Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Skemmdir á Lakagígum og Eldhrauni af völdum sandfoks vegna Skaftárhlaupa Mun smám saman breytast í eyðimörk LANDGRÆÐSLA ríkisins, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og fleiri stofnanir vinna að gerð áætlunar um aðgerðir til að minnka gróður- skemmdir og náttúruspjöll af völdum sandfoks frá Skaftá við Lakagíga og í Skaftáreldahrauni. Áætlunin verður lögð fyrir heimamenn sem vinna að stofnun landgræðslufélags og fullunnin i samvinnu við þá. Aðgerðirnir felast einkum í gerð varnargarða í Eldhrauni og sáningu mel- fræs þar pg á helstu sandfoksleiðunum við Lakagiga. Áætlað er að fyrirhleðslan kosti 20-30 milljónir kr. og sáning melfræs 10 milljónir á ári fram til aldamóta. Landgræðslustjóri segir að Landgræðslan hafi ekki mikið fjármagn til að leggja í þetta verkefni á næsta ári en vonast til að það komist á dagskrá árið 1995. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur fylgst með sandfoki á Skaftársvæðinu frá árinu 1991 og hefur upplýsingar frá heima- mönnum um Jaróunina á árunum þar á undan. Olafur Arnalds, jarð- vegsfræðingur hjá RALA, segir að ástandið þama hafí snarversn- að á undanförnum fimm árum. Sandfokið er á nokkrum stöðum, eins og sést á meðfylgjandi korti. Stærstu svæðin eru frá upptökum Skaftár og á löngum kafla niður með ánni. Sandurinn fýkur undan norðanáttinni að Lakagígum. Margar sandtungur koma að gíg- unum á mismunandi stöðum og er sandurinn byrjaður að eyði- leggja suma gígana. Þá er sandur kominn utan í Laka. Sandurinn sverfur burt allan mosa sem er einkennandi fyrir Lakagíga og getur smáfyllt upp í gígana svo að öll blæbrigði og mishæðir víkja smám saman fyrir sléttum og svörtum sandi. Ekkert kemur í staðinn fyrir mosann því sandur- inn heldur ekki raka og sverfur burtu nýgræðing. Eyðimörk ef ekkert verður gert Ólafur segir óljóst hvað sandur- inn fari hratt yfir en telur ljóst að ef ekkert verður að gert muni gígaröðin skemmast verulega á næstu árum eða áratugum og sumir gígamir eyðileggjast alveg. Bjami Matthíasson, oddviti Skaft- árhrepps, segir að ástandið við Lakagíga sé orðið þannig að menn þurfti að fara að gera það upp við sig hvort þeir treysti sér til að vernda þá eða ekki. _______ Fyrir gosið í Lakagígum 1783 rann Skaftá í gljú- fram sem hraunflóðið fyllti á stórum köflum og því breiðir áin mjög úr sér í hlaupum og skilur eftir sand á stóra svæði. Ólafur segir að landið sé ekki komið í jarðfræðilegt jafn- vægi eftir gosið. Því megi gera ráð fyrir að sandurinn breyti því á næstu árhundr- uðum í eyðimörk eða sand- öræfi á stórum svæðum. Við því sé þó hægt að spoma með ýmsum að- gerðum. Fyrst og fremst þurfi að þekkja eðli hlaup- anna og reyna að koma í veg fyrir að sandurinn hlaðist upp á breiðu svæði norðan Lakagíga. Til þess þurfi að koma melgresi inn á svæðið til að stemma stigu við sandfokinu og einnig þurfi að leita leiða til koma í veg fyrir að hlaupvatnið fari yfir allt of stórt svæði. Það sé hugsanlegt að gera með því að stýra hlaupun- um með varnargörðum eða vatn- smiðlun. Náttúruhamfarir Freysteinn Sigurðsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, segir að mjög erfitt sé að hemja jökul- vötnin. Hop og framgangur jökla hafí áhrif á þau. Eðli þeirra sé að hlaða aur undir sig og þau séu svo stór að erfitt sé að ráða við þau. Hann segir að hvarvetna þar '• T; -y-^AÍ' _ _ . Ljósmynd: Ólafur Arnalds Mosmn drepst SANDUR að eyða 10-20 sm þykkri mosaþembu í Eldhrauni. sandfoks neðar með Skaftá. Mjög sérkennilegt svæði fyrir sunnan Eldgjá er að skemmast. Þá er sandurinn farinn að taka sinn toll af Skaftáreldahrauni niðri í byggð. Þar sem Eldvatn greinist frá Skaftá er stórt sandblásturs- svæði. Ólafur Arnalds segir að þar sé þykk mosabreiða yfir hrauninu og hún sé eitthvert sér- kennilegasta gróðurlendi á norð- urslóðum. Þar stoppi flestir þeir útlendingar sem fara um landið. Hann segir að sandurinn sé að drepa mosann á stóram svæðum. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að sandurinn sé búinn að eyða miklum náttúruminjum í Eldhrauni, þar sé eyddur mosi af Svartur sandur SANDTUNGUR sjást ganga út á milli Lakagíga þegar horft er eftir gigaröðinni í átt til Laka. Ljósmynd: Ólafur Arnalda sem Skaftá renni á sléttlendi og úr straumnum dragi setji hún aurinn af sér og það sé upp- spretta sandfoksins. Hann segir að rennslið í ánni tífaldist í hlaup- um og til þess að halda þeim í ákveðnum farvegi þurfi gífurleg mannvirki sem erfitt sé að gera. Náttúruverndarráð hefur tekið þátt í umræðum um sandfokið í Skaftárhreppi. Þóroddur Þórodds- son, framkvæmdastjóri, vill líkja því við náttúruhamfarir. Lítill munur sé á sandfokinu og hraun- flóði. Hraunið renni þó aðeins einu sinni og stoppi eftir stuttan tíma en sandurinn haldi áfram í hund- ruð ára. Þóroddur segir að vissu- lega sé sandfokið að Lakagígum náttúruspjöll en sú spurning sé þó áleitin hvort menn eigi ekki að hafa meiri áhyggjur af því sem væri að gerast í byggð, það er í Eldhrauni. Eitt sérkennilegasta gróðurlendi á norðurslóðum Land er að skemmast vegna oddviti sandá- aukist um 4.000 hekturam. Bjarni Matthíasson, Skaftárhrepps, segir að gangur frá Skaftá hafi mjög vegna þéttari hlaupa og meiri framburðar. Hann segir að áþreifanlegust sé gróðureyðingin í Eldhrauni, vestan við Kirkjubæ- jarklaustur. Þar sé oft ófært um þjóðveginn vegna sandfoks en það hafi ekki þekkst fyrir nokkram árum. Sveinn landgræðslustjóri segir að gróðureyðingin við Skaftá sé ásamt Haukadalsheiðinni sú versta á Suðurlandi. Hún sé hins vegar afmarkaðri og viðráðanlegri en eyðingin á Hólsfjöllum og í Mývatnssveit sem nú er aðalverk- efni Landgræðslunnar. Segir Sveinn að í Eldhrauni séu góðar aðstæður til að ná tökum á vanda- málinu og það sem gert hafi verið hafí tekist vel. Ekki bænheyrðir Landgræðslan hefur sáð í Eld- hraun tvö undanfarin sumur. Sán- ingin misfórst í fyrra en Bjarni segir að hún hafi tekist vel í sum- ar. Þá hafa bændur verið með til- raunir til sáningar í afréttinum í smáum stíl. Segir hann menn telji að hægt sé að græða sandinn upp með melgresi. Sveinn segir að á næsta ári verði haldið áfram upp- græðslu til að hefta sand- fok á þjóðveginn í Eld- hrauni en að því verkefni sé unnið í samvinnu við Vegagerð ríkisins. Þá sé unnið að rannsóknum vegna varnargarðs í Skaftá vestan Kirkjubæjarklaust- urs. Loks sé unnið að áætl- un um aðgerðir fram til aldamóta og verði þær unn- ar í samráði við heimamenn í Skaftárhreppi þegar þeir hafa stofnað landgræðslu- félag sitt í byrjun næsta árs. Þeir séu áhugasamir um málið og yrði lögð áhersla á að standa vel við bakið á þeim. Bjarni Matthíasson segir að dýrt sé að ráðast í fýrir- hleðslur og uppgræðslu og hafi verið leitað eftir stuðn- ingi fjárveitingarvaldsins undanfarin ár en án árang- urs. Nú hefðu þau svör fengist að þetta fé þyrfti að sækja í gegn um Landgræðsluna. Land- græðslustjóri segir að framlög til stofnunarinnar verði skert á næsta ári og ekki svigrúm til að færa fé úr öðrum samstarfsverk- efnum. Þá hafi menn ekki verið bænheyrðir um að fá sérstakt fjármagn til þessa verkefnis. Hins vegar kveðst hann vonast til að Landgræðslan geti sett kraft í málið á árinu 1995. HBj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.