Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 —-i—r~r '-’.&t’ uvir;—v , t\ í i r u— íslandsdeild Norðurlandaráðs Elín Flygenring ráð- in forstöðumaður ELÍN P. Flygenring hefur verið ráðin forstöðumaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs með aðsetur í Reykjavík og tekur hún við stöð- unni 1. febrúar nk. Elín var valin úr hópi fjörutíu umsækjenda. Hún tekur við af Snjólaugu Ólafsdóttur sem gegnt hefur starfi forstöðu- manns sl. ár og tekur nú til starfa á skrifstofu Norðurlandamála í forsætisráðuneytinu. Elín útskrifaðist úr lögfræðideild Háskóla íslands 1982 og starfaði sem framkvæmdastjóri Jafnréttis- ráðs frá 1982 til 1986. Sama ár hélt hún út til framhaldsnáms í samanburðarlögfræði við Stokk- hólmsháskóla þaðan sem hún út- skrifaðist 1988. Að loknu námi hóf Elín störf sem ritari menningar- og menntamálanefndar Norðurlanda- ráðs á forsetaskrifstofu ráðsins og hefur starfað þar síðan. í samtali við Morgunblaðið sagði Elín að henni þætti það ánægjulegt að geta starfað áfram að norrænum Flygenring málefnum og nú á íslandi eftir sjö ára búsetu í Sví- þjóð. „Ég hef séð í starfi mínu hvað ísland hagnast á þessu samstarfi við Norðurlöndin, þrátt fyrir að margir haldi öðru fram,“ segir Elín, „og hef þá trú að við munum hagn- ast enn frekar í framtíðinni eftir því sem hin Norðurlöndin fara meira úr í evrópskt samstarf.“ Utlánsvextir banka og sparisjóða Meðalextir á I. II. III og IV. ársfjórðungi 1993 LANDSBANKI ISLANDSBANKI Raunvextir óverötryggð ra skuldabréfalána BÚNAÐARBANKI 14% ■ Raunvextir verðtryggðra skuldabrefalána SPARISJÓÐIR Vextir á óverðtryggðum skuldabréfalánum mjög sveiflukenndir á árinu Raunvextir hafa sveifl- ast frá 7,6% í 13,3% Agúst Þór Arnason ritstýrir Tímanum STJÓRN Mótvægis hf., útgáfufélags Tímans, hefur ákveðið að fela Ágústi Þór Árnasyni ritstjórn blaðsins um stundarsakir. Þór Jóns- son, fyrrverandi ritstjóri, sagði starfi sínu lausu á mánudag. Ágúst hefur sinnt starfi fram- kvæmdastjóra Tímans undanfar- ið og mun gera það áfram ásamt Bjama Þór Ósk- arssyni, sem situr í stjórn Mótvægis hf. Ágúst Þór sit- ur einnig í stjórn Mótvægis sem varamaður. Aðspurður Ágúst Þór Arnason um það hvort þær breytingar sem gerðar voru á Tímanum í ritstjóratíð Þórs Jónssonar, m.a. hinar útlitslegu, myndu halda sér sagði Ágúst að gaman gæti orðið að fylgjast með Tímanum á næstunni, það væri aldrei að vita hvað gerðist, en vildi ekki segja til um hvort hann ætti þar við ritstjórnarlegar eða útlits- legar áherslur. Hann sagði þó að ritstjórnarstefnan yrði áfram óháð. „Þetta verður mjög erfítt en alls ekki vonlaust og í raun lít ég svo á að hér sé um alvöru tilraun að ræða. Allt tal um að þetta sé farið aftur til Framsóknar er ekki rétt. Hér eru bara stærstu hluthafarnir, og Framsókn er þeirra á meðal, að klára það verk sem hafíð var. Nú verður gripið til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að blaðið haldi áfram að koma út,“ sagði.Ágúst. Nam réttarheimspeki í Þýskalandi Ágúst nam heimspeki auk lög- fræði og stjórnmálafræði á árunum 1985—1988 við Die Freie Universi- tát í Berlín og var í magisternámi í réttarheimspeki við sama skóla til 1990. Auk ritstarfa hefur Ágúst verið fréttaritari fyrir Bylgjuna og Ríkisútvarpið og síðar fréttamaður á Ríkisútvarpinu. I byrjun næsta árs kemur út bók eftir Ágúst um mannréttindi. Hún er gefin út á vegum Rauða krossins, Amnesti International, Bamaheilla, þjóð- kirkjunnar, menntamálaráðu- neytisins og Námsgagnastofnunar. RAUNVEXTIR á óverðtryggð- um skuldabréfalánum banka og sparisjóða hafa verið mjög sveiflukenndir á árinu og hafa sveiflast frá því að vera lægstir 7,6% hjá Landsbankanum að meðaltali á þriðja ársfjórðungi í það að vera hæstir 13,3% hjá ís- landsbanka á öðrum ársfjórðungi ársins. Raunar er útlit fyrir að raunvextir verði litlu lægri á síð- asta ársfjórðungi ársins hjá inn- lánsstofnunum miðað við að vext- ir verði óbreyttir út árið og áætl- aða hækkun lánskjaravísitölu í desember eða á bilinu 12,3% í Landssbanka í 12,9 til 13% hjá sparisjóðunum, Búnaðarbanka og Islandsbanka. Að teknu tilliti til hækkunar láns- kjaravísitölu kemur í ljós að raun- vextir óverðtryggðra skuldabréfal- ána hjá Búnaðarbanka og íslands- banka eru á öllum ársfjórðungum ársins hærri en vextir á verðtryggð- um lánum, en raunvextir óverð- tryggðra skuldabréfalána hjá Landsbankanum og sparisjóðunum fara niður fyrir vexti á verðtryggð- um lánum á þriðja ársfjórðungi eins og meðfylgjandi línurit ber með sér. í upphafí ársins eru vextir óverðtryggðra skuldabréfa tæpu prósentustigi hærri en vextir á verð- tryggðum lánum. Þessi munur vex verulega og verður um 3.prósentu- stig á öðrum ársfjórðungi hjá öllum innlánsstofnunum. Á þriðja árs- fjórðungi fylgja nafnvextir íslands- Nýr aðili tekur við rekstri útvarpsstöðvarinnar FM 957 Lögbanns krafíst vegna vangold- inna höfundarréttargreiðslna NÝR aðili, TT-ráðgjöf hf, tók í gær við rekstri útvarpsstöðvarinn- ar FM 957 af hlutafélaginu Útvarpsmiðlun. Hjá embætti sýslu- mannsins i Reykjavík Iiggur beiðni sem ætlunin var að úrskurða úm á morgun frá Stefi, Samtökum tónskálda og eigenda flutnings- réttar, um lögbann við þvi að FM 957 sendi út tónlist sem háð er ákvæðum höfundarréttar. Að sögn Eiríks Tómassonar hrl, Iögmanns Stefs hefur Útvarpsmiðlun ekki staðið skil á höfundar- réttargreiðslum allt þetta ár og nema vanskilin milljónum króna. Sverrir Hreiðarsson fráfarandi framkvæmdastjóri FM 957 sagði við Morgunblaðið í gær að Útvarpsmiðlun hf yrði tekin til gjald- þrotaskipta þann 15.desember. Þá verður tekin fyrir í Héraðs- dómi gjaldþrotaskiptakrafa Sambands flytjenda og hljómplötuút- gefenda. Að sögn Hróbjarts Jónatanssonar hrl, lögmanns SFH, skuldar Útvarpsmiðlun hf sambandinu 3-4 milljónir króna í rétt- hafagreiðslur. Sverrir Hreiðarsson sagði að sér og Útvarpsmiðlun hf væri rekstur FM 957 nú alveg óvið- komandi og væntanlegt gjaldþrot Útvarpsmiðlunar ætti á engan hátt að snerta rekstur FM 957. Hann kvaðst telja víst að TT-ráðg- jöf hf hefði fengið útvarpsréttar- leyfí hjá útvarpsréttamefnd og heimild til útsendinga hjá Pósti og síma. Sverrir sagði að Útvarps- miðlun hefði skilað inn senditíðni sinni og leyfi til útvarpsrekstrar. Tækin seld og leigð Hann sagði að hlutafélagið Höndull hefði með samningi í september sl keypt af Útvarps- miðlun þau tæki sem notuð eru við útsendingar hjá FM 957 og leigt þau fyrirtækinu aftur. Nú hefði TT-ráðgjöf væntanlega ann- að hvort keypt eða tekið þau tæki á leigu. Útvarpsmiðlun tók við rekstri FM 957 1. nóvember 1992 af fyrirtækinu Fijálsum miðli hf, sem var í eigu skyldra aðila. Hvorki náðist í gær tal af Karli Ragnarssyni, forsvarsmanni TT- ráðgjafar, í gær né talsmanni út- varpsréttarnefndar. Eiríkur Tómasson hrl, sagði við Morgunblaðið í gær, áður en frétt- ist um breytingar á rekstri stöðv- arinnar, að lögbannskrafa Stef miðaðist við að lagt yrði bann við því að FM 957 yrði bannað að útvarpa tónlist sem háð er höfund- arrétti. Flutningur allrar tónlistar er háður höfundarrétti nema meira en 50 ár séu frá andláti höfundar. Útlánsvextip 1. júlí tH 1. janúan Mismunun_______Mismuuur: *Meðalvextir. Miðað er við lánskjaravfsitölu, 3351 (janúar, og óbreytta vexti úl árið. banka og Búnaðarbanka þeirri verðbólgusveiflu sem varð á þriðja ársfjórðungi í kjölfar gengisfelling- arnar á sama tíma og vextir óverð- tryggðra lána verða lægri en verð- tryggðra hjá Landsbanka og spari- sjóðunum. Á síðasta ársfjórðungi eykst bilið aftur og til viðbótar kem- ur að raunvextir á verðtryggðum lánum lækka í kjölfar aðgerða stjórnvalda til að lækka vextina. Samaburður á vöxtum Ef bornir eru saman vextir á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum hjá hverri innlánsstofnun fyrir sig á síðari hluta ársins frá 1. júlí til 1. janúar kemur í ljós að vaxtakostnaður af verðtryggðu láni er í öllum tilfellum lægri. Minnstur er munurinn hjá Landsbankanum 1,3 prósentustig en mestur hjá ís- landsbanka 2,5 prósentustig. Mis- munur hjá sparisjóðunum er 1,5 prósentustig og mismunurinn hjá Búnaðarbanka 2,2 prósentustig. Rúmum þremur pósentustigum munar á vöxtum hagstæðasta verð- tryggða lánsins og óhagstæðasta óverðtryggða lánsins. Forsendur eru þær að vextir breytist ekki á þeim tveim vaxtabreytingardögum sem eftir eru á árinu og að láns- kjaravísitala 3351 gildi í janúar. Ef 100 þúsund króna skulda- bréfalán hefði verið tekið um mitt ár og borgað niður nú um áramótin hefði vaxtakostnaðurinn verið lægstur á verðtryggðu láni í Lands- banka 6.476 krónur en hæstur á óverðtryggðu láni í íslandsbanka 8.165 krónur. Munurinn er rúmar 1.700 krónur. Vaxtakostnaður af verðtryggðu láni er lægri en á óverðtryggðu hjá öllum bönkunum. Munurinn er minnstur í Lands- banka 779 krónur, næstminnstur í sparisjóðunum 859 krónur, 1.209 krónur í Búnaðarbankanum og mestur í íslandsbanka 1.362 kr. KK-band nær sáttum við Skífuna og Spor STJÓRN Skífunnar hf. og KK-band sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að þessir aðilar harmi „þá atburði sem átt hafa sér stað undanfarna daga og lýsa því hér með yfir að á milli þeirra sé engin ágreiningur. Jafnframt vill stjórn Skífunnar hf. árétta að félag- ið vill gott samstarf við alla tónlistarmenn um útgáfu þeirra.“ Und- ir þetta rita Kristján Kristjánsson fyrir hönd KK-bands og Jón Ólafs- son, stjórnarformaður Skífunnár, en KK-band stöðvaði sölu á plötu sinni til verslanna Skífunnar og Spors fyrir skömmu vegna ágrein- ings um uppstillingu hennar í búðunum. Að sögn Steinars Bergs ísleifssonar mun Spor hf. senda frá sér samhljóða tilkynningu I dag. Steinar Berg kveðst vona að um fullar sættir sé að ræða og segist telja að uppákoma sú sem hafi átt sér stað hafi ekki verið neinum til framdráttar. Aðspurður um hvort þessar sættir þýði að jafn vel verði gert við hljómplötur óháðra útgef- enda í verslunum Spors hf. og út- gáfu fyrirtækisins, segir Steinar að smásala lagi sig að þeirri eftirspurn sem myndist í markaðinum. „Við munum að sjálfsögðu gera það sem við höfum alltaf gert, sem er það að þær plötur sem ganga vel njóta ’einhvers umfram aðrar. Krafan um það að plötur sem ekki ganga vel eigi að frá sérstaka útstillingu gengur einfaldlega ekki upp. Við munum vinna með fólki til að finna lausnir og viljum ekki að neinn sé óánægður en viljum heldur ekki að neinar óraunhæfar væntingar séu í gangi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.