Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 25 rr Sjálfstæðisflokksins að sjávarútvegurinn hafi misst 20 milljarða króna á ársgrund- velli af tekjum sínum miðað við það sem var fyrir 5 árum. Stundum er því haldið á loft, að ríkisstjórnin hafi lækkað vextina of seint. Þessu halda þeir einkum fram, sem virðast trúa því, að hægt sé að tala vextina niður eða keyra þá nið- ur með handafli, án tillits til annarra atriða í efnahagslífí þjóðarinnar. Talsmenn þessara sjónarmiða voru þó í fyrir- svari fyrir þjóðina þegar raunvextir voru 68% hærri, en nú er á markaði, eða um 8,4% í stað þeirra 5% sem þeir eru komnir í núna. Þeir virtust því hvorki þá, né nú, vita um hvað þeir voru að tala. Meginmálið er auðvitað það að efnahagsgrund- völlurinn sé réttur. Ella verður ekki á honum byggt svo skap- legt sé. Stöðugleiki verður að vera fyrir hendi. Verðbólga verður að vera í samræmi við það sem gerist í nágranna- og viðskiptalöndum. Raungengið þarf að vera eðlilegt, tryggt og traust. Bönd varð að setja á útgjöld ríkissjóðs, en þau hafa lækkað um 10 milljarða króna síðan 1991. Jafnframt var afar mikilvægt að draga úr lánsíjáreftirspurn ríkisins en hún var um 40 milljarðar króna 1991, eða mun meiri en allur nýsparnaður í landinu! Eftirspurn eftir lánsíjármagni fyrir hið opinbera hefur nú minnkað um helming. Viðskipta- jöfnuður hefur gengið þjóðinni mjög í hag. Hlutfall útflutn- ings og innflutnings hefur batnað verulega. Á því ári sem nú er að ljúka og því sem er að hefjast munu íslendingar lækka raunslculdir þjóðarinnar við erlend lönd og stofnanir um þúsundir milljóna króna. Lánstraust okkar erlendis hefur batnað, en ekki versnað eins og menn höfðu ríka ástæðu til að óttast, fyrir fáeinum misserum. IV Síðastliðið vor fullyrti formaður eins af stjórnarandstöðu- flokkunum að efnahagsvandamálin væru orðin svo risavaxin og yfirþyrmandi, að óhjákvæmilegt væri að efna til þjóðstjóm- ar til að reyna að fást við þau. Hefðbundinn stjórnarmeiri- hluti gæti ekki axlað slíka byrði og slíka ábyrgð. Þessi hugs- un er í samræmi við orð Jónasar frá Hriflu, sem fyrr var vítnað til. Venjuleg samsteypustjórn gæti fengist við góðær- ið, en þjóðstjórn þyrfti til meiri verka. Sem betur fer hefur ríkisstjórnin ekki þurft á þessari viðbót að halda og reyndar hafa tillögur stjórnarandstöðunnar ekki virst líklegar til þess að bæta efnahagslegan ávinning þjóðarinnar. Þannig hélt til að mynda Framsóknarflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, miðstjórnarfund í haust og lagði þá m.a. til að hátekjuskattur yrði hækkaður verulega, gerð yrði eignakönn- un og erlend lán tekin í þeim tilgangi að kaupa sér frið frá atvinnuleysi. Þessar sérstæðu hugmyndir hafa ekki fengið verðskuldaða athygli, því þótt þær séu frekar fornlegar, en frumlegar, er nauðsynlegt að þjóðin viti hvaða úrræði stjórn- arandstaðan hefur haft að bjóða í efnahagsglímunni. Reynd- ar var fjórða hugmynd Framsóknar sú að lækka virðisauka- skatt á matvælum. En þegar það var gert, sneri flokkurinn við blaðinu á einni nóttu og hamaðist gegn þeirri aðgerð og hvatti til þess að stjórnvöld tækju áhættu af upplausn og átökum á vinnumarkaði. Ekki verður sagt að slík hentistefna sé traustvekjandi. Eg gat þess hér að framan að ríkisstjórnin hefði skorið niður útgjöld ríkisins um 10 milljarða króna, frá því að hún tók við stjórnartaumum. Þar er í flestum efnum um varanleg- an sparnað að ræða, sem ríkissjóður mun búa að. Frá árun- um 1971 til 1991 jukust útgjöld ríkisins um 243% meðan þjóðartekjurnar uxu aðeins um 140%. Það voru því ekki ýkjur þegar því var haldið fram, að við værum á sömu efna- hagsógöngubraut og okkar góðu frændur Færeyingar því miður lentu á. Það var rétt, að íslendingar stefndu fram á hengiflugið og leiðin að brön þess var farin að styttast óþægi- lega. Nú höfum við horfið af þeirri braut, en það einstigi sem við nú fetum úr ógöngunum er vandfarið. I raun er sú leið óttalegur leggjabtjótur og því ekki vel fallin til skemmti- göngu, að minnsta kosti fyrsta kastið. En við getum huggað okkur við, að hin leiðin var ófæran ein og lá beint til glötunar. Ríkisstjómin hefur þrátt fyrir framangreinda viðleitni ver- ið með réttu gagnrýnd fyrir að hafa ekki dregið enn meira úr útgjöldum ríkisins. Þar er vissulega hægara um að tala en á að taka, ekki síst á samdráttartímum í þjóðartekjum og þegar atvinnustig er þess vegna lakara en þjóðin er vön. A hinn bóginn verða menn að líta til þess, þegar halli á ríkis- sjóði er skoðaður, að fjármunir hafa verið fluttir úr rekstri í varanlegar arðskapandi aðgerðir. Hallatalan ein segir því ekki alla söguna. Þannig hefur ríkisstjómin staðið fyrir miklu vegagerðarátaki víða um land. Annars vegar til þess að ýta undir atvinnu og á hinn bóginn til að stuðla að hagræðingu og framfömm með framkvæmdum sem ekki munu kalla á útgjöld í framtíðinni heldur leiða til sparnaðar. En í sparnað- arviðleitninni rekast menn fljótt á, að útgjöld hins opinbera eiga marga vini og vörslumenn, en ríkissjóður á rýran frænd- garð. Við emm auðvitað öll stolt yfir því að búa í velferðar- þjóðfélagi, sem svo er kallað, og undir þeirri nafngift viljum við rísa og þeirri einkunn. En velferðarríkið er ekki til fyrir sig sjálft heldur fyrir þjóðina. Velferðarkerfið má ékki verða skálkaskjól fyrir eyðsluseggi eða til þess fallið að ýta undir aðgerðarleysi eða draga úr sjálfsbjargarviðleitninni. Raun- verulegir vinir velferðarþjóðfélagsins em þeir, sem stöðugt spyija, hvort ekki megi veija fjármunum betur í þágu þeirra háleitu markmiða, sem menn hafa sett sér. Hinir em sýndar- vinir, sem halda því fram, að í nafni velferðarríkisins megi þvælast fyrir sparnaði, hveiju nafni sem nefnist, og auka ' útgjöld jafnt og þétt, jafnvel langt umfram það sem þjóðin getur aflað sameiginlega. Ef þeir síðarnefndu ráða för of lengi hrynur kerfið undan sjálfu sér með sama hætti og nýleg dæmi úr okkar næsta nágrenni sanna svo átakanlega. V Veröldin breytist ótt og fátt er sem sýnist. Þrír erlendir fyrirmenn sóttu ísland heim á árinu sem er að líða. Þessir menn eru hver um sig tákn og lýsandi dæmi um þær breyt- ingar sem em að verða í heiminum. Frá Namibíu kom for- seti nýfijáls ríkis, Sam Nujoma, sem lengi hafði verið útlæg- ur úr landi sínu, en er nú að vinna þjóð sína út úr alda- langri nýlendukúgun og svartnættisöld. Enn er barist grimmi- legri baráttu í nágrannaríkinu Angóla og fréttir af hroðaverk- um þar vekja viðbjóð. En i öðru nágrannaríki, Suður-Afríku, virðist martröðin loks vera að breytast í ævintýri og það ævintýrið að fá á sig réttan endi. Það var gleðilegt að horfa á þá standa hlið við hlið, fyrrum fangann og fangavörðinn, Nelson Mandela og de Kierk, og taka við friðarverðlaunum Nóbels. Þeir stóðu þar sem fulltrúar vonarinnar, táknmynd um að hið góða sigraði hið illa að lokum, hversu erflð sem gangan væri. Hingað kom einnig Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, og sýndi okkur þann mikla trúnað að hafa okkur í hópi örfárra ríkja, sem fyrstum var greint frá þeim stórtíðindum sem vænta mætti í þeim stríðshijáða heims- hluta sem hann kom frá. Nokkrir íslenskir stjórnmálaleiðtog- ar misstigu sig illilega í tengslum við þá heimsókn. Það gleym- ist senn, en ástæða er til að minnast þeirra mikilvægu skrefa sem stigin voru á þessu ári til að koma í veg fyrir að eldur- inn læsti sig enn einu sinni í þá púðurtunnu, sem ísrael og Palestína hafa svo lengi verið. Það gladdi mig óneitanlega ' að heyra Elias Frei, borgarstjóra í Betlehem, einn fremsta talsmann Palestínumanna, minnast sérstaklega á hlut ís- lands í útvarpsviðtali á aðfangadag og á þann velvilja sem hann hafði fundið þaðan. Við hljótum enn að binda alla von við að friðarþróunin verði ekki stöðvuð í Mið-Austurlöndum. Hingað kom einnig Mycolas Brazauskas, forseti Litháens. Hann er í forystu lands sem íslendingar urðu fyrstir til að viðurkenna sem sjálfstætt ríki og eru í metum þar í landi, fyrir þá sök. Brazauskas komst til valda í Litháen í frjálsum kosningum og það þótt hann væri úr röðum þeirra, sem svo lengi höfðu farið með völd, umboðslausir og í óþökk lands- lýðs. Litháíski forsetinn virtist þess fullviss í viðræðum við íslensk stjórnvöld, að lýðræði og fullveldi hefðu fest rætur , í Litháen. Það er því kaldhæðni örlaganna að fyrstu lýðræðis- legu þingkosningarnar í ríki stóra bróður í Rússlandi skuli verða til þess að varpa skugga efasemda og ótta yfir Eystra- saltslöndin þijú og reyndar önnur Austur- og Mið-Evrópu- ríki, sem áður lutu boðum og bönnum frá Moskvu. Við þessar nýju aðstæður verður leiðtogafundur Atlants- hafsbandalagsins (NATO) haldinn eftir tíu daga. Gömlu kommúnistaríkin í Evrópu sækja fast eftir aðild að bandalag- inu. Þau halda því ekki fram, að öryggi þeirra sé ógnað um þessar mundir, en á hinn bóginn eru þau ekki heldur viss um að öryggið sé fyllilega tryggt. í því efni sjá þau enga varanlegri og öflugri stoð en NATO. Þessu friðarbandalagi er mikill vandi á höndum. Framhjá því verður ekki horft að þróunin hefur ekkj orðið sú í Rússlandi sem menn höfðu bundið vonir við. Óvissan var mikil eftir átökin í haust og hún hefur síst minnkað, miklu frekar magnast. Ráðamenn NATO spyija sig hvort aðild Austur- og Mið-Evrópuríkjanna sé tímabær. Hvort þessi ríki hafi efnahagslegan og pólitískan styrk til þess að geta verið fullgildir aðilar í gagnkvæmn- isbandalagi eins og NATO. Væri slík útvíkkun á NATO og varnarskuldbindingum þess raunverulegri en öryggisyfirlýs- ingar Breta og Frakka fyrir síðustu heimsstyijöld eða væru það pappírsyfirlýsingar eins og þá voru gefnar? Aðrir svara því til, að þær yfirlýsingar, hefðu verið fullgildar ef þeim hefði verið fylgt eftir 1939, þegar Þjóðveijar voru ekki orðn- ir jafnöflugir og þeir síðar urðu. Enn er á það bent, hvort ekki sé líklegt að Rússar teldu sér ógnað ef NATO stækk- aði yfirráðasvæði sitt og öryggiskerfi allt að landamærum þess mikla ríkis og hvort þjóðernis- og hernaðarsinnar í Rússlandi fengju þá ekki nýjan byr í seglin, byr sem myndi fleyta þeim í æðstu stöðu þessa kjarnorkuveldis. Á það er bent að grunnt sé á slíkum tilfinningum eins og þingkosning- arnar síðustu þykja ógnvænlegt merki um. En á móti spyija Evrópuríkin, sem nýkomin eru úr hlekkjum kommúnismans: „Ætla Vesturlönd virkilega að meta meira hagsmuni Rússa, vilja þeirra og stolt, en lýðræðislegar óskir ríkja sem tryggja vilja öryggi sitt varanlega og stöðu sína í hinni vestrænu fjölskyldu? Eru Vesturlönd á ný að afhenda Rússum neitunar- vald um okkar málefni?“ Öll þessi sjónarmið verða uppi á NATO-fundinum og niðurstaðan getur skipt miklu um örlög þjóða. VI Við framangreindar aðstæður hafa íslendingar átt í viðræð- um við sinn nánasta bandamann, Bandaríki Norður-Amer- íku, um varnarstöðina í Keflavík og samstarfið í varnarmál- um og framtíðarskipan þeirra. Nokkur samdráttur hefur þegar orðið í stöðinni, í samræmi við breyttar aðstæður og nýtt hernaðarmat. Umræður um frekari samdrátt hafa stað- ^ , ið yfir og hvernig hann gæti orðið. Allar hafa þær umræður byggst á varnarsamningi íslands og Bandarikjanna sem er á marga lund einstæður samningur. Varnarsamningurinn hefur tryggt Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum ann- ars vegar mikilvæga aðstöðu á viðsjárverðum tímum, en hins vegar og um leið tryggt varnarviðbúnað fyrir lýðveldið ís- land samkvæmt sameiginlegu mati samningsþjóðanna. Sam- tölin um framtíð varnarliðsins hafa verið vinsamleg og jafn- ræðis verið gætt í hvívetna, í samræmi við þær yfirlýsingar SJÁNÆSTU SÍÐU Viðræðurnar við Gore FRÁ fundi Davíðs Oddsonar og Alberts Gore varaforseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í ágúst síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.