Þó að bakter- ían sé næm fyrir fjölda sýklalyfja ber meðferð með slíkum lyfjum ekki alltaf fullkominn árangur. Innan tíð- ar, þegar meðferð hefur verið full- komnuð, mun meðferð þessa sjúk- dóms ekki valda þjóðfélaginu um- talsverðum útgjöldum. Síðara atriðið, sem spár um aukin útgjöld til heilbrigðismála eru stund- um byggðar á, er sá misskilningur að framlög til heilbrigðismála séu forgangsstærð en ekki afgangs- stærð. Stjórnmálamönnihn kann stundum að finnast sem framlög til heilbrigðismála séu forgangsstærð, einkum þegar kröfur eru um fjár- mögnun nýjunga eða þegar kemur að endurnýjun dýrra eininga. En framlög til heilbrigðismála eru af- gangsstærð eins og sannfærast má um með því að líta til annarra þjóða. Hver þjóð sníður sínum heilbrigðis- útgjöldum stakk eftir vexti. Ef litið er til nokkurra þjóða í Suður-Amer- íku sést að ef þessar þjóðir gerðu kröfu um að allar konur skuli fæða á fæðingarstofnunum líkt og hér á landi yrði kostnaðurinn meiri en sem nemur heildarútgjöldum þessara þjóða til heilbrigðismála. Þar sem framlög til heilbrigðis- kerfisins eru afgangsstærð verða lj'ármunir til ráðstöfunar alltaf tak- markaðir. Því er brýnt að hag- kvæmnis- og hagræðingarsjónarmið ráði ferðinni þegar hugað er að skipulagi og fjármögnun heilbrigðis- mála. A sama hátt og huga ber nú Wicanders Kork-o^Plast EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. .Kork-o-Plast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. .Kork-o-Plast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 að þeim grunnhugmyndum sem voru undirstaða sjúkrasamlaganna, sem gengið höfðu sér til húðar áður en þau voru lögð niður, þarf nú að end- urskoða fjármögnun sjúkrahúsanna. Daggjaldakerfið hafði einnig gengið sér til húðar og olli aukakostnaði og sparnaður varð sennilega af því að taka upp föst fjárlög þó engar tölur séu tiltækar um það. Nú er þörf á að kanna að nýju hvort stofn- anir skuli fá framlög í samræmi við afköst og framleiðni. Það þarf ekki mikinn hagfræðing til þess að sjá að sígildar sparnaðaraðferðir stofn- ana, sem eru á föstum fjárlögum, svo sem tímabundnar lokanir á ein- stökum deildum, eru líkt og að pissa í skóinn sinn og eins líklegar til að valda auknum kostnaði eins og sparnaði. Skipulag sjúkrahúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Eitt þeirra mála, sem nú krefjast úrlausnar, er skipulag sjúkrahús- • þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið hefur verið að fækka bráða- sjúkrahúsum úr þremur í tvö en enn hefur ekki verið fullmótuð stefna um hvort eða að hve miklu leyti sjúkrahúsin skuli starfa sem sjálf- stæðar einingar eða hvort þau skuli sameinuð eða starfa náið saman. Fyrir tveimur til þremum árum stóð til að Landspítalinn mótaði stefnu um þróun sína næstu fímm árin, svo sem gert er ráð fyrir í lögum. Fengn- ir voru virtir erlendir ráðgjafar, sem fljótt komust að þeirri augljósu nið- urstöðu að ekki væri unnt að gera áætlanir um starfsemi spítalans án þess að taka mið af þróun hinna spítalanna. Sérfræðingarnir komust einnig fljótt að þeirri niðurstöðu að sameining sjúkrahúsa væri líkleg til að spara fé. Þeir höfðu ákveðnar hugmyndir um hvernig að slíkri sam- einingu skyldi standa en því miður fengu tillögur þeirra lítinn hljóm- grunn. Vafalaust yrði sjúkrahúsa- þjónustan í borginni góð ef hér væru tvö sjálfstæð sjúkrahús sem fengju næga fjármuni til uppbyggingar. Undirritaður frétti nýlega af lítilli borg í miðríkjum Bandaríkjanna (nokkru stærri en Reykjavík) þar sem sameiningarumræður milli sjúkrahúsa fóru út um þúfur. Nú eru þar tvö öflug sjúkrahús í harðri samkeppni og hafa bæði þyrlupall og eigin þyrlu til að sækja sjúklinga á slysstað eða í heimahús. Það ætti að vera ljóst af reynslu síðustu ára að það munu ekki fást nægilegir fjármunir til þess að byggja upp fullnægjandi þjónustu á tveimur bráðasjúkrahúsum í Reykja- vík. Allar götur síðan í ráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar, sem fyrstur krafðist flats niðurskurðar, hefur sorfið að sjúkrahúsum borgarinnar og uppbygging þeirra hefur ekki verið með eðlilegum hætti. Þetta á við um Borgarspítalann og Landspít- alann. Fjárskorturinn hefur því mið- ur oft valdið því að gripið hefur ver- ið til óhagkvæmra ráðstafana sem valda auknum kostnaði. Það virðist sýnt að öflug uppbygging hefst ekki fyrr enn stefna um sameiningu eða mjög náið samstarf sjúkrahúsanna hefur verið mótuð. Lokaorð Með tilliti til þess, sem sagt hefur verið hér að ofan, er skorað á Guð- mund Árna Stefánsson heilbrigðis- ráðherra að stuðla að samstarfi heil- brigðisnefnda Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks í því augnamiði að koma á sjálfstæðum almennum sjúkratryggingum að nýju og til að endurskoða fjármögnun sjúkrahúsa- þjónustunnar. Einnig er hér með skorað á heilbrigðisráðherra og Markús Örn Antonsson, borgar- stjóra Reykjavíkurborgar, að leita sameiginlega eftir óháðri ráðgjöf frá útlöndum um hagkvæmni þess að sameina stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík eða koma á nánu form- legu samstarfi þeirra á milli. Starfið þarf að vinnast í samvinnu við menntamálaráðherra, þar sem nið- urstaðan varðar læknadeild háskól- ans og aðrar kennslustofnanir heil- brigðisstétta miklu. Höfundur eryfirlæknir sýklarannsóknadeildar Landspítalans og framkvæmdasijóri sýkla- og veirufræðisviðs Ríkisspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.