Morgunblaðið - 25.02.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
m
íslenska leikhúsið og Hitt húsið
„Vörulyftan“ eft-
ir Harold Pinter
NÚ ERU að hefjast sýningar á
leikritinu „Vörulyftan" eftir Har-
old Pinter í uppfærslu Islenska
leikhússins í samstarfi við Hitt
húsið og munu sýningar fara fram
í eldhúsi Hins hússins, Brautar-
holti 22, Reykjavík. Frumsýning
er áætluð þriðjudaginn 1. mars
nk. Leikstjóri er Pétur Einars-
sson, þýðandi er Gunnar Þor-
steinsson og leikendur eru Hall-
dór Björnsson og Þórarinn Ey-
fjörð.
í eldhúsinu er búið að koma fyrir
áhorfendapöllum og útbúa það að
öllu leyti eins og lítið leikhús, rétt
eins og Pinter skrifaði verkið og
umhverfi þess.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Það hefur lengi verið draumur ís-
lenska leikhússins að nota þetta rýrni
til uppsetningar á Vörulyftunni.
Verkið smellur inn í húsnæðið, sem
í áraraðir hafi verið notað sem eld-
hús en staðið autt um nokkurt skeið.
Hitt húsið á sér nokkra sögu og er
nú rekið sem menningarmiðstöð
ungs fólks. Áður var skemmtistaður-
inn Þórskaffi í húsinu.
Þessi uppfærsla íslenska leikhúss-
ins á Vörulyftunni er tilraun í sam-
--starfi við Hitt húsið til að efla og
stuðla að blómstrandi menning-
arsamstarfi þar sem ungt fólk hafi
greiðan aðgang og takmarkið sé að
vekja ungt fólk til umhugsunar og
áhuga á leiklist og menningu al-
mennt.
Vörulyftan er eitt þekktasta og
af mörgum talið eitt skemmtilegasta
leikrit breska skáldsins Harolds
Halldór Björnsson og Þórarinn
Eyfjörð í hlutverkum sínum.
Pinters. Sálarflækjur glæpamanns-
ins og þjáning gerandans er skoðuð
án þess að höfundur eða aðstandend-
ur sýningarinnar felli dóm, enda
hefur ijöldi fólks um víða veröld
velt fyrir sér boðskap verksins. Það
gefur áhorfandanum frelsi til eigin
túlkunar og veltir fram spurningum
um stjórnmál, „kerfið“ og hlutverk
einstaklingsins innan þess.“
UM HELGINA
Myndlist
Síðustu sýning-
ardagar síldar-
mynda Sigurjóns
Listamaður febrúarmánaðar í Gall-
eríi fold, er Siguijón Jóhannsson. Sýnir
hann þar vatnslitamyndir til sunnu-
dagsins 27. febrúar. Myndirnar eru all-
ar frá síldarárunum á Siglufirði.
Myndimar sem Sigurjón sýnir í Gall-
eríi fold eru minningar listamannsins
frá síldarárunum á Siglufirði.
Opið er í Galleríi fold mánudaga til
föstudaga frá kl. 10-18, laugardaga
frá kl. 10-16 og sunnudaginn 27. febr-
úar frá kl. 14-17.
Síðasta sýningarhelgi
Einars Hákonarsonar
Einar Hákonarson listmálari opnaði
sýningu í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, 12. febrúar
síðastliðinn.
Sýningunni iýkur á mánudag og er
opið frá kl. 12—18 laugardag, sunnudag
og mánudag.
Leiklist
Ingveldur á Iðavöllum
Ingveldur á Iðavöllum, fimm ára
skopleikur með söngvum, verður frum-
sýndur í Aratungu í kvöld föstudags-
kvöld 25. febrúar.
Leikdeild Ungmennafélags Bisk-
upstungna setur verkið á svið en þær
Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Osk-
arsdóttir sömdu Ieiktextann og Árni
Hjartarson sönglögin fyrir leikfélagið
Hugleik. Signý Pálsdóttir leikstýrir
verkinu og Hilmar Örn Agnarsson,
organisti Skálholtskirkju, stjórnar tón-
listarflutningi með aðstoð ijögurra
annarra hljóðfæraleikara. Hann hefur
og tvinnað tónlist eftir fleiri höfunda
inn í leikinn. Átján leikarar flytja tutt-
ugu hlutverk og aðstoðarmenn eru
nokkrir.
í fréttatilkynningu segir: „Leikurinn
er í fisléttum dúr og gerist í rammís-
Úr Ingveldi á Iðavöllum; Skáld-
ið: Egill Jónasson og Stína
vinnukona: Hólmfríður Bjarna-
dóttir.
lenskri sveit árið 1906 er sæsíma-
strengurinn var lagður til íslands.
Hann er iýsing á lífinu í sveitinni á
meðan bændur bjuggu enn að höfð-
ingjasið og allt litróf mannlífsins rúm-
aðist undir einu þaki í torfbæ.
María Jónsdóttit, formaður Leik-
deildar UMF. Biskupstungna, leikur
titilhlutverkið Ingveldi, Egill Jónasson
bæði skáldið og prestinn, Margrét
Oddsdóttir prestfrúna, Hólmfríður
Bjarnadóttir vinnukonuna, Hjalti
Ragnarsson ráðsmanninn, Eiríkur Ge-
orgsson húsbóndann, Ragnheiður Vil-
mundardóttir fóstruna, Sigurður Guð-
mundsson bæði Harald blinda og ag-
entinn, Sigurður Ásgeirsson smalann,
Ágúst Sæland Pál sterka, Margrét
Sverrisdóttir föllnu komtna, Jón Harry
Njarðarson og Eyrún Soffía Birgisdótt-
ir eignalausu hjónin, Guðný _Rósa
Magnúsdóttir Rúnu, Kamilla Ólafs-
dóttir og Erla Björk Bergsdóttir föru-
konur og Þórey Helgadóttir og Hekla
Pálsdóttir dætur agentsins.
Fyrstu þijár sýningar verða í Ara-
tungu í kvöld föstudaginn 25. febrúar
og sunnudaginn 27. febrúar og að
Flúðum þriðjudaginn 1. mars.
Sýningarnar heflast kl. 21 og er
miðasala við innganginn i klukkutíma
fyrir sýningu.
Sýningum á Ævintýri
Trítils hætt að sinni
Leikhúsið frú Emilía sýnir nk. sunnu-
dag 84. sýningu barnaleikritsins Ævin-
týri Trítils í minni sal leikhússins. Þetta
verður síðasta sýningin að sinni þar sem
leikarar eru nú önnum kafnir við undir-
búning nýrra verkefna. Um fimmþús-
und börn hafa séð sýninguna, einkum
böm í leikskólum Reykjavíkur og í
nágrenni.
Tónlist
Orgeltónleikar í
Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 27. febrúar, kl. 17,
gengst Listvinaféiag Hallgrímskirkju
fyrir orgeltónleikum í kirkjunni. Hörður
Áskelsson organisti Hallgrímskirkju
leikur orgelverk eftri Buxtehude, Bach
og Kjell Mork Karlsen, m.a. Passacagl-
íu eftir Bach.
Við upphaf tónleikanna kynnir Hörð-
ur tónverkin. Þessi tónleikar eru fimmta
atriði á umfangsmikilli vetrardagskrá
12. starfsárs Listvinafélags Hallgríms-
kirkju.
Bókmenntir
Bókakynning í Nor-
ræna húsinu
Suvi Ahola bókmenntafræðingur og
gagnrýnandi mun kynna fmnskar bæk-
ur ársins 1993 í Norræna húsinu á
morgun laugardaginn 26. febrúar kl.
16. Finnska skáldkonan Anja Kauranen
verður sérstakur gestur og mun segja
frá ristörfum sinum.
Anja Kauranen fæddist árið 1954.
Fyrsta bók hennar Sonja 0. Kávi táállá
kom út árið 1982. í kynningu segir
m.a.: „Þetta bókmenntaverk sneri hin-
um hefðbundnu kynhluverkum á hvolf,
hafði margvísleg áhrif á finnskar bók-
menntir þess tíma og telst nú til sí-
gildra bókmenntaverka.
Anja Kauranen vinnur við ritstörf
og hefur gefið út sjö skáldsögur fram
að þessu.
í tengslum við bókakynninguna verð-
ur opnuð sérstök sýning í anddyri húss-
ins sem nefnist Finland — Författare
— Kvinnor. Þessi veggspjaldasýning er
kynning á 28 finnskum kvenrithöfund-
um frá þessari öld ásamt sérstakri
bókasýningu á verkum þeirra.
Sýningin er farandsýning sem hófst
í september 1993 í Uppsölum í Svíþjóð
og mun standa fram til 20. mars.
var hann 1952-55. Síðar var hann
um nokkurra ára skeið bókavörður
við Borgarbókasafn Reykjavíkur,
eða þar til hann varð að láta af
störfum sakir aldurs. Og í Félagi
íslenskra rithöfunda lét hann mjög
til sín taka, ýmist í stjórn eða vara-
stjórn. Voru málefni rithöfunda
honum afar hugstæð, jafnt eftir
að hann var sjálfur hættur að
senda frá sér bækur. En það var
einmitt í félagsskap rithöfunda
sem leiðir hans og undirritaðs lágu
saman. Er vissulega margs að
minnast frá því skeiði, og þótt fleiri
góðir menn kæmu þar við sögu
verður nafn Jóns einatt ofarlega á
blaði. Með vinstri bylgjunni kring-
um 1970 syrti mjög í álinn fyrir
félaginu okkar. Mótmælagöngur
með útifundum og hátalarahrópum
settu svip á daglega lífið, fjölmiðl-
ana og menningarpólitíkina. Bylt-
ing var kjörorðið, jafnt í stjórnmál-
um, skáldskap og lífsháttum.
Formbylting í ljóðlist. Bylting í
skáldsagnaritun, bylting í hugar-
fari. Eldri höfundum með skoðanir
Jóns þótti gróflega að sér þrengt.
Ungt fólk vildi ekki sjá að ganga
í félagið okkar. Þar sátu eftir
rosknir menn og miðaldra sem
héldu áfram að eldast og fundu
verk sín vegin og léttvæg fundin
af þeim sem áttu að erfa landið.
Svo sannarlega voru þetta erfiðir
tímar og -síst að furða þó sumir
létu hugfallast og sneru baki við
menningunni. Jóni Björnssyni kom
slíkt þó síst í hug. Sú var grund-
vallarhugsjón hans að hveijum
manni bæri virðing og annarra
skoðanir skyldi meta svo lengi sem
þær væru bornar fram af heilind-
um og sanngirni. Nýjungar virti
hann út af fyrir sig en hafnaði því
sjónarmiði sem talsvert bar á um
þessar mundir að hvaðeina, sem
kenna mætti við hefð, skyldi þar
með úrelt og ónýtt talið. Jón taldi
að þvert á móti yrði að gera þá
kröfu til rithöfunda sem ættu allt
sitt undir orðsins óskoraða frelsi,
að þeir virtu hver annars skoðanir.
Hóf hann nú að skrifa greinar,
margar og rökstuddar, máli sínu
til stuðnings. Kom þá best í ljós
hvern mann hann hafði að geyma.
Alltaf hélt hann ró sinni. Gremja
né nöldur urðu ekki auðfundin í
skrifum hans. Engrar gætti þar
heldur þykkju þótt ærin ástæða
væri til. Mótheijarnir voru sífellt
að senda frá sér herskáar yfirlýs-
ingar. En Jóni svöruðu þeir sjaldan
eða aldrei; hafa líkast til ekki treyst
sér að rökræða við hann á sama
grundvelli og hann lagði fram.
Á fundum í Félagi íslenskra rit-
höfunda hafði Jón sig ekki mjög í
frammi en lá þá ekki heldur á-skoð-
un sinni ef álits hans var leitað.
Nálægð hans ein skapaði vissa
stöðugleikatilfinningu.
í einkaviðræðu var Jón jafnrök-
vís og í skrifum sínum. Áð eigin
verkum vék hann aldrei. Og aldrei
varð þess vart að hann reyndi að
nota sér samtök rithöfunda til að
koma sjálfum sér né verkum sínum
á framfæri, hugsaði aðeins um
heildina. Hann minnti stundum á
að hann hefði aldrei sagt skilið við
samtök danskra rithöfunda, var
enda mikill Norðurlandabúi í sér
og leit á Norðurlönd sem samstæða
menningarheild. Honum var því
kappsmál að skáldverk íslenskra
höfunda væru þýdd og gefin út á
hinum Norðurlöndunum.
Jón Björnsson bar sterkt svipmót
og mikla persónu. Hvorki gerði
hann sér far um að líkjast öðrum
né feta í annarra spor. En aðra
menn og annarra verk virti hann
jafnt fyrir það. Hvort hann náði
því marki sem hann stefndi að og
hæfileikar hans stóðu til? Um slíkt
er ávallt erfitt að dæma. Honum
fór sem mörgum íslendingi fyrr og
síðar að hann dreifði kröftum sín-
um um of þannig að tækifærin
nýttust honum ekki alltaf eins og
best varð á kosið. Eigi að síður
verður hans ailtaf minnst, þegar
horft er yfir bókmenntir þessarar
aldar, sem góðs rithöfundar og ein-
dregins húmanista.
Erlendur Jónsson.
*
HUS
HÆSTARÉTTAR
Sýning á teikningum, líkani, byggingarefni og öðru sem
tengist fyrirhugaðri nýbyggingu Hæstaréttar hefst í dag,
föstudag 25. febrúar að Hverfisgötu 6.
• Hvers vegna nýtt hús fyrir Hæstarétt?
• Undirbúningur málsins.
• Valkostir um staðsetningu.
Sýningargestum gefst tækifæri til að meta með eigin augum
áhrif hússins á nágrenni sitt, kynnast verkinu og undirbúningi
þess, ásamt öðrum staðsetningarmöguleikum fyrir aðsetur
æðsta dómstóls þjóðarinnar.
HÚS HÆSTARÉTTAR
Sýning að Hverfisgötu 6, jarðhæð.
Opið frá kl. 14-20 virka daga og 12-18 um helgar.
Ókeypis aðgangur.
Erindi um nýbygginguna verður flutt kl. 17 virka daga.