Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 11 Nýjar bækur KARÓLÍNA Kammersveit Reykjavíkur Tveir Brandenburgarkonsert- ar Bachs á jólatónleikum KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Askirkju sunnudaginn 12. desem- ber. Á efnisskránni að þessu sinni verða eingöngu verk eftir J.S. Bach. Tónleikarnir hefjast á Branden- burgarkonsert nr. II, þá verður flutt brúðkaupskantatan „Weichet nur, betrubte Schatten" og er það Marta G. Halldórdóttir sópransöngkona sem syngur einsöng. Eftir hlé verður fluttur konsert í d-moll fyrir 2 fiðlur og tónleikun- um lýkur með Brandenburgarkon- sert nr. V. Einleikarar á tónleikunum verða Jósef Ognibene, horn, Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeins- son, óbó, Unnur María Ingólfsdótt- ir, fiðla, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, og Helga Ingólfsdóttir, sembal. Tónleikarnir verða í Áskirkju og hefjast kl. 17. Á tónleikunum verð- ur nýr geisladiskur Kammersveitar- innar, ,,.Jólatónleikar“, til sölu á kynningarverði. Jónína Michaelsdóttir og Karólína Lárusdóttir. Bók um líf og list Karólínu Lárusdóttur Kammersveit Reykjavíkur. Morgunblaðið/Þorkell ÚT ER komin bókin Karólína, Líf og list Karólínu Lárusdótt- ur. Jónína Michaelsdóttir ritaði. Bókin er prýdd miklum fjölda mynda og hefur m.a. að geyma 50 litmyndir af málverkum Kar- HVOLPAVIT Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Þorsteinn Marelsson: Hvolpavit. Reykjavík. Mál og menning 1993, 186 bls. Þrándur Hreinn er ungur piltur sem fer austur á land, bæði til að vinna sér inn peninga í fiskvinnu og til að hitta ástina sína hana Ósk. Fyrir austan býr hann hjá frænku sinni sem er sílspikuð, góðhjarta kona sem hugsar um lítið annað en að gefa honum nóg að borða. Sagan gengur að mestu leyti út á samskipti piltsins og stúlk- unnar þar sem þau feta sig um ókunna stíga ástar og kynlífs. Inn í söguna kemur þó best skrifaði kafli bókarinnar sem fjallar um meinta glæpi þótt lesandinn fái í raun ekkert að vita um niðurstöðu í því máli. Ýjað er að ósamkomu- lagi foreldra piltsins og væntan- legum skilnaði og Þrándur verður vitni að því sem er í aðsigi. Sagt er frá dykkjusamkomum á heimili Sæmundar skipstjóra og fýllerísr- öfli hans lýst, en skyndilega er hann sviptur sjálfræði og sendur á hæli fyrir drykkjumenn og kona hans ætlar að skilja við hann. Ekki hélt ég að menn væru svipt- ir sjálfræði þótt þeir færu í afvötn- un. Aukapersónur eru mjög lítið unnar. Vinur hans Pétur og vin- kona hans Lísa koma aðeins fram sem óskilgreindir unglingar. Sig- rún sem hann eyðir með nótt án þess að vita hvað hefur gerst er alveg jafn óræð í sögulok og í upphafi. Benni væntanlegur mág- ur hans er hressilegur strákur en pabbi Þrándar lætur einhver orð falla um að hann muni fá pokann sinn. Kári sem ætti að vera eini keppinautur hans um hylli Óskar er alger huldupersóna og er aðeins nefndur í tengslum við Ósk. Allt eru þetta litlausar persónur og höfundur gerir enga tilraun til að skapa þau og gefa þeim sjálfstætt líf. Eina persónan sem fær líf er Sigurlína frænka sem þó er gerð afkáraleg með endalausri tilvísun í bresku konungsfjölskylduna. Frásögnin um samskipti ungl- inganna er langdregin og hálf leiðinleg. Endalaust er hamrað á Rodin-sýning- in framlengd VEGNA mikillar aðsóknar á sýn- ingu á verkum eftir franska myndhöggvarann Auguste Rodin sem staðið hefur yfir að Kjarvals- stöðum hefur verið ákveðið að framiengja hana um eina viku, eða til sunnudagsins 12. desem- ber. Alls hafa nú um 25.000 manns séð sýninguna. Á sýningunni eru rúmlega 60 verk eftir Rodin fengin að láni hjá Rodinsafninu í París og eru þar á meðal mörg þekktustu verka hans. -----» ♦ ♦... Þorsteinn Marelsson feimni piltsins, venjulega í því formi að han er sagður roðna þeg- ar fiskikerlingarnar klæmast við hann, eða hann veit ekki hvernig hann á að útvega sér smokka. Samtöl þeirra og samskipti eru ósannfærandi og í raun fær les- andinn aldrei að sjá inn í huga stúlkunnar. Hún er aðeins verk- færi til að gera þetta að unglinga- sögu. Tæpt er á ýmiss konar mál- um sem gætu verið verðugt við- fangsefni í unglingabók en höf- undur vinnur ekki nógu vel úr þeim. Alls staðar í sögunni eru lausir endar. Kápumynd er ósmekkleg og illa saman sett. Afkáraleg teikning af berum kvenmanni framan á bringu á andlitslausum karlmanni. Nýjar bækur M Út er komin bókin Manga með svartan vanga eftir Ómar Þ. Ragn- arsson fréttamann. Er þetta þriðja bók Ómars. I kynningu útgefanda segir: „Manga með svartan vanga fjallar um sérstæða konu, Margréti Sigurðardóttur, sem lengi var heim- ilisföst að Hvammi í Langadal í Húnavatnssýslu. Margrét var einn af smælingjunum í íslensku samfé- lagi og var einkum fræg fyrir hversu ófríð hún var og að ganga á miðjum þjóðveginum í dalnum og láta sig bílaumferðina engu varða.“ Þessi sérstæða kona átti sína örlagasögu og hana rifjar Ómar upp í bókinni. í bókinni segir Ómar einnig frá sér- kennilegu mannlífi í Langadal. Útgefandi er Fróði. Manga með svartan vanga er 224 blaðsíður. Bókin er prentunnin hjá G.Ben. prentstofu hf. en kápuhönnun annaðist Auglýsingastofan Orkin. Bókin kostar kr. 2.980. Kvennakór Reykjavíkur. Jólasöngvar á aðventu Kvennakór Reykjavíkur og Bamakór Grensáskirkju KVENNAKÓR Reykjavíkur hélt sína fyrstu aðventutónleika sunnu- daginn 5. desember í Hallgrímskirkju. Húsfyllir var á tónleikunum. Kórinn hefur ákveðið að halda aðra tónleika með breyttri dagskrá í Áskirkju í dag, miðvikudaginn 8. desember, ásamt Barnakór Grens- áskirkju. Á tónleikunum verða sungin jóla- og aðventulög frá ýmsum tímum og hefjast þeir kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir, raddþjálfari er Jóhanna Þórhalls- dóttir og undirleikari er Svana Vík- ingsdóttir. Fasteignasala, llj Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - öryggl NJ Hllmar Valdlmarsson. SlMAR: 687828 og 687808 Kleppsvegur 118 Til sölu mjög falleg 3ja herb. 83 fm íb. á 3. hæð í lyftu- húsi. Nýtt parket á stofu og gangi. Frábært útsýni. Skipti á 2ja herb. íb. koma til greina. Bragagata - laus Til sölu 4ra herb. 103 fm íb. á 3. hæð í steinhúsi. Góð eign. Laus nú þegar. Verð 7,8 millj. ólínu, auk margra grafíkmynda og ljósmynda sem tengjast lífi hennar, ættingjum og samferð- armönnum. í kynningu útgefanda segir: „Karólína Lárusdóttir kvaddi ís- land fyrir tæpum þrjátíu árum og hélt til myndlistarnáms í Bret- landi, þar sem hún hefur á síðari árum getið sér frægðarorð og hlot- ið margvíslega viðurkenningu fyrir list sína. Bókin skiptist í sex kafla þar sem Karólína lýsir viðhorfum sínum til lífs og listar og rekur viðburði ævi sinnar, bernsku og æskuár í Reykjavík, nám og bú- setu í Englandi, einkalíf, vináttu og viðurkenningar, áföll og sigra. Hér er komið víða við sögu og mun mörgum þykja fengur að þeirri skörpu og skemmtilegu mynd sem hún dregur af ömmu sinni og afa, þeim Karólínu og Jóhannesi Jósefssyni á Hótel Borg.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin um Karólínu Lárusdóttur er 208 bls. Björn Br. Björnsson hann- aði útlit, en Grafít hf. hannaði kápu. Bókin er prentuð í prent- smiðjunni Odda hf. Bókin kost- ar 3.480 krónur. 51500 Hafnarfjörður Hjallabraut - þjónustuíbúð Góð 2ja herb. þjónustuíb., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Verð 7,8 millj. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð I þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Trönuhraun Til sölu og/eða leigu efri hæð ca 350 fm. Hentugt sem kennsluhúsnæði, verslunar- og/eða skrifsthúsnæði. Nánari uppl. á skrifst. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hœð, Hfj., II símar 51500 og 51601.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.