Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
15
Ársæll Sveinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum.
hæf og góð húsmóðir og stjórnaði
fjölmennu heimili af miklum
myndarbrag svo orð fór af.
Eftir 22 ár á sjónum, árið 1934,
hætti Ársæll formennsku og hóf
störf í landi við rekstur, sem nú
hafði þegar byijað að þenjast út
og átti eftir að aukast stórum er
fram liðu stundir. Hann gerðist nú
umsvifamikill útgerðarmaður og
fiskverkandi og auk þess rak hann
timburverslun og dráttarbraut.
Hann sýndi einnig á þeim vett-
vangi að hann kunni vel til verka.
Nú komu einnig til liðs við hann
börn hans, en níu af börnum, sem
þeim Laufeyju varð auðið komust
sjö upp og unnu öll með einhveijum
hætti að rekstrinum með foreldrum
sínum.
En starfssviðið varð nú ekki
aðeins hans eiginn rekstur heldur
Fyrstu áramótatónleikar Listasafns íslands
Ymir leikur
klassíska tónlist
FYRSTU áramótatónleikar Listasafns íslands verða haldnir þar að
kvöldi þriðjudagsins 4. janúar. Kammerhópurinn Ýmir leikur verk eft-
ir fimm tónskáld; Hándel, Milhaud, Árban, Sveinbjörn Sveinbjörnsson
og Johann Strauss. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30.
Listasafnið og Ymir standa saman
að tónleikunum og í tilkynningu frá
safninu segir að ef vel takist til
gætu áramótatónleikar orðið árlegur
viðburður. Ými skipa að þessu sinni
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bryndís
Halla Gylfadóttir, selló, Einar Jó-
hannesson, klariett, Einar St. Jóns-
son, trompet, Steef van Oosterhout,
slagverk, og Örn Magnússon, píanó.
Þau leika Duo fyrir fiðlu og selló
eftir Hándel, Svítu fyrir fiðlu, klari-
nett og píanó eftir Milhaud, Karnival
í Feneyjum eftir Arban, Vikivaka og
idyll fyrir píanó eftir Sveinbjörn og
Keisaravalsinn og fleira eftir
Strauss.
Kammerhópurinn Ýmir kom fyrst
fram á haustdögum 1992 til að leika
6 tónverk til orðin að frumkvæði
japansks áhugamanns um íslenska
samtímatónlist, Michio Nakajima.
Fyrstu tónleikar hópsins voru haldn-
ir í febrúar 1993 og nú í desember
gaf Islensk hljómverkamiðstöð út
geisladisk með leik Ýmis. Hópurinn
verður í mars og apríl á tónleikaför
í Japan, Hollandi og Belgíu.
Ýmir er nafn jötuns sem varð til
þegar ískaldur niflheimur og brenn-
andi Múspell sameinuðust. Hann er
tvíkynja tákn sköpunarverks Óðins
og bræðra hans; alheimstilverunnar
þar sem allt er að finna. Hafið varð
til úr blóði hans og himinn úr höfð-
inu. Gömul alþýðuskýring tengir orð-
ið við sögnina að ymja, að hljóma
eða niða.
Kammerhópurinn Ýmir.
tók hann sífellt meiri þátt í félags-
málum og beindi þá kröftum sínum
einkum að máiefnum sjávarútvegs-
ins og bæjarfélagsins. Starfsemi
Björgunarfélags Vestmannaeyja
var eitt af hans hjartans málum.
Sjálfur hafði hann sem sjómaður
séð nauðsyn þess að hafa vel skipu-
lagða björgunarstarfsemi, sem
gæti jafnan verið tiltæk til að vera
bátaflotanum til aðstoðar við þær
erfíðu aðstæður, sem oft eru á
fiskimiðunum umhverfis Vest-
mannaeyjar. Seinasta áratuginn,
sem hann stundaði sjóinn hafði
verið unnið að því að stofna Björg-
unarfélag Vestmannaeyja og
danskt eftirlits- og rannsóknarskip
„Thor“ keypt til eftirlits og björg-
unarstarfa. Var það skip einnig
notað til landhelgisgæslu. Eftir að
Ársæll kom í land var hann um
langt skeið framkvæmdastjóri
Björgunarfélagsins og mátti vel
heyra á honum að hann taldi það
með merkustu þáttum í lífsstarfi
sínu. í félagsmálum sjávarútvegs-
ins var hann kvaddur til forystu
og var um ára bil formaður í stjórn
Bátaábyrgðarfélags Vestmanna-
eyja og sömuleiðis Útvegsbænda-
félagsins. Hann var auk þess í
stjórn Lifrarsamlags Vestmanna-
eyja og Isfélags Vestmannaeyja,
sem hvorutveggja voru þýðingar-
mikil fyrirtæki útgerðarinnar í
Eyjunum.
Ég kynntist Ársæli fyrst vel
þegar hann sat á Fiskiþingi, á ár-
unum 1962-1968, en þar var hann
verðugur fulltrúi Vestmannaeyja.
Var oft gaman að heyra hann flytja
inál sitt af tilfinningakrafti og voru
það þá einmitt mál, sem vörðuðu
sjómenn og öryggið á sjónum, en
þar talaði hann af eigin reynslu.
Hann var einnig tilllögugóður um
málefni sjávarútvegsins enda flutti
hann mál sitt þannig að maður
vissi að þar talaði maður, sem
þekkti betur en flestir aðrir mál-
efnin sem rædd voru.
Ekkert mun þó hafa staðið nær
hjarta hans af þeim málefnum, sem
hann fékkst við um ævina, en þau
sem tengdust bæjarfélaginu og
velferð þess. Þar voru það hafnar-
málin, sem bar hæst. Hafnarað-
staða hafði löngum verið mikið
vandamál Eyjamanna og einkum
þó eftir því sem útgerðinni óx fisk-
ur um hrygg og bátarnir stækkuðu
en það krafðist sífellt tryggari
hafnaraðstöðu. Ársæll var um ára-
bil formaður hafnarnefndar og þá
í forystu fyrir uppbyggingu og
endurbótum á höfninni.
Eitt þýðingarmesta átakið í
þeim málum var þegar Ársæll stóð
fyrir framkvæmdum við upphaf
byggingar uppfyllingar fyrir botni
hafnarinnar og bryggja þar fram-
anaf, en sá hluti hafnarinnar fékk
nafnið „Friðarhöfn".
Segir nafnið vel hversu þýð-
ingarmikið menn töldu þessar
framkvæmdir. Enda gerbreyttust
allar aðstæður í Vestmannaeyja-
höfn.
En Ársæll lét sér einnig annt
um ýmis önnur málefni bæjarins
þó þess sé ekki sérstaklega getið
hér.
Við hann gætu áttu orð, sem
hann viðhafði í minningargrein um
vin sinn Þorstein í Laufási í tímarit-
inu Ægi. „Hann mat ávallt Eyja-
hag framar eiginn hag.“
Það leynir sér ekki þegar litið
er yfir þann æviferil, sem hér hef-
ur verið stuttlega rakinn að hér
fór óvenjulegur maður, sem naut
trausts samstarfsmanna sinna í
atvinnurekstrinum og samborgara
sinna almennt.
Davíð Ólafsson.
I
NÁMSKEID
LÍFEFLI - GESTALT
úrvinnsla sál-líkamlegra einkenna.
GESTALT-MEÐFERÐ, meðáherslu
á „HÉR OG NÚ“ upplifun og tjáningu.
Ánámskeiðinuverður
farið í LÍFEFLISÆFING-
AR „BIOENERGETICS"
Alexander Lowen's. \ ) >
Markmið:Aukinsjálfs- v
þekking og ábyrgð á !! j . | r
eiginlíðan. *—
Leiðb.: Gunnar Gunnarsson sálfræðingur.
Uppl. og skráning í síma 641803
SÁLFRHIIÞJÓNUSTA
GUNNARS GUNNARSSONAR
Laugavegi43, Reykjavík.
Símí641803
ÍSLENSKUR
LANDBÚNAÐUR
Til móts
við framtíðina
Opinn frœöslufundur um möguleika íslenskra
matvœla á vistvœnum og lífrœnum mörkuöum
Laugardaginn 8. janúar nk. gengst sérstakur starfshópur Bændasamtakanna, sem kannar markaðsmögu-
leika íslenskra matvæla á forsendum hollusm, hreinleika og gæða, fyrir opnum fræðslufundi á Hótel Sögu.
Gestur fundarins verður Carl Haest, sérfræðingur í markaðssetningu lífrænna og vistvænna afurða í Evrópu,
Ameríku og Asíu. Á fúndinum mun Carl Haest flytja fjögur stutt erindi og svara fyrirspumum á milli erinda.
Dagskrá
08.45 Innritun.
09-15 Setning: Jón Helgason, formaður Búnaðarfélags íslands.
Ávarp: Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra.
09 30 Vistvænn landbúnaður, krafa heilbrigðrar skynsemi - lífrænn landbúnaður
frá félagslegu, menningarlegu, vistfræðilegu og efnahagslegu sjónarhomi.
10.30 Kaffihlé.
10.45 Þróun vistvæna og lífræna markaðarins úr sérhæfðum í almennan markað
- hvað er rétt og rangt um þennan hraðvaxandi markað.
12.15 Hádegisverður.
1315 Skipulagning eftirlits og vottunar - uppbygging eftirlitskerfa, lagaleg atriði.
14.30 Kaffihlé.
15.00 Einstæðir möguleikar íslands - að skipuleggja vistvænan markað heima og heiman.
16.15 Lokaorð: Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda.
Fundarstjórar: Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra og Þorsteinn Tómasson,
forstjóri RALA. Carl Haest flytur erindin á ensku og verða þau þýdd jafnóðum fyrir þá sem vilja.
Þátttökugjald er kr. 1.900, innifalið kaffi og hádegisverður.
Skráning þátttöku er í síma 630300 til 7. janúar nk.