Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 24. OLYMPIULEIKARNIR I EÐLISFRÆÐI I WILLIAMSBURG Erfið keppni 198 úrvais- nemenda frá 41 landi 17 ára Kínverji og 19 ára Þjóðverji efstir ogjafnir Texti og myndir: Viðar Ágústsson. „Þið hafið öll unnið stóran sigur með því einu að hafa verið valin í ykkar heimalandi til að sækja þessa 24. Ólympíuleika í eðlis- fræði“ sagði Leon Lederman, Nó- belsverðlaunahafi og deildarstjóri "•y í FermiLab í Chicaco við setningar- athöfnina í hátíðasal College of William and Mary. „Það er greini- legt að eðlisfræðin dregur enn að sér afburðaungmenni í öllum lönd- um og ég óska ykkur allra heilla á þeirri braut. Sum ykkar kunna að færast yfír í efnafræði, aðrar raungreinar eða enn annað og ég fyrirgef ykkur það - bara á meðan þið verðið ekki lögfræðingar“ 24. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru að þessu sinni haldnir í Will- iamsburg í Virginíu, frægri borg sem státar af merkilegri sögu allt aftur til 1633. Leikamir fóru fram í College of William and Mary, ^ næstelsta menntasetri Bandaríkj- Tanna, en skólinn hélt upp á_ 300 ára afmæli sitt nú í sumar. í ná- grenni við skólahverfíð er gamli nýlendubærinn endurrisinn og þar er allt með sama sniði og var fyrir 200 árum, lágreist húsin hafa ver- ið gædd lífi að nýju og starfsfólk gengur um í fötum eftir fyrri tíma tísku. Eðlisfræðileikamir eru einstakl- ingskeppni þar sem glímt er við verkefni í fræðilegri og verklegri eðlisfræði. Keppnisdagarnir eru tveir, sá fyrri fyrir 3 fræðileg verk- efni og sá síðari fyrir 2 verkleg verkefni. Hvor keppnisdagur er 5 erfiðar vinnustundir fyrir keppend- urna sem allir eru 19 ára eða yngri. Eftir þessa vinnulotu er keppend- um séð fyrir nægri skemmtun og fræðslu til að létta þeim biðina þar til úrslit verða kunn. Að þessu sinni sóttu 198 kepp- endur frá 41 þjóð Ólympíuleikana í eðlisfræði. Að venju voru þar pilt- ar í miklum meirihluta, aðeins 5 stúlkur vom meðal keppenda. Allir eru keppendurnir valdir með svip- uðum hætti í sínu heimalandi fyrir förina; fyrst með landskeppni í eðlisfræði, síðan úrslitakeppni og loks em þeir þjálfaðir í nokkrar vikur fyrir Eðlisfræðileikana. Flestir koma þeir hingað í sumar- leyfi sínu en Astralarnir þurftu að fá frí úr skóla til að koma. Framkvæmdanefnd 24. Ólymp- íuleikanna í eðlisfræði vann gott starf er hún undirbjó þennan al- þjóðlega viðburð. Umgjörð leik- anna var fögur og aðbúnaður kepp- enda og fararstjóra til fyrirmynd- ar. Boðið var upp á áhugaverða fyrirlestra um nýjustu strauma í bandarískri eðlisfræðikennslu, sýnitilraunir og kynningu á fjöl- verkakennsluforriti. Keppendur fengu heilan dag í tívolí með rússí- bönum og öðmm leiktækjum. Þar framkvæmdu þeir tilraunir til gam- ans og skiluðu skýrslum með niður- stöðum sínum. Fyrir bestu skýrsl- urnar voru síðan gefin verðlaun. Famar vora skoðunarferðir í ný- lendubæinn og heilum degi eyddu keppendur á Virginíuströnd og öðrum í ferðalög til NASA í Lan- gley og CEBAF í Jamestown. Verkefnin voru líka vel undirbúin, frumleg, áhugavekjandi, erfið en sanngjörn. Allt þetta er áætlað að kosti um 1 milljón dollara. Við hátíðlega verðlaunaafhend- ingu kom í ljós árangurinn; efstir og jafnir með 40,65 stig af 50 mögulegum urðu 17 ára Kínveiji og 19 ára Þjóðveiji og fengu þeir vegleg verðlaun, grafískar tölvur frá Texas Instmment og hlaupa- mæli með púlsteljara. Allir sem Anthony French, höfundur 1. fræðilega verkefnisins og for- maður dómnefndar, afhendir Ara Eiríkssyni frá MA verðlaun fyrir bestu framkvæmd á tilraun- inni um eðlisvarma niturs. náðu árangrinum 50% af bestu lausn eða meira, fengu verðlauna- pening eða heiðursskjal eftir atvik- um auk verðlauna af einhveiju tagi. Óvænt verðlaun féllu í skaut Ara Eiríkssonar þegar lausn hans á eðlisvarma niturs fékk sérstaka viðurkenningu fyrir afburðagóða framkvæmd og nákvæma niður- stöðu. í glæsilegu riti sem gefið var Efstir og jafnir með 40,65 stig, Junan Zhang, 17 ára frá. Kína og Harald Pfeiffer, 19 ára frá Þýskalandi. út fyrir lokaathöfn Ólympíuleik- anna í eðlisfræði er kveðja til kepp- endanna frá forseta Bandaríkj- anna, Bill Clinton, þar sem hann segir: „Afburðaárangur ykkar í eðlisfræði sýnir þorsta eftir þekk- ingu og skilningi sem mun koma ykkur að gagni á framabraut ykk- ar. Eg sendi ykkur mínar bestu óskir um bjarta framtíð." Yngsti keppand- inn hlaut brons aðeins 11 ára „Eg fæddist á Indlandi en fluttist síðan með pabba og mömmu til Ástr- alíu“ segir Akshay feiminn þegar hann er spurður um uppruna sinn. „Pabbi er verkfræðingur en mamma tölvufræðingur. Þau hvetja mig í raungreinanámi en era alls ekki ýtin, bara útvega mér þær bækur sem mig langar í. Við búum í Perth og í skólanum þar hef ég alltaf valið alla þá stærðfræði og eðlisfræði sem í boði hefur verið. Núna er ég kom- inn í menntaskóla og bekkjarfélagar mínir em 15 ára.“ Akshay er fæddur 21. nóvembei&' 1981 er því aðeins 11 ára að keppa á erfíðu alþjóðlegu móti unglinga á aldrinum 16-19 ára. Eðlisfræðin virðist þó ekki vefjast fyrir honum því hann náði bronsverðlaunum með 30,45 stigum og vantaði hann aðeins 0,55 stig til að fá silfurverðlaun. Erfiðara virtist það reynast honum að fjölmiðlafólk og samkeppendur þyrptust að honum til að tala við hann og taka af hönum myndir. Fréttaritari Morgunblaðsins var sá sjötti sem bað um formlegt viðtal við Akshay svo hann hafði orðið nokkra hugmynd um það sem fólk hafði áhuga á í sambandi við hann. „Ég tók þátt í landskeppni í eðlis- fræði í menntaskólanum mínum en ég veit ekki einu sinni hve mörg stig ég fékk þar“ segir Akshay hóg- vær. „Mér var bara boðið að koma 2 vikur í þjálfunarbúðir ásamt 14 öðrum menntaskólanemum. Við fengum heimaverkefni og tókum próf og svo var hópurinn minnkaður niður í 5 nemendur og ég var ennþá með í þeim hóp. Loks fengum við þjálfun í 3 vikur.“ Akshay hefur samt áhugamál eins og jafnaldrar hans. Á sumrin spilar hann reglulega körfubolta með strákaflokkunum en þar að auki fínnst honum gaman að lesa vísinda- skáldsögur. Hann lærði á fiðlu í 4 ár en er hættur því núna. Aðspurður um Ólympíuleikana og framtíðará- formin svarar Akshay hugsandi. Akshay Venkatesa er aðeins 11 ára að keppa fyrir Ástralíu á móti sér mun eldri unglingum. Hann vill þó koma aftur og keppa þá líka á Ólympiuleikunum í stærðfræði. v „Mér gekk bara vel í fræðilega hlut- anum en í verklega hlutanum fæ ég örugglega mínusstig. Mig langar til að koma aftur á Ölympíuleikana í eðlisfræði en mig langar líka til að fara á Ólympíuleikan í stærðfræði. Ég klára menntaskólann líklega eft- ir 2 ár og þá fer ég í háskólann til að læra eðlisfræði. Kannski verð ég kominn með doktorsgráðu þegar ég 20 ára“ íslenska keppnisliðið á 24. Ólympíuleikunum í eðlisfræði ásamt fararstjórunum: Ingibjörg Haralds- dóttir, fararstjóri, Davíð Bragason frá MA, Styrmir Sigurjónsson frá MR, Guðjón I. Guðjónsson frá MS, Arnar Már Hrafnkelsson frá MR, Ari Eiríksson frá MA og Viðar Ágústsson, aðalfararstjóri. Án þeirra hefðum við ekki getað tekið þátt Fjölmörg fyrirtæki og stofn- anir styrktu íslendingana Reglur Olympíuleikanna kveða á um að ráðuneyti það sem send- ir keppnislið skuli standa straum af ferðakostnaði keppenda og far- arstjóra til og frá keppnislandi. En þátttökukostnaðurinn felst í ýmsu öðru, ss að halda Lands- keppni til að velja keppendur, kaupa minjagripi, greiða fyrir æfíngabúðir, bæta keppendum að hluta sumarvinnutapið og greiða þjálfumm smáþóknun. Óll önnur störf við þátttökuna eru unnin í sjálboðavinnu. Landskeppni í eðlisfræði er haldin til að velja keppendur til þátttöku í Ólympíuleikunum í eðslisfræði og fer hún fram í febr- úar og mars í framhaldsskólum landsins og Háskólanum. Land- skeppnin í ár var sú 10. í röðinni og tóku 164 nemendur víðsvegar að af landinu þátt í henni. Frá upphafi hefur Morgunblaðið stað- ið straum af öllum kostnaði við hana og flutt fréttir af verkefnun- um og niðurstöðum keppninnar. CASIO-umboðið Heimilistæki gaf öllum keppendunum 5 vasat- ölvur sem uppfylla reglur Ólymp- íuleikanna og Sólarfílma aðstoð- aði við að útvega minjagripi til að gefa hinum erlendu keppend- um og fararstjóram. Fjárfestinga- félagið, íslandsbankinn og Seðla- bankinn studdu þátttökuna með fjárframlögum og sama gerðu menntaskólarnir sem piltarnir komu frá. Sveitarfélög piltanna, Akureyri, Dalvík, Kópavogur, Garðabær og Reykjavík styrktu þátttöku þeirra. Menntamála- ráðuneytið hafði milligöngu um að útvega hluta af fararkostnaði og síðast en ekki síst veitti Há- skólinn ómetanlega aðstoð er hann lánaði bæði sérfræðinga, húsnæði og tæki við þjálfunina. Öllum þessum aðilum vill ís- lenska keppnisliðið þakka stuðn- inginn sem ekki síst felst í hvatn- ingu við að halda áfram að stuðla að framgangi eðlisfræðinnar hér á landi og sækja árlega viðmiðun til annarra landa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.