Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Morgunblaðið/Júlíus Bakað fyrirjólin JÓLABAKSTUR er hafínn hjá flestum fjölskyldum. Elías Andri og systir hans Dilja Anna hjálpuðu til við piparkökubaksturinn um síðustu helgi. Greinilegur árangur af átakinu Islenskt, já takk! ÁRANGUR af átakinu íslenskt, já takk! sem staðið hefur síðustu vikur er greinilegur. Bæði hefur sala á íslenskum vörum aukist og einnig hafa framleiðendur og aðstandendur átaksins, sem eru Samtök iðnaðar- ins, VSÍ, ASÍ, BSRB og íslenskur landbúnaður, fundið fyrir viðhorfs- breytingu hjá almenningi. Að sögn Línu Atladóttur hjá Samtökum iðnað- arins eru neytendur að gera sér betur grein fyrir gæðum ísienskrar vöru og hversu vel samkeppnisfær hún er við erlendar vörur. Lína hefur verið í sambandi við innlenda framleiðendur meðan átakið hefur staðið og segir hún þá sam- mála um að það hafi skilað verulegum árangri. Fæstir framleiðenda hafi sölutölur fyrir nóvember á reiðum höndum en aukning sé þó greinileg. » Viðhorfsbreyting „í viðtölum mínum við þessa aðila hefur mjög áberandi komið fram að átakið hefur skilað árangri í sölu og auk þess finnst þeim ekki síður mikil- vægt að það hefur styrkt ímynd ís- lensks iðnaðar. Hún er nú mun já- kvæðari en hún hefur verið. Fólk gerir sér betur grein fyrir því hversu VEÐUR VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hitl veAur Akureyri +4 alskýjað Reykjavík +2 léttskýjað Bergen 2 skúr Helsinki 4 þokumóða Kaupmannahöfn 4 rigning Narssarssuaq +19 iéttskýjað Nuuk +10 léttskýjað Osló 4 léttskýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Algarve 14 helðsklrt Amsterdam B léttskýjað Barcelena 10 hálfskýjað Beriín 3 skýjað Chicago 2 alskýjað Feneyjar 6 jrakumóða Frankfurt 3 rígning Glasgow 2 snjóél Hamborg 4 rigníng London 4 léttskýjað LosAngeles 18 mistur Lúxemborg 2 rigning Madrid vantar Malaga 15 léttskýjað Mallorca 9 léttskýjað Montreal 2 snjókoma NewYork 10 skýjað Orlando 22 léttskýjað Parls 6 skýjað Madeira 19 skýjað Róm 17 rigning Vín +3 snjókoma Washington 9 alskýjað Winnipeg +8 léttskýjað gæði íslenskrar framleiðslu eru mik- il. Húsgagna- og innréttingafram- leiðendur hafa ekki enn fundið fyrir söluaukningu, enda eru þeirra við- skipti oft stærri í sniðum og flóknari en þeirra framleiðenda sem eru á neyterrdavörumarkaðinum. Þeir hafa hins vegar fundið fyrir viðhorfsbreyt- ingu hjá kaupendum, sem í mörgum tilfellum eru stofnanir. Innan þeirra hefur líka verið unnið í þessum mál- um og því kemur þetta örugglega til með að skila sér þar einnig,“ sagði Lína. 30% söluaukning Lína hefur fengið staðfestar tölur frá nokkrum framleiðendum, t.d. hefur 0. Johnson & Kaaber selt 30% meira kaffi í nóvember í ár en í sama mánuði í fyrra og sama aukning hefur mælst hjá niðursuðuverksmiðj- unni Ora. Forsvarsmenn Kornax segjast hafa fundið fyrir söluaukn- ingu allt þetta ár vegna svipaðs átaks sem gengist var fyrir á sama tíma í fyrra og segjast þeir ekki vera í vafa um að hafa notið góðs af því að vera að selja íslenska framleiðslu. í nóvember var aukning hjá þeim um 20%. Að sögn Línu skilaði átakið í fyrra mesturn árangri í matvælaiðnaði en þar mældist 5% veltuaukning á síð- asta ársfjórðungi meðan samdráttur varð í öllum öðrum iðngreinum. Sjö starfsmenn Samútgáfunnar ráðnir til Fróða Höfundar tveggja tölublaða fá ekki greidd ritlaun fyrir efni í blöðin HÖFUNDAR greina í 24. tbl. Vikunnar og 7. tölublaði Húsa og híbýla sem út komu á vegum Fróða hf. í síðustu viku munu ekki fá greitt fyrir greinar sínar frá fyrirtækinu. Magnús Hreggviðsson stjórnarfor- maður Fróða hf. segir að fyrirtæki sitt hafi keypt útgáfurétt á tímarit- um Samútgáfunnar Korpuss að ofangreindum tölublöðum, sem ekki voru komin út, meðtöldum. í samningi um kaupin yfirtók Fróði hf. engar ógreiddar kröfur og þar af leiðandi ekki heldur vegna fyrr- greindra tölublaða. Fróði hefur ráðið til sín tvo af eigendum Samútgáf- unnar Korpuss, Þórarin J. 'Magn sson og Sigurð Fossan, auk fimm fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið að tímaritin hefðu verið keypt með einni greiðslu. Hefði hann viljað taka hluta hennar til að greiða ritlaun fyrir greinar í fyrrgreindum tölublöðum en það hefði ekki verið talið ráðlegt ef ske kynni að Samút- gáfan Korpus lenti í þrotum, sem ekki var endanlega ljóst þegar kaup- in voru gerð. Lögfræðingar Samút- gáfunnar hefðu sagt að með því væri verið að mismuna kröfuhöfum, sem orkaði tvímælis lagalega. Hins vegar mun Fróði hf. greiða allan kostnað í framtíðinni, þar með talin ritlaun, vegna annarra tímarita sem Fróði keypti af Samútgáfunni og síð- ar verða gefin út. Veiðar glæð- ast í Smugunni VEIÐAR hafa heldur glæðst í Smugunni en þar eru nú tvö ís- lensk skip að veiðum, Otto Wathne NS og Stakfell ÞH. Þriðja skipið, Stofnun Áma Magnússonar Embætti for- stöðumanns auglýst EMBÆTTI forstöðumanns Stofn- unar Árna Magnússonar á íslandi hefur verið auglýst laust til um- sóknar, en Jónas Kristjánsson for- stöðumaður stofnunarinnar lætur af störfum fyrir aldurs sakir í Iok apríl næstkomandi. Umsóknar- frestur er til 1. janúar næstkom- andi. Jónas Kristjánsson hefur gegnt embætti forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar frá ársbyrjun 1971. Hann er annar maðurinn sem gegnir þessu embætti, en fyrsti for- stöðumaður stofnunarinnar var Ein- ar Ólafur Sveinsson sem gegndi embættinu frá 1962 til 1971. Óttar Birtingur, er á leiðinni þangað. Hæglætis veður er á þess- um slóðum eftir hvassviðri í síð- ustu viku. Að sögn Páls Ágústsonar skip- stjóra Otto Wathne hafa ve’iðar held- ur glæðst og fást að jafnaði tvö tonn í hali. Hann sagði að aflinn væri vænn boltaþorskur og hefði aðeins 1% aflans reynst undirmálsfiskur þegar Normenn komu um borð og mældu á sunnudag. Suðvestan hvassviðri hamlaði veiðum á þessu svæði í tvo daga í síðustu viku en síðan hefur verið hæglætis veður og veiðarnar gengið betur. Páll sagði skipin héldu sig nú sunnantil í Smugunni. Reynt hefði verið að veiða á norðursvæðinu, þar sem mikið fiskaðist fyrir nokkru, með litlum árangri en ís er ennþá yfir hluta svæðisins. Vetrarveiðar Aðspurður sagði Páll að ekkert væri því til fyrirstöðu að stunda vetr- arveiðar í Smugunni. Þó ekki væri hægt að leita vars í stórviðrum væri ísingarhætta ekki mikil á þessum slóðum. Sagðist hann telja að veðurf- ar væri mun erfiðara víða á ís- landsmiðum yfir veturinn. Otto Wat- hne hefur verið í Smugunni í 18 daga og er ætlunin að halda veiðun- um áfram þar fram undir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.