Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 55 I I I ) I I ) I > HX HÆTTULEGT SKOTMARK HörkJ£pNe£"AaMm,^ Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Stranglega bönnuð i. 16 ára. BÍÓMYNDIR & MYNDBÖND Tímarit Gerist áskrifendur að góðu blaði. áhugafólks Áskriftarsími 91 - 81 12 80. um kvikmynd.r ★ ★ V, G.E. DV. ★ ★’/, S.V. MBL. PRINSAR í L.A. Frábær grín- og ævintýramynd. Sýnd kl. 7. LAUNRÁÐ liUllM Eaamaa Frönsk spennu- og grínmynd. Sýnd kl. 8.55 og 11. B. i. 16 ára. HJÁLP GIFTING Nú ætlar einkadóttir BJarna aö gifta sig. Veislan skal vera vegleg en hvar fást aurarnlr? Frábær gamanmynd, full af lóttum húmor aö hættl Dana. , 9 og 11. (D TÓnLflKflR QUL flSMJIfíflRRÖÐ tlflSKÖLfi blöl fimmtudaginn 9. desember, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Egmont, forleikur Franz Liszt: Les Preludes Richard Strauss: Hetjulíf Missið ekki af frumflutningi á einu af risaverkum tónbókmenntanna. Hetjulífi, eftir Richard Strauss. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS o/ZZob H 11ómtVe 11 olitg Itl.ndlnoa Sími 622255 Keflavík Morgunblaðið/Bjðrn Blöndal Ljósin tendruð á jólatrénu Keflavík. KVEIKT var á jólatrénu sem er gjöf frá vinabænum Kristiansand í Noregi við hátíðlega athöfn að vistöddu fjölmenni á laugardaginn. Við þetta tækifæri fluttu ávörp Öyvind Stokke sendiráðsritari Noregs á íslándi og Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar. Síðan tendraði Rúnar Már Sigurvinsson nemandi í 6. bekk Myllubakkaskóla ljósin á jólatrénu, sem að þessu sinni er skreytt 720 litlum ljósum. Við athöfnina lék Lúðra- sunnukirkjunni í Keflavík sveit Tónlistarskólans í söng jólasálma. Þá komu Kefivík aðventu- og jólalög jólasveinar í heimsókn og og sönghópur frá Hvíta- nemendur í Holtaskóla buðu viðstöddum uppá heitt kakó og piparkökur. Helstu götur bæjarins hafa nú verið skreyttar í tilefni af jólahá- tíðinni og hafa bæjarbúar ekki látið sitt eftir liggja. Mörg hús hafa verið fagur- lega skreytt á liðnum árum og hafa menn gert sér ferð til að skoða fallegustu skreytingarnar. - BB SÍMI: 19000 Lokað vegna lagfæringa Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Kvenfélag Grindavíkur heiðraði 6 konur fyrir farsæl störf í þágu félagsins. Þær eru frá vinstri: Þórlaug Ólafsdóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Helga Jóelsdóttir, Fjóla Jóelsdóttir, Dagmar Árnadóttir, Jóhanna Dagbjartsdóttir ásamt formanninum Gunn- hildi Guðmundsdóttur. Grindavík Kvenfélagið 70 ára Grindavík. KVENFELAGIÐ í Grinda- vík varð 70 ára þann 24. nóvember síðastliðinn og hélt nýlega upp á afmælið með afmælishófi í Festi. Þó að félagið sé-komið „á aldur“ eru þó engin ellimerki á því að fínna eins og glæsi- leg afmælisdagskrá bar með sér en þar komu fram skemmtikraftar úr Tónlistar- skólanum og víðar úr bæjar- lífinu og skemmtu íjölmörg- um gestum Kvenfélagsins. Dagskráin hófst á sama hátt og stofnfundurinn fyrir 70 árum með því að allur salurinn tók undir í sálminum „Þú, Guð sem stýrir stjarna- her“. Gunnhildur Guðmunds- dóttir formaður Kvenfélags- ins rifjaði upp tilurð félagsins sem þær Guðrún Þorvarðar- dóttir og Ingibjörg Jónsdóttir kennari höfðu frumkvæði af og stofnuðu ásamt 23 konum sem mættu á stofnfundinn. Markmið félagsins var að leggja þeim lið sem á ein- hvern hátt voru hjálparþurfi og að hlynna að kirkjulífi í hreppnum. Það kom fram hjá Gunn- hildi að kirkjan hafi skipað stóran sess hjá Kvenfélaginu í gegnum árin og þó margir segi að þau séu gamaldags fyrirbæri sé Kvenfélagið lítið farið að láta á sjá þrátt fyrir háan aldur. Kvenfélög hafi vissulega þurft að aðlaga sig nýjum háttum en hafi sannað tilverurétt sinn og segja megi að þau hafi aldrei verið eins þörf og nú á dögum. 1 Kven- félagi Grindavíkur eru nú um 160 félagar og í tilefni af- mælisins var ráðist í útgáfu afmælisrits sem Guðfinna Hreiðarsdóttir ritstýrði. Þá voru 6 konur heiðraðar í til- efni afmælisins. Félaginu bárust margar gjafir og heillaóskir í tilefni dagsins og færði Eðvarð Júl- íusson forseti bæjarstjómar Grindavíkur því m.a. 150 þúsund króna gjöf frá Grindavíkurbæ til húsgagna' kaupa í nýuppgert húsnæði í félagsheimilinu. Eins og fyrr segir var fjöl- breytt skemmtidagskrá. Þar komu fram meðal annarra blásarasveit Tónlistarskólans 1 Grindavík, barnakór Grindavíkurkirkju og dans- arar. Þá fluttu þau Dagbjart- ur Einarsson, Valgerður Þor- valdsdóttir og Haukur Guð- jónsson kafla úr Gullna hliðin eftir Davíð Stefánsson. FÓ Barnakór Grindavíkurkirkju söng á afmælishátíð Kvepfélags Grindavíkur. Ný myndbönd Skífan gefur út fyrir jólin tólf nýjar teiknimyndaspól- ur með íslensku tali og er þetta í fyrsta sinn sem sér- J stakar jólateiknimyndir koma út hér á landi með íslensku tali. ■ TOMMI OG JENNI mála bæinn rauðnnn. Þetta ) er fyrsta kvikmyndin með þeim félögum í fullri lengd og nú tala þeir íslensku. ' Iængd 85 mín. L ■ PRINSESSAN OG DURTARNIR Ævintýri með rómantísku ívafi. írena litla kemmst í kynni við illskeytta Durta sem búa undir kasta- lanum hennar og ætla að gifta hana Froskavör en með hjálp ömmu sinnar og Kalla tekst henni að bjóða þeim birginn. Lengd 85 mín. ■ KÆRLEIKSBIRNIRN- IR 2 í þessari mynd er sýnt hvernir Kærleiksbirnirnir fengu táknin á mallakúta sína, þeir kynnast börnum í sumarbúðum og sýna fram á hvað kærleikur og vinátta skiptir miklu máli. Lengd 80 mín. ■ SEX NÝIR TITLAR frá Hannn-Barbera Á þessum myndböndum koma fram all- ar helstu persónur Hanna- Barbera. Jógi Björn, Hökki hundur, Fred Flintstone, Bamey Rubble, Skúbí Dú o.fl. tala nú aílir íslensku. Leikararnir Þórhallur Sig- urðsson, Örn Árnason, Saga Jónsdóttir, Guðrún Þórðar- dóttir, Magnús Ólafsson, Júl- íus Bijánsson o.fl. ljá þeim raddir sínar. Þýðandi er Magnea J. Matthíasdóttir. ■ ÞOTUFÓLKIÐ Elli og félagar & í skátatferð. Lengd 45 mín. ■ ÍÞRÓTTIR frá öllum hliðum Teiknimyndir og leik- ir sem fjalla um íþróttaiðkun. Fred og fjölskylda ásamt Jóga og Hökka koma fram í myndinni. Lengd 85 mín. ■ STJÖRNUVITLAUS Jógi og félagar fara í fjár- sjóðsleit. Þeir fletta ofan af ráðabruggi um að eyðileggja þyngdarafl jarðarinnar o.fl. Lengd 60 mín. ■ LEITIN að tapað fund- ið Jógi og félagar í fjársjóða- leit. Þeir komast í tæri við draugalega útlaga og leysa gátu um múmíu og forða veröldinni frá ragnarökum. Lengd 60 mín. ■ HÖKKI HUNDUR Ljónsþjarta Hökki lögreglu- hundur kemur fram í mörg- um stuttum myndum að elt- ast við bófa og illmenni. Lengd 45 mín. ■ SKÚBÍ DÚ glefsur úr hundalífi Skúbí Dú og félag- ar lenda inn í ótal þekktum ævintýrum. Lengd 85 mín. ■ HNOTUBRJÓTS- PRINSINN Sígild saga sem gerist í Leikfangalandi. Æv- intýri um ástir, hetjudáðir og alveg sérlega illskeytta mús. Tónlist eftir Tchaikovskí leik- in af Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Lengd 72 mín. ■ LITLI TRÖLLAPRINS- INN Þessi saga segir frá litla Tröllaprinsinum Bö sem upp- götvar kærleik Guðs og berst gegn mannvonsku fjölskydu sinnar í öfugsnúnum smá- tröllaheimi þar sem illt er gott og ekkert orð finnst yfir ást. Lengd 50 mín. ■ JÓLASAGA Lappi og músin Lakkrís leita að Jóla- sveininum til að koma til hans bréfi frá Tomma litla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.