Morgunblaðið - 31.12.1993, Page 38
| -r 0 '
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
þjóðaviðskipta, breytt stjórnmála-
viðhorf og ríkjaskipan hefur fætt
af sér nýja keppinauta og nýjar
samkeppnisforsendur. Þessar að-
stæður gera enn ríkari kröfur til
okkar um hagræðingu og tækni-
þróun, því einungis með hærra
tæknistigi, meiri framleiðni og
gæðum eiga framleiðendur á Vest-
urlöndum möguleika á að keppa
við þessar nýju aðstæður. Hér
megum við einskis láta ófreistað í
að halda okkar hlut í breyttri
heimsmynd.
Við höfum löngum eytt meiri
tíma í að skipta minnkandi hlut en
skapa forsendur fyrir vöxt. Þetta
hefur vonandi breyst, því samning-
ar ASÍ og VSÍ miðuðu að því, að
skapa skilyrði fyrir uppbyggingu
og sókn og tækifæri til að hrinda
í framkvæmd a.m.k. hluta þeirra
hugmynda sem að því stefna og
fæðst hafa á undanförnum mánuð-
um.
Með lækkun vaxta og verðlags
hefur tekist að búa í haginn fyrir
þá uppbyggingu sem nauðsynleg
er íslensku atvinnulífi, þar hafa
allir lagst á eitt. Því er það einlæg
von mín að þær deilur sem enn' eru
óútkljáðar, verði ekki til þess að
þessum árangri sé stefnt í voða.
Verkefnin eru mörg og viðamik-
il og því brýnt að við getum snúið
okkur að því í sameiningu að hrinda
þeim í framkvæmd. Við verðum
m.a.:
- að reyna að ljúka mótun sjávarút-
vegsstefnu. Stöðugt óöryggi í
rekstrarlegu umhverfi sjávarút-
vegsfyrirtækja dregur úr hraða
þeirra breytinga sem nauðsyn-
legar eru í rekstri þeirra.
- að móta nýja stefnu í íslenskum
utanríkismálum og að aðlaga
okkur nýju umhverfi í alþjóðleg-
um viðskiptum.
- að skapa hér umhverfi sem laðar
að alþjóðlega fjárfesta og hefja
skipulegt átak til þess að auka
erlenda fjárfestingu í landinu.
- að auka landkynningu og efla
ferðamannastrauminn til íslands,
einkum yfir þá mánuði þegar
fjárfestingin í ferðamálum er
ónýtt.
- að hvetja íslensk fyrirtæki til
nýrrar sóknar í útflutningsmál-
um og efla rannsóknar- og þró-
unarstarf innan þeirra.
- að efla samstarf milli atvinnulífs
og skóla. Við erum með tugþús-
undir ungs fólks í framhaldsskól-
um landsins sem við viljum að
komi til virkrar þátttöku í at-
vinnulífinu.
- að hefja nýja leit eftir erlendum
fyrirtækjum sem gætu nýtt þá
orku sem við höfum fjárfest í.
- að auka aðlögunarhæfni fyrir-
tækja og þjóðfélagsins að þeim
nýju skilyrðum sem breyttur
heimur hefur í för með sér.
Við verðum að skapa okkur
framtíðarsýn sem hjálpar okkur til
að átta okkur á því hvert við viljum
stefna og hvað það er sem við þurf-
um að leggja áherslu á. Þótt fleira
sé ekki tínt til ber þessi upptalning
þó með sér að viðfangsefnin eru
mörg og viðamikil og ekki eftir
neinu að bíða með að hrinda þeim
í framkvæmd. Aðeins með jákvæð-
um vinnubrögðum og sókn inn á
ný svið tekst okkur að vinna bug
á því atvinnuleysi sem nú hrjáir
íslenskt atvinnulíf. Við verðum að
gera okkur grein fyrir því að í öllum
þessum breytingum felst ákveðin
ógnun, en um leið óendanlega mörg
tækifæri. Við verðum að skilja að
nú, meir en nokkru sinni fyrr, er
heimurinn allur okkar markaður
og framtíð þessa lands byggist
fyrst og fremst á því hvernig við
getum nýtt þessi tækifæri fyrir
komandi kynslóðir. Ég vil nota
I þessa tækifæri til að þakka aðilum
innan VSÍ, ASÍ og stjómvöldum
fyrir samstarfið á árinu sem er að
líða og sérstaklega sendi ég salt-
flskframleiðendum kærar kveðjur
með þakklæti fyrir margra ára
samstarf og óska landsmönnum
öllum árs og friðar á nýju ári.
Það er einlæg von mín að árið
1994 verði ár uppbyggingar og
nýrrar sóknar.
Amar Sigurmunds-
son, formaður Sam-
taka fiskvinnslu-
stöðva
EES-samn-
ingurinn
skapar nýja
sóknar-
möguleika
Árið 1993 verður án efa talið
með hinum erfíðari í afkomu ís-
lensks sjávarútvegs undanfarinn
áratug. Samdráttur í þorskveiðum
sjötta árið í röð, ásamt lækkun á
verði sjávarafurða í erlendri mynt
annað árið í röð, gerðu erfiðan
rekstur enn þyngri. Ýmislegt já-
kvætt má einnig segja um árið
1993 og munar þar mest um mik-
inn loðnuafla sem leiðir af sér að
árið verður með næstmesta heildar-
afla frá því veiðar hófust hér við
land.
Allt stefnir í að þorskafli hér við
land verði á árinu tæplega 250
þúsund tonn á móti 390 þúsund
tonnum árið 1987. Slíkt hrun í
þorskveiðum og vinnslu á okkar
mikilvægustu útflutningsafurð hef-
ur leitt og mun leiða til fjölmargra
gjaldþrota í sjávarútvegi með ófyr-
irséðum afleiðingum fyrir mörg
sjávarpláss, sem eiga allt sitt undir
þorskinum. Afkoman í botnfisk-
vinnslu hefur jafnan að mestu
byggst á vinnslu þorsks og ýsu og
hefur framlegðin í þessum tegund-
um haldið uppi vinnslu á öðrum
botnfísktegundum. Þetta er megin-
atriði sem hafa ber að leiðarljósi
þegar fjallað er um afkomu fisk-
vinnslunnar hér á landi undanfarin
ár. Margskonar aðgerðir fyrirtækj-
anna til þess að hagræða og draga
úr rekstrarkostnaði hafa borið tölu-
verðan árangur sem hefur, því mið-
ur, oftar en ekki orðið að engu
vegna lækkandi afurðaverðs.
Kjarasamningar og
efnahagsaðgerðir
Þegar gengið var til kjarasamn-
inga á almennum vinnumarkaði
fyrr á þessu ári voru skiptar
skoðanir innan sjávarútvegsins á
möguleikum hans á að taka þátt í
samningsgerðinni vegna afurða-
verðslækkana og fyrirsjáanlegs
frekari samdráttar á í þorskveiðum.
Þátttaka sjávarútvegsins í kjara-
samningunum sem lokið var við í
maí sl. var bundin því skilyrði að
þeir innihéldu skýra fyrirvara um
möguleika stjómvalda til efna-
hagsaðgerða til þess að bregðast
við vanda sjávarútvegsins. Þegar
Hafrannsóknastofnun birti tillögur
sínar um hámarksafla í lok maí sl.
og fyrirsjáanlegt var að grípa þyrfti
til enn frekari niðurskurðar á
þorskveiðum, og þegar útreikning-
ar Þjóðhagsstofnunar sýndu 8%
halla í botnfiskveiðum og -vinnslu
skömmu síðar, varð ekki komist
hjá því að ríkisstjórnin gripi til
efnahagsaðgerða. Samhliða
ákvörðun um heildarafla á fiskveið-
iárinu 1993-1994 ákvað ríkis-
stjórnin í lok júní að lækka gengi
krónunnar um 7,5% auk lengingar
lána hjá opinberum lánasjóðum.
Með því að draga ekki að ráðast í
þessar óhjákvæmilegu efnahagsað-
gerðir sýndi ríkisstjórnin töluverða
röggsemi, því oft vill það brenna
við að stjórnvöld fresti því sem
óhjákvæmilegt er að gera þar til
allt ér komið í erfiðan hnút. Þessar
efnahagsaðgerðir rúmuðust vel
innan þeirra marka sem forsendur
kjarasamninganna frá því í maí sl.
gerðu ráð fyrir.
Samtök fískvinnslustöðva hafa,
í þessari viku, tekið saman mat á
afkomu botnfískvinnslu og -útgerð-
ar miðað við skilyrði í lok desem-
ber 1993 og áætlaðan botnfískafla
á árinu 1994. Þessir nýju útreikn-
ingar leiða í ljós að hallarekstur á
veiðum og vinnslu verður, að
óbreyttum forsendum, um 2,8 millj-
arðar á árinu 1994. Afkoma á
loðnu- og rækjuveiðum og -vinnslu
er ekki inni í þessum útreikningum
en reikna má með að heildarhalli
i sjávarútvegi, að meðtöldum þess-
um þáttum, geti numið 2,5-3,0
milljörðum króna á næsta ári. Þess-
ir útreikningar sýna áætlaða með-
alafkomu og að sjálfsögðu er af-
koma einstakra greina sjávarút-
vegs og fyrirtækja innan þeirra
nokkuð misjöfn hverju sinni.
Vaxtalækkun skilar árangri
En baráttan við að halda fisk-
vinnslufyrirtækjum í gangi og kom-
ast í gegnum þá gríðarlegu erfið-
leika sem niðurskurður í þorskveið-
um og lækkað afurðaverð skapar
snýst ekki eingöngu um að halda
niðri hráefnis- og vinnulaunakostn-
aði, þó svo að þessir liðir geti num-
ið 70-80% af rekstrarkostnaði.
Fjármagnskostnaður skiptir veru-
legu máli í rekstri sjávarútvegsfyr-
irtækja. Samtök fiskvinnslustöðva
hafa um langan tíma gagnrýnt þá
hávaxtastefnu sem ríkt hefur hér
á landi. Við höfum einfaldlega talið
að hár vaxtakostnaður hér á landi
eigi sinn þátt í því að sliga fólk
og fyrirtæki. Samkvæmt útreikn-
ingum hagdeildar Seðlabanka ís-
lands námu heildarskuldir sjávarút-
vegsfyrirtækja 110 milljörðum í
september sl. Reikna má með að
heildarskuldir í sjávarútvegi nemi
nú um áramótin 113-115 milljörð-
um króna. Af þessum skuldum eru
rúmlega 46 milljarðar í íslenskum
krónum. Almenn vaxtalækkun hér
innanlands skiptir því sjávarútveg-
inn miklu máli, þó svo. að allar
þessar innlendu skuldir séu ekki
vaxtaberandi hverju sinni. Samtök
fískvinnslustöðva hafa áætlað að
ef almenn 3% vaxtalækkun á verð-
tryggðum útlánum og að af vaxta-
kjör á óverðtryggðum lánum verði
færð til samræmis muni það leiða
til útgjaldalækkunar á sjávarútvegi
sem nemi 800-1.000 milljónum á
heilu ári. Samræmdar vaxtaað-
gerðir stjórnvalda sem gripið var
til í lok október sl. hafa nú þegar
skilað nokkrum árangri. En eftir
stendur krafan um frekari lækkun
á verðtryggðum kjörum auk þess
sem óverðtryggðir vextir og
dráttarvextir eru enn úr öllum
tengslum við raunveruleikann, þeg-
ar verðbólga hér á landi mælist um
1% á heilu ári. Lækkun þessara
vaxta hefur dregist óþarflega lengi
og hreint ótrúlegt að dráttarvextir,
sem nú eru 1,5% á mánuði, skuli
nema hærri prósentu en áætluð
verðbólga á heilu ári. Þrátt fyrir
að töluvert langt sé í land að vext-
ir hjá atvinnufyrirtækjum hér á
landi séu sambærilegir við það sem
gerist hjá samkeppnisþjóðum er
ástæða til þess að þakka stjórnvöld-
um fyrir frumkvæðið í vaxtamálum
og skora jafnframt á banka-
stofnanir að fylgja eftir með frek-
ari vaxtalækkunum. Niðurfelling
aðstöðugjalda skiptir sjávarútveg-
inn miklu máli en sveitarfélög verða
að gæta þess mjög vel að nýta
ekki til fullnustu þær hækkanir á
fasteignagjöldum á atvinnuhús-
næði sem ný tekjustofnalög gera
mögulegar. Á þessu ári hafa sam-
tök í sjávarútvegi gert ítrekaðar
tilraunir til þess að fá lækkun á
vöru- og aflagjaldi á útgerð og
vinnslu. Jafnframt var reynt að fá
ríkið til þess að fella niður sérstakt
25% álag á vörugjald sem ríkið tók
upp fyrir tveimur árum. Þessar til-
raunir hafa ekki borðið tilætlaðan
árangur enn sem komið er. Ein-
staka hafnir hafa þó í ljósi nýrra
laga komið nokkuð til móts við sjáv-
arútveginn. Stjórnvöld, sem með
lagasetningu um aukið frjálsræði í
gjaldskrám sköpuðu möguleika á
samkeppni á milli hafna, hafa enn
ekki svarað óskum sjávarútvegsins
um niðurfellingu á aukagjaldinu.
Hefur viðkomandi ráðuneyti haft í
hótunum við þær hafnir sem lækk-
uðu gjaldskrár sínar og létu 25%
álag til ríkisins verða áfram sem
óbreytt hlutfall, en lækkaða krónu-
tölu.
Þessa dagana er verið að til-
kynna 3% hækkun heildsölutaxta
rafmagns hjá Landsvirkjun, en á
miðju þessu ári, í kjölfar gengis-
breytingarinnar, hækkaði fyrírtæk-
ið gjaldskrá sína um 6%. Fisk-
vinnslan hér á landi greiðir 6-700
milljónir á ári í raforkukostnað.
Þessi síðasta hækkun sem á að
koma til framkvæmda nú um ára-
mótin mun óhjákvæmilega leiða til
hækkunar orkutaxta dreifiveitna.
Ástæða er til þess að mótmæla
þessum hækkunum. Landsvirkjun
þarf með sama hætti og önnur fyr-
irtæki að draga úr kostnaði og það
er útilokað að fallast á þau rök að
fiskvinnslan, sem greiðir margfalt
hærra verð fyrir raforku en önnur
stóriðja hér á landi, skuli þurfa að
greiða þessa hækkun með a.m.k.
fímm sinnum fleiri aurum á hveija
kílóvattstund en önnur stóriðja.
Fyrirtæki í eigu ríkis- og sveitarfé-
laga, sem fram undir þetta hafa
lifað og dafnað í nokkuð vernduðu
umhverfi, verða að taka þátt í hörð-
um slag á sama hátt og önnur fyrir-
tæki, til þess að halda velli.
Sjávarútvegsþrennan fyrir
Alþingi
Sjávarútvegsráðherra hefur nú
lagt fram á Alþingi þrjú frumvörp
sem skipta rniklu máli fyrir íslensk-
an sjávarútveg. Frumvarp um
breytingar á stjórn fískveiða hefur
nú loks séð dagsins ljós en áformað
var að það kæmi fram í maí á þessu
ári. Ljóst er að allur dráttur á af-
greiðslu frumvarpsins gerir fram-
gang þess erfiðari. Þá hafa einnig
verið lögð fram frumvörp um Þró-
unarsjóð sjávarútvegsins, sem
kynnt var fyrir 13 mánuðum, og
um afnám Verðjöfnunarsjóðs sjáv-
arútvegsins og ráðstöfun eigna
hans. Ljóst er að innan þings og
utan er ekki samstaða um fram-
gang þessara mála. Innan sjávarút-
vegs eru einnig skiptar skoðanir
um kvótakerfið og stofnun Þró-
unarsjóðs. Engu að síður telur mik-
ill meirihluti sjávarútvegsmanna að
viðhalda eigi kvótakerfínu með
nokkrum lagfæringum. Andstaða
er mikil við ákveðna þætti í Þróun-
arsjóðsmálinu, einkum hvað varðar
yfírtöku á öllum skuldbindingum
atvinnutryggingadeildar Byggða-
stofnunar og Hlutafjársjóðs. Á
sama tíma og samkomulag hefur
tekist í ríkisstjórn um að sjávarút-
vegurinn yfírtaki allt að 1.000 millj-
ónir króna skuldar atvinnutrygg-
ingadeildar umfram eignir, sem til
koma vegna erfíðleika og gjald-
þrota í sjávarútvegi, ætlar ríkið
sjálft að yfirtaka og þjóðnýta allt
að 200 milljóna króna inneignir
gjaldþrota fyrirtækja í Verðjöfnun-
arsjóði sjávarútvegsins. Það verður
nauðsynlegt að láta öll þessi mál
fylgjast að í gegnum þingið í vetur
og leggja verður ríka áherslu á að
taka upp viðræður milli stjórnvalda
samtaka í sjávarútvegi vegna hug-
mynda um þróunarsjóð sjávarút-
vegsins og freista þess að ná ein-
hverju samkomulagi um málið.
Nú um áramótin tekur loks gildi
samningurinn um EES. Með þess-
um samningi skapast ný tækifæri
[ sjávarútvegi okkar Islendinga.
Ávinningur sjávarútvegsins í þessu
máli er augljós og miðað við sam-
setningu útflutnings okkar til EB-
landa á þessu ári geta tollalækkan-
ir numið allt að 1.300-1.400 millj-
ónum króna á næsta ári. Á þessari
stundu er ekki hægt að fullyrða
hvað mikið af þessu muni skila sér
hingað heim í formi hærra afurða-
verðs, það ræðst að mestu af mark-
aðsaðstæðum hveiju sinni. EES-
samningurinn skapar íslenskri físk-
vinnslu nýja sóknarmöguleika en
kallar jafnframt á frekara rann-
sóknarstarf og vöruþróun fyrir-
tækjanna í samvinnu við sölusam-
tök. Það er einnig heillavænlegt
fyrir framtíðina að nú skuli loks
hafa tekist samkomulag innan
GATT um tolla og viðskipti sem
mun verða til góðs fyrir sjávarút-
veginn á næstu árum.
Komi hins vegar boðað verkfall
sjómanna til framkvæmda nú um
áramótin mun það hafa gífurleg
áhrif á rekstur sjávarútvegsfyrir-
tækja og alls þjóðarbúsins, og drag-
ist það á langinn er við búið að
fjölmörg þeirra komist ekki í gang
á ný.
Að endingu sendi ég öllum sem
starfa við sjávmlarútveg og lands-
mönnum öllum bestu óskir um
gleðilegt nýtt ár.
Haraldur Sumarliða-
son forseti Lands-
sambands iðnaðar-
manna
Sameimim
kraftana
Samdráttur í iðnaði
Þeir erfíðleikar sem nú steðja
að íslensku atvinnulífí eru ofarlega
í huga mér um þessi áramót. At-
vinnuleysi hefur farið vaxandi á
síðustu misserum og er nú meira
en verið hefur um áratugaskeið
hér á landi.
Afkoma fyrirtækja í flestum
greinum er óviss og víða blasir við
að draga verður enn saman starf-
semi eða hætta með öllu. Gjaldþrot
hafa verið tíð og fyrir liggur að
hvert gjaldþrot leiði til þess að
önnur fyrirtæki komast í þrot
vegna viðskipta sem ekki ganga
upp. Það myndast því oft víta-
hringur sem erfitt virðist að kom-
ast úr. Allt leiðir þetta síðan til
vaxandi erfiðleika hjá fyrirtækjum,
heimilum og einstaklingum. Iðnað-
urinn hefur ekki farið varhluta af
þessum erfíðleikum og róa nú
mörg iðnfyrirtæki lífróður til að
halda starfsemi gangandi, bæði
vegna minnkandi veltu og ekki síð-
ur vegna þess að stórar fjárhæðir
hafa tapast í gjaldþrotum annarra
fyrirtækja sem þau hafa haft við-
skipti við.
Samkvæmt þeim könnunum
sem fyrir liggja hefur samdráttur
í almennum iðnaði síðustu tvö árin
verið hvorki meiri né minni en 7%
í veltu og 5% í mannafla á ári sem
þýðir að 1.500 manns hafa misst
atvinnu sína í almennum iðnaði á
undanförnun tveimur árum.