Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 28
< - ■ MAJÍIVfTiíígOM 28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Framkvæmdaráð allra kynþátta Suður-Afríku tekur til starfa Fær neitunarvald í ýmsum rnálum fram að kosningum Höfðaborg. Reuter. FRAMKVÆMDARÁÐIÐ, TEC, sem annast skal undirbúning og framkvæmd lýðræðislegra kosninga með þátttöku allra kynþátta í Suður-Afríku, tók til starfa í Höfðaborg í gær. Sljórn F.W. de Klerks forseta mun sitja fram að kosningunum sem verða 27. apríl en TEC mun hafa mikil áhrif og í sumum tilvikum neitunar- vald á sviðum landvarna, löggæslu, fjármála og utanrikismála. Samið hefur verið um að samsteypustjórn kynþáttanna verði við völd fyrstu fimm árin eftir kosningar. Deila völdum PRAVIN Gordhan (t.h.) og Dawie de Villiers, formenn Framkvæmda- ráðsins nýja i Suður-Áfríku, á fyrsta fundi ráðsins í gær. „Nöfnin“ neita boði Lloyds NÖFNIN svonefndu, sem bera ótakmarkaða sjálfskuldar- ábyrgð hjá Lloyds tryggingafé- laginu neituðu í gær boði fyrir- tækisins um 900 milljóna punda greiðslu til þeirra sem töpuðu fjármunum vegna tapreksturs Lloyds. Boðið var háð því að nöfnin, um 17.000 talsins, féllu frá málsókn á hendur Lloyds vegna tapsins, sem nam um 5,5 milljörðum punda. Friðhelgi Tapie afiétt FRANSKA þingið samþykkti í gær að aflétta friðhelgi Bern- ards Tapie, fyrrverandi ráð- herra, sem þ'ingmanns svo hægt yrði að sækja hann til saka fyrir meint fjármálamis- ferli. Tillagan var samþykkt með 432 atkvæðum gegn 72. Forseti Fílabeins- strandarinnar látinn FELIX Huophouet-Boigny, for- seti Fílabeinsstrandarinnar, lést í gær, 88 ára að aldri. Hafði hann setið lengst allra Afríkuleiðtoga á forsetastóli, frá árinu 1960. Banamein Hu- ophouet-Boigny var krabba- mein. Óvíst er hver tekur við af honum. Líffæradeila leyst DEILA ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn og sjúkrahússins í Árósum um líffæraígræðslur hefur nú verið leyst. Mikil sam- keppni um ígræðslumar var á milli sjúkrahúsanna og brigsl- uðu yfirlæknar í líffæraflutn- ingum hvor öðrum um van- hæfni í starfi, m.a. að eyði- leggja líffæri er þau væru fjar- lægð úr líffæragjöfum. Nú hef- ur verið ákveðið að líffæri verði ekki flutt á milli landshluta, heldur komi líffæri frá Jótlandi Jótum til góða á Árósaspítala en Kaupmannahafnarspítali sjái um Sjáland og Fjón. Friðarviðræð- ur við Sýrlend- inga í janúar? ÍSRAELAR sögðu í gær að Sýrlendingar væru reiðubúnir að taka þráðinn upp að nýju í tvíhliða friðarviðræðum. Lögðu bandarískir og ísraelskir emb- ættismenn til að viðræðumar hæfust í janúar en þær hafa legið niður í fjóra mánuði. í einu opinberra málgagna Sýr- landsstjómar sagði í gær að ísraelar yrðu að falla frá kröf- um um Gólanhæðir áður en viðræður gætu hafist. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna er á ferð um Mið-Austurlönd og hefur átt viðræður við Sýrlendinga og ísraela. Banda aftur til valda ÚTVARPIÐ í Malaví sagði í gær frá því að Kamuzu Banda, forseti landins hefði tekið við völdum á nýjan leik. Þriggja manna ráð hefur farið með stjóm landsins þar sem Banda gekkst undir heilauppskurð fyrr á árinu. Hann er á tíræðis- aldri. „Koma okkar hingað merkir að við erum búin að dauðhreinsa þennan sal af gamla fnyknum,“ sagði Cyril Ramaphosa, fram- kvæmdastjóri Afríska þjóðarráðs- ins, ANC, er ráðið koma saman. Dawie de Villiers er einn af ráð- hermm Þjóðarflokksins er setti aðskilnaðarstefnuna í lög þegar flokkurinn náði völdum 1948 en nam hana úr gildi síðustu þrjú árin undir forystu de Klerks. De Villiers var ekki jafn skáldlegur. „Þetta em endalok minnihluta- stjómarinnar", sagði hann. Alls eiga 19 flokkar fulltrúa í TEC, þar á meðal ANC sem er undir forystu Nelsons Mandela og Þjóðarflokkur F.W. de Klerks. Ink- París. Reuter. í ÞVÍ stríði, sem nú stendur um GATT-samningana, berst franska stjórnin á þrennum vígstöðvum, við Bandaríkin, önnur aðildarríki Evrópu- bandalagsins og almennings- álitið í Frakklandi, og tilgang- urinn er sá að tryggja sem best sérhagsmuni Frakka. Hefur henni í raun tekist að notfæra sér reiði franskra bænda til að styrkja stöðu sína við samningaborðið og þótt margir frammámenn í öðrum EB-ríkjum séu henni reiðir, þá geta þeir' ekki að sér gert en dást að henni um leið. „Frakkar hafa sýnt mikla kænsku við að neyða Bandaríkja- menn til að endurskoða landbún- aðarkaflann og. hræða félaga sína innan EB og þeir hafa æst svo upp almenningsálitið í Frakk- landi, að Frakkar eru reiðubúnir að sætta sig við hvora niðurstöð- una sem er, samning eða ekki samning," sagði einn evrópsku samningamannanna í GATT-við- ræðunum en hann bætti við, að hætta væri á, að þeir gengju of langt. Kröfur í allar áttir Að sögn þessa samninga- manns eru aðferðir Frakka í því fólgnar að þvinga EB til að ná því fram, sem hægt er, gagnvart Bandaríkjunum og krefjast þess um leið, að önnur EB-ríki bæti frönskum bændum það upp, sem ekki er hægt að heija út úr Bandaríkjamönnum. Um leið er þessi aðferð vel fallin til að sýna almenningi í Frakklandi, að stjómin berjist um hvern þuml- ung lands ef svo má segja og það er líka nauðsynlegt eigi henni að takast að fá þingið til að sam- þykkja hugsanlega GATT-samn- inga. atha-frelsishreyfingin, sem zúlú- leiðtoginn Mangosuthu Buthelezi stjórnar, hafnaði þátttöku í ráðinu en Buthelezi vill að Suður-Afríka verði sambandsríki þar sem hvert hérað hafí mikla sjálfsstjórn í eig- in málum. Sama sinnis eru margir hægrisinnar meðal hvítra og öfga- menn úr þeirra röðum vilja stofna sérstakt ríki hvítra, skipta landinu milli kynþáttanna. Fyrstu hvítu landnemarnir sett- ust að í Höfðaborg fyrir 341 ári og komu þeir frá Hollandi; afkom- endur Hollendinganna nefnast nú Búar en þriðjungur hvítra er af breskum stofni. Kynblendingar og Asíumenn fengu takmarkaðan Jean Puech, landbúnaðarráð- herra Frakklands, skýrði frá þessari stefnu frönsku stjórnar- innar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann, að nú væri það komið und- ir öðmm EB-ríkjum að ábyrgj- ast, að ræktun yrði ekki hætt á einum einasta hektara lands og nautgriparæktendur sköðuðust ekki á GATT-samningunum. Þessar ábyrgðir yrðu að liggja fyrir samhliða samningunum. Kenna Bandaríkjunum um Þverðmóðska Frakka hefur borið þann árangur, að Banda- ríkjamenn hafa tekið upp Blair House-samkomulagið um land- búnaðarmálin og gefið verulega eftir hvað varðar niðurgreiðslur kosningarétt fyrir nokkrum árum en svertingjar fá að kjósa í fyrsta sinn í í sögu landsins í apríl. Þeir eru fjórum sinnum fleiri en hvítir á korni, nautakjöti, kjúklingum og mjólkurafurðum en samt sem áður sagði Alain Juppe, utan- ríkisráðherra Frakka, í gær, að þeir gætu ekki fallist á Iandbún- aðarsamninginn og sakaði Bandaríkjamenn um að standa í vegi fyrir árangri. Embættismenn Evrópubanda- lagsins í Brussel segja, að Frakk- ar hafi náð miklu fram en nú verði þeir að fara varlega, eigi þeir ekki að ganga fram af félög- um sínum í EB. Segja þeir, að Þjóðveijar hafi mikinn vara á sér og ætli sér ekki að láta Frakka teyma sig út í hatursáróður gegn Bandaríkjunum eða baráttu fyrir aukinni vemdarstefnu. menn en skiptast í allmargar þjóð- ir og eru zúlúmenn og xhosar, sem einkum styðja ANC, stærstar þeirra. Brandenburg PDSvarð íöðrusæti Bonn. Reuter. FLOKKUR fyrrum austur- þýskra kommúnista, PDS, varð í öðru sæti í kosningum í sam- bandslandinu Brandenburg í austnrhluta Þýskalands um helg- ina. I frétt Morgunblaðsins í gær sagði að PDS hefði orðið í þriðja sæti og flokkur kristilegra demó- krata (CDU) í öðru sæti. Þegar öll atkvæði höfðu verið talin kom hins vegar hið gagnstæða í ljós. Lokaniðurstöður kosninganna eru þær að Jafnaðarmannaflokkur- inn fékk 34,5% atkvæða, PDS 21,2% atkvæða og CDU 20,5% at- kvæða. Kristilegir demókratar fara með völd í þremur sambandslöndum í austurhluta Þýskalands, Mecklen- burg-Vorpommern, Thúringen og Sachsen-Anhalt. Eru taldar yfir- gnæfandi líkur á að þeir muni tapa kosningum í þeim öllum á næsta ári. --------♦ ♦ ♦---- Skáti er ekki guð- leysingi Washingion. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna kvað upp þann úrskurð á mánu- dag, að skátahreyfingin hefði leyfi til að vísa burt tíu ára göml- um dreng, sem neitaði að viður- kenna, að hann hefði skyldum að gegna við guð almáttugan. Dómurinn felur í sér, að alríkislög um bann við trúarlegri mismunun taka ekki til skátanna. Allt frá stofnun skátahreyfingarinnar fyrir 86 árum hefur nýjum félögum ver- ið gert að sveija eið og lofa að reyna af fremsta megni að gera skyldu sína við guð. Fyrir fjórum árum sagði hins vegar maður nokkur þegar hann sótti um inngöngu í skátafélag fyr- ir tíu ára gamlan son sinn, að þeir feðgarnir væru guðleysingjar og því gæti strákurinn ekki lofað guði neinu. Fellur GATT á hags- munabaráttu Frakka? Krefjast auk þess bóta til bænda frá öðrum EB-ríkjum „Framleiðsla föðurlandsins“ BÆNDUR eru víða mjög andvígir nýjum GATT-samningi um aukin heimsviðskipti og hafa þeir mótmælt honum með ýmsum hætti. Hér eru bændur í Suður-Kóreu að mótmæla, klæddir í útfararklæðnað eins og hann tíðkast þar i landi, en á spjöldunum eru skráð nöfn á ýmissi framleiðslu eða landbúnaðarafurðum föðurlandsins. Bændur í Suður-Kóreu og Japan óttast einkum, að hrísgijónamarkaðurinn í löndunum verði opnaður fyrir inn- flutningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.