Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 48
/>l .- - ■■■ , 48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Guðmundur Einar Guðmundsson fyrrv. bryti - Minning Fæddur 5. desember 1906 Dáinn 30. nóvember 1993 Hinn 30. nóvember sl. andaðist á Dvalarheimili aldraðra sjómanna á Hrafnistu hér í borg Guðmundur Einar Guðmundsson, fyrrum bryti á Lagarfossi og fleiri skipum Eim- skipafélags Islands. Guðmundur Einar Guðmundsson var fæddur á Hólum í Dýrafirði 5. desember 1906. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir, sem ættuð var úr Selárdal í Arnar- firði, og Guðmundur Bjarnason frá Gufudal í Barðastrandarsýslu. í mannskaðaveðri hinn 5. apríl 1906, er Guðmundur var ófæddur, tók föð- ur hans út af skútu þar vestra og drukknaði. Margrét stóð þá uppi ekkja, vanfær með ungan son, Guð- bjart Ragnar, sem var fæddur alda- mótaárið 1900. Nokkru eftir að Guðmundur Einar fæddist vistaðist Margrét móðir hans með Guðmund að Meðaldal til hjón- anna Helgu Bergsdóttur og Krist- jáns Andréssonar, sem var þekktur skútuskipstjóri og sjósóknari á Vest- ijörðum. Kristján hafði lokið stýri- mannaprófi frá Stýrimannaskólan- um i Bogö í Danmörku árið 1884 og kenndi ungum sjómönnum í Dýrafirði og víðar að stýrimanna- fræði og seglasaum á vetrum. Guð- mundur Einar ólst upp með móður sinni hjá þeim hjónum í Meðaldal, þar sem Margrét dvaldist fram á elliár og andaðist. Eins og flestir Vestfirðingar fór Guðmundur Einar kornungur á sjó- inn og stundaði sjóróðra frá Meðal- dal og Haukadal á opnum bátum. Síðar var hann til sjós á línuveiður- um frá Þingeyri við Dýrafjörð, sem sigldu með ísvarinn fisk yfir hættu- svæði heimsstyijaldarinnar til Bret- lands. Arið 1941 var Guðmundur Einar háseti á línuveiðaranum Fróða ÍS 454, rúmlega 120 rúmlesta skipi sem var gert út frá Þingeyri. Hinn 11. mars 1941, þegar Fróði var á leið til Englands með fullfermi af ísuðum fiski, gerði óþekktur kafbát- ur fólskulega árás á skipið með þeim hörmulegu afleiðingum að fimm skipvetjar biðu bana og einn særðist alvarlega. Þeir sem féllu í árásinni eða létust síðar af sárum áður en Fróði náði landi voru skipstjórinn, stýrimaðurinn og þrír hásetar, aliir sveitungar Guðmundar nema stýri- maðurinn, sem var frá Hrísey. Áður en Gunnar Árnason skipstjóri frá Brekku í Þingeyrarhreppi andaðist af skotsárum fól hann Guðmundi Einari stjórn skipsins og sigldi Guð- mundur skipinu til Vestmannaeyja þangað sem það kom illa út leikið með brúna sundurskotna hinn 12. mars. Sex skipveijar lifðu af árásina og var einn þeirra alvarlega særður og var lagður inn á Sjúkrahús Vest- mannaeyja. Eftir þennan hörmulega atburð var Guðmundur Einar til stríðsloka á togaranum Belgaum, sem sigldi eins og allir íslensku togararnir á þeim árum með aflann til Bretlands. í byijun desember 1945 réðst Guðmundur sem 2. kokkur á e.s. Brúarfoss. Hann varð síðan búrmað- ur, matsveinn og bryti á skipum Eimskipafélagsins og sigldi sam- fieytt á fossunum í yfir 30 ár, lengst af eða samfleytt í 20 ár bryti á m/s Lagarfossi. Guðmundur var á sjónum fram + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, Bakkavegi 25, Hnffsdal, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þann 6. desember. Ágúst Guðmundsson, R. Margrét Ágústsdóttir, Ástþór Ágústsson, Józefa Nieduzak, Trausti M. Ágústsson, Þóra Baidursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, + SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Fetlsmúla 4, áður Hagamel 6, lést 6. desember síðastliðinn. Ingunn Ólafsdóttir, Auður Ólafsdóttir. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓN STEFÁNSSON, lést í Borgarspítalanum þann 6. desember. Margrét Jóna Jónasdóttir, Jónas P. Sigurðsson, Ólöf María Guðbjartsdóttir, Karl Á. Sigurðsson, Bera Pétursdóttir, Steinunn H. Sigurðardóttir, Alfreö Alfreðsson, Stefán E. Sigurðsson, Bára Baldursdóttir, Ágústa G. Sigurðardóttir, Sigurður Jóhannesson, Aron Þ. Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðursystir mín, INGUNN ANNASDÓTTIR, Asparfelli 8, lést í Borgarspítalanum 1. desember. Jarðsett verður frá Tjörn á Vatnsnesi laugardaginn 11. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Jóhannsdóttir. yfxr sjötugt og leysti af sem bryti í nokkra túra, m.a. í langri ferð til Nigeríu veturinn 1977. Hann var stjórnsamur og vel látinn í störfum sínum, en starf bryta var á þessum árum umfangsmikið, skipin með 25 til 30 manna áhöfn og farnar langar sjóferðir. Iðulega var siglt með far- þega, en skip eins og Lagarfoss gátu tekið 12 farþega í klefa. Auð- velt var þó að fjölga kojum þegar á þurfti að halda og gátu farþegar hér fyrr á árum stundum verið mun fleiri. Hinn 5. apríl 1942 kvæntist Guð- mundur Einar Elínborgu Jónsdóttur frá Höll í Haukadal við sunnanverð- an Dýrafjörð. Elínborg var dóttir hjónanna Ástríðar Eggertsdóttur og Jóns Guðmundssonar sem bjuggu myndarbúi í Höll. Elínborg og Guð- mundur byijuðu búskap í Höll, höfðu þar nokkurn bústofn og nytjuðu hluta jarðarinnar, en Guðmundur stundaði sjó og siglingar á vertíðum. Miklar þjóðfélagsbreytingar voru á þessum árum og varð því stutt í búskapnum hjá þeim í Haukadal. Árið 1945 fluttu þau hjónin suður til Reykjavíkur og áttu þar síðán heimili. Guðmundur og Elínborg voru sér- stakar gæðamanneskjur og mann- kostafólk. Ekki er unnt að minnast annars þeirra hjóna án þess að þau komi bæði upp í hugann. Þau voru samhent, bæði rausnarleg og trygg- lynd og höfðingjar heim að sækja. Yfir heimili þeirra var menningar- bragur og það bar með sér hlýju húsráðenda. Guðmundur Einar var vel gefinn, mikill bókamaður og las mikið; átti hann og þau hjón gott safn bóka og málverka. Elínborg og Guðmundur Einar eignuðust tvo syni; Grétar, áður stýrimann, nú fulltrúa á Launaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, sem er kvæntur Maríu Rögnvaldsdóttur og eiga þau tvö böm, og Jón, fasteigna- sala, sem er í sambúð og á eina dóttur. Mjög hlýtt var á milli þeirra bræðra Guðmundar Einars og Ragn- ars, sem bjó lengi góðu búi ásamt konu sinni Kristínu Sveinbjörnsdótt- ur að Lokinhömrum og Hrafnabjörg- um í Arnarfirði. Elínborg og Guð- mundur sýndu börnum þeirra Ragn- ars mikla gestrisni og vináttu og stóð heimili þeirra þeim opið er þau komu til Reykjavíkur hvort sem var til styttri dvalar eða náms. Sömu gestrisni og hlýju nutu fjölskyldur systkinanna frá Hrafnabjörgum og við sem tengdumst því fólki. Ég reyndi Guðmund Einar og El- ínborgu að mikilli rausn og gjafmildi við börn okkar Aniku, bróðurdóttur Guðmundar, þegar við bjuggum í Vestmannaeyjum og ætíð er við heimsóttum þau hér í Reykjavík með ærslafenginn' barnahóp, sem í þá daga kunni vel að meta sælgæti og annað góðgæti frá fjarlægum lönd- um. Guðmundur Einar var ræðinn og skemmtilegur; margfróður maður sem sagði stundum prýðilega frá viðburðaríkri ævi. Síðustu árin voru honum erfið og fætur hans höfðu alveg gefið sig eftir langar stöður á sjónum. Árið 1987 seldu þau hjón ágæta íbúð í Skaftahlíð og voru eitt ár í þjónustu- íbúð á Hrafnistu. Hinn 8. mars 1991 andaðist Elínborg eftir nokkra van- heilsu og var Guðmundur Einar þá kominn í hjólastól. Eins og alltaf verður við fráfali góðra manna skilja þeir eftir rúm sem ekki verður fyllt í hugum þeirra sem þá þekktu og voru þeim sam- tíma. Áreiðanlega hefur hvíldin verið kærkomin öldnum manni sem var farinn að heilsu og hafði skilað góðu dagsverki. Guðmundar Einars er sárt saknað af hans nánustu ættingj- um, stórum hópi vina og vanda- manna. í dagsins önn urðu ferðir á hans fund færri en skyldi og er minn skaðinn. Við Anika og fjölskylda okkar sendum sonum Guðmundar Einars, fjölskyldum og öllu þeirra fólki og vandamönnum, einlægar samúðar- kveðjur, en í dag fer fram útför hans frá Fossvogskirkju. Blessuð veri minning Guðmundar Einars Guðmundssonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson. í dag verður sunginn til moldar frá Fossvogskirkju Guðmundur Ein- ar Guðmundsson, föðurbróðir minn, sem dó á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 30. nóv. sl. Guðmundur fæddist á Hólum i Dýrafirði 5. desember 1906 og hefði því orðið 87 ára sunnudaginn sem þessar línur eru settar á blað. For- eldrar hans voru Guðmundur Bjarnason og Margrét Guðmunds- dóttir. Guðmundur Einar sá aldrei föður sinn því að hann tók út af fiski- bát og drukknaði áður en drengurinn kom í heiminn. Foreldrar hans voru búsettir á Hólum þegar þetta hörmu- lega slys varð en Margrét fluttist að Meðaldal, næsta bæ fyrir utan Hóla, með Guðmund á öðru ári og Ragnar bróður hans sem var sex árum eldri. Hún gerðist vinnukona í Meðaldal hjá hjónunum Kristjáni Andréssyni og • Helgu Bergsdóttur sem tóku syni hennar að sér. Kall- aði Guðmundur Kristján fóstra sinn. Margrét átti heima í Meðaldal til æviloka. Guðmundur gekk í barnaskóla (í Haukadal) eins og lög gerðu ráð fyrir á þeim tíma, frá 10 til 14 ára. Fór hann snemma að stunda sjó- mennsku og varð ungur formaður á báti Andrésar, sonar Kristjáns í Meðaldal. Seinna var hann á ýmsum bátum þar vestra og má til dæmis nefna Fróða frá Þingeyri sem hann gerðist háseti á 1932. Var hann á Fróða á styijaldarárunum þegar hann varð fyrir skothríð frá þýskum kafbáti í mars 1941, með fiskfarm + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN GUÐRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR fyrrverandi ijósmóðir, er lést 5. desember sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtu- daginn 9. desember, kl. 13.30. Þorkell J. Sigurðsson, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Sigurður E. Þorkelsson, Guðríður J. Þorkelsdóttir Svendsen, Þórkatla Þorkeisdóttir Donnelly, Gísli Þorkelsson, Kristín G. Jóhannsdóttir, tengdabörn og barnabörn. á leiðinni til Fleetwood í Englandi. Skipstjóri og stýrimaður voru meðal þeirra sem féllu í þessari árás en Guðmundur slapp með skerta heyrn og tvo skotgöt á ullarpeysunni sem hann var í. Hafði hann veg og vanda af að stýra bátnum til lands í Vest- mannaeyjum, um 190 sjómílna leið. Árið 1942 kvæntist Guðmundur Einar Elínborgu Jónsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði. Þau bjuggu hjá foreldrum Elínborgar þar til þau fluttust búferlum tif Reykjavíkur árið 1945 og áttu þar heima upp frá því. Elínborg, sem var tíu árum yngri en Guðmundur, dó fyrir tæpum þrem árum. Skömmu eftir að þau hjónin flutt- ust suður gerðist frændi minn starfs- maður hjá Eimskipafélagi íslands. Hafði hann aflað sér matsveinsrétt- inda með því að vera kokkur á fiski- bátum og sækja námskeið. Hann byijaði sém matsveinn á Fossunum og var síðan lengst af bryti á Lagar- fossi eða þar til hann lét af störfum, kominn vel yfir sjötugt. Þau Guðmundur og Elínborg áttu tvo drengi: Grétar sem fæddist 1953 og Jón sem er tveim árum yngri. Grétar tók farmannapróf í Stýri- mannaskólanum árið 1979 og- var um þriggja ára skeið stýrimaður á Fossum Eimskipafélagsins. Hann starfar nú sem fulitrúi í fjármála- ráðuneytinu. Kona hans er María Rögnvaldsdóttir og eiga þau tvö börn. Jón er menntaður sem iðn- rekstrarfræðingur og starfar nú sem fasteignasali. Hann er ókvæntur en á eina dóttur. Guðmundur Einar var með af- brigðum greiðvikinn og hjáipsamur maður. Vil ég endurtaka efnislega það sem ég sagði í minningarorðum um Elínuborgu og átti við um þau hjón bæði: Aðalsmerki þeirra var að mínum dómi gestrisni, höfðings- skapur og hjálpsemi. Hvað þetta varðar er ekki unnt að nefna annað þeirra án þess að geta hins líka. Mér er nú efst í huga þakklæti til frænda míns fyrir þá miklu og ómetanlegu íjárhagsaðstoð sem hann veitti mér þegar ég var við nám erlendis og einnig fyrir góðan viður- gerning á námsárum mínum í Reykjavík. Pau Guðmundur og El- ínborg reyndust líka Grétari heitnum bróður mínum ákaflega vel þann stutta tíma sem honum entist aldur við nám í menntaskóla. Og Bergþóra systir mín rifjar það upp með þakkl- átum huga að hún átti gott athvarf hjá þeim á sínúm námsárum. Guðmundur Einar var meðalmað- ur á hæð, grannvaxinn, kvikur á fæti og féll sjaldan verk úr hendi. Var að honum þungbærara en orð fá lýst að vera bundinn við hjólastól síðustu 5-6 ár ævinnar. En hann hélt skýrleika í hugsun fram undir það síðasta. Hann var vel greindur, prýðilega laghentur og smiður góð- ur. Mér er það i barnsminni þegar hann var að hjáipa Ragnari bróður sínum í Lokinhömrum að smíða fjár- hús og hlöðu. Var kært með þeim bræðrum og talaði frændi minn allt- af með sérstakri virðingu um föður minn. Guðmundur var dulur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann sagði fátt en sýndi í verki hvern hug hann bar til fólks. Með honum er genginn til moldar mikill höfðingi og drengskaparmaður. Ég votta sonum hans og vensla- fólki innilega samúð. Gunnar Ragnarsson. Mídrykkjur (ilíjfsileg kíttíi- Íilaðborð í;ille”ir síilir ogmjög góö þjömista, ilp|)lýsingar í síma 2 23 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.