Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 27 Fyrsta sending Nýja bautabúrsins til Japans Um 70 hross pönt- uð fram til jóla NÝJA bautabúrið sendi í gær frá sér sína fyrstu sendingu af hrossakjöti á Japansmarkað, en kjötið verður komið á markað þar á föstudagsmorgun. Sævar Hallgrímsson einn eig- enda Nýja bautabúrsins sagði að fyrir lægju pantanir á hrossakjöti á þennan markað fram til jóla, en Japanir pöntuðu slíka vöru ekki langt fram í tímann. „Við erum að vona að framhald verði á þess- um viðskiptum eftir áramótin og út febrúarmánuð," sagði Sævar. Fram til jóla er áætlað að selja kjöt af um það bil 70 hrossum, en um er að ræða svokallaðar „pístólur“, það er læri með hrygg- lengjunni og er kjötið úrbeinað hjá fyrirtækinu. Fyrsta sendingin fór af stað frá Akureyri síðdegis í gær, um 700 kíló sem ekið var með í gærkvöld og nótt beint á Keflavíkurflugvöll þar sem það var sett í flugvél, en hún flaug í býtið til Lundúna. Þar í borg var þessum fyrrverandi fák- um komið fyrir í sérstakri flutn- ingakælivél sem flogið var til Jap- ans. „Pístólunum“ er síðan komið á markað þar í landi og átti Sæv- ar von á að væntanlegum við- skiptavinum byðist þetta fitu- sprengda akureyska hrossakjöt á markaðnum hjá sér á föstudags- morgun. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hrossakjöt til Japans NÝJA bautabúrið sendi síðdegis í gær frá sér fyrsta farminn af hrossakjöti á Japansmarkað og var ekið með það til Keflavíkur í nótt, millilent í Lundúnum og síðan haldið austur á bóginn, en kjötið á að vera til sölu á mörkuðum snemma á föstudagsmorgun. Miðstöð fólks í atvinnuleit MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju verður með fjölbreytta dagskrá á dag, en hún hefst kl. 15.00. Jóhanna Valdimarsdóttir sem er talsmaður samstarfshópsins „Hag- ar hendur“ í Eyjafjarðarsveit mun kynna starfsemi hópsins og hafa sýnishorn meðferðis af þeim verk- um sem unnin hafa verið á liðnum mánuðum. Þá mun Viðar Eggertsson leik- hússtjóri kynna vetrarstarf Leikfé- samverustundinni í dag, miðviku- lags Akureyrar og spjalla við þátt- takendur, en félagið hefur áður lagt starfi Miðstöðvarinnar gott lið. Ýmsar upplýsingar liggja frammi og kaffi og brauð verður á borðum eins og áður. Allir sem misst hafa vinnu eru hvattir til að mæta og nýta sér það sem í boði er. Morgunblaðið/Rúnar Þór Niðurstaðan kynnt BJÖRGOLFUR Jóhannsson fjármálastjóri ÚA, Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri, Halldór Jónsson formaður sljórnar fyrirtækisins og Erlingur Sigurðarson stjórnarmaður kynntu niðurstöðu fundar með þýsku Einkavæðingarnefndinni í Berlín í gær. Einkavæðingarnefndin tekur ekki þátt í taprekstri MHF Hluthafarnir skoða til hvaða ráða verður gripið HLUTHAFAR þýska útgerðarfyrirtæksins Mecklenburger Hoch- seefischerei, MHF, munu á næstu dögum skoða til hvað ráða verður gripið í kjölfar mikils halla á rekstri félagsins á síðustu mánuðum. Útgerðarfélag Akureyringa á meirihluta í félaginu á móti þýskum aðilum og héldu forráðamenn þess fund með Einkavæðingarnefndinni, Trauhandanstalt, í Berlín í Þýskalandi á mánudag þar sem þeir gerðu nefndinni grein fyrir þeim vanda sem félagið á við að etja eftir að áætlanir um rekstur þess hafa brugðist. Einkavæðingarnefndin var ekki til viðræðu um að taka þátt í taprekstri félagsins eins og vænst hafði verið. Á fundi með Einkavæðingar- nefndinni á mánudag var ákveðið að framkvæmdastjórn þýska fé- lagsins og fulltrúar Mecklenburg- Vorpommern fylkis myndu fara í saumana á rekstri þess og var þeim falið að ganga frá greiðslu- og rekstraráætlun félagsins fyrir næsta ár. „Málið er til frekari vinnslu hjá hluthöfunum og í fram- haldi af þeirri vinnu skýrist væntan- lega til hvaða ráða verður gripið í sambandi við rekstur þessa þýska félags,“ sagði Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa á fundi með blaða- mönnum í gær. Hurðum ekki skellt „Það er vilji allra að málin skýr- ist sem fyrst,“ sagði Halldór Jóns- son formaður stjórnar ÚA. Hann sagði Einkavæðingarnefndina ekki hafa lokað á frekari viðræður nefndarinnar og hlutahafa MHF, en á grundvelli þeirrar rekstrar- áætlunar sem fyrir liggur að gera fyrir næsta ár yrði hægt að taka málið fyrir að nýju. „Þó svo þeir hafi svarað því þannig til á okkar fundi á mánudag að þeir beri ekki ábyrgð á taprekstri félagsins þá er það ekki þannig að skellt hafi verið hurðum á einn eða neinn,“ sagði Halldór. Hlutur ÚA ekki tapaður Þrátt fyrir að mikið tap hafi ver- ið á rekstri MHF síðustu mánuði sagði Halldór að ekki mætti líta svo á að peningum Útgerðarfélags Ak- ureyringa væri kastað á glæ. ÚA hefði keypt 60% hlut í félaginu á 240-50 milljónir króna, reikna mætti með að tap félagsins á árinu yrði 7,5 milljónir marka og eigið fé þess þá komið niður í 22-23 milljónir marka í árslok úr tæpum 30 milljónum marka. Hlutdeild ÚA í bókfærðu eigin fé fyrirtækisins yrði á bilinu 900 til 1.000 milljónir íslenskra króna sem á sínum tíma hefðu verið greiddar um 250 millj- ónir króna fyrir. „Ég sé því ekki með hvaða rökum hægt er að halda því fram að hlutur ÚA í þessu fyrir- tæki sé tapaður," sagði Halldór og bætti við að áætlað væri að staðan í árslok yrði þannig að bókfært eig- ið fé fyrirtækins væri meira en tvö- falt það verðmæti sem Útgerðarfé- lag Akureyringa kæmi til með að borga fyrir sinn hlut. Fram kom í máli Gunnars að það væri ásetningur ÚA að reka félagið áfram og væri verið að vinna að ýmsum málum til að úrbóta, ís- lenskur framkvæmdastjóri, Ingi Björnsson, hefur störf um áramótin og þá sagði hann að mikil vinna að markaðsmálum að undanförnu væri að skila árangri. ----♦ ♦ ♦---- Fyrirlestur um atvinnumissi Hermann Oskarsson félagsfræð- ingur talar um atvinnumissi og við- brögð fólks við slíkum missi í fyrir- lestri sem hann heldur í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið 9. des- ember kl. 20.30. Allir eru velkomn- ir á fyrirlestur Hermanns. SMÁKÖKUR Œtc/ttu* ftr i /ntfai*- oy oúf/t/((//)( AB ÍO 0:1 ! O Z 7- : o : 0:- 7% 7?,: 70 70 ■ SMAATRIÐI SEM SKIPTA SKOPUM I MATARGERÐ Smákökur inniheldur uppskriftir allt frá einföldum hafrakexkökum til glæsilegs sætabrauðs. I bókinni eru yfir 100 uppskriftir (allar með myndum sem lýsa aðferðinni lið fyrir lið). Sósur hefur að geyma nákvæmar leiðbeiningar um sósugerð, hvort heldur algengar sósur, salatsósur eða eftirréttasósur. Pönnukökur og eggjakökur setur fram girnilegar hugmyndir að áleggi og fyllingum ásamt úrvali einstæðra uppskrifta að sætum og ósætum eggjakökum víðsvegar að úr heiminum. Salatsósur og kryddlegir qæða matinn spennandi bragði og gera hann eftirsóknarveroan. Einstætt safn liðlega 100 uppskrifta sem allar eru glæsilega myndskreyttar. ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.