Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 48
MewUCd
-setur brag á sérhvern dag!
__________ ______________J REI_____
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FOSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Bandarísk stjórnvöld breyta afstöðu sinni til varnarliðsins í Keflavík
F-15 flugsveitín áfram
á Keflavíkurflugvelli
Illa gengur með
Bergvíkina
EKKERT gekk í tilraunum til að
ná Bergvíkinni á flot í Vaðlavík í
gær. Varðskip var byijað að toga
í skipið en varðskipsmenn skáru
á vírinn þegar þeir voru næstum
því búnir að missa skipið upp í
grjótgarð. Reynt verður að slæða
upp vírendann í dag.
HINGAÐ til lands er vgentanlegur William J. Perry, aðstoðar-
varnamálaráðherra Bandaríkjanna, sem er starfandi varnamála-
ráðherra, ásamt fulltrúum utanríkismálaráðuneytisins og varna-
málaráðuneytisins, til þess að ljúka samningaviðræðum við ís-
lensk stjórnvöld um fyrirkomulag varnarstöðvarinnar á Kefla-
víkurflugvelli, eins og fram kemur í áramótagrein Davíðs Odds-
sonar, forsætisráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Áætlað er að
samningafundurinn fari fram 4. janúar næstkomandi. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa bandarísk stjórnvöld
nú fallið frá þeim staðfasta ásetningi sínum að kalla flugsveit
sína, 12 F-15 vélar, heim til Bandaríkjanna, og verður flugsveit-
in því áfram staðsett á Keflavíkurflugvelli.
Þijár ástæður munu liggja að
baki þessari bréyttu afstöðu banda-
rískra stjómvalda samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins:
Bandaríski flugherinn hefur ein-
dregið viljað að flugsveitin yrði
kölluð heim til Bandaríkjanna og
að loftvörnum í íslenskri lofthelgi
yrði sinnt frá Bandaríkjunum, með
því að vera með hreyfanlega flug-
sveit í viðbragðsstöðu í Bandaríkj-
unum, sem send yrði á vettvang
eftir þörfum. Bandaríski sjóherinn,
sem rekur varnarstöðina á Kefla-
víkurflugvelli, var andvígur þessari
fyrirætlan, og taldi að ekki yrði um
fullnægjandi eða trúverðugar loft-
varnir að ræða í íslenskri lofthelgi,
með þessum hætti. Nú munu sjón-
armið bandaríska sjóhersins hafa
orðið ofan á, innan bandaríska
stjórnkerfísins, með stuðningi utan-
ríkismálaráðuneytis Bandaríkj-
anna.
Auk þess hefur íslenska viðræðu-
nefndin sótt það fast, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
samkvæmt vamarsamningnum frá
48 hafa
farist í slys-
um á árinu
54 fórust af slys-
förum í fyrra
SAMKVÆMT skráningu
Slysavamafélags íslands hafa
48 manns, 41 karl og 7 kon-
ur, farist í slysum á landi á
' árinu sem er að líða. Þar af
eru þrír útlendingar sem fór-
ust hér á landi og fimm ís-
lendingar sem létust í bílslys-
um erlendis. Á árinu 1992 lét-
ust 54 af slysförum hér við
land, þar af ljórir útlending-
ar.
Að meðtöldum þeim flmm
íslendingum sem látist hafa í
bílslysum erlendis í ár hafa 22
beðið bana í umferðinni. Árið
1992 beið 21 bana í umferðar-
slysum.
Alls hafa ellefu manns, allir
íslenskir, farist á sjó eða
drukknað í ár en árið 1992 voru
þeir 22, þar af einn erlendur.
Einn hefur farist í flugslysi í
ár eins og í fyrra og bæði árin
fórust tveir af völdum bruna,
reyks eða eitrunar. Ymis annars
konar slys, þ.á m. vinnuslys og
’ byltur, hafa orðið 12 manns að
bana í ár en 8 í fyrra.
1951 yrðu hér trúverðugar lág-
marksvarnir, í lofti sem á láði.
Þá er talið að Bandaríkjamenn
hafi breytt áherslum sínum að því
er varðar varnir á Norður-Atlants-
hafí vegna niðurstöðu þingkosning-
anna í Rússlandi fyrr í mánuðinum,
þar sem þjóðemissinninn Vladimir
Zhírínovskíj taldist sigurvegari
kosninganna.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er það eindreginn ásetn-
ingur beggja aðila að samningavið-
ræðunum um Keflavíkurstöðina
verði lokið á þessum fundi hér í
Reykjavík í janúarbyijun.
Morgunblaðið/Arngrímur Blöndahl
Félagsdómur hafnar kröfum Vinnuveitendasambands íslands
7
Sjómannaverkfall skell-
ur á að kvöldi nýársdags
FÉLAGSDÓMUR kvað í gær upp úrskurð um að verkfalls-
boðun sjómanna væri lögmæt á þeim forsendum að kröfur
Sjómannasambandsins séu kjarakröfur sem heimilt sé að
fylgja eftir með verkfalli, að því er segir í niðurstöðu dóms-
ins. Verkfallsboðun sjómannafélaganna tekur gildi á mið-
nætti 1. janúar 1994, nema á Vestfjörðum. Framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands Islands segist harma þá af-
stöðu sjómannasamtakanna að neita viðræðum á meðan
málið var fyrir félagsdómi. Hins vegar komi ekki til greina
að láta hótanir sjómanna koma í veg fyrir að menn leiti
réttar síns. Formaður Sjómannasambands íslands segist
fagna niðurstöðunni fyrir hönd sjómanna en bendir á, að
sjómenn hafi viljað fresta því að álits félagsdóms yrði leit-
að þar til ljóst væri hvort samningar næðust.
Heimild til verkfalls er fengin
samkvæmt 14. grein laga um stétt-
arfélög og vinnudeilur og segir í
niðurstöðu félagsdóms að engu
breyti þótt sjómenn og samtök
þeirra hafí með fundarsamþykktum
og yfirlýsingum í fjölmiðlum reynt
að hafa áhrif á stjórnvöld og lög-
gjafarvald að því er taki til laga
um stjórn fískveiða, en löggjöf þessi
varði meðal annars þýðingarmikla
hagsmuni sjómannastéttarinnar.
Verkfallsboðunin tekur gildi á mið-
nætti 1. janúar 1994, nema á Vest-
fjörðum, hjá flestum aðildarfélög-
um Sjómannasambandsins að sjó-
Nokkrir hluthafar í Mótvægi hf. íhuga málssokn
Telja sig blekkta tíl hlutafjárkaupa
NOKKRIR hluthafar í Mótvægi hf., útgáfufélagi Tímans sem
úrskurðað var gjaldþrota í gær, íhuga að leita réttar síns vegna
þess hlutafjár sem þeir tapa við gjaldþrotið. Einn hluthafinn
sagði í gær að hluthafarnir hefðu verið blekktir til að leggja fé
í fyrirtækið.
áskrifendaskrá. Maður sem þekkir
vel til í Mótvægi hf. segir að Mót-
vægi hf. hafi keypt áskrifenda-
skrána af Framsóknarflokknum
og sé hún því eign þrotabúsins.
Hluthafamir telja að eignir
Tímans hf. hafi verið stórlega of-
metnar í ársreikningum um síð-
ustu áramót og forystumenn fé-
lagsins dregið úr hömlu að koma
réttum upplýsingum á framfæri
við hluthafana, eða þar til eftir
að þeir höfðu skrifað sig fyrir
hlutafé.
Eign þrotabúsins
Framsóknarflokkurinn seldi
Tímamótum hf., nýjasta útgáfufé-
lagi blaðsins, nafn blaðsins og
Morgunblaðið kemur
næst út þriðjudaginn 4.
janúar.
mannafélögunum í Ólafsvík, á
Hellissandi og í Stykkishólmi und-
anskildum, þar sem verkfallið
brestur á 3.-5. janúar 1994.
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að lítið sé um
dómsorð að segja annað en það að
dómurinn telji að engir meinbugir
séu á kröfugerð eða boðun verk-
falls. „Við því er ekkert að segja,
við töldum ástæðu til að ætla að
svo væri og töldum þess vegna
rétt að bera þetta undir dóminn.
Ég geri hins vegar ráð fyrir því
að nú sé loku fyrir það skotið í
eitt skipti fyrir öll, að við þurfum
að ræða hugsanlegar breytingar á
lögum í tengslum við kjaradyilu,"
sagði Þórarinn að lokum. Óskar
Vigfússon formaður Sjómanna-
sambands íslands sagðist vona að
verkfallið yrði skammvinnt, en 10
dögum hefði verið kastað á glæ á
meðan málið var fyrir félagsdómi.
Sjómenn hafi óskað eftir því að
álits félagsdóms yrði leitað síðar
en fulltrúar VSÍ og LÍÚ hafi dauf-
heyrst við því. „Ég vona að hægt
verði að taka upp viðræður um
raunhæfa niðurstöðu,“ sagði Ósk-
ar. Dómsorð las Eggert Óskarsson
og aðrir dómendur voru Erla Jóns-
dóttir, Gylfi Knudsen, Gunnar Guð-
mundsson og Jón Þorsteinsson.