Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 „Tilraunastarfsemi á börnum“ Athugasemd frá Karatefélagi Reykjavíkur | Frá Jónínu Olesen: Laugardagskvöldið- 27. nóvem- ber voru sýndar í fréttum ríkissjón- I varpsins myndir af keppni sem hafði verið haldin þann sama dag. Þar voru greinilega lítt þjálfuð I börn og unglingar að keppa í ein- hveiju sem skýrt hefur verið fujuka-do. Ekki nóg með það, held- ur áttu að vera þarna karate-menn og judo-menn ásamt enn fleiri teg- undunum af bardagaíþróttamönn- um. Þessi keppni hafði verið kynnt í blöðum eins og að nú ætti að fá úr því skorið hvaða bardagalist stæði uppi sem sigurvegari, þ.e. karate-, judo-, fujuka-do-, kung- fu-, kick box- og ninjutsu-menn áttu að eigast við. Við hjá KFR héldum að þetta væri opin keppni og nokkrir höfðu hug á að skrá sig, en fengu þau svör að þetta væri aðeins fyrir félagsmenn þeirra sem stóðu að mótinu. Nú fór þetta að verða forvitnilegt, því allir vissu að þetta félag var stofnað í septem- 1 ber og gefur augaleið að ekki næst mikil reynsla á nokkrum mánuðum. Undirrituð fylgdist með ) þessu móti í rúmlega tvo klukku- tíma, tvo mjög pínlega (sorglega) klukkutíma. Þama vora hvorki karate- né judomenn. Því miður var þetta mun lágkúralegra en ég bjóst við. Þama vora ungir dreng- ir að slást mjög ómeðvitað og voru stigin augljóslega tilviljunarkennd. Tæknin var engin og virðingin fyr- ir andstæðingnum mjög takmörk- uð. Markmiðið virtist vera að djöfl- ast sem mest og gilti þá einu hvar högg og spörk lentu. Það var allt að því ómögulegt að átta sig á stigagjöf dómaranna í þessum hamagangi. Eftir að hafa leitað upplýsinga um reglur, var það , Pennavinir Frá Brasilíu skrifar 28 ára við- I skiptafræðingur með margvísleg w áhugamál: Daniel F. Vitor, Rua Major Zanani 318, 12080-060, Taubate, SP, Brazil. Tvítug japönsk stúlka með áhuga átónlist, bókalestri, íþróttum o.fl.: Ayako Ohno, 3-3-17 Shirayama-cho, Kasugai-shi, Aichi, 487 Japan. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga. á ljósmyndun, kvik- myndum og póstkortum: Dorothy Barba Davis, P. O. Box 1063, Jackson Str., Cape Coast, | Ghana. Italskur 28 ára karlmaður, nem- ur sagnfræði við háskólann í Písa: | Marcello Paolocci, VCia Marina Vecchia, 101, 1-54100 Massa, Italia. LEIÐRÉTTIN G AR 1984 ekki 1948 I minningargrein Ástu Jónsdótt- ur frá Deildará um Guðmundu Jó- hannsdóttur kennara frá Kirkjubóli í Múlasveit í Morgunblaðinu í gær urðu stafavíxl í ártali, þar sem get- ið var um dánarár Gunnars, yngri bróður Guðmundu. Hann dó árið 1984, en ekki 1948 eins og misrit- Paðist í greininni. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Sveins Rúnars Eiríkssonar í mynda- texta með frétt af Kauphallarmóti Bridgesambands íslands í Morgun- blaðinu í gær. Er beðist velvirðing- ar á þessum mistökum. ekkert auðveldara vegna þess að þessi keppni var hugsuð til að búa til reglurnar, þær voru varla til! Þetta kalla ég tilraunastarfsemi og mér finnst það helst vera í gróðaskyni fyrir þann sem að þessu stendur. Við sem höfum stundað karate í fjölda ára hér á landi, keppt erlendis og átt þátt í að efla hróður karateíþróttarinnar hér- lendis, hörmum mjög þessa þróun. Þetta sem sást þama í Sjónvarpinu er kolröng mynd af þeirri starfsemi sem fram fer hjá karatefélögum sem flest hafa metnað fyrir hönd íþróttarinnar. Á íslandsmeistara- mótum í karate hérlendis fær eng- inn undir 12 ára aldri að keppa í frjálsum bardaga og alls ekki nema hann hafi æft 2-3 ár. Þar eru reglur líka mjög strangar og fara dómarar eftir alþjóðastaðli hvað varðar snertingu, aga, klæðnað o.fl. Það kom a.m.k. einu sinni fyrir í þessari keppni að keppandi reiddist svo að hann veittist að dómaranum í offorsi. Slík hegðun myndi leiða til brottvísunar af lei- kvelli og jafnvel út úr húsinu ef um karate-keppni væri að ræða. Það sama gildir um ljótt orðbragð. Keppandi á að vera það vel undir- búinn fyrir keppni að hann hafi stjórn á huga og líkama. Annað þykir mér afar athyglisvert og það er titill þess sem stóð að keppn- inni, 10. dan. Almenningi til fróð- leiks get ég upplýst að ef reglulega er æft (þ.e. karate) tekur það góð- an nemanda 5-7 ár að ná svörtu belti, 1. dan. Þá er miðað við að viðkomandi æfi hefðbundið karate. Til að ná 2. dan. þarf svo að æfa í tvö ár frá þeim tíma sem 1. dan. var tekið. Og til að ná 3. dan þarf að æfa í 3 ár og svona gengur þetta koll af kolli. Þegar komið er upp í 5.-7. dan er svo meira tekið mið af hvernig viðkomandi starfar að málum karate, hvort harin stuðl- ar að útbreiðslu íþróttarinnar, hvort hann kenni nemendum sínum stig af stigi uppbyggingu þess stíls sem um er að ræða o.s.frv. fyrir utan að stunda hana sjálfur af kappi. Við sem störfum að karate- málum hérlendis myndum fagna allri samkeppni, þar sem fag- mennska og umhyggja nemenda sæti í fyrirrúrrii. Allt annað er fúsk og tel ég að ekki eigi að með- höndla bardagaíþróttir með til- raunir í huga. Nú era ríflega 20 ár frá því að karate-þjálfun hófst á íslandi. ís- lenskir karate-iðkendur hafa æft mikið erlendis hjá úrvals karate- þjálfuram, keppt á mörgum sterk- um viðurkenndum mótum og ávallt borið sig drengilega. íslenskir kar- ate-kennarar hafa því orðið tölu- verða reynslu og kyngja ekki hvaða vitleysu sem er. Við eram því síður hrifin af að karate sé kennt við slíkan ófögnuð sem áhorfendum var boðið upp á íslenska ríkissjón- varpinu. Vil ég nú beina lokaorðum mín- um til íslenskra foreldra og biðja þá um að vera vakandi yfir því hvar börnin þeirra æfa og mark- miðsins með þjálfuninni. Ég vil einnig hvetja efasemdarmenn til að koma og fylgjast með karate- æfingum hjá okkur hvenær sem er og ræða við okkur um starfsem- ina. Með vinsemd og virðingu, JÓNÍNA OLESEN, 2 dan Okinawa goju-ryu, Karatefélagi Reykjavíkur. VELVAKANDI ERFITT AÐ GEFA SMÁFUGLUNUM VEGNA KATTANNA ÞÓRÐUR Helgason, Selvogs- granni 31, hringdi til Velvakanda og kvartaði sáran undan því hversu mikið væri af köttum í Selvogsgranni og Sporðagranni. Hann hefur í áraraðir gefíð smá- fuglunum, en fínnst nú að hann sé að leiða þá í gildra með matarg- jöfunum því um helgina hafí sami kötturinn, bjöllulaus, drepið tvo þresti. Það var sárt að horfa upp á og biður hann kattaeigendur að huga að þessu. TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugoi töpuðust BRÚN mjó spangargleraugu töpuðust sl. laugardagskvöld ein- hvers staðar á leiðinni milli Kleppsvegar og Efstasunds. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 683842. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í svörtu hulstri töpuðust í Vesturbæ Reykjavíkur fimmtudagirin 2. desember sl. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 29672 eftir kl. 17. Fundariaun. Týnt armband GULLARMBAND tapaðist, lík- lega á bílastæði Kringlunnar eða inni á ganginum, si. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 71831 eftir kl. 17. Vegleg fundar- laun. BARNAGLERAUGU í VERSLUNINNI EITT OG ANNAÐ BARNAGLERÁUGU voru skilin eftir í versluninni Eitt og annað, Hrísateigi 47, í sumar. Eigandi má hafa samband við verslunina í síma 30331. GÆLUDÝR Kettlingar óskast TVEIR kassavanir fallegir kettl- ingar óskast, helst fyrir jól. Verið svo væn að hringja í síma 658213 eftir hádegi. D A G 10-18- KRINGWN Glæsilegir skíðasamfestingar á börn og unglinga á frábæru verði 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. Stærðir: 90-110 kr. 3.900 120-140 kr. 4.900 150-180 kr. 6.900 3 litir mmuTiuFmm GLÆSIBÆ. S/MI812922 Canoii FAX L 770 •Laser prentun____ •Veniulequr pappír •64 gráskalar •172 skammvalsminni •tölvutengianlegt •Hophringing Kr. 198.700.-stgr .m/vsk. SKRIFVELIN ■ SUÐURLANDSBRAUT 6, sImI 685277, FAX 689791 Canon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.