Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Ég vona að þú sért auðmjúkur að eðlisfari. Okkur vantar mann til að níðast á. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Skiptir þín skoðun einhveiju máli? Frá Sigurði Sigurðssyni: Nú er borgarstjórinn í Reykja- vík með hverfafundi sem ber yfir- skriftina: „Þín skoðun skiptir máli.“ Þar er farið yfir verk meiri- hlutans á kjörtímabilinu og íbúar spurðir hvað betur megi fara. í Grafarvoginum eru nokkur mál á dagskrá sem skipta íbúana miklu máli, þó að ekki hafi þau öll farið hátt á hverfafundinum sem haldinn var í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn laugardaginn 6. nóv- ember. Eitt þessara mála er veit- ing byggingarleyfis fyrir söluturn og bensínstöð á horni Gagnvegar, Fjailkonuvegar og Hallsvegar. Sem stendur er eitt af því sem síst vantar í hverfið annar söluturn og bensínstöð. Um 600 metrum ofar við Gagnveg höfum við bensínstöð með söluturni og um 1 kílómetra neðar við Fjallkonuveg er önnur bensínstöð með sölu- turni, auk þess er söluturn í versl- unarmiðstöðinni Torginu við Hverafold. Á skipulagi eru 2 stöðv- ar í Borgarholtshverfi skammt norðan við fyrirhugaða stöð. Af þessu sést að af söluturnum og bensínstöðvum höfum við nóg auk þess sem fyrirhugað er að reisa hverfaverslun, 500 metrum ofar við Gagnveg, þar sem væntanlega' verður kvöldsala. Á fyrirhuguðum byggingarstað er samkvæmt deiliskipulagi úti- vistarsvæði. Þarna rétt við er hin nýja íþróttamiðstöð Fjölnis og Húsaskóli auk þess er leikskólinn Brekkuborg og hjúkrunarheimilið Eir þarna skammt frá. Á hveijum degi koma um 600 börn og ungl- ingar í íþróttamiðstöðina auk full- orðinna og um 350 nemendur eru nú í Húsaskóla. Stór hluti fólksins sem sækir þessa staði þarf að fara yfir eina eða fleiri af þessum þrem- ur áðurnefndu götum. Söluturn með bílalúgum og bensínstöð dregur alltaf að sér umferð og aukin umferð skapar aukna hættu. Til að komast að og frá stöðinni þarf að fara um Gagnveg. Gatnakerfið á þessum stað er ekki hannað fyrir aukna umferð þar sem bæði Gagnvegur og Fjallkonuvegur eru safngötur fyrir íbúðahverfi. Mér finnst skjóta skökku við að í öllu talinu um bætt fæði skóla- barna, tannvernd þeirra og örugg- ara umhverfi skuli eiga að byggja söluturn rétt við nefið á þeim. Er þetta kannski aðal kúnnahópurinn sem á að krækja í? Samkvæmt samtali sem ég hef átt við einn af skipuleggjendum hverfisins hefur hann fyrir hönd teiknistofu sinnar mótmælt harð- lega til borgarskipulags þessum áætlunum. Einnig hafa borist harðorð mótmæli frá ungmennafé- laginu Fjölni, íbúasamtökum Graf- arvogshverfa og fleiri aðilum. Og ekki má gleyma undirskrift- um tæplega 2.000 íbúa í Grafar- vogi, en það er um 50% íbúa þar á kosningaaldri, þar sem farið er fram á að byggingarleyfið verði afturkallað og svæðinu haldið óbreyttu samkvæmt skipulagi. Þessum undirskriftum var safnað á stuttum tíma af nokkrum for- Frá Jens í Kaldalóni: MARGIR hafa bjartir geislar skin- ið frá sjónu og orðum okkar ást- sæla og elskulega biskups herra Sigurbjarnar Einarssonar, en þó sjaldan skærari og tilfinningarík- ari en sú ljómun sem skrýddi Morgunblaðið í grein hans 23. nóvember, „Hýsum hælislausan“. Þar telur hann ekki hægt að „veija það fyrir nokkrum dómstóli að henda aftur út í brimið strand- manni, sem hefur í örvæntingu látið berast uppá fjöru hér og ligg- ur þar fyrir fótum okkar“. Þetta er mannlega mælt og af næmri tilfinningu um þá einstæðings- kennd sem óhjákvæmilega ristir djúpt í vitund þess manns sem hvergi á heima og leggur líf sitt og tilveru alla í sölurnar til að finna sér griðland frá þeim ósköpum og einmanaleika sem umlykur að- stöðu hans alla og tilveru. Ég veit líka að það eru flestir íslendingar þeim göfugu tilfinn- ingum gæddir innra með sér og þann bróðurlega kærleika með sér bera, að hér um með bróðurlegum eldrum í Húsa- og Foldahverfi. Sé virkilega þörf á að úthluta lóðarumsækjendanum pláss fyrjr söluturn og bensínstöð vil ég benda á ágætis staðsetningu á væntanlegum gatnamótum þar sem Hallsvegur á að mæta Vestur- landsvegi norðan Iðntæknistofn- unar. Nú er það í höndum borgarstjór- ans, borgarráðs og skipulags- nefndar að endurskoða afstöðu sína í þessu máli og láta sjá hvort vegur þyngra, mótmæli okkar íbú- anna og hagsmunir barnanna okk- ar eða hagsmunir lóðarumsækj- andans og þess olíufélags sem er með honum í þessu og vitna ég því aftur í hina ágætu yfirskrift sem borgarstjórinn notar á hverfa- fundum sínum: „Þín skoðun skipt- ir máli. “ SIGURÐUR SIGURÐSSON, tæknifræðingur og í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. líknarhuga vildu þeir hver og einn af mörkum leggja þann dreng- skaparlega kærleika sem duga skyldi til framtíðarúrlausnar því hrellda strái sem hér um ræðir, og veltist sem einstæðustrá í þeim alltof miklu hvirfilvindum sem stroka um veröld víða. En þótt einhvern tímann hafi verið svo ómannlega' að málum staðið að einum hafi verið á óguðlegan hátt vísað úti algera auðn tilveru sinnar, sannar það ekkert um það að skulum við aftur upp taka, en miklu frekar að það mætti svo sannarlega okkur til varnaðar verða. Ég skrifa þessar fáeinu línur til þess að þakka okkar fyrrverandi og elskulega biskupi fyrir hans kærleika og tilfinningu fyrir þessu máli, og vona það dugi til að svo megi þjóðin gott gera að einum okkar minnstu bræðrum verði ekki útá klakann vísað, því að ekkert munar þjóðina um að veita honum það skjól sem allir þurfa. JENS í KALDALÓNI. Þakkaróður HOGNI HREKKVISI 1J i t i I I I í i i i Víkverji skrifar að er svo sem ekki við öðru að búast, þegar svo skammur tími er til jóla, en allar verslanir séu fullar og mikið sé að gera hjá verslunareigendum, hvort sem um virka daga er að ræða, eða helg- ar. Víkveiji átti leið í Hagkaup í Kringlunni síðdegis síðastliðinn föstudag, og undraðist hann fólks- fjöldann sem saman var kominn í þessu mikla verslunarhúsnæði. Það var bókstaflega eins og mörg þúsund manns væru samankomin á göngum, í kaffihúsum og verslunum Kringlunnar. Víkveija varð á að hugsa hvort fólkið þyrfti ekki að vera í vinnu sinni. En svo skilst Víkveija að það sem hann sá í Kringlunni á föstudag, hafi verið harla lítið og ómerkilegt í samanburði við það sem var á laugardag og sunnudag. Fólk hafi beinlínis þurft að olnboga sig áfram í mannmergðinni. Raunar vekur það forvitni hvað fólkið er allt að gera. Er þetta nýja tegund- in af því að drepa tímann með fjöl- skyldunni á laugardags- og sunnu- dagseftirmiðdögum? Koma Kringluferðir með fjölskyldunni í stað þess sem áður var sunnudags- bíltúr og kannski ís hjá Dairy Queen? Varla eru öll þessi þusund að versla, því ef marka má upplýs- ingar um samanburð verslunar á þessum árstíma í ár, miðað við árið í fyrra, þá virðist um veruleg- an samdrátt að ræða, enda væri annað ótrúlegt, í því árferði sem nú ríkir. xxx að var annars konar jólaundir- búningur en búðarráp sem kom Víkveija í svolitla jóla- stemmningu nú um helgina, en það voru jólatónleikar eins tónlist- arskóla borgarinnar. Ungir nem- endur Tónskóla Sigursveins í Breiðholti buðu til jólatónleika í kennsluhúsi skólans við Hraun- berg í Breiðholti, eftir hádegi á sunnudag. í gullfallegum tónleika- sal skólans, komu nemendurnir fram einn af öðrum og léku lítil tónverk fyrir gesti sína sem líklega voru flestir foreldrar, afar, ömm- ur, frændur, frænkur, vinir og vin- konur. Líkast til voru yngstu flytj- endurnir ekki eldri en sjö eða átta ára, en aldurinn breytti engu um það að hvert andlit ljómaði af ein- beitingu, leikgleði og innlifun á meðan á tónlistarflutningnum stóð. Ef feilnóta var slegin, þá var því ekki fyrir að fara að ungu lista- mennirnir gæfust upp, eða sýndu einhver merki taugaveiklunar: Það var bara byijað aftur, eins og ekk- ert hefði í skorist og laginu Iokið. Víkveiji telur að þeir sem eldri eru, gætu lært ýmislegt af þeim sjálfsaga og sjálfstjórn sem þessir ungu tónlistarmenn hafa ræktað <• með sér, væntanlega í náinni sam- vinnu við kennara sína. i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.