Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 43 Kínverjar bjóða keppnisliðum frá 45 löndum Austur-Evrópubúar og Kínverj- ar sigursælir á Ólympíuleiknum Á síðasta fundi Ólympíuráðsins sem í eiga sæti allir fararstjórar þátttökulandanna er fjall- að um úrslit keppninnar og verðlaunum er rað- að á efstu keppendur. Besta lausn er skilgreind sem meðaltal lausna þriggja efstu keppendanna og í þetta sinn var hún aðeins 40,5 stig af 50 mögulegum, 4 stigum lægri en í fyrra. Gullverð- laun fá þeir keppendur sem ná 90% eða meira af bestu lausn en til þess þurfti að fá 36 stig. Silfurverðlaun fá þeir keppendur sem ná 78 - 89% af bestu lausn og til þess þurfti að fá 31 stig. Bronsverðlaun fá þeir keppendur sem ná 65-77% af bestu lausn en heiðursviðurkenningu fá þeir sem ná 50% af bestu lausn. Keppendum frá hinum keppnisvönu austan- tjaldslöndum vegnaði vel sem oft áður og af 17 gullhöfum voru 13 “að austan“. í þeirra hópi voru 3 frá Ungvetjalandi, 3 frá Rúss- landi, 2 frá Kína, 2 frá Rúmeníu, 2 frá Tékkíu, 1 frá Þýskalandi, 1 frá Bretlandi 1 frá Banda- ríkjunum, 1 frá Tyrklandi og 1 frá Úkraínu. Silfurverðlaunahafar voru 16 og af þeim voru 10 „að austan“. 1 var frá Búlgaríu, 2 frá Kína, 1 frá S-Kóreu, 2 frá Rússlandi, 2 frá Bretlandi, 2 frá Úkraínu, 2 frá Þýskalandi, 1 frá Slóvakíu, 2 frá Tékkíu og 1 frá Bandaríkjun- um. 23 keppendur hlutu bronsverðlaun og 47 keppendur náðu nægum stigafjölda til að fá heiðursviðurkenningu. í þeirra hópi var Davíð Bragson, nýstúdent frá MA. Er þetta í 4. sinn sem íslendingur nær þeim árangri á Ólympíu- leikunum í eðlisfræði að fá heiðursviðurkenn- ingu. Þó Eðlisfræðikeppnin sé einstaklingskeppni, reikna fararstjórarnir gjarnan meðalstigafjölda keppenda frá hveiju landi og fá þannig óopin- beran lista yfir sigurþjóðirnar. Efst á þessum lista að þessu sinni var Rússland með með- alstigafjöldann 35,39 en fast á hæla þeirra kom Kína með 35,17 stig. í þriðja sæti lenti Þýska- land með 32, 97 stig, þá Ungveijaland með 32, 29 stig og Tékkía með 31,82 stig. í næstu 5 sætum lentu þjóðirnar í Joessari röð: Rúmen- ía, Bretland, Bandaríkin, Úkraína og Búlgaría. Aðeins 3 vestrænar þjóðir voru því meðal 10 efstu þjóða að þessu sinni sem heldur lakari árangur en oft áður en samt ekki ósvipaður. Vegna nýrra reglna Ólympíuleikanna í eðlis- fræði um að ekki eru gefin út opinberlega stig þeirra keppenda sem hafa lakari árangur en 50%, er ekki hægt að reikna hvar ísland hefði lent í þessari röð þjóðanna. Meðalstigafjöldi íslensku keppendanna var 14,37 sem er sami stigafjöldi og td. Norðmenn náðu. Sem viðmið- un má taka að ísland lenti í 27. sæti af 37 með 13,6 stig að meðaltali í fyrra. Vegna pláss- leysis er ekki hægt að birta verkefni 24. Ólymp- íuleikanna í heild hér en hægt er að fá ljósrit af verkefnunum hjá fararstjórunum, Ingibjörgu og Viðari. Davíð Bragason, nýstúdent frá MR, náði nægum stigafjölda til að fá heiðursviður- kenningu og hlaut að launum tvo leysiljós- penna frá Delores Mason. 25. Olympíuleikarnir í eðlisfræði í Kína á næsta ári KÍNVERJAR hafa tekið þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði í aðeins 4 ár en árangur þeirra hefur verið frábær. Iðulega hafa þeir átt keppendur í efstu sætum og í fyrra fengu allir Kínveijarnir 5 gullverðlaun og liðið í heild varð langefst í óopinberum samanburði þjóðanna. Þrátt fyrir stutta þátttöku- sögu hafa Kínverjar tekið að sér að halda þetta alþjóðlega mót á næsta ári og til undirbúnings leikunum mættu alls 7 fulltrú- ar frá Kína til að kynna sér framkvæmd leikanna í Bandaríkj- unum þetta árið. Einn af áheyrnarfulltrúunum, Shixuan Shang, er eðlisfræðikenn- ari við kennarháskólann í Peking. Hann er í undirbúningsnefndinni fyrir 25. Ólympíuleikana í eðlis- fræði og ræddi hann við fréttarit- ara Morgunblaðsins um undirbún- inginn. „Þó Kínveijar séu nýir meðal þátttökuþjóðanna viljum við leggja okkar lóð á vogarskálamar til að styðja svona alþjóðlega menningarviðburði. Kínverska rík- ið hefur sýnt þátttökunni mikinn áhuga eins og fjöldi kínverskra áheyrnarfulltrúa sannar.“ segir Shixuan Shang áhugasamur. „Vísindasamtök Kína eru ábyrg fyrir 25. Ólympíuleikunum í eðlis- fræði en raungreinakennarafélag- ið sér um framkvæmdina segir Shixuan Shang. “Kostnaður við mótshaldið er áætlaður um hálf milljón bandaríkjadala og það er kínverska menntamálaráðuneytið sem greiðir kostnaðinn með sam- þykki fjármálaráðuneytisins. Eðl- isfræðileikarnir verða haldnir í háskólanum í Peking og standa yfir í 8 daga.“ Fyrir utan að það verður ævin- týri líkast fyrir unglinga hvað- anæva að úr heiminum að ferðast til Kína, munu mótshaldarar bjóða keppendum til margs konar skoð- unarferða. „Við munum fara að skoða Múrinn mikla og ganga spölkorn eftir honum. Við munum líka skoða neðanjarðarhöllina í Peking og ferðast um nágrenni borgarinnar." segir Shixuan Shang. „Við erum stoltir af alda- gamalli menningu og hefðum í Kína og ég er viss um að þið munuð kunna að meta það Kína sem þið sjáið“. Shixuan Shang býst við að 45 þjóðir munu til- kynna þátttöku sína á 25. Ólymp- íuleikunum í eðlisfræði því að öll- um núverandi þátttökuþjóðum verður boðið ásamt öllum þeim þjóðum sem sent hafa áheyrnar- fulltrúa. Aðspurður um hveiju hann þakkaði góðan árangur kínversku keppendanna á Eðlisfræðileikun- um frá upphafi þátttöku þeirra svaraði Shixuan Shang. „Meðalár- angur nemenda í kínverskum menntaskólum er að vísu hár en sérstaða okkar hér á Eðlisfræði- leikunum felst fyrst og fremst í því að við getum valið keppendur úr fleiri milljónum en nokkur önn- ur þátttökuþjóðanna. Landskeppn- in í Kína fer fram á vegum hvers landshluta og í ár tóku um 100 þús nemendur þátt í henni. Af þeim komu nokkrar þúsundir nem- enda í úrslitakeppni. Af um eitt- hundrað nemendum sem tóku sér- próf eftir það voru 5 þeir bestu valdir og þjálfaðir í 2 mánuði í háskólanum í Peking. Það er því bara eðlilegt að okkur gangi vel hér á Eðlisfræðileikunum“ sagði Shixuan Shang brosandi að lokum. April Baugher, 25 ára eðlis- fræðingur í doktorsnámi, var leiðsögumaður íslensku keppendanna um Williams- burg og nágrenni. „Islensku strákarnir sjálfstæðari Á Ólympíuleikunum í eðlis- fræði fær hvert keppnislið sér til aðstoðar innfæddan leiðsögu- mann, oft ungmenni með áhuga á eðlisfræði eða því landi sem keppendurnir eru frá. Að þessu sinni fengu íslensku strákarnir sér til halds og trausts 25 ára stúlku frá Williamsburg, April Baugher. Hún lagði sig fram um að þeir nytu dvalarinnar og kæmust á alla þá staði sem þá langaði til að skoða. „Ég fékk miða í hólfið mitt í College of William & Mary eins og fleiri skólafélagar mínir þar sem mér var boðið að verða leið- sögumaður á 24. IPhO. Ég sló til og mér var úthlutað íslandi 7 ég hefði ekki valið betur sjálf. íslensku strákamir eru hressir og skemmtilegir og miklu sjálf- stæðari og þroskaðri en banda- rískir jafnaldrar þeirra“ segir April sem sannarlega reyndist strákunum góður ieiðsögumað- ur. „í vetur var ég með umsjón með nokkrum bandarískum krökkum og ég mátti ekki sleppa af þeim hendinni því þá voru þeir ráðvilltir og hjálparlausir". April hefur lært eðlisfræði í 6 ár og eftir tvö og hálft ár von- ast hún til að klára Phd. í eðlis- fræði frá College of William & Mary. Rannsóknarverkefni og lokaritgerð hennar verður um fljótandi tvívetnis kristalla. Að því loknu getur hún vel hugsað sér að kenna eðlisfræði. „Ég hef Iítið ferðast og aldrei komið til Evrópu en nú gæti ég vel hugs- að mér að koma til íslands eftir að hafa kynnst strákunum. Þeir hafa sagt mér margar skemmti- legar sögur frá Islandi - sér- staklega um pólitíkina.“ Stúlkurnar 5 sem kepptu á eðlisfræðileikunum koma víðsvegar að úr heiminum og þær vöktu athygli þegar þær söfnuðust saman til myndatöku í kvöldveislu á háskólalóðinni. Carla Ramires Savilenguine er frá Mexíkó, Christina Moser frá Austurríki og Alyaa Aboud Abdul Aziz Al-Mansour, Aisha Mo- hammad Hasan og Sherreen Mohammad Redha eru frá Kúwæt. 3 af stúlkunum voru frá Kúveit Sammerkt með eðlisfræðikeppn- um hér heima og erlendis er að stúlk- ur eru í miklum minnihluta kepp- enda. Af 164 keppendum í Lands- keppninni á íslandi í ár voru 23 stúlk- ur en á Ólympíuleikunum í Banda- ríkjunum voru stúlkurnar aðeins 5, jafnmargar og í fyrra. Skýringar á þessu mikla ójafnvægi liggja ekki fyrir þó margir hafi reynt að spá í ástæðumar. Carla Ramires Savilenguine er 17 ára stúlka frá Mexíkó og hún hefur engan sérstakan áhuga á eðlisfræði. Henni finnst hins vegar gaman að mála myndir og notar þá gjarnan olíu. „Það er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að gera í framtíðinni“ segir Carla og er alveg frábitin því að læra frekari eðlisfræði. Christina Moser er 18 ára stúlka frá Tyrol í Austurríki. Hún var að klára stúdentspróf frá eðlis- og stærðfræðideild og í haust fer hún í háksólann í Innsbruck til að læra eðlisfræði. „Ég hef mjög gaman af eðlisfræði og mig langar til að kenna hana þegar ég hef klárað háskólann" segir Christina sem hefur líka lært á þverflautu í 7 ár. Hún hefur meira að segja spilað á flautuna á opinber- um tónleikum. Stúlkurnar 3 frá Kúveit vöktu mikla athygli fyrir að vera ávallt kappklæddar með slæður þegar aðrir keppendur voru í ermalausum bolum og stuttbuxum. Þær eru allar 18 ára og voru að klára menntaskólann í vor. í haust fara þær í framhaldsnám og engin þeirra ætlar í eðlisfræði. Alyaa Aboud Abdul Aziz Al-Mansour hefur reyndar gaman af eðlisfræði en ætlar samt að fara í læknisfræði. Aisha Mohammad Hasan hefur líka gaman af eðlisfræði og ætlar líka í læknisfræði en þar að auki hefur hún gaman af því að mála og lesa ljóð. Sherreen Mohammad Redha er alls ekki hrifin af eðlisfræði en í haust byijar hún í efnaverkfræði í Kúveit. Fararstjóri Kúveit liðsins, Tareq Abdel Reda, sagði að það væri engin tilviljun að í liði Kúveit væru 3 stúlk- ur en aðeins einn piltur. „í Lands- keppninni í Kúveit voru stúlkurnar miklu fleiri en piltarnir og þær eru mun áhugasamari um raungreina- námið. Piltarnir í Kúveit eru einfald- lega latari" bætti hann hlæjandi við. Af 198 keppendum voru aðeins 5 stúlkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.