Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 49 Róshildur Hávarðs- dóttír — Minning Róshildur Hávarðsdóttir á Hörgslandi lést þriðjudaginn 23. nóvember og var jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardag- inn 27. sama mánaðar. Kallið kom óvænt og fyrirvaralaust. í hugum okkar sem nú stöndum eftir á ströndinni var ekkert slíkt í nánd. Hún var svo ung og jákvæð í hugs- un og viðmóti og full atorku. Þó vissum við vel að hún hafði lifað í 80 ár. Rósa eins og hún var kölluð af sínu fólki fæddist í Mörtungu á Síðu 29. apríl 1913, dóttir hjónanna Guðlaugar Ólafsdóttur frá Mör- tungu og Hávarðar Jónssonar frá Króki í Meðallandi. Þau Guðlaug og Hávarður bjuggu í Króki en Rósa ólst upp að miklu leyti hjá ömmu sinni og afa í Mörtungu, Ragnhildi Eiríksdóttur og Ólafi Jónssyni. Þessu mun hafa valdið langvarandi vanheilsa Guðlaugar móður Rósu. Bræður Rósu voru fjórir, þeir Ólafur, Eiríkur, Halldór og Hávarður. Nú lifir Halldór einn þeirra systkina og býr í Króki. Rósa hélt til Reykjavíkur Alþing- ishátíðarárið 1930 og var þar í vist næstu vetur en jafnan heima á sumrin. Einnig var hún í Vest- mannaeyjum í tvö ár við fiskvinnu og matreiðslu. Það var svo árið 1937 að Rósa fluttist til mannsefn- is síns, Jakobs Bjarnasonar, að Hörgsdal á Síðu. Þar bjuggu þau í húsmennsku næstu ár eða til 1941 er þau eignuðust Kálfafellskot í Fljótshverfi og bjuggu þar næstu 19 ár. í Hörgsdal eignuðust þau fyrstu dótturina, Sigurveigu, og í Kálfafellskoti þær Ólafíu og Jónu. Þar er afskaplega faliegt eins og margir vita og árnar Laxá og Brú- ará falla sín hvorum megin túns. Árnar eru matarkistur frá hausti til vors og þetta nýttu þau sér vel. Túnin þurfti að stækka en skilyrði til þess voru býsna óaðgengileg. Þarna var hraun fyllt af foksandi og dálítið gróið, þó var yfirborðið nærri samfellt grjót. Það er ekki heiglum hent að rækta slíkt land en þolinmæði og eljusemi eru dijúgt veganesti í því sem öðru enda urðu þar falleg tún. Glöggskyggni húsráðenda á margt í lífi dýranna, bæði húsdýra og villtra dýra, leiddi til marghátt- aðra atvika sem skrifa mætti um langar frásagnir. Öll dýrin skyldu fá aðhlynningu, mýsnar sitt, krummi sitt að ólgeymdum bústofn- inum. Ekki veit ég hvað olli því að hægt var að láta gamlan hrafn sem settist upp hjá þeim éta úr sama dallinum og hanann á bænum. Helst hallast ég að því að þar hafði ráðið merkilegur heimilisandi sem þau sköpuðu bæði Rósa og Jakob og var slíkur að tæpast er hægt að minnast Rósu einnar heldur verður að skrifa um þau bæði í einu. Kjarval var hjá þeim sumarlangt og fór út á morgnana með trönur sínar og málaði. Svo kom hann heim á kvöldin og þokaði þá gjarn- an kúnum með sér. Hann vildi að- eins mjólk úr þeirri gráu, enda var hún sækýr. Þegar rigndi setti hann upp trönur sínar í litla herberginu uppi, þar sem hann svaf og málaði Lómagnúp sem hann vissi af þarna í skýjaþykkninu. Þarna hefur meist- aranum liðið vel hjá vinum sínum sem virtu hann sjálfan og list hans. Svona var þetta á fleiri bæjum aust- ur þar og myndir Kjarvals prýða heimili víða og auðga |íf fólksins eins og kynnin við Kjarval gerðu á sinni tíð. Það var svo 1960 að þau fluttust að Hörgslandi á Síðu og bjuggu þar síðan myndarbúi í sambýli við dótt- ur sína og tengdason, og seinna hóf þar búskap dóttursonur þeirra með sína fjölskyldu. Allt gekk þetta eins og best varð á kosið og hinn góði andi elstu hjónanna varð alveg eins hjá næstu ættliðum. Ég veit það varð þeim mikil ánægja að fylgjast með þroska afkomenda sinna og sjá hvern ættlið af öðrum fara í sömu skápana hjá Rósu og leika sér eins og með sömu pottana. Snyrtimennska utanhúss og inn- an, dæmafá rausn og hógværð hús- ráðenda var það sem mér þótti at- hyglisverðast þegar ég kynnsti þeim fýrst, Rósu og Jakobi. Ekki dró úr því við aukin kynni heldur stækk- uðu þau jafnt og þétt í mínum aug- um. Þessi sérstaka virðing fyrir öllu sem lifir og hrærist birtist í ótal myndum. Gamla jörðin Kálfafells- kot var nýtt samhliða Hörgslandi og íbúðarhúsið endurbættu þau og snyrtu svo að það nýttist þeim sjálf- um meðan á heyskap og öðrum nauðsynjaverkum stóð. Þess utan var þetta og er orlofsstaður vina og vandamanna hvenær sem þeir óska. Húsið er hitað árið um kring og er það og umhverfi þess snyrti- legt svo að af ber. Líklega hefði Eyjólfur á Hvoli orðað það svo að þau væru „vandfisa". Sjálfur hef ég notið margs þarna í „Kotinu" og sama gildir um fólk mitt. Sérkennilegt getur verið að kynnast því að eftir því sem maður nýtur meira yndis á annarra kostn- að og er borinn á höndum, því skuldugra verður þetta sama fólk manni sjálfum, en einmitt þannig var höfðingslund þeirra hjóna. Sem fyrr getur eignuðust þau Rósa og Jakob þijár dætur. Elst er Sigurveig. Hennar maður er Óli Jósepsson, þau eiga þijú börn og búa í Reykjavík. Næst er Ólafía. Hennar maður er Kristinn Siggeirs- son, þau eiga fjögur börn og búa á Hörgslandi. Yngst er Jóna. Hennar maður er Hörður Hauksson. Þau eiga tvö börn og búa í Reykjavík. Barnabörnin eru orðin fimm og naut allur hópurinn umhyggju Rósu til síðasta dags. Það verða lok þessa greinarkorns að þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast Rósu á Hörgs- landi og njóta vináttu hennar um árabil. Jakobi og öllu þeirra fólki votta ég einlæga samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Sigurður Pálsson. KVENNADEILD Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavík er með jólafund í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnudaginn 12. des. sem hefst með borð- haldi kl. 19. Uppl. hjá Sól- veigu í síma 32853. KATTHOLT, Stangarhyl 2. Sunnudaginn 12. des. verður basar og flóamarkaður í Katt- holti sem hefst kl. 14. Allur ágóði rennur til óskiladýra. KVENFÉLAGIÐ Aldan heldur jólafund á morgun fimmtudag í Borgartúni 18 sem hefst með borðhaldi kl. 19.30 stundvíslega. FÉLAGSSTARF aldraðra, Norðurbrún 1. Á morgun kl. 14 rútuferð í bókabúð Máls og menningar, Síðumúla. Ath. síðustu forvöð að skrá sigí jólamatinn 10. desember. HJÁLPRÆÐISHERINN. Konukvöld í kvöld kl. 20.30. Bragðað á jólakonfekti. Opið öllum konum. VÍÐISTAÐASÓKN. Starf aldraðra: Kl. 14 í dag les Linda Róbertsdóttir upp úr bók Róberts Arnfinnssonar leikara í safnaðarheimilinu. Söngur og jólakaffi. SILFURLÍNAN - sími 616262. Síma- og viðvika- þjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga milli kl. 16 og 18. BÓKSALA Félags kaþ- ólskra leikmanna er opin á Hávallagötu 14 kl. 17-18. BÚSTAÐASÓKN. Félags- starf aldraðra í dag kl. 13. NESSÓKN. Kvenfélag Nes- kirkju er með opið hús í dag kl. 13-17 í safnaðarheimil- inu. Boðið upp á kínverska leikfimi, kaffi og spjáll. Fót- snyrting og hárgreiðsla á sama tíma. Iíóræfing Litla kórsins kl. 16.15 í dag í um- sjón Ingu Backman og Reynis Jónassonar. Nýir félagar vel- komnir. KIRKJUSTARF____________ ÁSKIRKJA. Samverustund fyrir foreldra ungra barna i dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í safnaðarheimili í dag kl. 17. BÓMKIRKJAN: Hádegis- bænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Léttur hádegis- verður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili í dag kl. 13.30-16.30. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. L AN GHOLTSKIRK J A. Foreldramorgunn í dag kl. 10. Aftansöngur kl. 18. SELTJARNARNES- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili. Kl. 17-18 er opið hús til kyrrðar og íhugunar við kertaljós. ÁRBÆJARKIRKJA: Opið hús í dag kl. 13.30. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára TTT í dag kl. 17. Mömmumorgunn í fyrramálið kl. 10-12« BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Unglingastarf (Ten-Sing) í kvöld kl. 20. HJALLAKIRKJA: Starf fyr- ir 10-12 ára börn TTT kl. 17 í kirkjunni í dag. KÁRSNESSÓIÍN. Mömmu- morgunn í dag kl. 9.30-12 í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 10-12 áraídagkl. 17.15-19. HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegis- verður í safnaðarathvarfinu, Suðurgötu 11 að stundinni lokinni. Guðmundur Jóns- son - Minning Kveðja frá Listahátíð í Hafnarfirði Við mikil sorgartíðindi setur menn jafnan hljóða. Orð verða lítils megnug, en minningar taka að hrannast upp. Þetta voru einnig viðbrögð okkar félaganna í stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði, þegar við fengum frétt- ir af ótímabæru fráfalli vinar okkar og samstarfsmanns Guðmundar Jónssonar vélsmiðs. Við Hafnfirðingar höfum á und- anförnum árum lagt mikinn metnað í að skapa listum og menningu í Hafnarfirði þann sess sem fyrir löngu var tímabært. Það var því óhjákvæmilegt framhald þessarar vinnu, að við eignuðumst okkar eig- in listahátíð. Arið 1990 hófst af fullum krafti undirbúningurinn að þessari fyrstu hátíð, sem haldin skyldi í júnímánuði 1991. Þegar svo mikið stendur til, er mikils um vert að öllum bestu kröftum byggðar- lagsins sé saman safnað til starfans. Fljótlega var tekin sú ákvörðun, að hátíðin legði megináherslu á höggmyndalistina, og var ákveðið að smíða fjölda höggmynda eftir alþjóðlegan hóp listamanna, sem síðan skyldu mynda kjarnann í fyrsta höggmyndagarði þjóðarinnar á Víðistaðatúni j Hafnarfirði. Ef vanda ætti verkið, þurfti að fá bestu járnsmiði sem völ væri á. Að þeirri vösku sveit snillinga ólastaðri, bar nafn Guðmundar fyrst á góma, enda löngu þekktur sem mikill hag- leiksmaður. Þetta var upphafið á vinskap og sérlega ánægjulegu samstarfi stjórnar Listahátíðar í Hafnarfírði og Guðmundar, sem átti ásamt vini sínum og samstarfsmanni Bjarna Bjarnasyni eftir að vinna ómetanleg störf í þágu menningarbyltingar- innar í Hafnarfirði. Það var engu líkara en að ekkert vandamál væri svo stórt að þeir félagarnir fyndu ekki lausn á því og aldrei var glað- værðin langt undan. Þeir Guðmund- ur og Bjarni áttu enda eftir að stofna fyrirtækið Suðulist, sem sér- hæfir sig í smíði listaverka. Ekki spillti það fyrir, að báðir tveir fengu ríflega í vöggugjöf hina einu sönnu listrænu taug sem allar götur síðan hefur gert okkur Hafnfirðingum kleift að eignast stórkostlegt safn höggmynda, ókomnum kynslóðum til yndisauka um alla framtíð, svo að aldrei verður fullþakkað. Þessi verk munu lengi lofa sína smiði, jafnt og höfunda. Stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði vill með þessum fátæklegu orðum votta aðstandendum Guðmundar sína dýpstu samúð á stundu sorgar og missis, í vissu um að öll él birt- . ir upp um síðir og þá mun hlýja minninganna ylja þeim sem nú syrgja. Megi algóður Guð blessa minn- ingu góðs drengs og mikils lista- manns. F.h. stjórnar Listahátíðar í Hafn- arfirði, Sverrir Ólafsson, fr amkvæmdastj ór i. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA HARALDSDÓTTIR, Garðaflöt 13, Garðabæ, verður jarðsett frá Garðakirkju föstu- daginn 10. desember kl. 13.30. Helgi Þorkelsson, Ásta Helgadóttir, Haraldur Helgason, Ólafur Helgason, Guðrún Helgadóttir, Andri Már Helgason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall HLÖÐVERS ÞÓRÐAR HLÖÐVERSSONAR, Björgum, Ljósavatnshreppi. Ásta Pétursdóttir, Hlöðver P. Hlöðversson, Kornína B. Óskarsdóttir, Sólveig B. Hlöðversdóttir, Friðrik Ari Friðriksson, Þorgeir B. Hlöðversson, Sigríður Jónsdóttir, Kristjana G. Hlöðversdóttir og barnabörn. ' t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- \ ur okkar, tengdamóður, systur, mág- lconu og ömmu, x GIGRÍÐAR ANDRÉSDÓTTUR, Stóragerði 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 32-A á Landspítalanum og Kvenfélags I Árbæjarsóknar. Svavar G. Guðnason, Andrés Svavarsson, Þóra Stephensen, ECristfn S. Svavarsdóttir, Viðar Gislason, Guðni B. Svavarsson, Kristín Óiafsdóttir, Rannveig E. Svavarsdóttir, Þorbjörg Andrésdóttir, Unnur Andrésdóttir, Teitur Guðmundsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.