Morgunblaðið - 25.02.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 25.02.1994, Síða 1
88 SIÐUR B/C 46. tbl. 82. árg. FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Klúður í framboðs- málum á Ítalíu Róm. Reuter. SEGJA má, að örlög kosning- anna á Italíu í mars, líklega þeirra mikilvægustu í landinu frá 1948, séu nú í höndum lög- fræðinga en svo getur farið, að ýmsir kunnir menn og flokkar verði að draga fram- boð sitt til baka í mörgum kjör- dæmum. Er ástæðan alls konar formgallar eða „dæmigert, ít- alskt klúður“ eins og dagblaðið La Repubblica hafði eftir inn- anríkisráðherra Italíu. Það eru einkum Norðursam- bandið, Áfram Ítalía, flokkur fjöl- miðlajöfursins Silvios Berlusconis, og Italski sáttmálinn, flokkur umbótamannsins Marios Segnis, sem hafa lent illa í því og fram- bjóðendum þeirra og flokkslistum hefur verið hafnað í ýmsum kjör- dæmum. Hafa þá skilyrði um framboð ekki verið uppfyllt og al- gengt, að meðmælendur með framboðinu séu ekki nógu margir. Hefur Norðursambandið krafist þess, að ríkisstjórnin breyti kosn- ingareglum en Nicola Mancino innanríkisráðherra neitar því. Er búist við, að æðsti áfrýjunarréttur Italíu muni skera úr um þetta mál á sunnudag. Beðið eftir föngunum Reuter NOKKRIR stuðningsmenn þeirra, sem stóðu fyrir valdaránstilrauninni í október, tóku sér stöðu fyrir utan Lefortovo-fangelsið í Moskvu í gær og kröfðust þess, að föngunum yrði sleppt. Rússneska þingið eða dúm- an hefur samþykkt sakaruppgjöf þeim til handa en sumir ráðgjafar Jeltsíns telja, að það hafi farið út fyr- ir valdsvið sitt og unnt sé að hnekkja ákvörðuninni. Hér er meðal annars haldið uppi myndum af tveimur kunnustu föngunum í Lefortovo, Rúslan Khasbúlatov, fyrrverandi þingforseta, og Alexander Rútskoj, fyrr- verandi varaforseta. Strengim- ir stilltir í Helsinki llelsinki. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRAR Finn- lands, Svíþjóðar og Noregs hitt- ast í Helsinki í dag til að ræða þau atriði sem aðild landanna að Evrópusambandinu veltur á. Munu byggðastyrkir verða þar ofarlega á baug auk annars. Per Zetterqvist, talsmaður Carls Bildts, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að ráðherrarnir hefðu fylgst mjög vel með framgangi mála og ættu aðeins eftir að fín- stilla afstöðu landanna. Eftir fund- inn munu samningamenn halda til viðræðna í Brussel til að reyna að tryggja að samningar náist við Evrópusambandið fyrir 1. mars. Takist það ekki, er nánast útilokað að sambandið geti veitt löndunum aðild fyrir 1. janúar 1995. Sjá „Spánverjar ...“ á bls. 23. Fyrsta stefnuræða Jeltsíns Rússlandsforseta á nýju þingi landsins Heitir að beijast gegn verðbólgu og glæpum Nokkrar skoðanakannanir benda til, að kosningabandalag Áfram Italía, Norðursambandsins og nýfasista njóti mests stuðnings meðal kjósenda en það hefur líka komið fram, að um 60% séu enn óákveðin. Þess vegna þykir lítið mark takandi á könnunum enn sem komið er. Hafnar miðstýringu og óheftum markaðsbúskap en vill fara milliveginn Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti fyrstu stefnuræðu sína á nýju þingi landsins í gær og lofaði að hvika hvergi frá efnahags- legri umbótastefnu sinni en kvaðst ætla að standa vörð um lifskjör almennings. Hann boðaði aðgerðir til að stemma stigu við verðbólg- unni en bankastjórar í Moskvu töldu litlar líkur á að forsetanum tækist það á meðan stjórnin ysi fé í fyrirtæki, sem eru rekin með tapi, og seðlabankinn héldi áfram óhóflegri seðlaprentun. Þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj og fleiri stjórnarand- stæðingar gagnrýndu þingræðu Jeltsíns og sögðu hana sýna að for- setinn hefði engar lausnir á vanda- málum Rússlands. Stuðningsmenn Jeltsíns fögnuðu hins vegar ræð- unni, sögðu hana marka tímamót og Fiskur veiddur af frönskum „hetjum“ er „bestur í heimi“ Innflutningshömlur Frakka ræddar innan EES á mánudag að kröfu íslendinga París. Reutcr. FRANSKA stjórnin hefur hafið mikla her- ferð fyrir aukinni fiskneyslu og er það liður í samkomulagi, sem gert var við sjómenn eftir að þeir höfðu gengið berserksgang í mótmælum sínum gegn innfluttum fiski. Er ekki berum orðum hvatt til, að Frakkar kaupi aðeins franskan fisk, en hann er kall- aður ',,sá besti í heimi“ og frönskum sjó- mönnum lýst sem „hetjum hafsins", sem berjist við höfuðskepnurnar meðan aðrir sofi. Gagnvart innfluttum fiski beita Frakk- ar hins vegar ýmsum takmörkunum og hef- ur af þeim sökum verið boðað til fundar í samstarfsráði EES-ri'kjanna í Brussel á mánudag að kröfu íslendinga. „Okkar ferski fiskur — sá besti í heimi" eru einkunnarorð herferðarinnar, sem er að hálfu kostuð af Evrópusambandinu, og útvarpsaug- lýsingarnar hefjast á því, að reiður sjómaður segir: „Það er farið með okkur eins og flæk- Franskt er best ÞESSI drengur veit, að það eru franskir bátar, sem draga besta fiskinn úr sjó. inga.“ Síðan tekur andstuttur þulur við: „Með- an þið sofið, halda þeir til hafs. Þeir bjóða regn- hiyðjunum birginn klukkustundum saman og þegar þeir koma í höfn, örmagna, eru aðrir að leysa landfestar. Þeir koma færandi hendi, gefa ykkur lýsu og kola og annan fisk. Hann er nú fáanlegur í fiskbúðinni ykkar.“ Það er hluti af herferðinni, að milljónum fisk- uppskrifta verður dreift í verslunum í Frakk- landi, en þótt reglur Evrópusambandsins banni mismunun í auglýsingum, er í þeim lögð áhersla á fisk, sem veiðist mest við Frakklandsströnd, en hefur gengið illa að selja. Mörg aðildarríki Evrópusambandsins og EFTA-ríkin saka Frakka um ólöglegar innflutn- - ingstakmarkanir á fiski og að kröf-u íslendinga hefur verið boðað til sérstaks fundar um málið á mánudag með fulltrúum þeirra ríkja, sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Það hefur vakið nokkra athygli hvað önnur Norðurlönd, einkuin Noregur, hafa látið þetta - mál lítið til sín taka, en skýringin á því er trú- lega sú, að nú fer fram úrslitahrinan í viðræð- um þeirra um aðild að Evrópusambandinu. geta lagt grunninn að nýju og öflugu Rússlandi. „Svo lengi sem ég er forseti skal ég veija og vernda efnahagslega umbótastefnu okkar,“ sagði Jeitsín meðal annars. Forsetinn sagði ekki koma til greina að snúa aftur til miðstýrðs efnahagskerfis eða taka upp óheftan markaðsbúskap; fara þyrfti milliveginn til að lina þjáning- ar almennings. Hann sló á strengi föðurlandsástar, sagði að Rússar myndu ekki fallast á frekari „einhliða tilslakanir" í varnarmálum og lofaði að veija hagsmuni rússneskra minni- hlutahópa í öðrum fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna. Kynt undir verðbólgu Rússneskir bankastjórar sögðust ánægðir með þann ásetning Jeltsíns að stemma stigu við verðbólgunni en sögðu ólíklegt að það tækist þar sem stjórnin væri staðráðin í að dæla fé í illa stödd fyrirtæki og seðla- bankinn héldi áfram að fjármagna •fjárlagahallann með því að auka seðlaprentunina. Viktor Tsjerno- myrdin forsætisráðherra hefur lofað að veija þúsundum milljarða rúblna í ódýr lán handa fyrirtækjunum til að draga úr framleiðsluhruninu. „Það er auðvitað nauðsynlegt að stemma stigu við verðbólgunni," sagði Vítalíj Shmeljov, varaforseti Tsjasprombank í Moskvu. „En ég hef efasemdir um þær aðferðir sem stjórnin beitir við að draga úr henni." Rúblan lækkaði í verði í gær, ann- an daginn í röð, og hefur aldrei ver- ið jafn verðlítil gagnvart dollarnum. Fyrir dollarinn fást nú 1.657 rúblur. Sjá „Þingmenn láti af hefndar- þorstanum ...“ á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.