Morgunblaðið - 31.12.1993, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
ATVINNUA UGL YSINGAR
Danskennaranemi
óskast strax.
Upplýsingar á staðnum 3.-4. jan. kl. 14-17.
Dagný Björk, danskennari,
Smiðjuvegi 1, Kópavogi.
Hárgreiðslusveinn
einnig snyrtifræðingur
óskast til að sjá um rekstur hárgreiðslu- og
snyrtistofu í 1 ár (eða sanngjörn leiga).
Lysthafendur sendi nafn og símanúmer til
auglýsingadeildar Mbl., merkt:
„Hár - 13064“.
Barnagæsla
Óskum eftir að ráða göða, reyklausa mann-
eskju til að líta eftir litla drengnum okkar og
sinna heimilisstörfum, frá kl. 8.30-16.30,
mánudag til föstudags.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „Vesturbær - 13 mánaða.“
28 ára vélavörður
vanur og harðduglegur, óskar eftir plássi á
komandi vetrarvertíð.
Engu breytir hvar lands er.
Upplýsingarísíma 91-622619, Gunnlaugur.
Barnagæsla
Barngóð manneskja óskast á heimili íTeiga-
hverfi til að gæta bús og tveggja barna.
Vinnutími frá kl. 12.00-16.30.
Reyklaust heimili.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
fyrir 6. janúar, merktar: „Börn - 1994“.
Framleiðslustjóri
Óskum eftir að ráða mann til vinnslustjórnun-
ar á erlendum frystitogara. Góð menntun,
enskukunnátta og starfsreynsla nauðsynleg.
Þjálfun í meðferð og viðhaldi Baader-véla
æskileg. Starf gæti hafist eftir 1 -2 mánuði.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga, vinsamlega
sendið nöfn og símanúmer, ásamt helstu
upplýsingum um menntun og fyrri störf, til
auglýsingadeildar Mbl., fyrir 8. janúar, merkt:
„Vinnsla - 10566.
BORGABSPÍTALINN
Deildarstjóri
- ritari Bækningaforstjóra
Laust er til umsóknar starf deildarstjóra, sem
veita skal forstöðu skrifstofu lækningafor-
stjóra Borgarspítalans. Um er að ræða nýtt
starf og er ætlunin að viðkomandi starfi í
þágu forstöðulækna allra fimm sviða spítal-
ans eins og þau eru samkvæmt nýju stjórn-
skipuriti. Auk almennra ritarastarfa felst
starfið í skjalavörslu og ýmiskonar gagna-
vinnslu. Hann verður tengiliður starfsmanna-
halds gagnvart læknariturum og tengiliður
spítalans gagnvart skólastofnunum fyrir
verðandi læknaritara. Mjög góð íslensku-
kunnátta er áskilin auk haldgóðrar kunnáttu
í ensku og einu Norðurlandamáli. Skipulags-
hæfni og góðir samstarfseiginleikar eru mikil-
vægir.
Starfið er laust frá 1. febrúar 1994 og um-
sóknarfrestur er til 21. janúar.
Umsóknir sendist Jóhannesi M. Gunnars-
syni, lækningaforstjóra Borgarspítalans.
Vanur stýrimaður
óskar eftir plássi til sjós eða vinnu í landi.
Svör sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„S - 123“.
1. vélstjóri
1. vélstjóra vantar á Heimaey VE 1, sem
stundar síldarveiðar í flottroll.
Vélarstærð 995 Kw.
Upplýsingar gefur Sigurður Georgsson,
skipstjóri, sími 98-11859.
ísfélag Vestmannaeyja.
Samstarfsaðili
í ferðaþjónustu
Ungt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í
ferðaþjónustu fyrir fatlaða, leitar að sam-
starfsaðila með þekkingu og reynslu af starf-
semi ferðaskrifstofa.
Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun
og fyrri störf fyrir 12. janúar ’94 til Ferða-
félaga hf., pósthólf 12001, 132 Reykjavík.
Tölvunarfræðingur
Stórt þjónustufyrirtæki í borginni, með
IBM AS/400 og PC tölvunet, óskar að ráða
dugmikinn tölvunarfræðing/kerfisfræðing til
starfa sem fyrst.
Leitað er að aðila til að annast daglegan
rekstur tölvunets, C-forritun og taka þátt í
öðrum verkefnum tölvudeildar.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 8. janúar nk.
Gudnt TÓNSSON
RAÐCJÓF & RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
WÓÐLEIKHÚSIÐ
Hárgreiðslumeistari
Laust er til umsóknar starf hárgreiðslu-
meistara við Þjóðleikhúsið.
Um er að ræða 50% starf.
Umsóknum, merktum: „Hárgreiðsla", skal
skilað á skrifstofu Þjóðleikhússins,
Lindargötu 7, fyrir 12. janúar.
Skipstjóri
á frystitogara
Grandi hf. auglýsir eftir skipstjóra á frystitog-
arann Snorra Sturluson, sem gerður verður
út til veiða utan 200 sjómílna fiskveiðilög-
sögu íslands.
Umsóknir sendist til útgerðarstjóra Granda hf.
fyrir 7. janúar nk.
Netamaður
Strengur hf. óskar að ráða tölvunarfræðing,
kerfisfræðing eða aðila með sambærilega
menntun. Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfið felst í net- og módemtengingum,
forritun o.fl.
Þekking og reynsla á Lan Manager og/eða
Novell er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon
hjá Ráðgarði í síma 679595.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs, merktar: „Netamaður", fyrir
8. janúar nk.
RÁÐGARÐURhf.
STfÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688
Handverk
- reynsluverkefni
Starfsmaður óskast í 60% hlutastarf í upp-
hafi - seinna í 100% (fullt starf).
Starfssvið: Almenn skrifstofustörf, tölvu-
vinnsla, skráning gagnabanka, boðskipti,
hugsanleg ferðalög.
Starfsmaðurinn þarf að hafa áhuga á hand-
verki og heimilisiðnaði, vera jákvæður í mann-
legum samskiptum og geta unnið sjálfstætt.
Skrifstofa Handverks verður við Laufásveg
í Reykjavík og æskilegt er að starfsmaður
hefji störf í febrúar.
Umsóknir, er greina frá aldri, menntun og
fyrri viðfangsefnum, sendist til auglýsinga-
deildar Mbl., merktar: „Handverk - 3884“,
fyrir 12. janúar.
Mosfellsbær
Leikskólinn
Hlaðhamrar
Á næstunni verður ráðið í eftirfarandi stöður:
Deildarfóstra: 50% staða eftir hádegi
frá 1. febrúar 1994.
Fóstrur: 50% stöður eftir hádegi
frá 1. mars 1994.
Fólk með aðra uppeldismenntun eða góða
starfsreynslu kemur líka til greina í stöður
fóstra.
Áhugasamir hafi vinsamlega samband við
undirritaðan í síma 66 63 51.
Leikskólastjóri.
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar stöður við skattfram-
kvæmd. Um er að ræða stöður hjá embætti
ríkisskattstjóra, skattstofu Reykjavíkur,
skattstofu Vesturlands, skattstofu Vest-
fjarða, skattstofu Norðurlands-vestra, skatt-
stofu Norðurlands-eystra, skattstofu Austur-
lands, skattstofu Suðurlands og skattstofu
Reykjaness.
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun
á sviði lögfræði, viðskiptafræði, eða hafi afl-
að sér menntunar eða sérþekkingar um
skattalöggjöf og framkvæmd hennar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1994.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu-
neytinu.
Fjármálaráðuneytið,
28. desember 1993.