Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 22

Morgunblaðið - 08.12.1993, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Steinbrjótur A ARSFUNDI rikisspítalanna fór fram kynning á svokölluðum steinbrjóti til meðferðar á þvagfærasteinum. Ársfundur ríkisspítala Fimm ára vísinda- og rannsóknaáætlun STJÓRNARNEFND ríkisspítala og læknadeild Háskóla íslands hafa hleypt af stokkunum vísinda- og rannsóknaáætlun til fimm ára að því er kom fram í máli Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra rikisspítala, á ársfundi á föstudag. Hann sagði að tilgangur átaks- ins væri að í landinu þróaðist sú menning og þekking á sviði heil- brigðismála að í framtíðinni yrði íslensk heilbrigðisþjónustu gæða- hugtak, hér á landi og meðal íbúa annarra þjóða. „Þannig rennum við stoðum undir íslenska atvinnustarfsemi og þar með sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Á ársfundinum afhenti yfir- og eldhús og aðalbyggingar. stjóm mannvirkjagerðar á Gangurinn er liður í fram- Landspítalalóðinni formlega nýjan kvæmdaáætlun K-byggingar og tengigang á milli tæknimiðstöðvar er hann forsenda fyrir því að unnt Kirkjur landsins ákortum NÝJAR víddir hófu á þessu ári útgáfu á kortaflokki með ís- lenskum kirkjum í samvinnu við sóknarnefndirnar. Kortin eru með vetrarmyndum eftir Ingi- björgu Bimu Steingrímsdóttur. Aftan á kortunum eru fróðlegar upplýsingar um viðkomandi kirkjur. Kirkjukortin fást bæði sem jóla- kort og tækifæriskort og þá eink- um tengd atburðum sem eiga sér stað í kirkjunni. Þau eru kjörin sem boðskort t.d. í fermingar og brúð- kaup. Umsjón með hönnun kort- anna hefur Kristín Þorkelsdóttir hjá Nýjum víddum. Kort með eftirtöldum kirkjum eru komin út: Dómkirkjunni, Þing- vallakirkju, Hallgrímskirkju, Laugarneskirkju, Bústaðakirkju, Háteigskirkju, Árbæjarkirkju, Kristkirkju, Fríkirkjunni í Reykja- vík, Seltjarnameskirkju, Blöndu- Eitt kortanna sem gefin hafa verið út, Dómkirkjan. óskirkju, Ytri-Njarðvíkurkirkju, Grenivíkurkirkju og Grindavíkur- kirkju. Verð kirkjukortanna er 100 krónur og nýtur Hjálparstofnun kirkjunnar góðs af sölu þeirra á almennum markaði og sölu Nýrra vídda til fyrirtækja. Sóknamefndir kirknanna ráðstafa tekjum af eig- in sölu til kirkjustarfs. sé að steypa upp sjálfa K-bygging- una. í ganginum verður starfs- mannainngangur, símaþjónusta, línudreifing o.fl. Steinbrjótur Steinbijótur við meðferð þvag- færasteina var kynntur á ársfund- inum. Meðferð með honum byggist upp á hljóðbylgjum sem hafa verið kallaðar höggbylgjur. Þvagfæra- steinnin er fyrst staðsettur með röntgenskyggningu eða hljóð- bylgjum. Síðan er höggbylgjum beint að staðnum og steinninn brotinn. Hægt er að fylgjast með steinbrotinu á ómsjá á meðan á aðgerðinni stendur. Sjúklingurinn fær hvorki svæfingu né deyfingu en vanalega er gefíð verkjalyf í æð. Gert er ráð fyrir að sjúklingar geti farið heim tveimur klukku- stundum eftir aðgerðina. Blóðbanki Á ársfundinum var þess sér- staklega minnst að í ár eru liðin 40 ár frá stofnun Blóðbankans. Starfsemi bankans hefur farið stöðugt vaxandi og á síðasta ári töldust nýir blóðgjafar alls 1074. Umfangsmikil rannsóknar- og kennslustarfsemi fer fram í Blóð- bankanum. Þar er m.a. unnið að þróun tölvuvinnslu, aukinni sjálf- virkni og eflingu samstarfs erfða- fræðideildar við aðrar deildir. Fram koma á fundinum að rekstur ríkisspítala hefur ein- kennst að umtalsverðri aukningu á starfsemi síðastliðin ár. Engu að síður hafí náðst 470 milljón króna raunlækkun á útgjöldum milli áranna 1991 og 1992. Inn- lögnum á deildir Landspítalans hafi fjölgað um 7,5% milli ára, fæðingum úr 2.558 í 2.913 eða um tæp 14% og tekið hafí verið á móti 232 fleiri skjólstæðingum á bráðamóttökudeild. Landlæknír um hagræðingn á spítölum Draga ber úr hraða og skapa þarf vinnufrið Segir slys hafa orðið sem rekja megi til álags ÁLAG á heilbrigðisstarfsfólk er mikið og kvartanir um streitu í starfi hafa aukist verulega frá 1980 samkvæmt upplýsingum frá landlækn- isembættinu sem birtar eru í desemberhefti Læknablaðsins. Einnig hefur embættið undir höndum upplýsingar um slys sem rekja má til mikils vinnuálags á sjúkrahúsum. Biðlistar hafa ekki styst að sama skapi á Islandi og í nágrannalöndunum þrátt fyrir framfarir í skurðtækni og svæfingum og að minni aðgerðir hafi flust á göngu- deildir og sérfræðingsstofur utan sjúkrahúsa. Landlæknir sagði i samtali við Morgunblaðið að hagræðing á sjúkrahúsum hefði leitt margft gott af sér en nú væri mál vinnufrið. Ólafur Ólafsson staðfesti í samtali við Morgunblaðið að upp hafí komið slys sem rekja megi til vinnuhraða og álags. Ekki fékkst uppgefíð hversu mörg tilvikin eru. Ólafur sagði stærstu mistökin verða á stóru sjúkrahúsunum þar sem stórar að- gerðir eru gerðar og örtröðin er mest. „Farið er ofan í slík tilvik og þau skoðuð vandlega. Við höfum átt fundi með starfsmönnum heilbrigði- skerfísins og rætt þetta. í Ig'ölfarið hafa ýmsar vinnureglur, t.d. um framkvæmd og undirbúning aðgerða, verið hertar og endurskoðaðar í sam- ráði við heilbrigðisyfírvöld," sagði Ólafur. Landlæknir sagði einnig að 35-50% lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða kvarti um mikla streitu í starfí og kvartanir hafí aukist veru- lega frá 1980. Ólafur sagði einnig að hagræð- ingin væri af hinu góða en nú sé mál að draga úr hraðanum og skapa starfsfólkinu vinnufrið. í Lækna- blaðinu segir að menn verði að hægja á hagræðingunni vegna að draga úr og skapa starfsfólki langra biðlista og á þessu stigi geti það haft slæmar afleiðingar að loka velbúnum skurðstofum á Landa- kotsspítala. St. Jósepsspítali geti ekki tekið við hlutverki Landakots- spítala og aðrir spítalar geti ekki tekið við sjúklingum af biðlistum sem stendur. Loks segir að málið þoli enga bið vegna vinnuálags á sjúkrahúsum í Reykjavík. Biðlistar sérgreinasjúkrahúsa (bæklunarlækningar) hafa staðið í stað síðastliðin tvö ár. Biðlistar Landakotsspítala hafa flust yfir á Borgarspítalann (bæklunardeild), Landspítalann (þvagfæraskurð- lækningar) og á St. Jósepsspítala í Hafnarfírði. Biðlistar eftir krans- æðaaðgerðum hafa lengst lítillega vegna launadeilu við svæfinga- lækna sem nú er lokið. Einnig kem- ur fram að lengri bið virðist vera eftir sérgreinaaðgerðum á íslandi en í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Hollandi. Til dæmis sé bið eftir bæklunar- og þvagfæraskurðað- gerðum 6-12 mánuðir. Biðlistar Tafla. Yfirlit frá landlæknisembættinu yfir biðlista sér- greinasjúkrahúsa 1. september 1991 til 1. september 1993. 1.9. 1991 1.9. 1992 1.9. 1993 Bæklunardeild Landspítali 460 214 177 Borgarspítali 496 434 512 Landakotsspftali 134 17 5 St. Jósefssp. Hf. 0 120 108 FSA 70 135 111 Alls 1.160' 920 913 Hjartaskurðlækningar Landspítali 66 68 82 Hjartaþræðingar Landspítali - 86 70 Borgarspítali - 53 50 Alls 100 139 120 Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspitali - 837 841 St. Jósefssp. Hf. - 132 102 Alls 837 969 943 Þvagfæraskurðlækningar Landspftali 450 395 444 Borgarspítali 28 96 60 Landakotsspítali 92 69 34 St. Jósefssp. Hf. - 20 60 Alls 570 580 598 Endurhæfing * Reykjalundur - 455 511 Kristnes . 35 25 HNLFÍ - 0 67 Alls 418 490 603 Biðlistar án lýtalækn. 3.151 3.166 3.259 Lýtalækningar2 Landspítali 1.000 1.330 652 St. Jósefssp. Hf. 0 154 102 Borgarspítali_______-______-_____180 Alls 1.000 1.484 962 1) Eftir 1991 voru biðlistar „hreinsaðir“ eða samkeyrðir. Þeir sem höfðu beðið fímm ár eða lengur voru „afskráðir", margir höfðu gengið undir aðgerðir annars staðar. 2) Biðlistar eftir lýtalœkningaaðgerðum eru ekki nægilega vei unnir auk þess sem greiðslu- ákvæði hafa breyst og því er þeim sleppt hér, enda mest um minni háttar fegrunaraðgerðir að ræða. Danmörk Kransæðaaðgerðir TUR-aðgerðir á blöðru Mjaðmaaðgerðir TUR-aðgerðir á blöðruhálskirtli Noregur Kransæðaaðgerðir Svíþjóð Kransæðaaðgerðir Hnéaðgerðir Holland Kransæðaaðgerðir 3.3 mán. 2.4 mán. 6,6 mán. 4,0 mán. 4,0 mán. 3-5 mán. 7-8 mán. 2-3 mán. IÖ1 DESIGNSInc.' AMERISK RUM í rúmunum eru hinar vönduðu amerísku Sioringwair dýnur sem kírópraktorar mæla með. Þær eru byggðar upp eftir MULTILASTIC PLUS kerfinu, sem tryggir jafnan stuðning og beinan hrygg í svefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.