Morgunblaðið - 31.12.1993, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
Bjarni Kr. Grímsson
flskimálastjóri
Annað besta
aflaárið
Nú í lok ársins 1993 þykir rétt
að líta yfir árið og gera upp hversu
gjöfult það hefur verið fyrir ís-
lenskt þjóðarbú. Fiskifélag íslands
sér um að taka saman tölur um
afla okkar íslendinga og verðmæti
hans, en þar sem ekki eru til end-
anlegar tölur fyrir árið 1993, af
þeim eðlilegu orsökum að árið er
varla liðið, er notast við spá Fiski-
félags íslands um árið 1993 en
aðrar tölur eru endánlegar tölur
viðkomandi ára. Hér í meðfylgj-
andi töflu sem sýnir afla okkar
íslendinga sl. níu ár, en byggir á
bráðabirgðatölum og spá Fiskifé-
lagsins fyrir árið 1993 sést að
áætlaður heildarafli íslendinga
verður árið 1993 um 1.684 þús.
tonn og hefur aðeins einu sinni á
þessum tíu árum orðið meiri sem
var árið 1988, en þá varð mesta
aflaár í sögu okkar Islendinga.
Þannig verður þetta ár annað
mesta aflaár í sögu þjóðarinnar.
Aflinn er þó öðruvísi samansettur
en áður og má þar benda á að
botnfiskur er aðeins 564 þús. tonn
á móti 698 þús. tonna árið 1988
og 585 þús. tonna í fyrra þ.e. árið
1992. Því hefur í þessum tegund-
um orðið verulegur samdráttur og
er mesti samdrátturinn í þorskin-
um. Þetta er annað árið í röð sem
þorskafli fer undir 300 þús. tonn
og hefur slíkt ekki gerst síðan
árin 1983 og 1984, en þá varð
þorskaflinn 294 þús. tonn og 282
þús. tonn þessi tvö ár en síðan
komu mun betri aflaár í þorski
eftir það eins og sést í töflunni.
Ef litið er á verðmæti aflans
er áætlað að það verði um 47,6
milljarðar króna, .miðað við
óslægðan fisk upp úr sjó. Á árinu
1992 varð heildaraflinn 1.569 þús.
tonn og verðmæti hans um 48,3
milljarðar króna. þannig hefur
aflamagnið aukist um 8%, en verð-
mætið minnkað um 1,5% milli ára
og endurspeglar þetta bæði sam-
setningu aflans þ.e. stærri hluti
aflans er verðminni fiskur eins og
loðna svo og hitt að markaðsað-
stæður hafa verið óhagsstæðar og
fiskverð því hreinlega lækkað á
sumum tegundum. Ef talið er í
dollurum nemur verðmæti aflans
705 milljónum , en það nam 845
milljónum dollara árið 1992. Því
er um að ræða 16,5% samdrátt á
milli ára mælt í dollurum . Sé
miðað við SDR var virði aflans
599 milljónir árið 1992, en 505
milljónir árið 1993 eða 15,7%
minna heldur en í í fyrra. Við
þennan samanburð er notast við
meðalgengi jan./nóv. bæði árin.
Fyrir utan þessar tölur eru veið-
ar á alþjóðlegum hafsvæðum s.s.
í Smugunni og á Flæmingjagrunni
en á báðum þessum hafsvæðum
hafa Islendingar verið við veiðar
og má ætla að aflinn úr Smug-
unni sé orðinn um 8 þús. tonn og
verðmæti hans miðað við fisk upp
úr sjó á meðalverði hér innanlands
sé 500 til 600 milljónir kr. Tölur
um rækjuna á Flæmingjagrunni
eru því miður ekki tiltækar, en þar
er um nokkur hundruð tonn að
ræða og má ætla verðmæti þar í
tugum milljóna miðað við hráefni
upp úr sjó. Ef verðmæti þessi eru
reiknuð með vinnsluvirði um borð
þar sem flest þeirra skipa sem
hafa stundað þessar veiðar eru
vinnsluskip hleypur verðmætið á
milljörðum og er það kærkomin
búbót fyrir útgerðina og þjóðar-
búið í heild.
Andvirði útfluttra sjávarafurða
áætlar Fiskifélagið að verði um
77 milljarðar króna á árinu. Árið
1992 nam verðmæti útfluttra sjáv-
arafurða 71,3 milljörðum króna
og hefur það því aukist um rúm-
lega 8% milli ára og hefur aldrei
verið hærra í krónum talið. Verð-
mæti þessa útflutnings er áætlað
að nemi um 1.140 milljónum doll-
ara í ár en í fyrra varð verðmætið
um 1.240 milljónir dollara. Þetta
jafngildir um 8% samdrætti í verð-
mætum milli ára og sama niður-
staða fæst ef miðað er við SDR.
Það að minni hlutfallslegur sam-
dráttur verður í útflutningsverð-
mætum miðað við þann samdrátt
sem verður í verðmæti fiskaflans
milli ára, skýrist að hluta með
svokölluðum Rússafiski eða fiski
sem keyptur er til landsins frá
erlendum veiðiskipum, en það hef-
ur verið ein leið vinnslunnar í landi
til að mæta minna hráefnisfram-
boði.
Þegar litið er yfir árið í heild
má segja að þetta ár hafi markað
nokkur spor í sögu sjávarútvegs-
ins, bæði í því tilliti að vinnslan
hefur sótt í sig veðrið og tekið upp
í verulegum mæli nýlegar aðferðir
í fiskvinnslunni þ.e. að þíða upp
hráefni og vinna. Einnig að út-
gerðir hafa sótt á fjarlæg mið í
ríkari mæli en áður og ljóst varð
að 200 mílna fiskveiðilögsaga okk-
ar íslendinga er ekki nægjanlegt
svæði fyrir flota okkar. Þá hafa
athafnamenn í sjávarútvegi haslað
sér völl í samvinnu við erlenda
aðila í sjávarútvegi um allan heim.
Framundan er nýtt ár og ljóst
er að árið verður erfitt fyrir sjávar-
útveginn og þjóðarbúið í heild, þar
sem fiskveiðikvótar hafa aldrei
verið minni hér við ísland. Ekki
er þó ástæða til að horfa svartsýnn
til framtíðar, þar sem við eigum
dugmikla sjómenn, verkafólk og
athafnamenn sem munu í samein-
ingu bregðast við og leysa þann
vanda sem upp kemur. Ég óska
landsmönnum öllum gleðilegs nýs
árs og horfi bjartsýnn til framtíð-
ar.
son, formaður Stétt-
arsambands bænda
Islenskur
landbúnaður
á tíma-
mótum
íslenskur landbúnaður hefur á
undanförnum árum lagað sig hratt
að breyttum aðstæðum, nýjum
kröfum og auknu sjálfstæði. Um
þessi áramót má síðan með réttli
segja að landbúnaðurinn standi á
þröskuldi nýs tíma; tíma aukinnar
samkeppni og aukins frelsis í við-
skiptum með búvörur. Með þeirri
breytingu sem gerð var á Búvöru-
lögunum 20. desember sl. má segja
að þessi tímamót hafi verið stað-
fest, en þar er heimilað að flytja inn
búvöru, enda þótt innlend fram-
leiðsla geti annað eftirspurn eftir
samskonar vöru. Gildistaka EES-
samningsins er staðreynd og
GATT-samningurinn er einnig orð-
inn að veruleika. Þessi breytta staða
krefst endurmats á ýmsu því sem
hefur verið ráðandi í íslenskri land-
búnaðarstefnu. Framtíð íslensks
landbúnaðar, og um leið þjóðarbús-
ins í heild, fer að miklu leyti eftir
því hvernig landsfeðumir spila úr
hinum breyttu aðstæðum. Það mun
því skipta sköpum fyrir afkomu
þjóðarinnar um langa framtíð hvort
útfærsla hinna alþjóðlegu samninga
tekur mið af langtímasjónarmiðum
til eflingar íslenskri atvinnu eða
hvort hún ræðst af skammsýnni
hagsmunuro.
Forskot í undirbúningi
íslenskur landbúnaður hefur á
ýmsan hátt búið sig undir gjör-
breytt rekstrarumhverfi á síðustu
árum. Enda þótt enn frekari upp-
stokkun og endurskipulagning sé
verkefni komandi ára mælir enginn
því í mót að íslendingar hafa á
margan hátt gengið lengra en t.d.
þjóðirnar beggja vegna Atlants-
hafsins í róttækum breytingum á
aðbúnaði landbúnaðar. Það útflutn-
ingsbótakerfi sem hér hefur verið
við lýði frá 1959 var aflagt og þar
með gengið lengra en flestar aðrar
þjóðir hins vestræna heims hafa
hingað til gert. Jafnvel þótt slíkt
sé á sameiginlegri stefnuskrá aðild-
arþjóða hinna nýgerðu alþjóðlegu
samninga gerist það í áföngum. Á
meðan er auðvitað miklu meira en
eðlilegt að íslendingar verndi sinn
landbúnað með tollum á innfluttar
og stórlega niðurgreiddar búvörur.
Engum dettur í hug að landbúnað-
urinn geti óstuddur keppt í verði
við milljarða niðurgreiðslur stór-
þjóðanna og öllum ætti að vera ljóst
að óheftur innflutningur yrði bana-
biti íslensks landbúnaðar á ör-
skömmum tíma.
Það er hins vegar sameiginlegt
afrek íslenskra bænda og fag-
mennsku í úrvinnsluiðnaðinum, að
þrátt fyrir smæð markaðarins og
erfið ytri skilyrði skuli úrval land-
búnaðarvara á íslandi vera jafn fjöl-
breytt og gott og raun ber vitni.
Með hreinleika íslenskrar náttúru
og um leið gæði og heilnæmi afurð-
annna að leiðaijósi á íslenskur land-
búnaður og íslensk þjóð fjölmarga
möguleika á öflugri verðmætasköp-
un. í fyrsta lagi að leitast við að
fullnægja sem best innlendri mark-
aðsþörf og í öðru lagi að nýta þá
möguleika sem kunna að opnast
fyrir hágæðavöru á erlendum mörk-
uðum. Slík markaðsfærsla gæti orð-
ið auðveldari en áður í kjölfar ný-
gerðra alþjóðasamninga.
Skammsýn umræða
Verði umræðan á pólitískum
vettvangi og innlegg fræðimanna í
þeim efnum hins vegar með sama
hætti og verið hefur er því miður
ekki von á góðu. Ekki skiptir minna
máli hvernig fjölmiðlar meðhöndla
málefni landbúnaðarins. Það er
grátlegt að líta til baka yfír árið
sem er að líða og fara yfir þá efnis-
þætti sem einkennt hafa umræðuna
um landbúnaðarmál. Á sama tíma
og þessi mikilvæga undirstöðuat-
vinnugrein þjóðarinnar stendur
frammi fyrir róttækari breytingum
en nokkru sinni fyrr er einkenni
nær allrar umfjöllunar um málið
ábyrgðarlítill hanaslagur og hálf-
gerður bófahasar.
Látum vera þótt einstakir kaup-
menn tryggi sér pláss í fréttum
með því að flytja inn nokkrar ferða-
töskur af svínaskinku í dag, kalk-
únalöppum á morgun og grænmeti
hinn daginn. Slíkt er auglýsinga-
og sölumennska og úr því að fjöl-
miðlar hlaupa í hvert sinn sem kall-
að er af slíkum tilefnum er eðlilegt
að menn spili á það kerfi. Hitt er
alvarlegra þegar leikurinn fer fram
í sölum Alþingis eða Háskóla ís-
lands. Með öllu er óþolandi þegar
menn sem þjóðin hefur treyst til
forystu og uppeldis handleika eitt
af fjöreggjum þjóðarinnar af jafn
mikilli vanþekkingu og gáleysi og
raun ber vitni. Ekki er unnt að frýja
þessum mönnum vits en ef leikurinn
er gerður fyrir meintan pólitískan
uppslátt einstaklinga eða einstakra
stjómmálaflokka er um stórkostlegt
ábyrgðarleysi að ræða.
Gripið til vopna
íslenskum bændum þótti meira
en nóg komið á miðju sumri og
gripu til stílvopnsins. Með greina-
skrifum, upplýsingaríkum auglýs-
ingum, útgáfu bæklings og smærri
fundahöldum var þess freistað að
hrekja alls kyns villandi upphrópan-
ir, rangfærslur og blekkingar. At-
hygli vekur að frá þeim sem hæst
höfðu um þessi mál hafa nær engin
viðbrögð komið.
í því kynningarefni sem bændur
hafa sent frá sér m.a. sýnt fram á
að stuðningur ríkisins við landbún-
að hefur lækkað um hvorki meira
né minna en þriðjung á þremur
árum og hvernig hann mun halda
áfram að stórlækka á næstu misser-
um. Engu að síður, og á það var
rækilega bent í kynningarstarfi árs-
ins, hefur verið á búvörum stór-
lækkað á sama tíma. Bent var á
að þáttur íslenskra matvæla í út-
gjöldum hvers heimilis er að meðal-
tali aðeins 7-8% enda þótt gagn-
rýnendur landbúnaðarins hafi á ár-
inu talað eins og ekkert annað
væri að setja heimili landsins á
hausinn en svimandi hátt verð á
landbúnaðarvörum.
Hagræðing og lækkun
álagningar
Með þessi átök að baki, og von-
andi með auknum skilningi á meðal
landsmanna allra á mikilvægi og
möguleikum landbúnaðarins, er síð-
an hægt að snúa sér að verkefnum
morgundagsins. í þeim efnum ber
auðvitað hæst að annars vegar er
nýlokið fyrsta heila árinu sem
bændur bera fulla ábyrgð á fram-
leiðslu sinni með beinni tengingu
við eftirspurn markaðarins og hins
vegar taka gildi um þessi áramót
alþjóðasamningar sem óhjákvæmi-
lega munu hafa mikil áhrif. Krafa
markaðarins um enn frekari verð-
lækkun á íslenskum landbúnaðar-
vörum er staðreynd og til þess að
unnt sé að mæta henni er ljóst að
áfram þarf að leita nýrra leiða til
lækkunar kostnaðar.
Nú þegar hafa bændur gengið
afar langt í þeim efnum og röðin
því óhjákvæmilega kominn að úr-
vinnsluiðnaðinum og versluninni.
Áhyggjur af vaxandi fákeppni í
SJAVARAFLINN1993
Endanlegar tölur um magn og verðmæti sjávaraflans árið 1993 liggja
ekki fyrir, en miðað við bráðabirgðatölur og spá Fiskifélagsins verður
heildaraflinn um 1.690 þúsund tonn og verðmæti hans 47,6 milljarðar
króna, miðað við óslægðan fisk uppúr sjó. Árið 1992 var heildaraflinn
1.569 þúsund tonn og verðmætið 48,3 milljarðar króna. Þannig hefur afla-
magnið aukist um 8% en verðmætið minnkað um 1,5% milli ára. Talið í
dollurum nemur verðmæti aflans 705 milljónum en það nam 845 milljónum
árið 1992. Því er um 16,5% samdrátt að ræða milli ára. Sé miðað við SDR
var virði aflans 599 milljónir árið 1992, en 1993 verður það 505 milljónir
eða 15,7% minna en í fyrra. Tekið skal fram að miðað er við meðalgengi
jan./nóv. bæði árin.
Endanlegar tölur 1984-1992 og áætlun 1993. Allar tölur eru í þúsund-
um tonna, m.v. óslægðan fisk.
Auk þessa afla hafa íslynsk skip veitt tæp 8 þúsund tonn af fiski í
svokallaðri Smugu, þar af er um 98% þorskur. Verðmæti Smuguaflans
er áætlað 490 milljónir.
Breytingar aflamagns milli ára verða samkvæmt spánni eftirfarandi:
Botnfiskaflinn er lakari en hann hefur verið á öllu tímabilinu, en er svipað-
ur og hann var árið 1984. Undantekningar frá þessu sjást þó í spánni um
veiðar karfa og skarkola. Þorskaflinn dregst saman um 19 þúsund tonn,
sem samsvarar um 7% samdrætti milli ára. Ýsuaflinn verður 46 þúsund
tonn eða sá sami og í fyrra en hann hefur aðeins einu sinni orðið minni á
síðustu tíu árum. Ufsaaflinn verður lakari en í fyrra sem nemur 8 þúsund
tonnum eða rúmlega 10% samdrætti aflans. Af karfa mun veiðast um 5
þúsund tonnum meira í ár en í fyrra, en það er tæplega 5% aukning milli
ára. Skelfiskaflinn er að jafnaði betri á árinu en í fyrra. Gert er ráð fyrir um
9% aukningu í humarafla milli ára en um 11% meira mun veiðast af rækju
en árið áður og er það besta aflaár rækju til þessa. Síldaraflinn verður
heldur lakari en í fyrra. Hann dregst saman um 9 þúsund tonn eða um
rúmlega 7%. Hins vegar verður loðnuafli mun betri en í fyrra, eykst úr 796
þúsund tonnum í 940 þúsund tonn. Aukningin nemur rúmum 18%.
Heiti f.teg 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993*
Þorskur 282 323 366 390 376 354 334 307 267 248
Ýsa 47 50 47 40 53 62 66 54 46 46
Ufsi 60 55 64 78 74 80 95 99 78 70
Karfi** 108 91 86 88 94 93 95 104 108 113
Steinbítur 10 10 12 13 15 14 14 18 16 14
Grálúða 30 29 31 45 49 58 37 35 32 32
Skarkoli 11 15 13 11 14 11 11 11 10 12
Annar botnf. 15 13 13 20 23 20 22 27 28 30
Botnf. alls 564 585 632 684 698 693 674 654 585 564
Humar 2.46 2.39 2.56 2.71 2.24 1.87 1.69 2.16 2.23 2.40
Rækja 24.42 24.91 36.21 38.64 29.74 26.78 29.83 38.04 46.91 52.00
Hörpudiskur 15.58 17.07 16.43 13.27 10.06 10.77 12.38 10.30 12.43 12.00
Síld 50 49 66 75 93 97 90 79 123 114
Loðna 865 993 895 803 909 650 692 256 797 938
Annað 4.41 0.44 3.41 7.66 10.36 9.93 2.51 4.60 2.27 2.00
Heildarafli 1525 1672 1651 1625 1752 1489 1502 1044 1569 1684
**þ.a.úthafsk 1 4 8 14 20
.♦áætlun
Fiskifélagið áætlar að andvirði útflutnings sjávarafurða verði um 77
milljarðar króna á árinu. Árið 1992 nam verðmæti útflutnings sjávaraf-
urða 71,3 milljörðum króna. Það hefur því aukist um rúmlega 8% milli ára
og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Verðmæti þessa útflutnings
er áætlað nema um 1.140 milljónum dollara en það jafngildir nærfellt 8%
samdrætti frá því I fyrra. Þá var verðmætið um 1.240 dollarar. Sé miðað
við SDR hefur útflutningsverðmætið einnig dregist saman um tæp 8%.