Morgunblaðið - 31.12.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
Dróttskátasveitin Ævintýrið
Stillir upp ártalinu
austur í Vaðlaheiði
ÞEIR sem hafa dvalið á Akureyri um áramótin undanfarin ár hafa
að öllum líkindum tekið eftir ártalinu austur í Vaðlaheiði. Sennilega
vita samt fæstir að það eru skátar, nánar tiltekið dróttskátasveitin
Ævintýrið sem hefur veg og vanda af þessu.
Morgunblaðið/Hólmfríður
Grímseyingar
gleðjast
MESSA var í Grímsey á milli jóla
og nýárs og glöddust Grímseyingar
mjög yfír því að fá jólamessu. A
undanfömum árum hefur veður oft
hamlað því að sóknarprestarnir á
Akureyri kæmust út í eyju til að
messa um jólin. Að lokinni messu
kom séra Þórhallur Höskuldsson við
á árlegri jólatrésskemmtun sem
Kvenfélagið Baugur stendur fyrir í
félagsheimilinu. Þar talaði prestur-
inn við börnin og sagði þeim sögur.
Gengið var í kringum jólatréð og
jólasveinar komu í heimsókn. Með
þeim í för var skringilegur karl sem
menn ekki könnuðust við í fyrstu,
en fljótlega kom í ljós að þar var á
ferðinni hreppstjóri Gímseyinga,
Bjarni Magnússon, í dulbúningi.
Húsnæði keypt undir heilsugæslustöð
Fjórar hæðir í Amaro
húsinu fyrir 82 millj.
Stuttu fyrir jól er sveitinni smalað
saman til dúllugerðar. Þær eru gerð-
ar út tjöruhampi sem vafínn er upp
og settur í bréfpoka. Gerðar eru á
2 áramóta-
brennur
TVÆR áramótabrennur verða á
Akureyri í kvöld, gamlárskvöld,
og verður kveikt í þeim báðum
kl. 20.
í nokkum tíma hafa krakkar í
Holtahverfi verið að sanka að sér
efni í brennu á Bárufellsklöppum,
en þar hefur um langt árabil verið
brenna á gamlárskvöld.
Lengi leit út fyrir að brennan á
Bárufellsklöppum yrði sú _ eina í
bænum, en að sögn Ólafs Ásgeirs-
sonar aðstoðaryfírlögregluþjóns á
Akureyri var sótt um leyfi fyrir
annarri brennu sunnan Réttar-
hvamms skammt vestan við Glerá
milli hátíða, en þar hefur einnig
verið áramótabrenna nokkur síðustu
ár.
bilinu 300 til 400 dúllur eftir því
hvað ár er og tekur dúllugerðin oft-
ast 4-5 klukkustundir. '
Á gamlársdag fara svo dróttskát-
ar snemma austur í Vaðlaheiði til
að stilla upp dúllunum sem mynda
ártalið. Stafirnir em 20 - 30 metrar
á hæð. Þegar búið er að koma dúll-
unum fyrir er steinolíu hellt í þær
og steinn lagður ofan á til þess að
þær fjúki ekki.
Handagangur í öskjunni
Um kvöldið koma menn aftur og
allir koma sér fyrir á fyrirfram
ákveðnum stað með kyndil og bens-
ín í brúsa. Skátarnir vinna síðan
tveir og tveir saman. Stuttu fyrir
miðnætti er kveikt á kyndlinum og
annar fer á undan, fjarlægir stein-
inn, rífur pokann og hellir bensíni
yfir. Hinn kemur á eftir og kveikir
í. Þegar búið er að kveikja í öliu
ártalinu hraða menn sér að aftasta
tölustafnum. Á slaginu tólf er slökkt
í gamla stafnúm og kveikt í þeim
nýja. Þetta þarf að gerast með mikl-
um hraða og er þá oft mikill handa-
gangur í öskjunni. Þegar þessu er
lokið fagna skátarnir vel unnu verk
og nýju ári.
RÍKISSJÓÐUR hefur keypt fjórar
hæðir í Amarohúsinu í miðbæ
Akureyrar fyrir 82 milljónir
króna.
Kaupsamningur var undirritaður á
miðvikudag um kaup ríkissjóðs og
annarra eignaraðila heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri, Akureyrarbæjar
og nágrannasveitarfélaga, um kaup á
hluta Amarohússins, Hafnarstræti 99.
Um er að ræða fjórar efstu hæðir
hússins þar sem Heilsugæslustöðin
hefur verið til húsa undanfarin ár
auk þess sem starfsemi hefur farið
fram á tveimur öðrum stöðum í bæn-
um. Húsnæðið er rúmlega 2.200 fer-
metrar á stærð og nam kaupverðið
82 milljónum króna.
Endurbætur
Eftir áramót verður hafíst handa
um nauðsynlegar endurbætur en til
1. áfanga þeirra eru veittar 17,4
milljónir króna í fjárlögum næsta árs.
Guðmundur Sigvaldason, fram-
kvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar-
innar á Akureyri, sagði ánægjulegt
að húsnæðismál stöðvarinnar væru
nú komin á hreint, en umræður hefðu
lengi verið í gangi þessa efnis. „Með
kaupum á húsnæðinu hefur verið
tekin endanleg ákvörðun um að heil-
sugæslustöðin verði hér til frambúð-
ar og í sjálfu sér er ánægjulegt að
niðurstaða liggi fyrir í málinu," sagði
Guðmundur.
Messur
■ KAÞÓLSKA kirkjan, Eyr-
arlandsvegi 26 á Akureyri;
Messa á nýársdag, laugardaginn
1. janúar kl. 18 og á sunnudag,
2. janúar kl. 11.
■ TVÆR villur reyndust vera
í messutilkynningu frá Akur-
eyrarkirkju sem birtist í blað-
inu í gær. Aftansöngur sem
verður á Dvalarheimilinu Hlíð
í dag, gamlársdag hefst kl. 16,
en ekki 18 eins og sagt var og
þá verður hátíðarguðsþjónusta í
Akureyrarkirkju kl. 14 á ný-
ársdag en ekki kl. 16.
■ JÓLABALL Skautafélags Ak-
ureyrar verður haldið á skautasvell-
inu sunnudaginn 2. janúar næstkom-
andi. Jólaballið hefst að venju á ís-
hokkíleik þar sem úrvalslið fjölmiðla-
manna leikur við krakka úr yngsta
flokki íshokkídeildarinnar og hefst
leikurinn kl. 16.30. Klukkan 17 hefst
jólaskemmtun, jólasveinar á skautum
munu renna sér lipurlega um svellið
og fara í leiki við börnin og þá verða
spiluð jólalög. Um kvöldið verður
svellið einnig opið og þá verða líka
leikin jólalög.
Skatthlutfall og
skattafsláttur
Skatthlutfall staðgreiðslu
í janúar 1994 er 41,79%
í janúar 1994 verður skatthlutfall
staðgreiðslu 41,79%. Skatthlutfall
staðgreiðslu fyrir febrúar - desember
1994 verður auglýst síðar.
Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd
eru 1979 eða síðar, verður 6% á
árinu 1994.
Persónuafsláttur á mánuði
er 23.915 kr.
Persónuafsláttur fyrstu sex mánuði
ársins verður 23.915 kr. á mánuði.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI
Sjómannaafsláttur
á dag er 671 kr.
Sjómannaafsláttur fyrstu sex
mánuði ársins verður 671 kr.
á dag.
Frá og með 1. janúar 1994
eru fallin úr gildi eftirfarandi
skattkort: Skattkort með
uppsöfnuðum persónuafslætti
og námsmannaskattkort útgefin
á árunum 1988 - 1993.