Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DBSEMBER 1993 Nýjar bækur Benedikt Jónsson á Auðnum ÚT er komin ævisaga Benedikts á Auðnum skráð af Sveini Skorra Höskuldssyni. í kynningu útgefanda segir: „Benedikt Jónsson, sem kenndur er við Auðnir í Laxárdal, lifði svo sannarlegar tvenna tíma. Hann fæddist að Þverá í Suður-Þingeyjar- sýslu árið 1846 og lést á Húsavík snemma árs 1939. Alla sína löngu ævi var Benedikt með ólíkindum starfsamur og tók öflugan þátt í því mikla uppbyggingarstarfi ís- lensks samfélags og menningar sem fram fór á þessu t.ímabili. Áratug fyrir andlátið kallaði Halldór Lax- ness hann „föður Þingeyinga" í tímaritsgrein, „af því að hann er faðir þingeyskrar alþýðumenning- ar“. Benedikt lét til sín taka í stjórn- málum, bann var lífið og sálin í starfsemi Kaupfélags Þingeyinga um langt skeið, hann byggði upp stórmerkilegt sýslubókasafn á Húsavík og hann átti merkan þátt í varðveislu íslenskra þjóðlaga.“ Sveinn Skorri Höskflldsson hefur um langt árabil rannsakað ævi og verk Benedikts á Auðnum, eftir prentuðum heimildum sem óprent- uðum, og hefur hér dregið saman niðurstöður sínar. Bókin er ríkulega myndskreytt. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 607 bls., unnin í G. Ben. prentstofu hf. Kápu hannaði Erlingur Páll Ingvarsson. Bókin kostar 3.880 krónur. Bókasafn Kópavogs Tónlist og upplestur JOLAKYNNINGAR eru að hefj- ast I Bókasafni Kópavogs og á morgun, fimmtudaginn 9. desem- ber, koma fjórir höfundar og lesa úr verkum sínum. Kynningin hefst kl. 17. með því að Kór aldr- aðra syngur. Þessir höfundar lesa; Árni Björnsson les upp úr bókinni Saga daganna, Birgir Sigurðsson les úr bókinni Hengiflugið, Jóhanna Krist- jónsdóttir les úr bókinni Perlur og steinar og Steinunn Sigurðardóttir les úr bókinni Ástin fiskanna. Laugardaginn 11. desember verður svo kynning á barna- og unglingabókum. Hefst hún með söng Skólakórs Hjallaskóla kl. 13.30. Þar lesa þessir höfundar úr bókum sínum; Áðalsteinn Ásberg Sigurðsson les úr bókinni Álagaeld- ur, Andrés Indriðason les úr bók- inni Tröll eru bestu skinn, Guðrún Helgadóttir les úr bókinni Litlu greyin og Iðunn Steinsdóttir les úr bókinni Er allt að verða vitlaust. Gestur og Rúna Gestur og Rúna. Myndlist Eiríkur Þorláksson Hjónin Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir héldu á síð- asta ári umfangsmikla yfirlitssýn- ingu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarljarðar. Þar fékkst góð yfirsýn yfir viðfangsefni þeirra síðustu ár jafnt sem á löng- um ferli þeirra, og var ljóst, að jöfn og stöðug þróun hefur ein- kennt feril þeirra alla tíð. En þó haldin 'sé ýfirlitssýning, er ekki þar með sagt að listamenn setjist í helgan stein og láti staðar numið. Öðru nær. Nú hafa þau Gestur og Rúna opnað sýningu í vinnustofunni að Austurgötu 17 í Hafnarfirði. Húsnæðið þar er rýmra og bjartara eftir viðamiklar breytingar á síðasta ári, og er síst lakara til sýningarhalds en ýmsir þeir litlu sýningarsalir, sem halda uppi reglulegri starfsemi. Þessi vinnustofusýning er nokk- uð í anda breytinga, sem hafa ver- ið að eiga sér stað í sýningarhaldi víða um lönd undanfarin ár. Nokk- uð hefur borið á því, t.d. í Banda- ríkjunum, að hefðbundnir sýningar- staðir hafi horfið af vettvangi, en í stað þeirra hafa komið opinberar sýningar á vinnustofum lista- manna, og jafnvel á heimilum þeirra eða listunnenda, sem eru reiðubúnir að leggja húsnæði sitt undir slíkt um einhvern tíma. Þessa hefur séð nokkuð merki hér á landi, og eru helstu dæmin starfsemi Gailerí Gangs á heimili Helga Þorg- ils Friðjónssonar myndlistarmanns, en þar hafa verið haldnar sýningar árið um kring um langt árabil, þó hljótt fari; annað dæmi er sýningar- hald listafólks í vinnustofum að Álafossi í Mosfellsbæ, sem hafa verið reglulegar nokkur síðustu sumur. Gestur og Rúna dvöldu í Kjar- valsstofu í París um tveggja mán- aða skeið á síðasta vori, og er sýn- ingin nú að nokkru afrakstur þess tíma, sem þau nýttu ekki síður til að vinna að eigin listsköpun en til að skoða þau stórvirki listasögunn- ar, sem heimsborgin býður upp á. Gestur sýnir hér sextán högg- myndir, flestar unnar í marmara, en einnig koma fyrir önnur efni eins og basalt, granít og gabbró. Málmar gegna einnig nokkru hlut- verki í sumum verkanna, en aðeins þijú eiginleg málmverk eru á sýn- ingunni, og af þeim er bronsmynd- in „Pas des Deux“ (nr. 4) einkar skemmtileg. Gestur hefur í marm- araverkum sínum einkum leitað eftir að láta steininn njóta sín, bæði hvað varðar lit og þann línu- dans, sem æðarnar í marmaranum mynda. Þetta sést einna best í „Andstæðuspil" (nr. 7), þar sem línurnar í bleikum og hvítum marmara vinna ágætlega saman. Stærsta verkið, „Moby Dick“ (nr. 16), er stílhreint og nær ágætlega að endurspegla þau minni, sem saga Melville vekur upp. Rúna sýnir myndverk unnin á japanskan pappír, svo og brenndar leirmyndir, sem hún hefur verið þekkt fyrir í gegnum árin. Eins og oft áður eru það litbrigði blárra lita, sem eru mest heillandi í meðförum listakonunnar. Þetta sést vel í myndum eins og „Álfakirkja“ (nr. 4) og „Grámosinn glóir“ (nr. 6); í seríunni „Birtubrigði“(nr. 14-16) koma inn skemmtileg form í björt- um, appelsínugulum litum. Hér getur einnig að líta hrífandi per- sónugerð í „Jómfrúin" og „Hafgú- an“ (nr. 1 og 2), sem ber vott um mikla þolinmæði í vinnslu þess mynsturs, sem einkennir myndirn- ar. Smágerðar leirmyndirnar eru afar stílhreinar, og litir og form komast vel til skila. „í töfrabirtu" (nr. 21) er gott dæmi um mynd, þar sem allir þættir ná að vinna fullkomnlega saman. Hér er á ferðinni góð sýning frá ágætum listamönnum, sem hafa náð að heiga sig listinni alfarið, og njóta þess í stöðugt öflugri listsköp- un á þeim sviðum, sem þau hafa valið sér. Sýning Gests og Rúnu í vinnu- stofu þeirra að Austurgötu 17, Hafnarfirði, stendur til sunnudags- ins 19. desember, og er rétt að benda fólki á að líta við. Edda Erlendsdóttir fær góða dóma í Frakklandi EDDA Erlendsdóttir hlaut mikið lof tónlistargagnrýnenda í frönsku blöðunum Le Monde de la musique og Repertoire fyrir geisladiskinn með verkum C.P.E. Bach, sem kom út hjá Skífunni árið 1991. Hér á eftir koma greinarnar þýddar úr frönsku: Þó að C.P.E. Bach hafi samið flestar sónötur sínar fyrir píanó- forte eða klavíkord hafa mjög fáir píanóleikarar sýnt þessu tónskáldi, sem er fyrirrennari Haydns og Mozarts, nokkurn áhuga. En þrátt fyrir að Bach frá Berlín eða Ham- borg (eftir því hvaða tímabil maður tekur til greina) sé frumkvöðull, er tónlist hans samt ótrúlega heil- steypt. Verkin sem Edda Erlendsdóttir hefur valið að spila eru ekki úr safni sembalverkanna (Prussa og Wurtenbourg sónötur) heldur úr seinni heftunum, þar sem rondó, sónötur og fantasíur eru hlið við hlið. í þessum verkum tókst C.P.E. Bach að ná fram jafnvægi á milli þeirrar löngunar að ná fram skýru formi og miklu hugmyndaflugi. Edda Erlendsdóttir spilar þessi ótrúlegu verk á mjög skýran hátt með tilfinningaríkri næmni og nær vel fram hinum dramatísku og tján- ingarríku þögnum. Leikur hennar er mjög fágaður og nýtur sín sér- staklega vel í hægu köflunum (Poco Adagio Wq 55/4, Rondo Silber- mann) en tekst einnig að fá fram mikilli gleðistemmningu í fjörugu köflunum. Mjög heillandi og innileg túlkun, óralangt frá hljómi sembalsins. Michel Laizé Tækni: Mjög næm falleg og fal- leg upptaka. Edda fær einkunnina 8 hjá þess- um tónlistagagnrýnanda, sem þykir frábært. (Repertoire okt. 1993.) Það þarf vissulega ákveðið hug- rekki og áræðni til að spila C.P.E. Bach á nútímapíanó í dag, og ganga þannig fram hjá sembal, klavíkord og píanóforte. Þetta hefur þó Eddu Erlendsdóttur, íslenskum píanóleik- ara, sem býr í París og kennir í CNMS í Lyon, tekist. Hún nýtir sér fullkomlega möguleika píanósins, einkum í blæbrigðum og áslætti. Mismunurinn á CPE Bach og Haydn er þó að sá síðamefndi nýt- ur sín betur á nútímapíanói, einnig í æskuverkunum. Diskur Eddu Erlendsdóttur breytir ekki þessari skoðun, alla vega ekki við fyrstu sýn. En það er góðri túlkun og góðri tónlist að þakka að maður sannfærist. Meðal eftirtektarverðustu sónat- anna eru „stóru“ í A dúr (H 186, áður hljóðritað af Giles) og í f moll (H 173) og þó ótrúlegt sé, hljómar rondo í e moll H 272 („Kveðjuóður mjög vel á Steinway flygil. Marc Vignal - Edda fær 3 stjörnur hjá Marc Vignal og einkunnin 8 er gefin fyr- ir tækni. Hvoru tveggja þykir mjög gott. (Le Monde de la Musique. okt. 1993.) Háspennu píanó Edda Erlendsdóttir er einn af fáum píanóleikurum sem þekkist á nokkrum sekúndum af því hvernig hún fraserar, hvernig hún byijar verkin og af kraftinum. Heniii var boðið af Tónlistarsamtökum Locle í Sviss að halda tónleika í Temple og er minningin um þessa tónleika ennþá geislandi. Það eru margir píanóleikarar í dag sem búa yfir frábærri tækni, sem gerir þeim kleift að renna yfir verkin eins og sannkallaðir íþrótta- garpar nótnaborðsins. Aftur á móti eru næmir hugmyndaríkir píanó- leikarar sem eru færir um að láta tónlistina glitra mjög sjaldgæfir. Edda Erlendsdóttir er einn af þeim. Á mánudagskvöldið urðu áheyrend- ur fyrir hreinni tónlistarupplifun og heilluðust af því hve auðveldlega Edda Erlendsdóttir kom til skila kjarna þeirra verka sem hún túlk- aði. Menn voru búnir að bíða lengi eftir því að einhver myndi sýna hljómborðsverkum C.P.E. Bach ein- hvern áhuga, sem hafa algjörlega 1 horfið af efnisskrám. Sónata í f moll, fantasía í C, hafa aldrei heyrst túlkaðar með slíkum glæsibrag. Og það var svipað með sónötu Schub- erts í a moll sem fylgdi strax á eftir. Seinni hlutinn sem var helgaður tónlist norðursins hófst með gleði- stemmningu í verki íslenska tón- skáldsins Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar, en það er einmitt hér, sem stíll Eddu Erlendsdóttur kemur best fram. Með innsæi og tækni nær hún fram mjög litauðugum blæbrigðum, sem gera Holbergssvítu Griegs að draumi sterkra andstæðna. Það var líka tvöföld ánægja að uppgötva og heyra kraftmikla túlk- un á „sjö ljóðrænum smálögum“ eftir Grieg. D. de C. (L’Impartial 12. feb. 1993.) Þýðing Laufey Helgafdóttir. Nýjar bækur ■ Út er komin ferðasagan Kría siglir um Suðurhöf eftir Þorbjörn Magnússon og Unni Jökulsdóttur. í kynningu útgefanda segir: „Kría siglir um Suðurhöf er einstök ferða- saga. Höfundarnir sigldu skútu sinni Kríu frá Panama-skurðinum til Ástr- alíu, og voru ár á leiðinni. Á þessum tíma upplifðu þau ómælisvíðáttu Kyrrahafsins, sigldu vikum saman án þess að sjá annað en himin og haf, en höfðu líka viðkomu á ótal eyjum frá Galapagos til Fiji.“ Bókin er prýdd íjölda litmynda úr ferðinni. Kría siglir um Suðurhöf er sjálfstætt framhald bókarinnar Kjölfar Kríunn- ar. _ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 335 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Björn Brynj- ólfur Björnsson hannaði kápuna. Verð kr. 3.880. ■ Út er komin bókin Uppeldi til árangurs, eftir Árna Sigfússon. I kynningu útgefanda segir að bókin sé „unnin af Árna Sigfússyni, fjög- urra barna föður, framkvæmdastjóra og stjórnmálamanni. Auk uppeldis- fræðimenntunar hefur Árni mikla reynslu á sviði stefnumótunar Reykjavíkurborgar í málefnum bama. Hann var formaður Félags- málaráðs Reykjavíkurborgar 1986- 1990 og gegnir nú formennsku í Skólamálaráði. Bókin fjallar um til- raunir hans og aðferðir til þess að tryggja að fjölskyldan hafi forgang þrátt fyrir annríki og mikilvæg verk- efni sem foreldrar sinna á öðrum sviðum." Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bókin er prentuð hjá Grá- skinnu, er um 140 blaðsíður og kostar 2.190 krónur. í I i í í í í í í í í í ( í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.