Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 24

Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Skemmdir á Lakagígum og Eldhrauni af völdum sandfoks vegna Skaftárhlaupa Mun smám saman breytast í eyðimörk LANDGRÆÐSLA ríkisins, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og fleiri stofnanir vinna að gerð áætlunar um aðgerðir til að minnka gróður- skemmdir og náttúruspjöll af völdum sandfoks frá Skaftá við Lakagíga og í Skaftáreldahrauni. Áætlunin verður lögð fyrir heimamenn sem vinna að stofnun landgræðslufélags og fullunnin i samvinnu við þá. Aðgerðirnir felast einkum í gerð varnargarða í Eldhrauni og sáningu mel- fræs þar pg á helstu sandfoksleiðunum við Lakagiga. Áætlað er að fyrirhleðslan kosti 20-30 milljónir kr. og sáning melfræs 10 milljónir á ári fram til aldamóta. Landgræðslustjóri segir að Landgræðslan hafi ekki mikið fjármagn til að leggja í þetta verkefni á næsta ári en vonast til að það komist á dagskrá árið 1995. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur fylgst með sandfoki á Skaftársvæðinu frá árinu 1991 og hefur upplýsingar frá heima- mönnum um Jaróunina á árunum þar á undan. Olafur Arnalds, jarð- vegsfræðingur hjá RALA, segir að ástandið þama hafí snarversn- að á undanförnum fimm árum. Sandfokið er á nokkrum stöðum, eins og sést á meðfylgjandi korti. Stærstu svæðin eru frá upptökum Skaftár og á löngum kafla niður með ánni. Sandurinn fýkur undan norðanáttinni að Lakagígum. Margar sandtungur koma að gíg- unum á mismunandi stöðum og er sandurinn byrjaður að eyði- leggja suma gígana. Þá er sandur kominn utan í Laka. Sandurinn sverfur burt allan mosa sem er einkennandi fyrir Lakagíga og getur smáfyllt upp í gígana svo að öll blæbrigði og mishæðir víkja smám saman fyrir sléttum og svörtum sandi. Ekkert kemur í staðinn fyrir mosann því sandur- inn heldur ekki raka og sverfur burtu nýgræðing. Eyðimörk ef ekkert verður gert Ólafur segir óljóst hvað sandur- inn fari hratt yfir en telur ljóst að ef ekkert verður að gert muni gígaröðin skemmast verulega á næstu árum eða áratugum og sumir gígamir eyðileggjast alveg. Bjami Matthíasson, oddviti Skaft- árhrepps, segir að ástandið við Lakagíga sé orðið þannig að menn þurfti að fara að gera það upp við sig hvort þeir treysti sér til að vernda þá eða ekki. _______ Fyrir gosið í Lakagígum 1783 rann Skaftá í gljú- fram sem hraunflóðið fyllti á stórum köflum og því breiðir áin mjög úr sér í hlaupum og skilur eftir sand á stóra svæði. Ólafur segir að landið sé ekki komið í jarðfræðilegt jafn- vægi eftir gosið. Því megi gera ráð fyrir að sandurinn breyti því á næstu árhundr- uðum í eyðimörk eða sand- öræfi á stórum svæðum. Við því sé þó hægt að spoma með ýmsum að- gerðum. Fyrst og fremst þurfi að þekkja eðli hlaup- anna og reyna að koma í veg fyrir að sandurinn hlaðist upp á breiðu svæði norðan Lakagíga. Til þess þurfi að koma melgresi inn á svæðið til að stemma stigu við sandfokinu og einnig þurfi að leita leiða til koma í veg fyrir að hlaupvatnið fari yfir allt of stórt svæði. Það sé hugsanlegt að gera með því að stýra hlaupun- um með varnargörðum eða vatn- smiðlun. Náttúruhamfarir Freysteinn Sigurðsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, segir að mjög erfitt sé að hemja jökul- vötnin. Hop og framgangur jökla hafí áhrif á þau. Eðli þeirra sé að hlaða aur undir sig og þau séu svo stór að erfitt sé að ráða við þau. Hann segir að hvarvetna þar '• T; -y-^AÍ' _ _ . Ljósmynd: Ólafur Arnalds Mosmn drepst SANDUR að eyða 10-20 sm þykkri mosaþembu í Eldhrauni. sandfoks neðar með Skaftá. Mjög sérkennilegt svæði fyrir sunnan Eldgjá er að skemmast. Þá er sandurinn farinn að taka sinn toll af Skaftáreldahrauni niðri í byggð. Þar sem Eldvatn greinist frá Skaftá er stórt sandblásturs- svæði. Ólafur Arnalds segir að þar sé þykk mosabreiða yfir hrauninu og hún sé eitthvert sér- kennilegasta gróðurlendi á norð- urslóðum. Þar stoppi flestir þeir útlendingar sem fara um landið. Hann segir að sandurinn sé að drepa mosann á stóram svæðum. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að sandurinn sé búinn að eyða miklum náttúruminjum í Eldhrauni, þar sé eyddur mosi af Svartur sandur SANDTUNGUR sjást ganga út á milli Lakagíga þegar horft er eftir gigaröðinni í átt til Laka. Ljósmynd: Ólafur Arnalda sem Skaftá renni á sléttlendi og úr straumnum dragi setji hún aurinn af sér og það sé upp- spretta sandfoksins. Hann segir að rennslið í ánni tífaldist í hlaup- um og til þess að halda þeim í ákveðnum farvegi þurfi gífurleg mannvirki sem erfitt sé að gera. Náttúruverndarráð hefur tekið þátt í umræðum um sandfokið í Skaftárhreppi. Þóroddur Þórodds- son, framkvæmdastjóri, vill líkja því við náttúruhamfarir. Lítill munur sé á sandfokinu og hraun- flóði. Hraunið renni þó aðeins einu sinni og stoppi eftir stuttan tíma en sandurinn haldi áfram í hund- ruð ára. Þóroddur segir að vissu- lega sé sandfokið að Lakagígum náttúruspjöll en sú spurning sé þó áleitin hvort menn eigi ekki að hafa meiri áhyggjur af því sem væri að gerast í byggð, það er í Eldhrauni. Eitt sérkennilegasta gróðurlendi á norðurslóðum Land er að skemmast vegna oddviti sandá- aukist um 4.000 hekturam. Bjarni Matthíasson, Skaftárhrepps, segir að gangur frá Skaftá hafi mjög vegna þéttari hlaupa og meiri framburðar. Hann segir að áþreifanlegust sé gróðureyðingin í Eldhrauni, vestan við Kirkjubæ- jarklaustur. Þar sé oft ófært um þjóðveginn vegna sandfoks en það hafi ekki þekkst fyrir nokkram árum. Sveinn landgræðslustjóri segir að gróðureyðingin við Skaftá sé ásamt Haukadalsheiðinni sú versta á Suðurlandi. Hún sé hins vegar afmarkaðri og viðráðanlegri en eyðingin á Hólsfjöllum og í Mývatnssveit sem nú er aðalverk- efni Landgræðslunnar. Segir Sveinn að í Eldhrauni séu góðar aðstæður til að ná tökum á vanda- málinu og það sem gert hafi verið hafí tekist vel. Ekki bænheyrðir Landgræðslan hefur sáð í Eld- hraun tvö undanfarin sumur. Sán- ingin misfórst í fyrra en Bjarni segir að hún hafi tekist vel í sum- ar. Þá hafa bændur verið með til- raunir til sáningar í afréttinum í smáum stíl. Segir hann menn telji að hægt sé að græða sandinn upp með melgresi. Sveinn segir að á næsta ári verði haldið áfram upp- græðslu til að hefta sand- fok á þjóðveginn í Eld- hrauni en að því verkefni sé unnið í samvinnu við Vegagerð ríkisins. Þá sé unnið að rannsóknum vegna varnargarðs í Skaftá vestan Kirkjubæjarklaust- urs. Loks sé unnið að áætl- un um aðgerðir fram til aldamóta og verði þær unn- ar í samráði við heimamenn í Skaftárhreppi þegar þeir hafa stofnað landgræðslu- félag sitt í byrjun næsta árs. Þeir séu áhugasamir um málið og yrði lögð áhersla á að standa vel við bakið á þeim. Bjarni Matthíasson segir að dýrt sé að ráðast í fýrir- hleðslur og uppgræðslu og hafi verið leitað eftir stuðn- ingi fjárveitingarvaldsins undanfarin ár en án árang- urs. Nú hefðu þau svör fengist að þetta fé þyrfti að sækja í gegn um Landgræðsluna. Land- græðslustjóri segir að framlög til stofnunarinnar verði skert á næsta ári og ekki svigrúm til að færa fé úr öðrum samstarfsverk- efnum. Þá hafi menn ekki verið bænheyrðir um að fá sérstakt fjármagn til þessa verkefnis. Hins vegar kveðst hann vonast til að Landgræðslan geti sett kraft í málið á árinu 1995. HBj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.